Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 23
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 23 forna texta. Hann les og fyrir heilu kaflana. Þeir eru meira og minna í fáránleikastíl. Sjálf sagan fjalla'r um ákaflega vítt svið, enda nokkuð löng. Þar er sagt frá samtímaatburðum í ís- lensku þjóðfélagi; alþjóðapólitík og baráttu stórveldanna sem tengist íslandi og hvemig íslendingar bregðast við. íslendingarnir, sem koma við sögu, eru lítið dulbúnar persónur úr fomsögunum en þær eru að glíma við nútíma vandamál. Full af pólitik Landshornagoðarnir eru að efla byggðir í óbyggðum og eru ósparir á þjóðráð, bjargráð og snjallræði. Óbyggðasjóður verður að taka fleiri og fleiri erlend lán. Mósokkur gera uppreisn gegn karlrembusvín- um og halda kvennafund i Al- mannagjá. Til að leysa þjóðfélags- vandamál er tekinn upp útburður barna og vistun gamalmenna í klaustmm. Gormur konungur gerski boðar íslendingum trú á guðinn Lení- marx. Allsherjargoðinn gerir nýja sáttmála við Hróald konung helga í Hvítramannalandi og afhendir honum Strympunes undir dreka- bæli. Kusi, foringi verkþræla, gerir Sólstöðusamninginn og kemst síð- ar að raun um að nýsilfrið er svo létt að það flýtur. Það er með öðrum orðum fullt af pólitík í sögunni enda er tilgang- urinn með henni að skrifa gaman- sama ádeilu á pólitík samtímans.“ - Hugsaðir þú þetta efni í smáat- riðum áður en þú byrjaðir að skrifa eða vatt sögunni fram af sjálfs- dáðum? „Þegar ég var á annað borð bvrj- aður að skrifa þá vann ég þetta mjög hratt og áreynslulítið. Sögur „Þegar ég hefelst þá er eins og ég hafi vaxið frá stjórn- málunum ogfinnist allt orka tvímælis.“ Afraksturinn einskis virði Þegar maður er búinn að gegna opinberu starfi um allmörg ár og lítur til baka þá finnst manni stundum að lítið standi eftir annað en að skrifuð hafa verið nokkur hundruð eða þúsund bréf í kans- ellístíl og þau trúlega einskis virði. Auk þess hefur mér þótt gott að skipta algerlega um starf og hugð- arefni þegar ég var á annað borð hættur í mínu opinbera starfi. Ég var búinn að vinna í fjörutíu ár að menntamálum sem var áreiðanlega of langur tími fyrir menntamálin og meira en nógu langur tími fyrir mig. Mér fannst kominn tími til að ég gerðist óábyrgur þjóðfélagsþegn og færi að gera aðeins það sem ég hef gaman af, hvort sem öðrum líkar það betur eða verr. Mér hefur liðið mjög vel þennan tíma sem ég stóð í að semja bókina - þóttist þó reyndar góður að lifa Refsku af en það er önnur saga.“ Einni of mikið? - Er önnur bók á leiðinni? sjálfum mér til skemmtunar og til að glöggva mig á því sem mér fannst ég hafa upplifað í minni samtíð. Þegar frumgerðinni var lokið fór ég að finna útgefanda að bókinni. Það gekk bara allbærilega þótt handritið væri óaðgengilega langt en eftir það tók við mikil pappírsvinna sem hefur ekki verið nærri eins skemmtileg og samning bókarinnar. Erfið sambúð Síðustu tvö árin hefur sambúðin við Refsku verið svolítið erfið og þreytandi. Ég er ósköp feginn að vera skilinn að skiptum við hana. Ég byrjaði reyndar á að loka hana niðri í nokkra mánuði fyrst eftir að skriftum var lokið. Ég sýndi þó kunningjum handritið og þeir hvöttu mig til að gefa bókina út.“ - Nú virðist sem uppbygging bók- arinnar sé nokkuð sérstök. Getur þú sagt frá því hvernig þú tekur á efninu? mann út til íslands að kaupa allt sem til er af gömlum handritum og galdri. Hann lætur tölvuna vinna úr þessu og ráða galdurinn. Út- koman er öll á fornri íslensku sem enginn skilur og allra síst hann sjálfur. Örlög Jóns Jónssonar Hann ræður bót á þeim vandræð- um með því að velja nafn eins íslendings út úr íslensku síma- skránni. Það var Jón nokkur Jónsson í Reykjavík. Honum send- ir hann allan pakkann með hörðum fyrirmælum um að gefa það allt út á bók. Jón þessi er bankastjóri sem eitt sinn dreymdi um að verða skáld. Það verður í honum eins konar persónuklofningur líkur því sem við þekkjum af sögunum um Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Hann