Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Frelsari heimsins augn- stunginn og andihslaus rV <> „Veistu hvað er að gerast hér inni?" spurðu alvöruþrungnir græn- friðungar þá sem áttu leið um Drottningargötu, Ríkisveginn og Hesthúsbrúna máhudaginn áttunda september síðastliðinn. Sjálfur var ég ekki í vafa þennan sólríka morg- un. Þar sem ég spásséraði í haust- blíðunni framhjá Óperunni og Höll erfðaprinsins meðfram Strauminum í átt að Þinghúsinu var hugurinn bundinn því sem átti að gerast þar inni. En hvað það var vel til fundið að halda þessa alþjoðlegu ráðstefnu þingmanna frá 16 Evrópuríkjum og fulltrúa 10 alþjóðasamtaka einmitt hér í þessu fallega aldamótahúsi. Saga þess er spennandi varðveiðslu- saga eins og þær gerast bestar. Það er reist hér á Heilagsandahólma eft- ir teikningum Arons Jóhannssonar í þýskum barokkstíl og er ein feg- urst bygging í Stokkhólmi. Á tímum ellefubalaþakanna, steinsteypu- og glerhallanna, beinu línanna og hörðu hornanna stóð til að rífa þetta augnayndi. Undirstöðurnar áttu að vera feysknar, missig í grunninum og húsið gamaldags og óhentugt þegar þingið færi úr tveimur deildum í eina. En þegar farið var að gá bet- ur að stólpunum, sem húsið hvílir á, var komið niður á virkisgarða frá 12. öld. Fyrstu menjarnar um borg- armyndun við Strauminn voru fundnar. Og nú eru menn hættir að byggja íbúðir eins og til standi að halda upp á fimmtugsafinæli alla daga ársins, hættir að t'rúa á hag- vöxtinn sem tilgang í sjálfum sér, hafa endurbyggt þinghúsið af mikilli snilld og búið til undir Norðurbrú og þinghúsgarðinum eitt herlegt miðaldasafn sem gaman er að skoða. Sólin hellti niður geislum sínum, aldrei þessu vant á þessu hausti, og ég gat ekki stillt mig um að stað- næmast við Strauminn þar sem nú má sjá letilega veiðimenn með dorg að egna fyrir geddur og aborra og sannfærast um að hreinsunarað- gerðir geta borið árangur. Svo fór ég að hugsa út í það að eiginlega væri þessi fegurð tálsýn. Eins gott að íslandslægðirnar héldu áfram að leggja leið sína um Skandinavíu. í skýrslu til Norðurlandaráðs um loft og umhverfi í Evrópu er því lýst hvað hæðirnar séu í rauninni varas- amar. í þeim blása nefnilega hægir vindar réttsælis að miðju. Hangi þær kyrrar á sama svæði draga þær inn að miðju sinni mengað loft langt að og verður að lokum illvært í hæð^r- miðju. Þá eru lægðirnar betri með vindstrokum sínum, sem þeytast rangsælis burt frá lægðarmiðjunni, þeim sem eru svo hamingjusamir að vera nálægt henni. Þessa er gott að minnast næst þegar skapið verður eins þungt og loftþrýstingurinn fell- ur mest. í stóra anddyri Þinghússins eru mörg ókunnugleg andlit þegar ég loksins dríf mig inn úr blíðunni. Andlit stjórnmálamanna sem hafa annan svip og annað fas en hinir norrænu heimilisvinir okkar á skjánum - það er meginlandssvipur á fólkinu. Sú ásjóna, sem þó verður eftirminnilegust, er ásýnd Salvador Mundis, frelsara heimsins. Hann hefur engin augu til að sjá með og raunar eru allir andlitsdrættir hans horfriir út í veður og vind. Þessi sjón- umhrygga ásýnd styttunnar, sem flutt hefur verið hingað vegna ráð- stefnunnar, er afleiðing ætingar af völdum súrrar úrkomu og loftmeng- unar. Hann er ekki veðurbarínn eða bitinn, eins og við segjum heima, heldur sýruétinn. Og þetta