Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 1 i 1 Handknatdeikur unglinga 2. flokkur karia: Elías Ingimar Eliasson og Ingi Rafn Jónsson, leikmenn 3. flokks Armanns. Stórleikur Áma Friðleifssonar - þegar Víkingar og ÍR gerðu jafntefli, 23-23 Ámi Friðleifsson. Ámi Friðleifsson, leikmaður í 2. flokki Víkings: „Hef sett stefnuna á sæti í A-landsliðinu“ Einn efhilegasti handknattleiks- maður okkar í dag er tvímælalaust Víkingurinn ungi, Ámi Friðleifsson. Ámi er aðeins 18 ára gamall en er þegar orðinn fastur leikmaður í meist- araflokki Víkings, auk þess sem hann spilar með tveimur unglingalandslið- um okkar og hefur æft með A-landslið- inu. „Það er gífurlegt álag að standa í þessu. Ég æfi 7-8 sinnum í viku undir stjóm fjögurra þjálfara sem allir gera sínar sérstöku kröfur til manns. Það er erfitt að aðlagast ólíkum kröfum allra þessara þjálfara samhliða því að þurfa að sýna sitt besta í hverjum leik. Oft er maður leiður en ánægjustund- irnar em þó fleiri þegar á heildina er litið,“ sagði Ámi Friðleifsson þegar við hittum hann að máli eftir leik Vík- ings og ÍR í öðrum flokki karla um sl. helgi. „Ég stefiii á að vinna mér fast sæti í A-landsliðinu og að bæta getu mína í handknattleik," hélt Ámi áfram. Aðspurður sagðist Ámi hafa trú á því að 2. flokkur Víkings ætti •eftir að standa sig vel í vetur. „Ég og Bjarki Sigurðsson höfum ekkert getað æft með öðrum flokki ennþá, meistara- flokkurinn hefur haft forgang hingað til. Leikur okkar getur því varla annað en batnað þegar líða tekur á vetur- inn,“ sagði Ámi Friðleifsson að lokum. Reynir Hreinsson og Kristján Þórar-I Í'insson, efnilegt dómarapar seml komst vel frá sinu um síðustu helgi. I Dómarahomið! IDómgæsla á Reykjavíkurmótinu I í handknattleik sl. sunnudag var ! I aasi misjöfn að gæðum. Ungir | * dómarar, þeir Reynir Hreiasson ■ | og Kristján Þórarinsson, dæmdu 3 | _ fyrstu leikina og komust ágætlega ■ | frásínu. Eftir það fór dómgæslunni I Iheldur hrakandi og var vægast I sagt léleg í leikjum Víkings og ÍR ■ Iog Fylkis og Þróttar í öðrum flokki I karla. Er vonandi að ekki verði ! I boðið upp á slíka dómgæslu sem | * sást í þessum tveimur leikjum í • I nánustu framtíð. Með þessu er | _ ekki verið að rífa neitt niður held- “ I ur aðeins verið að benda á stað- Ireyndir í þeirri von að viðkomandi I dómarar bæti frammistöðu sína. " IBæði þessi dómarapör eiga að geta I betur. I F.v. Guöjón Kristinsson og Jóhann Lapas. 3. flokkur kaiia Auðveldir sigrar hjá KR og A-liði Armanns flestir veðja á að þessi lið leiki úrslitaleikinn KR - Ármann B 27-6 Það var aðeins í byijun þessa leiks að jafhræði varð með liðunum. KR- ingar tóku síðan öll völd á vellinum og kafsigldu andstæðinga sína. KR-liðið spilaði mjög hreyfanlega 3-2-1 vöm og komst hvað eftir annað inn í sendingar Ármenninga, brunaði í hraðaupphlaup og skoraði oftast auðveldlega. Bestir í liði KR vom þeir Jóhann Lapás og Guðjón Kristinsson en einnig átti Viðar Halldórsson góð- an leik. Ármenningar stóðu andstæðingum sínum alllangt að baki í þessum leik. Þeir gáfust þó aldrei upp og reyndu allan tímann að spila góðan bolta. Markahæstir hjá KR: Guðjón Krist- insson 7, Jóhann Lapas 6, Viðar Halldórsson og Jón Ingi Hákonarson 