Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Rokkspildan Bandaríski trompetleikarinn Leo Smith er umdeildur maður. Menn greinir ekki síður á um tónlist hans. Tónleikarnir, sem hann hefur til dærnis haldið hér á landi, hafa orðið mönnum drjúgt þrætuepli. Tónlistar- gagnrýnandi var ekki par hrifinn af spilamennskunni meðan aðrir létu hrifningu sína óspart i ljós. Grammið hefur ráðist í að gefa út plötu með Smith. Hún heitir ein- faldlega Human rigths, eða Mann- réttindi. „Það var auðsótt mál frá hans hendi,“ sagði Örn Þórisson hjá Gramminu í samtali við DV. „Við gefum plötuna út í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Captel og skiptum áhættunni á milli okkar. Bi'eskt fyrirtæki sér um dreifingu plötunnar. Við áætlum að henni verði dreift út um allan heim." Pólitísk tónlistarbylting „Þessi plata boðar að mörgu leyti byltingu á tónlistarferli Smith. Hann fær til liðs við sig hljóðfæraleikara úr ólíkum heimshlutum og reynir þannig að eyða landamærum tónlist- arinnar. Þess má geta að einn Islend- ingur kemur fram á plötunni, Þorsteinn Magnússon gítarleikari. Platan boðar ekki bara breytingu í tónlist Smith. Þetta er fyrsta platan þar sem Smith orðar kastafaritrú- sína sem hann tók upp fyrir nokkrum árum. Þar með fetar hann í fótspor tónlistarmanna eins og Peter Thosh og fieiri. Kastafaritrúin er gegnum- gangandi á plötunni ásamt umræðu um mannréttindi til handa svertingj- um í Suður-Afríku. Engin af fyrri plötum Smith er eins pólitísk og þessi.“ Eigin leiðir - Að sögn Arnars teflir Grammið nokkuð á tvær hættur með útgáf- unni. Þar kemur ýmislegt til. „Það er hætt við að ýmsum að- dáendum Smith bregði í brún þegar þeir hlýða á plötuna. Hún er mikil breyting á hans ferli. En Smith vill fara sínar eigin leiðir í tónlistinni. Hann vill gera það sem hann hefur ánægju af. Sú afstaða hans hefur meðal annars leitt til áreksta við Jass gagnrýnendur. Hann hefur staðið nokkuð í skugganum undan- farin ár vegna þess. En við bindum miklar vonir við að þessi nýja plata Leo Smith beini aug- um jassáhugamanna að honum aftur. Við bíðum spenntir eftir viðbrögð- um.“ Rokkspildan Þorsteinn J. Vilhjálmsson Mezzoforte á Bylgjunni. Heimilislegur fundur með hlustendum. DV-mynd Kristján Ari Heima er best Hljómsveitin Mezzoforte sat fyrir svörum á heimilislegum blaða- mannafundi á Bylgjunni á fimmtu- daginn. Gegnt þeim sátu blaða- og útvarpsmenn og skutu inn kurteis- legum spurningum þar sem það átti við. Allt var þetta í beinni útsend- ingu og dreifðist víðs vegar um hlustunarsvæði Bylgjunnar. Fundurinn var meðal annars hald- inn í tilefni af útkomu lagsins Nothing last forever. Ný breiðskífa, No limit, er svo væntanleg á markað hér heima síðar í þessum mánuði og um svipað leyti hefur hljómsveitin mikla hljómleikaferð. Fyrstu tón- leikamir verða hér heima, nánar tiltekið í Broadway. Hafi menn lagt trúnað á að óeining ríki innan Mezzoforte þá var slíkur orðrómur kveðinn niður á fundinum. Menn gerðu að gamni sínu í mesta bróðemi og allt lék í lyndi. Fjór- menningarnir virtust sér vel meðvit- andi um stöðu hljómsveitarinnar og markmiðið að þeirra sögn að gera eins vel í tónlistinni og mögulegt er, án allra skýjaborga. Hljómsveitin á trygga aðdáendur í Evrópu en enn er England óunnið vígi. Uppgangur Garden party er ekki talinn með. Það verður gaman að fylgjast með fram- gangi lagsins Nothing last forever þar í landi. En fyrst er það hljómleikaferð um Evrópu. Við sjáum hvað setur. Leo Smifh - á nýrri plötu frá Gramminu. Foringjarnir fimm „Við stofnuðum hljómsveitina fyrir tæpum mánuði. Við höfum æft linnulítið síðan,“ sagði Þórður Bogason, söngvari hljómsveitar- innar Foringjarnir. Þessa nýju sveit skipa auk Þórð- ar, Einar Jónsson gítarleikari, Oddur F. Sigurbjörnsson trommu- leikari, Jósep Sigurðsson, spilar á hljómborð, og Steingrímur Erlings- son, plokkar bassann. Þeir hafa verið áður í hinum ýmsu hljóm- sveitum. Þórður var til dæmis í Þreki, Einar í Drýsli, Oddur í Tappa tikarrassi, Steingrímur í Sex púkum og Jósep í Fjörorku. „Við ætlum að spila gott rokk. Á dagskránni eru bæði frumsamin lög og eins höfum við æft nokkur þekkt lög til að spila á dansleikjum. Þó við viljum aðallega halda tón- leika þá eru dansleikirnir nauðsyn- legir til að hafa í sig og á. Við erum að skipuleggja dag- skrána núna. Við ætlum að láta mikið að okkur kveða í vetur,“ sagði Þórður Bogason. ’fbRINGJARNÚ\ c Fimm í góðum fílingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.