Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 27
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 27 Erlend bóksjá ri«uuí({|)cu»»»c* JGHNGAY THE BEGGAR’S OPERA Betlaraóperan THE BEGGARS OPERA. Höfundur: John Gay. Penguin Books, 1986. Á gröf Johns Gay í Westminister Abbey eru eftirmæli sem hann hafði sjálfur valið: Life is a jest, and all things show it. I thought it once, and now I know it. Þessi orð lýsa manninum vel. Gay var háðíugl hinn mesti. Snilldarverkið sem enn heldur naíni hans á lofti, meira en tveim- ur og hálfri öld eftir dauða hans, er Betlaraóperan: napurt háð um og beisk gagnrýni á stjórnmála- ástand og þjóðlífseymd þeirra tíma sem hann lifði á. Betlaraóperan var hvort tveggja í senn hörð háðsádeila á Sir Ro- bert Walpole, sem var hvað áhrifa- mestur enskra stjómmálamanna á fyrri hluta átjándu aldarinnar, og stílfærð skopstæling á ítölsku óperunum sem- þá voru að ryðja sér til rúms á Englandi. Verkið varð strax afar vinsælt og telst nú til sígildra verka enskra leikhús- bókmennta. Þessari útgáfú verksins fylgir ágætur formáli þar sem gerð er í stuttu máli grein fyrir Betlaraó- perunni, höfundinum og samtíð hans. \ 11 \« w 11 ii m i i \im s ot L l \N> Konurnar í Llangollen LADIES OF LLANGOLLEN. Hötundur: Elizabeth Mavor. Penguin Books, 1986. I eina tíð þótti það rómantískt og spennandi ef elskendur, sem fengu ekki að njótast vegna and- stöðu skyldmenna, struku á brott. Vinkonurnar Eleanor Butler og Sarah Ponsonby, sem báðar voru af írskum aðalsætt- um, vöktu þó ekki neinar rómantískar tilfinningar í hugum manna þegar þær tóku upp á því árið 1778 að strjúka saman og setjast að í Llangollen-dalnum í norðurhluta Wales. Brotthlaup þeirra og sambúð vakti mikla hneykslan en þær létu sér fátt um finnast og bjuggu saman í eindrægni og friðsemd áratugum saman. Þessi bók lýsir lífshlaupi þeirra í Wales með þeirra eigin orðum, þ.e. köflum úr dagbókum, bréfum og öðrum skriflegum gögnum sem þær skildu eftir sig. Lesendum til glöggvunar er birt kort af Llan- gollen og nánasta umhverfi og yfirlit um helstu persónur sem koma við sögu. Þótt sambúð þessara tveggja kvenna hafi vakið hneykslan á sinni tíð er þetta ekki bók hneykslanlegra frásagna. Þvert á móti var daglegt lif þeirra afar hversdagslegt og nægjusamt en engu síður áhugavert. I hringiðu þjóðfélags- átakanna í Suður-Afríku RUMORS OF RAIN. Höfundur: André Brink. Penguin Books. Nokkrir suður-afrískir rithöfundar hafa vakið athygli og aðdáun um- heimsins fyrir að þora að taka á þeim alvarlegu félagslegu og persónulegu vandamálum sem stafa af apartheid- stefnu stjómvalda. Það em höfúndar á borð við Alan Paton, Nadine Gordi- mer, J.M. Coetzee, Breyten Breyten- bach og André Brink. Brink, sem er rúmlega fimmtugur að aldri, er af Búum kominn og þann- ig fæddur inn í þá yfirstétt sem hefúr stjómað Suður-Afríku undanfama áratugi. En á sjöunda áratugnum fór hann að takast á við kjama þjóðfé- lagsandstæðnanna í landinu með þeim hætti að vakti reiði og ritskoðun valdastéttarinnar. Tvær af skáldsög- um hans, Looking on Darkness og A Dry White Season, vom bannaðar í Suður-Afríku - og því einungis gefnar út erlendis. Þessi skáldsaga, Rumors of Rain, hlaut hliðstæðar móttökur af stjómvalda hálfú. Hér em mótsetningamar í Suður- Afríku og sá margbreytilegi persónu- legi harmleikur, sem af apartheid- kerfinu leiðir, dregin miskunnarlaust fram í dagljósið. Sögumaðurinn er hvítur fjármálamaður sem verður óvænt, í fáeina daga, verkefnalaus á ferð í London. Hann tekur sér fyrir hendur að kn'fja til mergjar örlaga- ríka atburði i lífi sínu - atburði sem hann hefur ekki gefið sér tíma til í önnum dagsins að átta sig á til hlítar. Þessi sjálfskönnun leiðir í reynd til greiningar á suður-afrísku samfélagi og