4 mörk hvor. Pétur Sigurðsson gerði 3 mörk fyrir Armann. Ármann A - Fram 25-14 Fyrstu 10 mínútumar í þessum leik voru mjög jafnar og allt virtist benda til að um hörkuviðureign yrði að ræða. Ármenningar vom hins vegar ekki á þeim buxunum að vera í einhveiju basli með leikinn. Þeir settu í kraft- girinn og litu aldrei til baka eftir það. Ármenningar tóku leikstjórnanda Fram-liðsins, Gunnar Andrésson, úr umferð írá fyrstu mínútu. Þessi leikað- ferð þeirra heppnaðist mjög vel. Framarar fundu ekkert svar og sókn- arleikur þeirra var ráðleysislegur. Homamenn þeirra drógu sig inn að miðju vallarins í stað þess að reyna að teygja á fimm manna vöm Ármenn- inga. Þetta gerði vörn Ármenninga auðvelt fyrir. Vamarlega réðu Fram- arar ekkert við sterka leikmenn Ármanns og þegar við bættist að markmenn liðsins vörðu varla skot allan leikinn var eftirleikurinn Ár- menningum auðveldur. Lið Ármanns er mjög sterkt og er til alls líklegt í vetur. Þetta em stórir og stæðilegir strákar sem vinna vel saman í vöminni og em sterkir sókn- armenn. Sóknarleikur Ármanns byggist hins vegar að mínu mati of mikið á einstaklingsframtaki enn sem komið er, en það ætti að vera auðvelt að laga. Bestu menn Ármanns í leikn- um vom þeir Elías Ingimar Elíasson, _sem gerði 8 mörk, Ingi Rafn Jónsson, sem skoraði 5, og Haukur Ólafsson sem einnig skoraði 5 mörk. Fram-liðið á að geta gert mun betur en það sýndi í þessum leik. Bestir vom Gunnar Andrésson sem skoraði 7 mörk, þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð allan leikinn, og Hlynur Ragn- arsson sem gerði 3 mörk. „Við höfum lítið getað æft saman ennþá en við eigum örugglega eftir að bæta okkur og verðum í toppbarátt- unni í vetur,“ sagði Ámi Friðleifsson í Víkingi eftir leik Víkings og ÍR á sunnudaginn var. „Það var sárgrætilegt að vinna ekki leikinn eftir að hafa leitt allan tímann en við vorum of bráðir undir lokin og því fór sem fór,“ sagði Ámi. Guðmundur Þórðarson, þjálfari IR- inga, var ekki hress þegar ég hitti hann að máli eftir leikinn. „Víkingar náðu jafiitefli vegna hreinna og klárra dómaramistaka," sagði Guðmundur. „Við áttum skilið að fá bæði stigin eftir alla þessa baráttu," hélt Guð- mundur áfram. Vissulega virkaði jöfhunarmark Víkinga á mann sem ólöglegt. Að minnsta kosti einn leikmaður IR-inga var ekki kominn inn á sinn vallar- helming þegar Víkingar tóku miðju eftir að IR-ingar skomðu sitt 23. mark í leiknum. Reyndar var dómgæslan í þessum leik fyrir neðan allar hellur og viðkomandi dómurum til skammar. Leikmenn beggja liða komust upp með ruddaleg brot og langtímum saman var ekkert dæmt, sama hvað gekk á. Lokaminútumar í leik Víkings og ÍR í 2. flokki karla á Reykjavíkurmót- inu í handknattleik vom æsispenn- andi á að horfa. Víkingar, sem leitt höfðu leikinn frá upphafi, vom Ikyndilega orðnir einu marki undir og ekki nema sjö sekúndur eftir á klukkunni. Víkingar hófu sókn á miðju, boltinn var gefinn fram á Bjarka Sigurðsson sem smeygði sér inn úr hægra hominu og skoraði jöfh- unarmark Víkings. Um leið og knött- urinn hafnaði í netinu gall lokaflaut tímavarðar við. Það hefði ekki verið sanngjamt að ÍR fengi bæði stigin úr þessari viður- eign. Víkingar vom betra liðið