hefur gerst síðustu áratugina því að um margar aldir áður en iðnaðarmeng- un hófst fyrir alvöru í Evrópu hélt Salvador Mundi andlitinu þar sem styttan hékk utan á kirkjunni í Kristjánsstað. Framfaraspor í baráttunni fyr- ir bættu umhverfi Alþjóðleg ráðstefna Norðurlanda- ráðs um loftmengun yfír landamæri varð framfaraspor í baráttunni fyrir bættu umhverfi. Hugmynd forsætis- nefhdarinnar að sameina þingmenn frá sextán Evrópuríkjum í sameigin- legri sýn til vandamálanna lukkaðist vonum framar. Þingmannasamkom- an vildi meira að segja ganga lengra í nokkrum atriðum en norrænu stjórnmálamennirnir höfðu þorað að vona. Það er viðurkennt að brenni- steinsmengun þurfi að minnka meira en 30% og þess krafist að ríkin hefji þegar að semja um aðgerðir í þá átt, auk þess sem farið verði þegar í stað að gera ráðstafanir til þess að draga úr köfnunarefnis-, kolsýrings- og ozonmengun í hverju landi fyrir sig um leið og stefht verði að bind- andi alþjóðlegu samkomulagi í þeim efnum. Vísindamenn á Norðurlöndum, sem verið hafa í fararbroddi rann- sókna á loftmengun i áratugi, hafa lagt fram óyggjandi sannanir fyrir því að verði ekki dregið úr brenni- steinsmengun um 90% og köfnunar- efhis- og ozonmengun um 75% muni ekki reynast unnt að bjarga stórum svæðum í Evrópu og Norður-Amer- íku frá varanlegri auðn og eyðilegg- ingu. Til þess að hægt verði að ná þessum ozonmörkum verður að minnka stórlega kolsýringsmengun frá ófullkominni brennslu í hvers kyns vélum og mótorum. Þessi vís- indi njóta nú fullrar viðurkenningar af sérfræðingum 35 landa á vegum Eíhahagsnefiidar Evrópu sem star- far innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. Þessi stofnun annast framkvæmd á samkomulaginu um loftmengun langa vegu yfir landa- mæri sem utanríkisráðherrar OECD-ríkjanna undirrituðu 1979 og tók gildi 1983. Fyrir rúmi ári skrif- uðu fulltrúar 21 ríkis undir sérstaka bókun við þetta samkomulag þar sem ríkin skuldbundu sig til þess að minnka brenhisteinsútblástur um Hla farin dyrastytta úr gamla bænum í Stokkhólmi. Mynd F. Martner. Norræn útsýn Einar Karl Haraldsson umhverfis- og auðlindanefhdar Æðsta Sovétsins hélt, vitnaði hann m.a. til orða Kiplings: „Austur er austur og vestur er vestur og aldrei mætast þau," og sagði að þau hefði hann ritað áður en Norðurlandaráð var stofnað. Það er sem sagt ekki á móti skapi Sovétmanna að norðrið sé sáttasemjari milli austurs og vest- urs. En Norðurlandaráð er síður en svo eitt á báti í viðleitni sinni á sviði umhverfismála. Ungliðasamtök gegn skógardauða eru til og ung- menni frá ráðstefhulöndunum sextán héldu krossum yfir skógum viðkomandi landa fyrir utan þing- húsið. 1 Róm er haldin alþjóðleg ráðstefha um vemdun minnismerkja gegn ætingu. Efnahagsbandalag Evrópu hefur lýst árið 1987 evrópskt Dyrastytta viö Stórtorgið i Stokkhólmi. Innfellda myndin er tekin 1904 en grunnmyndin nú á þessu ári. Mynd Sören Hallgren. 