Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 18. OKTÖBER 1986. 17 Gestur Einar Jónasson, 36 ára Akur- eyringur og blaðamaður, leikur Georg, eiginmann Stellu. Hann var i reynd allur lemstraður eltir mynd- ina. Gestur hefur áður leikið i myndunum Útlaginn, Gullsandur og Með allt á hreinu. DV-mynd JGH Fínn timi Myndin Stella í orloíi var tekin í sumar frá 12. júní og fram yfir versl- unarmannahelgi. Unnið var 17. júní og alla laugardaga. Þetta var tekið með hörkunni sex. „Þetta var feikilega skemmtilegur tími, fínn tími. Sumarfríið fór í þetta og meira til. En að leika í kvikmynd- um eins og þessari er mikil tilbreyt- ing frá blaðamennskunni, þó ég kunni vel við mig í því starfi. Þetta var samheldinn og skemmtilegur hópur. Og þrátt fyrir vosbúð og hrak- farir á stundum var alltaf verið að hugsa um mann." Gestur ekki í töku í dag Að sögn Gests eru ótrúlega mörg handtök sem þarf að gera í kringum eina upptöku áður en sjálfir leikar- arnir koma til sögunnar. „Það fer oft stór hluti dagsins í það að bíða. Einn daginn var sett á mig gifs snemma um morguninn. Klukkan fimm um daginn kom svo tilkynning- in: Gestur verður ekki í töku í dag." Gestur Einar Jónasson er ekki alls- endis óvanur kvikmyndatökuvél- inni. Stella í orlofi er fjórða kvikmyndin sem hann leikur í. Hann lék Þórð huglausa, þræl Gísla, í Út- laganum. í Gullsandi lék hann sjoppukónginn í sveitinni, en hann kom gullæðinu af stað, og í mynd- inni Með allt á hreinu var það smáhlutverk sem barþjónn. Tólf árfastráðinn leikari Hann var í nítján ár viðloðandi leikhúsið á Akureyri, þar af tólf ár sem fastráðinn leikari. Hann hefur verið með þætti í Ríkisútvarpinu á Akureyri. Þessa stundina er hann með rabbþáttinn Um náttmál á rás 2 klukkan níu annað hvert fimmtu- dagskvöld. Margir úrvalsleikarar koma fram í myndinni Stella í orlofi, leikarar eins og Laddi, Edda Björgyinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árna- son, Pálmi Gestsson, Eggert Þorleifs- son og Gísli Rúnar. Það er semsé allt heila skemmtigengið. Það er kvikmyndafélagið Umbi sem framleiðir myndina Stella í or- lofi. Það stóð einnig að myndinni Skilaboð til Söndru. Þær sem standa að kvikmyndafélaginu eru meðal annarra Guðný Halldórsdóttir (Duna), Ingibjörg Briem, Ragnheiður Harvey og Kristín Pálsdóttir. Koníaksf iaska fyrir aö demba sér í ána. - Nú fékkstu að finna skemmtilega fyrir því sem Georg, eiginmaður Stellu. Værirðu til í að ganga í gegn- um þetta allt saman aftur? „Já, já, það er engin spurning. En ég get fullvissað þig um að það verð- ur örugglega ekki farið eins illa með leikara í handriti aftur í bráð. Enda sagði Duna, höfundurinn, við mig: Gestur minn, ef ég hefði vitað að það yrði farið svona illa með þig hefði ég ekki skrifað handritið svona. En þessu fylgdi líka kostur. Eftir að ég fór í ána í fjórða sinn lofuðu þær mér koníaksflösku. Þær stóðu við það. Ég á hana ennþá heima, óupp- tekna, til minningar um gott sumar." -JGH Tveír vanir að norðan, Þráinn Karlsson og Gestur Einar. Gestur með gifs á báðum handleggjum upp i krika, klórar sér í nefinu á öxl Guðrúnar Þorvarðardóttur. Halldór Þorgeirsson fylgist með. Þaðersagtað veðriðhafialdrei veriðbetra. Eitter víst. Verðiðhefur sjaldan veriðbetra. Dollarinnerágóðu verði-ogþínbíðalystisemdir fíórída, allt frá dýrindis mat og ævintýraheimi Walts Disneys til tónleika og skemmtana undir berum himni. Littu til dæmis á þennan útreikning: Verð* Hótel Staður Dvöl A Kr.21.488 Dayslnn Orlando 11 dagar B Kr. 23.952 Dayslnn Orlando 18dagar C Kr. 23.766 Gateway St. Pete 11 dagar D Kr. 27.686 Gateway St. Pete 18dagar Innifalið flugferðir, akstur til og frá flugvelli og gisting. * Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvð bðm undir 12 ira aldrí). Ótal fleiri ótrúlega ódýrir möguleikar. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Söluskrifstofan Lækjargötu simi 690100, Hótel Esju simi 690100, Alfabakka 10 sfmi 690100. FLUGLEIDIR Upplýsingasími: 25100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.