Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Side 24
24 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Til sölu Porsche 911, S, Carrera útlit, toppeintak. Porsche umboðið, Austurströnd 4, 170 Seltjarnarnesi, s. 611210. s. 61-12-10. RÍKISÚTVARPIÐ auglýsir starf fréttastjóra hljóðvarpsins laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4, á eyðublöðum sem þar fást. nrv RÍKISÚTVARPIÐ ÞYSKA SPÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA OG ÍSLENSKA! ENSKUSKÓLINN S. 25330. TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 Seljum ídag Saab 900 GL árg. 1980, 3ja dyra, dökkblár. beinskiptur, 4ra gíra, ekinn aðeins 67 þús. km. Verð aðeins kr. 275 þús. Saab 900 turbo árg. 1982, 4ra dyra, 5 gira, grænn, ekinn 80 þús. km, með topplúgu. raf- magnsupphölurum, rafmagns- hurðalæsingum o.fl. Verð 490.000,- Saab 900 GLS árg. 1982, 5 I dyra, 5 gíra, ekinn 84.000 km. I grænn. Verð 350.000,- Saab 900 turbo 16 árg. 1984, 3ja dyra, svartur, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 30 þús. km. Bill sem nýr. Skipti möguleg á ódýrari Saab. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. Elie Wiesel er baráttumaður. Barátta hans beinist að því að gera lýðum ljósar ógnirnar sem fylgdu útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum. Hann hefur fyrst og fremst beitt pennanum fyrir sig og þykir í verkum sinum hafa lagt drjúgan skerf til mannréttinda- mála. Fyrir verk sín í þessa veru hefur hann hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann hlýtur viðurkenningu fyrir afrek sín því á síðasta ári heiðraði Ronald Reagan hann sérstaklega fyrir framlag sitt til mannréttinda- mála og bókmennta. Það gerðist á sama tíma og Reagan var að undir- búa ferð til Vestur-Þýskalands þar sem m.a. var á dagskránni að skoða grafreit þýskra hermanna úr síðari heimsstyrjöldinni. Skammaði forsetann Þessi heimsókn var umdeild, eins og frægt varð, og notað Wiesel tækifærið þegar hann tók við við- urkenningunni að reyna að telja forsetann af að skoða grafreitinn. „Þetta er ekki staður fyrir þig, herra forseti," sagði Wiesel þá en forstinn hélt sínu striki. Elie Wiesel - mikilvirkur rithöfundur. Vitnisburður fyrir heiminn Friðarverðlaunahafinn Elie Wiesel Eliezer Wiesel, eins og hann heit- ir fullu nafni, fæddist 30. september árið 1928 í bænum Sighet í Rúmen- íu þar sem heitir í Transylvaníu, nærri landamærum Sovétríkjanna. Foreldrar hans voru gyðingar sem höfðu framfæri af kaupmennsku. Hann lærði trúfræði gyðinga í æsku og hefur það sett mark sitt á öll verk hans í bókmenntum. Hann hefur skrifað mikið um æskuár sín. Hann var ellefu ára þegar styrjöldin braust út og sext- án ára var honum og íjölskyldu hans hrundið inn um hlið útrým- ingabúðanna í Auschwitz. Þar létu móðir hans og yngsta systir lífið i gasklefunum. Frá Auschwitz var hann sendur snemma árs til Buchenwald ásamt föður sínum sem lét þar lífið. Hann var frelsaður úr útrýmingarbúðun- um 11. apríl árið 1945 af Banda- ríkjamönnum. Hann ætlaði að fara til Palestínu sem Bretar réðu þá fyrir. Þeir meinuðu mörgum gyð- ingum frá Austur-Evrópu að flytja til landsins helga og var Wiesel einn þeirra sem ekki fengu farar- leyfi. Þess í stað var hann sendur til Frakklands þar sem hann var vistaður á heimili fyrir íjölskyldu- laus ungmenni í Normandí. Fullnuma I frönsku Árin 1948 til 1951 var hann í Par- ís og lagði þar stund á bókmenntir, sálfræði og heimspeki við Sor- bonne háskóla. Á þessum árum náði hann góðu valdi á frönsku. Hann vann fyrir sér með háskóla- náminu með blaðamennsku, kennslu og þýðingum. Sem blaðamaður fór hann til ísraels árið 1948. Hann fór sömu erinda til Indlands árið 1952 og ákvað þá að skrifa doktorsritgerð um samanburð á siðfræði kristni, gyðingdóms og hindúatrúar. Að þessu verki vann hann um tíma en gaf það síðan upp á bátinn. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1956 að skrifa um Sameinuðu þjóð- imar fyrir blað í Israel. í New York varð hann fyrir slysi og var bund- inn við hjólastól í heilt ár á eftir. Þetta varð til þess að hann sótti um bandarískan ríkisborgararétt enda rann dvalarleyfi hans út áður en hann greri sára sinna. Síðar sagði Wiesel svo frá að hann væri þakklátur fyrir það sem fyrir hann bar í upphafi dvalar sinnar í Bandaríkj unum. Þörffyrirað vitna Allt frá barnæsku segist Wiesel hafa verið staðráðinn í að gerast rithöfundur. Tólf ára gamall setti hann saman bók með athugasemd- um við ritninguna. Þetta æskuverk hefur þó aldrei verið gefið út. Það var ekki fyrr en eftir veruna í út- rýmingarbúðunum að hann sann- færðist um þá köllun að verða rithöfundur. Hann einsetti sér þá að verja lífi sínu til að bera vitni um þær hörmungar sem nasista- stjórnin i Þýskalandi leiddi yfir gyðinga. Hann ákvað þó að halda þögn sinni um reynslu sína í útrýmingar- búðunum í tíu ár. „Ég vissi að ég átti eftir að ná tökum á-máli mínu og hugsun þannig að ég gæti svika- laust tjáð hug minn um hörmung- arnar svo allur heimurinn skildi," hefur Wiesel látið hafa eftir sér. Hann skrifaði ekkert um reynslu sína þennan tíma. Það var ekki fyrr en ellefu árum eftir að hann gekk út úr Buchenwald sem hann lauk við 800 síðna bók sem hann nefndi Og heimurinn hefur verið þögull. Þessa bók skrifaði hann á jiddísku og gaf út í Argentínu. Hann reyndi síðan að fá bókina útgefna á frönsku en það tókst ekki fyrr en hann hafði stytt hana niður í 127 blaðsíður og unnið að verkinu í tvö ár. I þessari útgáfu heitir bókin Nótt og hefur komið út á nokkrum tungumálum. Bókin vakti athygli en náði ekki almennum vinsældum. „Á þessum árum vildi fólk sem minnst vita af útrýmingarherferð- innni,“ sagði Wiesel í viðtali fyrir skömmu. „Fáa langaði að rýna lengra inn í myrkrið en það sem hægt var að gera sér í hugarlund af lestri Dagbókar Önnu Frank.“ Sjálfsævisögulegar skáld- sögur í kjölfar Nætur fylgdu nokkrar stuttar sögur í sjálfsævisögulegum stíl þar sem Wiesel hélt áfram að skýra reynslu sína fyrir lesendum. í þessum sögum birtist sektin yfir að hafa lifað af þegar öðrum var fórnað - viðfangsefni sem mjög hefur verið áberandi í bókmenntum gyðinga. Ein frægasta þessara skáldsagna er Betlari í Jerúsalem þar sem saga gyðinga er enn viðfangsefnið en að þessu sinni í ljósi reynslunnar úr Sex daga stríðinu. Þessi bók varð metsölubók í Bandarikjunum og Frakklandi. Wiesel hefur og gefið gaum að örlögum gyðinga í Sovétríkjunum og hefur verið framarlega í flokki baráttumanna fyrir rétti þjóðar sinnar til að flytja frá Sovétríkjun- um. Líta má á friðarverðlaunin sem viðurkenningu á þeirri baráttu. Wiesel kom fyrst til heimabæjar síns 20 árum eftir að hann var flutt- ur þaðan með valdi af nasistum. Hann skrifaði bók um ferð sína og kallaði Goðsagnir okkar tíma. Hún lýsir vel þrá hans til að upplifa berskuna og bera vitni um reynslu sína sem hefur verið þungamiðjan í flestum verk hans. „Holocaust" Wiesel hefur átt ríkan þátt í að kynna umheiminum reynslu gyð- inga á styrjaldarárunum. Hann er þó ekki alls kostar sáttur við allt það sem sagt hefur verið, skrifað og filmað um aðförina að gyðing- um. Eitt sinn sagði hann að „betra væri að þegja en að segja illa frá“. Hann hefur átt stóran þátt í að festa orðið „holocaust" i ensku máli - hliðstætt orð er vart til í íslensku - en telur að merking þess hafi aflagast í meðförum manna. Þótt verk Wiesels fjalli að mestu um gyðinga þá snerta þau mann- réttindamál almennt. f verkum sinum varpar hann fram siðfræði- legum spurningum sem varða fleiri en gyðinga. Hann hefur hlotið margháttaða viðurkenningu fyrir verk sín, þar á meðal bókmennta- verðlaun víða um lönd. Hann hefur og oft verið orðaður við friðarverð- laun Nóbels áður. Á síðasta ári lögðu m.a. 60 þingmenn á þýska Sambandsþinginu til að honum yrðu veitt verðlaunin. Wiesel býr ásamt konu sinni og tveim börnum í New York. Hann kenndi um skeið við háskóla þar en frá árinu 1976 hefur hann verið prófessor við háskólann í Boston. Hann þykir nokkuð sérvitur í hátt- um. M.a. forðast hann flestar lystisemdir í mat og drykk ef frá er talið að hann hefur mikið dá- læti á súkkulaði. Þrátt fyrir umsvif við kennslu og fyrirlestrahald þá taka ritstörfin mest af tíma hans. Hann lætur sig flest mannlegt varða og hefur m.a. tekið virkan þátt í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. Hann hefur sagt að „menn geti vart gerst sekir um ægilegra morð en að drepa tím- ann“. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.