heldur áfram að vera bankastjóri en verð- ur í leiðinni króníkurissari sem styttist í nafnið Krissi. Hann er raunum Krissa við útgáfu bókar- innar. Það vantar í handritið einstök orð og jafnvel kafla. Krissi sér að hann muni aldrei klára þetta nema hann komist í samband við sögualdarmann. Hann leitar á náð- ir völvu í vesturbænum austan- verðum. Hún er bæði miðill og spákona. Auk þess skrifar hún les- endabréf í dálkinn Raddir andvaka lesenda i Hvursdagstimanum. Hún er alltaf með því góða og á móti Rússum. í vesturbænum austanverð- um Krissi nær samkomulagi við völvuna um að halda miðilsfund til að ná í það sem vantar í bókina gegn því að hann setji nokkur les- endabréf hennar til varðveislu inn í bókina hingað og þangað. Hann á ekki annarra kosta völ þótt hon- um lítist ekki vel á tiltækið. Lesendabréfin verða síðan til að tengja atburði sögunnar við nútím- af þessu tagi eru sjaldgæfar hér á landi og ekki fyrir hendi hefð á þessu sviði eins og víða þekkist. Stíll bókarinnar er hefðbundinn og ekkert absúrd við hann annað en það sem Skarphéðinn hefur stund- um til málanna að leggja." - Nú átt þú að baki langan feril sem virðulegur embættismaður. Missa menn ekki allt álit á þér eft- ir að þú hefur sett saman svona furðusögu? „Örugglega, ef það var þá nokk- urt fyrir! Það gæti reyndar vel verið að ég hafi alltaf átt við svolít- inn persónuklofning að stríða, rétt eins og Jón Jónsson bankastjóri í sögunni. Ég byrjaði sem ungur maður að hafa mjög afdráttarlausar skoðanir á pólitík. Þegar ég hef elst þá er eins og ég hafi vaxið frá stjórn- málunum og finnist allt orka tvímælis. Ég veit ekki hvort það er merki um aukinn þroska eða vaxandi kölkun. Sérstaklega hugnast mér illa sú grillutrúarstefna að hægt sé að leysa vandamál í mannlegum sam- skiptum með einhvers konar efnahagslegum formúlum, hvort heldur þær eru á vinstri væng stjórnmálanna eða með öfugum formerkjum til hægri. Sem betur fer eru mannleg og þjóðfélagsleg sam- skipti fólks of flókin til að ganga upp í grilluformúlum. „Sennilega ætti höfundur aldrei að skrifa nema eina bók og er það þó venjulega einni bók of mikið. En það er svona með þessar skrift- ir að þær eru líklega ekki ólíkar því að ánetjast ávana- eða fíkniefn- um. Sennilega losna menn aldrei við þessa áráttu fyrr en þeir eru af sér gengnir eða dauðir. Hins vegar reikna ég ekki með að skrifa meira fyrir aðra en ef til vill sjálfan mig.“ - Ékki ævisöguna? „Nei, það geri ég ekki eða í það minnsta ekki nema með þvi fororði að hún komi ekki út fyrr en eftir 200 ár. Ef íslenskar ævisögur væru almennt skrifaðar út frá þeim for- sendum væri máski eitthvað meira bitastætt í þeim en venjulega er.“ GK „Ég var búinn að vinna ífjörutíu ár að menntamálum sem var áreiðanlega of langur tímifyrir menntamálin og meira en nógu lang- ur tímifyrir mig. “ „Já, ég byrja á að gera grein fyr- ir Skugga og sögunni hans. Síðan læt ég koma til sögunnar ríkan Ameríkana sem ég kalla Úslend- ing. Það er maður sem endilega þarf að reisa sér einhvern minnis- varða. Hann lætur safna í mikla tölvu öllum þeim gátum sögunnar sem ekki hefur tekist að ráða. I því safni lenda Skammir Skugga. I framhaldi af því lætur hann senda síðan sögumaður í bókinni. Það kemur í ljós að skinnbókar- handritin eru skrifuð á refaskinn og bókin fær því heitið Refska sam- kvæmt íslenskri venju. Nafnið hefur tvíræða merkingu. Það má bæði rekja til uppruna handritsins og refskunnar eða refskaparins eins og höfundur sér hann í samtíð- inni. 1 sögunni segir margt frá ýmsum DV-mynd KAE ann. Nú, síðan hefjast miðilsfundirnir. Völvan reynist hafa stjórnanda sem heitir Skarphéðinn. Hann vill aldrei segja hvers son hann er en neitar þó ekki að vera Njálsson þótt hann játi því ekki heldur. .Skarphéðinn er hálfgerður grall- ari. Hann setur orð inn í textann sem eru ákaflega nýleg - eiginlega slangur - og passa illa inn í hinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.