atferlis hans sjálfs sem fjármála- manns sem hefur hreiðrað um sig í valdakerfi hvitra manna og grætt vel. Hann hefur haft sérstakt lag á því að líta framhjá óþægilegum staðreyndum og láta sem vandamálin séu ekki til, jafnvel þótt það verði til þess að hann afneiti vinum sínum sem vilja ekki sætta sig við afleiðingar ómannúðlegr- ar apartheidstefnu. Brink lætur sögumanninn svipta burt hverri hulunni af annarri af for- tíð sinni þar til eftir stendur nakinn sannleikurinn um þann félagslega og persónulega harmleik sem suður-afr- íska þjóðfélagskerfið leiðir óhjá- kvæmilega til. Þrátt fyrir andstöðu stjómvalda í Suður-Afríku hefur Brink skrifað og fengið útgefhar, heima eða erlendis, margar skáldsögur. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefhdar má minna á An Instant in the Wind og A Chain of Voices. Þá hefur ritgerðum Brink um bókmenntir og stiómmál verið safnað saman í Writing in a State of Siege. MODERN POETRY OF THE ARAB WORLD. Ritstjóri og þýóandi: Atxlullah al-Udhari. Penguin Books, 1986. Arabísk ljóðagerð síðustu áratuga hefur markast mjög af þeim pólitísku hræringum og hörmungum sem dunið hafa yfir araba. I þessu ljóðaúrvali er megináhersla lögð á að kynna skáld af fjórum aðgreindum skólum sem hver um sig sækir lífsþrótt í samtíma- atburði. Elsti skólinn er kenndur við írak, Tafila-hrevfingin svonefnda, sem fól í sér uppgjör við eldri ljóðhefðir, form- byltingu. Áhersla var lögð á ljóð sem snertu beint áhugamál almúgafólks. Árið 1957 kom tímaritið Shi’r út í fyrsta sinn og þar með hófst sú hreyf- ing sem við það er kennd og hafði rík áhrif á arabíska Ijóðlist í áratug eða svo. Þau skáld, sem stóðu að tímarit- inu og skrifuðu í það, töldu mikilvægt að Ijóðin endurspegluðu ekki bara pólitískan og félagslegan veruleika heldur birtu einnig lesendum fi'amtíð- arsýn. Þessi skáld sameinuðu fomai' arabískar hefðir og nýjungar vest- rænna tuttugustu aldar stefiia. Þriðja hreyfingin átti upptök sín í ósigri og niðurlægingu araba í júní- Arabísk nútímaljóð modlrn f POKTRY 1 mtitf ARAH I WORLI) f Hi íl. ................. Abdullati at-lidhari styrjöldinni 1967. Skáldin réðust þá að foringjum araba og yfirstétt fyrir að bera ábyrgð á ósigrinum. Beirút var um langt árabil miðstöð arabísks skáldskapar enda þar meira frelsi en viðast hvar annars staðar í löndum araba. Innrás ísraelsmanna i Líbanon og taka Beirút árið 1982 hafði því gifúrleg áhrif á arabíska menning- arstarfsemi. Fjórða hreyfing arabískra ljóðskálda, sem kynnt em í þessari bók, er fædd af þeim hörmulegu at- burðum og hemámi ísraelsmanna sem fylgdi í kjölfarið. Mörg þeirra ljóða tuttugu og fjög- urra skálda, sem hér birtast, eru dapurleg eins og viðfangsefnið gefúr tilefni til. En meðal þeirra em einnig bitur ádeiluljóð og eldheit hvatning til baráttu. Eitt lítið dæmi um viðfangsefni yngri skáldanna er Resurrection eftir Sa’di Yusuf, eitt Beirút-skáldanna svoköll- uðu: In an unlit hospital A little boy died of thirst They buried him quickly And left confúsed Now he opens his wilting eyes Opens his wide eyes And digs Digs deep into the earth Þessi ljóð af fjariægum vígvöllum þar sem barátta hversdagsins snýst ekki aðeins um efnislega hluti heldur um hugsjónir eins og sjálfstæði og frelsi, þar sem dauðinn frlgir við hvert fótmál, ættu að snerta svefndmkknar tilfinningar í hjörtum okkar sem búum við sjálfstæði, velmegun og frið. Metsölubækur - pappírskiljur Bretland 1. Catherine Cookson: HAROLD. (8). 2. John Mortimer: PARADISE POSTPONED. (2). 3. W. Allison & Fairley: THE MONOCLED MUTINEER. (4). 4. Jackie Coilins: LUCKY. (1) 5. Lena Kennedy: LILY MY LOVELY. (7). 6. Anthony Summers: GODDESS: THE SECRET LIVES OF MARILYN MONROE. (-). 7. Brian Aldiss: HELLICONIA WINTER. (-). 8. Alice Walker: THE COLOUR PURPLE. (6). 