lengst af en ÍR-liðið gafst aldrei upp og með gífurlegri baráttu náði það að jafna leikinn og komast yfir á lokamínú- tunni. Einu sinni enn sýndi það sig að leik er ekki lokið fyrr en flautað hefur verið af. Það sem einkenndi þennan leik var hvað varnir beggja liða vom lélegar og markvarsla nánast engin. Sem dæmi um þetta taldi undirritaður tólf sóknir í röð í fyrri hálfleik sem enduðu með marki. Fjömtíu og sex mörk á fimmtiu mínútum segja meira en mörg orð um vamarleik og markvörslu lið- anna tveggja í þessum leik. Hjá Víkingi áttu meistaraflokks- mennimir Ámi Friðleifeson og Bjarki Sigurðsson báðir góðan leik, svo og Ömólfur Jónsson. í liði ÍR-inga bar mest á Orra Bolla- syni, Lárusi Ólafssyni og Hlyni Jóhannesen. Ámi Friðleifeson var þó, að öðrum leikmönnum ólöstuðum, langbesti leikmaður vallarins og skoraði tíu mörk þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð mestallan leikinn. Mörk Víkings: Ámi Friðleifeson 10, Ömólfúr Jónsson 6, Bjarki Sigurðsson 5, og Ásgeir Sveinsson 2. Mörk ÍR: Orri Bollason 6, Lárus Ólafeson 6, Hlynur Jóhannesson 5, Róbert Rafnsson 3, Guðmundur Páls- son 2 og Jóhann Ásgeirsson 1. Fylkir - Þróttur 21-16 Þetta var fremur slakur leikur þar sem Fylkisliðið var mun sterkara allan tímann. Leikurinn var í jafhvægi fyrstu tíu míútumar en Fylkismenn vom þó alltaf á undan að skora. Þeg- ar staðan var 4-4 áttu Fylkismenn góðan kafla, skorðuðu þijú mörk í röð og leiddu síðan, 13-9, þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Sama var uppi á tengingnum í seinni hálfleik, Fylkisstrákamir vom heldur sterkari og bættu 2 mörkum við forystuna frá fyrri hálfleiknum. Þetta vom sanngjöm úrslit en bæði lið verða að bæta sig mikið ef þau ætla að beijast um æðstu metorð i vetur. f7Áttum mjög góðan dag og unnum því léttan sigur“ „Þetta er fyrsti leikurinn í vetur þar sem við getum stillt upp okkar sterk- asta liði, allt gekk upp hjá okkur og leikurinn var mun léttari en við bjugg- umst við,“ sögðu þeir Óskar Bjami Óskarsson og Magnús Már Haralds- son, leikmenn 4. flokks Vals, eftir sigurleikinn gegn B-liði Fylkis á sunnudaginn var. Þeir félagamir sögðust búast við að Fram, KR og A-lið Fylkis yrðu helstu keppinautam- ir í baráttunni um Reykjavíkurmeist- aratitilinn. Óskar Bjami, sem er fyrirliði Vals- manna, gat ekki leikið með á sunnu- daginn vegna meiðsla en Magnús Már var á fullu allan tímann. Hann spilaði mjög vel, var lykilmaður í vöminni og skoraði falleg mörk úr hraðaupp- hlaupum. ??Ætlum í úrslit Reykjavíkurmótsins‘1 „Við Ármenningar stefnum að sjálfeögðu á sigur í öllum leikjum í vetur. Við ætlum okkur i úrslitaleik- inn um Reykjavíkurmeistaratitilinn í 3. flokki og ef það tekst mætum við væntanlega KR-ingum í þeim leik,“ sögðu þeir Elías Ingimar El- íasson og Ingi Rafn Jónsson, sem leika með 3. flokki Ármanns, þegar unglingasíðan hitti þá að máli um síðustu helgi. Þeir Elías og Ingi vom ásamt Hauki Ólafesyni bestu menn Ármanns í sigurleik gegn Fram á sunnudaginn var. Aðspurðir sögðust þeir félagar reikna með að aðal- keppinautamir í vetur yrðu lið Stjömunnar, KR og Selfoss. „Annars em allir leikir erfiðir," sögðu Elías og Ingi Rafn að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.