Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. OKTÖBER 1986. Kominn tími til að ég gerðist óábyrgur - Kristján J. Gunnarsson, fyrrum fræðslustjóri, í helgarviðtalinu „Nei, ég er ekki reiður gamall raaður. Ég lít svo á að meira sé af húmor í sögunni en reiði," segir Kristján J. Gúnnarsson, fyrrum skólastjóri, fræðslustjóri og borg- arfulltrúi, við fulltrúa DV þar sem hann hefur hreiðrað um sig i besta stólnum í stofunni hjá Kristjáni. Hann hefur nú snúið baki við öllum embættisverkum og gerst rithöf- undur. „Ég neita því þó ekki að þetta er ádeila," heldur Kristján áfram eftir stutta umhugsun. „Ég er miklu fremur að skilgreina þjóð- félagið eins og það kemur mér fyrir sjónir. Ég geri meira að því að draga það fram sem mér þykir merkilegt en að taka afstöðu til þess. En ef það á að gefa þessari ar framtíðarskáldsaga, skrifuð að stórum hluta út frá sjónarhóli ís- lenskra fornmanna. Þeir koma þar fram á sjónarsviðið „meira og minna auðþekkjanlegir", segirhöf- undurinn, og takast á við kunnug- leg vandamál samtíðarinnar. En hvernig í ósköpunum dettur mönnum i hug að skrifa svona sögu? Kristján hikar fyrst við að svara spurningunni - verður strangur á svip rétt eins og hann sé enn á ný sestur í stól skóla- stjóra. Hann játar að erfitt geti verið að skilgreina hvernig saga verður til en segir síðan sköpunar- sögu bókarinnar. Skammir Skugga „Síðustu árin sem ég var fræðslu- sögu þá einkunn að hún sé ádeila þá reyni ég fyrst og fremst að koma henni að í gegnum skop þótt það jaðri sjálfsagt stundum við kald- hæðni." Framtíð í fortíðinni Bók sína nefnir Kristján Refsku og kallar hana lygisögu. Eiginlega er erfitt að koma henni í flokk með öðrum bókum því innihald hennar er nokkuð óvenjulegt. Strangt til tekið ætti hún að flokkast með svo- kölluðum framtíðarskáldsögum sem er vinsæl bókmenntagrein í útlöndum en hefur vart numið land hér enn sem komið er. Samt sem áður fellur saga Krist- jáns ekki rétt vel að flokki framtíð- arskáldsagna því mikið af henni gerist í fortíðinni. Hún er eins kon- „Ég skrifaðiþetta fyrst ogfremst sjálf- um mér tilskemmt- unarogtilað glöggva mig áþví sem mérfannst ég hafa upphfað." stjóri - ég hætti í því starfi haustið 1982 - fór þetta söguefni að sækja á mig. Kveikjan að því var bók sem ég hafði lesið löngu áður en þetta var. Það var bókin Skammir sem Jochum Eggertsson - Skuggi - sendi frá sér á árunum milli 1940 og 1950. Ég las hana um leið og hún kom út og tók henni sem hverj- um öðrum gamanmálum þótt höfundurinn léti í veðri vaka að söguefni haris væri hið mesta al- vörumál. Hann segist í sögunni hafa fundið ævafornar sögur sem ritaðar voru með galdraletri á skinn af Vest- mönnum eða lrum sem hann kallaði Krísa. Skuggi segist hafa ráðið letrið og í ljós komi að Islend- ingasögurnar séu meira og minna falsaðar Austmönnum í hag en hann jhafi þarna fundið hina einu sönnu íslendingabók og kallar hana Gullskinnu. Nú, ég hafði gaman af sögu Skugga en hugsaði ekki meira um hana áratugum saman eða þar til seinustu árin sem ég var fræðslu- stjóri. Þá langaði mig að taka upp þráðinn að nýju og skrifa sögu sem átti að vera hliðstæða við sögu Skugga en fjalla um samtímann og þau vandamál sem honum tengjast, bæði hér af innlendum vettvangi sem og stórveldapólitík. Ég hafði engan tíma þá til að sinna þessu og fannst þessi hug- Krisfján J. Gunnarsson - prólarkimar aö Refsku á stofuborðinu. mynd raunar hálfgerð fjarstæða þannig að ég ýtti verkefhinu alltaf frá mér. Ég hugsaði eiginlega aldr- ei um það í vöku en ég er ekki frá því að söguefnið hafi verið að gerj- ast í mér í svefni. Flýtti mér að hætta Þegar ég var kominn á eftir- launaaldur og gat hætt þegar ég vildi ákvað ég þó að ráðast í verk- ið. Sennilega varð þetta til þess að ég hætti einu til tveim árum fyrr en ég hefði annars gert. Mér var farið að leiðast í starfinu sem ég gegndi og langaði meir og meir til að gefa mig að bókinni. Nú, ég hætti sem fræðslustjóri haustið 1982 og fór að vinna við bókina. Ég leigði mér skrifstofu- kompu úti í bæ - án síma að sjálf- sögðu - og sat við þetta hálfan daginn. Ýmsar frátafir urðu þó til að draga vinnuna á langinn en ég lauk við fyrstu gerð sögunnar í Kali- forníu haustið 1984. Ég var þar í tveggja mánaða heimsókn hjá syni mínum. Mér reyndist það vel að skipta um umhverfi og vann vel þessa tvo mánuði sem ég var vestra. Ég skrifaði þetta fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.