Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Page 19
19 LAUGARDAGUR 18. OKTÖBER 1986. fræðingur minn í rússnesku fullyrti að framburður hennar á rússneska ljóðinu, sem hún flutti á báðum tón- leikunum, hefði verið nánast full- kominn. Joan Baez hefur einnig sungið mikið á spænsku enda er hún af spænsk-mexíkönskum uppruna en þegar ég spurði hana hvort spænsk- an væri henni jafntöm og enska hló hún og sagði að hún talaði afskap- lega litla spænsku og læsi hana alls ekki; það væri hins vegar efst á list- anum að læra hana nú þegar hún vonaðist til að geta farið að gera ýmislegt sem hana langaði sjálfa til að gera. Ég ætla ekki að lýsa tónleikunum; það var fullt hús í bæði skiptin. All- ar stærstu sjónvarpsstöðvarnar frá Bandaríkjunum, þýska og svissneska sjónvarpið og fólk frá ýmsum erlend- um útvarpsstöðvum fýlgdust með fyrri tónleikum hennar og íslenskra tónlistarmanna og íslenska þjóðin átti þess kost að fylgjast með kvöld- tónleikum hennar í beinni útsend- ingu íslenska sjónvarpsins. Ég get aðeins tekið undir það með þeim mörgu sem sagt hafa að tónleikar hennar séu meðal þess sem hæst reis þessa helgi og að þeir muni seint líða þeim úr minni sem á horfðu. Fundur „Jóhönnu frá Bægisá“ og fólksins var svo sannarlega verðugt mótvægi íslenskrar og alþjóðlegrar friðarhreyfingar við leiðtogafundi risaveldanna. Boðskapurinn var ein- faldur og skýr: Við höfnum bæði rússneskum og bandarískum friði; við viljum friðargjörning þar sem mannréttindi og lýðræði eru virt og sjálfsákvörðunarréttur hverrar þjóð- ar. Risaveldin eiga að draga herafla sinn inn fyrir eigin landamæri. Það eru e.t.v. ekki allir sem gera sér grein fyrir að það er í einu orði kraftaverk að þessir tónleikar Joan Baez skyldu hafa farið fram. Það var kraftaverk að hún skyldi treysta sér til að koma hingað til lands með svona stuttum fyrirvara, ekki síst með tilliti til þess að Joan hefur að undanförnu verið upptekin við að skrifa sjálfsævisögu sína og því ekk- ert komið fram að undanförnu. Vegna títtnefndrar hálsbólgu var óvíst fram á síðustu stundu hvort af nokkrum tónleikum gæti orðið, hvað þá tvennum tónleikum sama dag. Islensku listamennirnir höfðu líka lítinn sem engan undirbúning og tæknilega hliðin á tónleikahaldinu var unnin á síðustu stundu. Það er meiriháttar kraftaverk að starfsliði sjónvarpsins skyldi takast á þessum tíma með nánast engum fyrirvara að ná saman tækjabúnaði til að sjón- varpa þessum listviðburði með jafngóðum árangri og raun ber vitni. Þetta tókst sem sagt allt saman og allir sem stuðluðu að því eiga þakkir skilið. Eftir tónleikana á laugardags- kvöld var fyrst litið inn á Gaukinn; þar var allt sneisafullt og hvergi sæti að fá nema á kistu í anddyrinu. Joan hafði greinilega gaman að fylgjast með íslensku skemmtanalífi og gerði engar kröfur til þess að njóta neins konar sérréttinda. Margir urðu til að þakka henni fyrir konsertinn; formaður Kennarafélags Reykjavík- ur kom og sagði að það væri draumi líkast að rekast inn á íslenska krá og hitta þar Joan Baez sitjandi á kistu rétt eins og ekkert væri sjálf- sagðara og síðan fóðmuðust þær Sigrún Ágústsdóttir og Joan eins og þar væru á ferð aldagamlar vinkonur austan úr Biskupstungum. Joan lét nú í ljós löngun til að fara á dansstað, helst fámennan en með kröftugt rokk. Við fórum í Roxzý og það reyndist einmitt vera rétti stað- urinn enda hafði Steingrímur sagt þjóðinni að halda sig heima þessa helgi. Joan tók nú rispu á dansgólf- inu, fyrst ein en síðan gaf sig fram ungur fótfimur maður og þau döns- uðu tvö á gólfinu góða stund meðan við hin sátum og horfðum á og fund- um hvernig þreytan eftir erfiði undangenginna daga færðist smám- saman yfir okkur af æ meiri þunga. „Ég verð alltaf að dansa úr mér spennuna sem magnast upp fyrir svona tónleika," segir Joan eftir að hún hefur dansað nægju sína og er sest hjá okkur. Nú ber að annan ungan mann sem gefur sig á tal við Joan og þau spjalla saman og kveðj- ast síðan með virktum. Eftir á segir hún mér að maðurinn hefði trúað sér fyrir því að hann ætti að baki átta ára fangavist. Klukkan ellefu á sunnudagsmorg- un vorum við mætt stundvíslega í heimboð til skáldsins á Gljúfrasteini. Þetta var langþráð stund; það voru tvær manneskjur sem Joan hafði spurt mikið um: Laxness og Vigdís forseti. Og þvi hafði hún orðið ákaf- lega glöð þegar ég sagði henni að Auður Laxness hefði hringt og sagt að þeim hjónum væri það sérstakt ánægjuefni ef Joan Baez vildi koma í heimsókn