30% fram til ársins 1993. Bretar, sem blása mikilli mengun frá iðnaði og kolaupphitun yfir aðrar þjóðir, létu í það skína á ráðstefhunni að þeir hygðust ganga í 30% klúbbinn innan skamms. Frú Thatcher gaf hins veg- ar enga slíka yfirlýsingu í Noregs- heimsókn sinni eins og flestir bjuggust þó við að hún gerði. Austur, vestur og noröur Sovétmenn voru hins vegar stima- mjúkir á ráðstefnunni enda miklir umhverfismenn eftir Tjernobyl. Þeir vildu a.m.k. ganga eins langt og þeir sem vildu lengst ganga í orðalagi um aðgerðir gegn mengun, jafhvel geislavirku úrfelli. Það ber svo að hafa í huga að fulltrúar austan- manna á ráðstefhum sem þess'im túlka jafhan skoðanir ríkisvaldsins en þingmenn vestan að geta verið á andstæðri skoðun en stjórnvöld í heimalandinu. í ræðu, sem formaður Þessi mynd al frelsaranum er úr lágmynd frá 13. öld sem sýnír Krist á stalli og andiitið er aö mást burt. Myndin er úr Vallingbokirkju á Got- landi. Ljósmynd Tord Anderson. umhverfisár og ætlunin er að í lok þess hafi allir 320 milljón íbúar ríkj- anna tólf gert sér grein fyrir því að með áorðnum breytingum á Rómar- sáttmálanum er umhverfisvernd orðin „eitt af grundvallarmarkmið- unum í stefhu EBE". Innan Norður- landaráðs er til umræðu tillaga um að Norðurlöndin beiti sér fyrir stofh- un EUREKA í umhverfismálum með svipuðum hætti og komið hefur ve- rið á EUREKA-samstarfi í iðnaðar- og tæknimálum milli Evrópuríkja. Umhverfisverndarsamtök frá 21 Evrópulandi þinguðu einnig í Stokkhólmi og hvöttu þingmanna- samkomuna til dáða. Niðurstaða þeirra var sú að stigmagna þyrfti aðgerðir á næstu árum, svo notað sé herfræðilegt hugtak. Það er vegna þess að nú er kostnaðurinn í fjár- munum og heilsu talinn viðráðan- legur en verður það ekki lengi enn. Mengunin stigmagnast. Fyrir tutt- ugu árum var hún staðbundið vandamál. Fyrir tíu árum var hún ennþá svæðisbundinn vandi en nú er hún orðin að hnattrænni ógn. Uppsöfnun eiturefna og mettun í gróðri og jarðvegi gerir það að verk- um að eftir langt tímabil, þar sem allt getur virst með felldu, breiðast gróðurskemmdir skyndilega út eins og drepsótt og eyðilegging á lífkeðj- um getur orðið varanleg. Svörin við þessum viðhorfum eru þegar gefin. Tæknin, sem þarf til þess að gera bílana hreinni, iðnaðinn hættuminni og til að nýta aðrar orkulindir en olíu, kol og kjarnorku, er þegar fyrir hendi. Það þarf bara... Þátttakendum á ráðstefhunni var boðið að sigla út í Drottningar- hólma, þar sem stendur samnefnd höll frá átjándu öld og allt er í Ver- salastíl, með norrænum blæ þó. Þar búa Karl Gústav óg Sylvía með börnin. Og þar er hallarleikhús Heiðveigar Eleanóru, sem einnig á sér merkilega varðveislusögu. Þarna sáum við eins og vera bar prýðilega átiándualdarstúdíu í ballett. Það var Don Juan eftir Beck-Friis og Calzab- igi frá 1761 við tónlist eftir Gluck. Og aðalhlutverkið dansaði Per Art- hur sem lífgaði upp á íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsinu einn vetur um árið. En umhverfismálin viku ekki úr huganum. Og mátti ekki líta á enda- lok Don Juans táknrænum augum? Var ekki helvítiskenning samtíma- manns Glucks, Emanuels Sweden- borgs, lifandi komin á sviðinu? Aumingja Don Juan er látinn halda áfram sínu tragíkómíska kvenna- randi í helvíti hinum megin. Og S wedenborg hélt því fram að það sem þú gerir að klifun og ósið í jarðlífínu munir þú halda áfram að tuða við um eilífð: Helvíti býrð þú til sjálfur. Og hvernig líst mönnum á það að lifa um eilífð í ótta við kjamorku og fult loft? Svei þeirri menningu sem býr sér til sKkt helvíti. Stokkhólmi 15. september 1986 Einar Karl Haraldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.