Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Isiensk tunga 76 Vandamál og önnur mál Reykingar eru ekki heilbrigðisvandamál. Ég reyki. Sú staðreynd kemur hvorki ís- lenskri tungu né lesendum Dag- blaðsins nokkum skapaðan hlut við. En einhvern veginn verða greinar að byrja og það er alveg eins gott að hefja grein á orðunum: Ég reyki eins og einhverjum öðrum. Að vísu eru þvílíkar játningar orðnar hættulegar á þessum síð- ustu og verstu. Ekki bara heilsu- farslega heldur líka félagslega því fólk er farið að hafa horn í síðu reykingamanna. Sem mér finnst undarlegt því ég-hélt að við værum sjálfum okkur verstir. Ekki er farið svona með alkóhó- lista. Utan á sígarettupakkanum sem ég þessa stundina er að svæla úr stendur að reykingar séu heilbrigð- isvandamál sem ég eigi þátt í að leysa. Orðið heilbrigðisvandamál hefur alltaf staðið dálítið í mér. Mér er ómögulegt að líta á heilbrigði sem vandamál nema þá frá sjónarmiði bakteríunnar. Mér finnst þetta gæti heitið óhollustuvandamál eða bara óhollusta. En hvað með unglingavandamál, fjölskylduvandamál, drykkju- vandamál? Já, og ekki má gleyma heimsvandamálunum, sérstaklega ekki þessa dagana meðan fjörkál- farnir tveir eru að funda. Eru öll þessi fyrirbæri, heilbrigði, unglingar, fjölskyldur, drykkja og heimurinn, vandamál? Ekki eru unglingar vandamál, ekki fjölskyldur og varla heimur- inn og alls ekki heilbrigðið. Ég skal játa að drykkja er (eða getur verið) vandamál. Sannleikurinn er sá að við verð- um að skilja orðið vandamál og þessi samsettu orð á ólíkan hátt. Orðið drykkjuvandamál verðum við að skilja sem svo að um sé að ræða vandamál sem stafi af drykkju en fjölskylduvandamál eru hins vegar vandamál sem hrjá fjöl- skyldur en stafa af einhverju öðru, t.d. drykkju. Það þarf alltaf að hafa hliðsjón af samhengi orðanna. Annað skýrt dæmi af þessu tæi er mismunandi merking í orðunum fiskimjöl, sem er búið til úr fiski, og barnamjöl, sem er fyrir börn og ég ætla að vona til guðs að sé ekki búið til úr bömum. Að svo mæltu yfirgef ég vanda- mál enda hafa mér alltaf leiðst þau. Og sem betur fer eru til önnur mál. Önnur mál Þessa millifyrirsögn má skilja á að minnsta kosti tvo vegu. Annars vegar út frá því sem að ofan er sagt um vandamál. Þá eru þessi önnur mál þau sem ekki flokkast undir vandamál. Hins vegar má skilja fyrirsögnina út frá því að þessi pistill heitir ís- lensk tunga. Þá væru önnur mál einhver önnur tungumál. Orð geta haft ótrúlega margar merkingar. Ég held mig við orðið mál enn um sinn. Samkvæmt Orðabók Menningar- sjóðs hefur það hvorki meira né minna en 22 mismunandi merking- ar. Ekki nenni ég að telja allar þess- ar merkingar upp enda geta þeir sem hafa áhuga og nennu til þess flett upp á blaðsíðu 617 í nýjustu útgáfu Orðabókarinnar. Úr ambögusafni Helgi vinur minn Hóseasson hef- ur undanfarin ár haft það fyrir sið að klippa ambögur úr dagblöðum og kallar safn sitt ambögusafn. Að vonum hefur hann komið sér upp þykkum og myndarlegum bunka. Nýlega sendi hann mér nokkrar úrklippur um þrjú staðanöfn í og umhverfis Reykjavík. Þetta eru nöfnin Öskjuhlíð, Elliðaár og Korpa. Skal þetta nú skýrt nánar. Öskjuhlíð: Helgi bendir.réttilega á að orðið hlíð merkir hlið á fjalli. Umrætt fjall gæti þess vegna heitið Fjallshlíð. Elliðaár: Þar gerir Helgi þá at- hugasemd að áin sé aðeins ein en ekki margar eins og nafnið þó gefur til kynna. Elliðaá væri eðlilegra. Korpa: Þessa á segir Helgi heita Úlfarsá. Ég fæ ekki betur séð en að allar séu ábendingarnar réttmætar þó mér bregðist þekking til að útskýra hvernig standi á því að höfundar nafnanna hafi gefið lögmálum tungunnar og landafræðinni langt nef. Ég beini þessu því til þeirra le- senda sem kynnu að hafa einhverja hugmynd um uppruna nafnanna. Síðasta mál á dagskrá Það eru vígbúnaðarmál. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson í tilefni dagsins og fundarhalda hrekkjalómanna tveggja. Það er ekki aðeins að vígbúnaður stofni lífi manna og limum í hættu. Hann veldur líka tungumálavand- ræðum. Kunningi minn bað mig um dag- inn að hjálpa sér að þýða tvö erlend vopnaheiti. Og það var þrautin þyngri. Fyrra heitið var multiple war- head. Það er að segja sprengjuodd- ur með mörgum sprengihleðslum. Hvað á að kalla svona grip? Fjö- lóddasprengju? Margodda- sprengju? Þetta er þó barnaleikur á móti hinu sem var hvorki meira né minna en multiple indipendant tar- geted warhead. Vopn þetta hefur þann eiginleika að vera fjölodda sprengja og unnt er að miða hverj- um oddi fyrir sig í ákveðna átt. Ég stakk upp á að kalla þetta atgeir og var með það sama afskrif- aður sem þýðandi. Þetta finnst mér dæmi um að vig- búnaður hefur margar hliðar og líklega allar vondar. Systur úr Breiðafjarðareyjum Ólína og Herdís Andrésdætur Á árunum milli 1920 og 30 komu út ljóðabækur eftir allmargar kon- ur, sjálfsagt að nokkru leyti vegna sambands þeirra við frú Guðrúnu Erlings, ekkju Þorsteins Erlings- sonar, sem var mikill vinur skálda á öllum aldri, bæði karla og kvenna. Hún hélt uppi móttöku listvina á heimili sínu í áraraðir og þar kynntust utanbæjarskáldin reykvísku höfundunum og lásu ljóð sín. Meðal þessara gesta voru oft tvær breiðfiskar tvíburasystur, Ólína og Herdís Andrésdætur. Þær gáfu út saman Ijóðmæli 1924. Sú bók hefur svo komið út oft, síðast 1982 og oftast nokkuð aukin. Ólína og Herdís voru fæddar í Flatey á Breiðafirði 1858, sú fyrr- nefnda dó 1935, hin fjórum árum síðar. Sigurður Nordal var vinur þeirra og segir m.a. um þær: „Þær voru aðalskonur í fátækt sinni, hafnar yfir allt lítilmótlegt og au- virðilegt í hugsun og breytni, vammlausar, drenglyndar, hjarta- hreinaj' og hjartagóðar.“ Vísur Ólínu Stökur Ferskeyúan er líiió Ijóö, létt sem ský í vindi, þung og dimm sem þrumuhljóð, þétt sem herg í tindi. Bœði í gleði og þrautum þaó þjóðin fjalla svngur. A þessu lagi þekkist aó þar fer íslendingur. Þar skal okkar móóurmál minni dýrsta finna, er þú hvessir studlastál sléttubanda þinna. Ljós þitt skíni manni og rriey, mýktu elli kalda. Meðan týnist málið ei muntu velli halda. Söknuður Þungt er að vera vinum fjœr, vona og hída lengi. En sorgir vakna ef sorgin slœr sálar hörpustrengi. Sértu ei af aurumfjáð er það kölluó maða. En hcestu tónum helst er náð, er hjartans undir hlaða. Um vonina Vonin mín er létt í lund, Ijós sem deyr og faðist. Ef hún daprast eina stund aðra lífið glœðist. Kinka sá ég kollinn þinn hverfleikans á hárum. Fallega söngstu, fuglinn minn, fyrir nokkrum árum. Hlustaði ég á þín hulduljóð, hugurinn aldrei þreyttist, uns í dauða dapran óð dýrðarsöngur hreyttist. Bráðum mun ég þiggja það, aó þreyttur hvílist andi, og þú verðir, von mín, að vissu á salulandi. Vísnaþáttur Jón úr Vör Vísur Herdísar Fyrst tvær tækifærisvísur, sú fyrri til að skera á skáp, hin á heklað ullarteppi: Sérlu fróður látlu Ijós þill lýsa öórum. Safnaóu lil þín anúans auði, enginn lijir á tómu brauði. Oft lief ég þolaö hregg og hrel, á heiðum úli legið. En varið kulda ag verml ég gel, verði það af mér þegið. Og þessar vísur orti hún til Maríu systur sinnar. Visl mun hreinast hressa það hjartans meinum lúna, ef silkireinin sér á blað sinum steinum brúna. Guði sé lof, sem lielur liðundi hverfa stund, því hef ég helst á mcelur, huggar það mína lund. Þegar hún varð áttræð orti hún. Ekki bað ég um það þó ýll mér vari á límans sjó. Áltatiu ára hró er ég nú og þykir nóg. Eru horfin amasöfn, iildu kvika ber mig jöfn yfir kalda dauðadröfn í Drottins nafni í friðarhöf. Svona kvað hún um ungu skáldin: Snemma hafði ég yndi af óð og ásl á fögrum brögum. En ungu skáldin yrkja Ijóð undir skrilnum lögum. Uni ég mér við eldri Ijóð, ungdóms fjarri glaumnum. Eg er út úr öllum „móð" og aflur úr nýja straumnum Þetta orti hún um Söngva föru- mannsins eftir Stefán frá Hvítadal, sleppi fyrstu vísunni: Fegin vildi ég Ijúfu Ijóði letra skyldan orðslir nú. Rímið er snilld og af þeim óði andur mildri bam og trú. Marga galla mœtti bcela, þótl misjafnl jálli kjörin enn. Þess er valla verl að þrala, að við erum allir förumenn. Bið lesendur að athuga að ég birti stundum eina eða fleiri vísur úr lengri kvæðum, og jafnvel ekki alltaf í réttri röð. Þó að lífsins lán og gœði leiki ei öll í hendHnér, þó að ekkert góss ég grœði glöð og ánœgð samt, ég er. Aldrei fyrir gull sá gratur, sem gefinn var ei auðurinn. En sá hefur nóg sem nœgja lœtur, náðina þina, Drottinn minn. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.