því að hún hefði á sínum tíma verið í sérstöku uppáhaldi dætra þeirra. Þegar við gengum inn tók Laxness innilega á móti Joan og íslenskir og erlendir sjónvarpsmenn filmuðu sem ákafast. Joan glettist við Auði og spurði hvort þeir fjölmiðlamenn væru hluti af innanstokksmunum. Auður brosti og sagði að þeir væru hér ansi oft en að hún kynni á þeim lagið, þeir drægju sig strax í hlé og þau vildu hafa næði. Annars gerðu menn það eins og ósjálfrátt að láta fara sem minnst fyrir sér meðan þau Laxness og Joan röbbuðu saman; meira að segja myndatökumennimir gerðu sig eins litla og þeir gátu og læddust um á tánum. Laxness gaf Joan nokkrar bækur, bæði á íslensku og i enskri þýðingu, sem hann árit- aði. M.a. gaf hann henni eina eintak- ið af Brekkukotsannáli á ensku sem til var á heimilinu. Einhvern veginn hafði andi þess- arar bókar aldrei verið langt undan alla þessa helgi. Joan söng nokkur lög fyrir Laxness, Plaisir d’Amour, Gracias a la vida og þær Auður sungu saman Kvölda tekur. Ein- hvern veginn hvarflaði að manni hvort þarna mætti ekki greina hinn hreina tón. Joan hafði á orði að ís- lenskir áhorfendur væm frekar feimnir við að syngja; Laxness sagði að það væri kannski ekkert verra, þeir gerðu þá engan skandal á með- an. Þegar fjölmiðlamenn voru famir var gengið í vinnuherbergi skáldsins. Joan dáðist að bókasafninu. Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi skaut þá inn í að enginn nema Laxness vissi hvar bækurnar væri að finna. „Nei,“ sagði Laxness ákveðið, „ég veit ekk- ert hvar þær eru, nema þær sem em í tveimur efstu hillunum. Ég hef ekki komist svo hátt upp síðustu 20 ár- in.“ Þannig leið dagurinn og það dróst að við færum. Laxness sagði frá Kaliforníudvöl sinni á kreppuámn- um, kynnum af mormónum og viðbrögðum þeirra við Paradísar- heimt en ekki síst voru rifjaðar upp sögur af ýmsum heimskunnum lista- mönnum sem heimsótt höfðu Gljúfrastein í gegnum t.íðina og manni fannst sem Joan Baez væri sérlega velkomin í þennan hóp. Það var erfitt að slíta sig frá þessum stað. Joan var greinilega hrærð meðan við ókum í bæinn. „I guðanna bæn- um, varðveitið þið sérkenni ykkar, menningu og tungu - og manneskju- leg samskipti,“ sagði hún - og hér hefði eiginlega átt að setja punktinn við þessa króníku en sagan endar næstum eins og hún byrjaði; engar áætlanir stóðust. Flugi þeirra Joans og Mörthu til Bandaríkjanna þenn- an sunnudag var stöðugt frestað vegna leiðtogafundarins þangað til allt í einu að sagt var að vélin væri farin. Þær fóru því ekki fyrr en á mánudag; Joan mátti eins og ís- lenska þjóðin horfa á hurðarhúninn á Höfða, Tomma og Jenna og Leir- karlana. Hún gat ekki leynt von- brigðum sínum þegar hún vissi endalokin því eins og við hin var hún farin að búast við að einhver árangur yrði. Hún mátti líka horfa upp á þá ótrúlegu uppákomu sem átti sér stað um kvöldið í einu flugskýla Kefla- víkurherstöðvarinnar. Þá fór hún undir borð og baðst afsökunar. Ég held að við öll sem áttum per- sónuleg samskipti við Joan Baez þessa einu helgi getum fullyrt að þau kynni voru í fullkomnu samræmi við listakonuna sem birtist áhorfendum í íslensku óperunni og sjónvarpsá- horfendum um land allt laugardag- inn 11. október. Hún kvaddi mig með því að segja að sér fyndist hún hafa dvalist hér ótrúlega lengi og þetta hefði verið góður tími: „Héðan í frá trúi ég líka á álfa og huldufólk." Vigfús Geirdal. ;jBLAÉ 37 APGANGUR kuwívsM "*siofíiDÍ kunningjapjóðfélagið MvAtl STEFNIR KOMINN ÚT Meðal efnis: Kunningjaþjóðfélagið. Verslað með öryggishagsmuni. Opinberír styrkir til stjórnmálaflokka Virðisaukaskattur. STEFNIR, tímarit Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur nú komið út i samfleytt 37 ár. Það kemur út fjórumsinnumáári. Tímaritið er stærst sinnar tegundar á íslandi og markmið þess er að vera vettvangur umræðu um stjórn- mál og menningarmál. Ef þú gerist áskrifandi nú færðu 3 blöð send ókeypis á þessu ári. Ef þú ert óánægð/ur getur þú hringt til okkar og afpantað áskrift fyrir íæsta ár. Áskriftargjald er kr. 500 Námsmenn greiða kr. 300 Áskriftarsími 82900. Ég óska eftir að fá 3 ókeypis eintök send af Stefni. Ef ég er ekki ánægð/ur með blaðið mun ég hafa samband aftur og afpanta áskrift fyrir næsta ár. Nafn STEFNIR Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík S 82900 N afnnr______________________ Heimili_________________,_______________Póstnr. □ Ég er í námi við__________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.