9. Anita Brookner: FAMILY AND FRIENDS. (5). 10. B. T. Bradford: HOLD THE DREAM. (3). (Tölur innan sviga tákna röö viökomandi bókar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times). Danmörk 1. Alice Walker: FARVEN LILLA. (1). 2. Isabel Ailende: ANDERNES HUS. (3). 3. Régine Deforges: PIGEN MED DEN BIÁ CYKEL. (4). 4. Régine Deforges: I KRIG OG KÆRLIGHED. (5). 5. Umberto Eco: ROSENS NAVN. (7). 6. Régine Deforges: DJÆVELEN LER STADIG. (6). 7. Liv Ullmann: TIDEVAND. (2). 8. Stefan Sweig: SKAKNOVELLE. (-). 9. Cecil Bödker: MARIAS BARN. MANDEN. (9). 1 . Marge Piercy: VIDA. (8). (Byggt á Politiken Söndag). Bandaríkin: 1. Anne Tyler: THE ACCIDENTAL TOURIST. 2. Anthony Hyde: THE RED FOX. 3. Carrison Keillor: LAKE WOBEGON DAYS. 4. Larry McMurty: LONESOME DOVE. 5. Vonda N. Mclntyre: ENTERPRISE: THE FIRST ADVENTURE. 6. Dana Fuller Ross: ILLINOIS! 7. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 8. Margaret Weis, Tracy Hickman: DRAGONLANCE LEGENDS: TEST OF THE TWINS. 9. Lawrence Sanders: THE FOURTH DEADLY SIN. 10. Rona Jafte: AFTER THE REUNION. Rit almenns eðlis: 1. Chuch Yeager, Leo Janos: YEAGER. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Priscilla Beaulieu Presley: ELVIS AND ME. 4. Lee lacocca og W. Novak: IACOCCA: AN AUTOBIOGRAPHY. 5. Tracy Kidder: HOUSE. 5. Leo F. Buscaglia: LOVING EACH OTHER. (Byggt á The New York Times Book Review.) WALT WHITMAN: THE MAKING OF THE POET. Höfundur: Paul Zweig. Penguin Books, 1986. Það hefur lengi verið mönnum undrunarefni hversu lítil merki um já snilldargáfú sem bjó með Walt Whitman má sjá í verkum hans sem ungs manns. Árið 1848 varð Whitman tuttugu og níu ára og hafði þá ekkert skrifað sem munað er í dag. En næstu árin umbreytt- ist hann í byltingarkennt Ijóð- skáld, skáldrisa þjóðar sinnar. Hvemig mátti það vera? Bandaríski bókmenntaprófess- orinn Paul Zweig leitar svara við leirri spumingu í þessari afbragðs ævisögu höfundar Leaves of Grass, leirrar ljóðabókar sem enn er sú magnaðasta í bandarískri bók- menntasögu. Zveig leggur meginá- herslu á að rekja feril Whitmans síðustu sjö árin áður en Leaves of Grass kom út árið 1855 og síðan borgarastyrjaldarárin 1861-1864 sem höfðu gífúrleg áhrif á skáldið og verk hans. Whitman var afar sérstæður og umdeildur sem maðm' ekki síður Ijóðskáld, og það ekki af ástæðulausu. En ljóð hans lifa og hann í þeim - stórbrotinn og sjálfs- elskufullur eldhugi sem fann á miðjum aldri þá rödd sem enn nær evrum okkar. Umsjón: Elías Snæland Jónsson PrMKltítN LíTHJARV ÍÍKWiBAPíUtS VVAIir \V1 HTMAX THKMAKI.VMfTIIKKCr Bandarískur skáldrisi JOHN WILLETT Bertold Brecht BRECHT IN CONTEXT. Höfundur: John WilletL Methuen, 1986. Á þessu ári em liðin þrjátíu ár frá andláti þýska leikritaskáldsins Bertold Brecht. Ýmsar bækur mn hann hafa því komið út að undanf- örnu, þar á meðal þetta ritgerða- safri eftir helsta Brecht-sérfræðing Breta, John Willett. I þessum greinum fiallar Willett^* um tengsl Brecht við jafht ein- staklinga sem einstakar listgreinar aðrar en leikhúsið, svo sem mynd- list. tónlist og kvikmyndagerð. Áhugaverð er ritgerðin um dvöl Brecht í Ameríku á millist ríðsár- unmn og ástæður þess að hann náði þar aldrei árangri. Sömuleiðis samantekt um samskipti hans við ýmsa þekkta listamenn svo sem Auden og Piscator. I ritgerðum Willett er margt fróðlegt um rætur verka Brecht og þær uppsprettur, m.a. í verkum annarra, sem urðu honum nota- drýgstar. Willett hefur grandskoð- að fyrirliggjandi heimildir og krefúr gagnrýnendur Brecht um nákvæmari vinnubrögð en þeir hafa stundum sýnt (sbr. skrif Hannah Arendt um Stalínsdýrkun Brechts). Ritgerðasafnið er því góð viðbót við fyrri bækur Willett um þýska leikritaskáldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.