Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 37- Handkrattteikur unglinga 4. flokkur karia: Valsstrákarnir burstuðu B-lið Fylkis og Þróttur marði A-lið Fylkís í æsispennandi leik Valur-Fylkir B 22-2 Valsmenn eiga örugglega eftir að verða ofarlega á öllum vígstöðvum í 4. flokki karla í vetur. Lið þeirra er skipað mjög jafnsterkum leikmönnum og þeir skora því mörk úr öllum stöð- um á vellinum. Hraðaupphaupin útfæra þessir ungu strákar eins og best gerist í meistaraflokki og þeir ráða yfir fjölbreytni í varnarleiknum sem sjaldgæft er að sjá hjá þetta ung- um leikmönnum. Leikur Vals og B-liðs Fylkis í 4. flokki karla á Reykjavíkurmótinu var alger einstefna frá upphafi til enda. Valsmenn voru með sitt sterkasta lið í fyrri hálfleik og leiddu eftir hann með 9 mörkum gegn einu. I siðari hálfleik skipti Theódór Guðfinnsson, þjálfari Valsmanna, öllum varamönn- unum inn á og spiluðu þeir jafnvel enn betur en byrjunarliðið hafði gert í fyrri hálfleiknum. Það dró sífellt i sundur með liðunum og lokatölur urðu 22 mörk gegn 2 Valsstrákunum í vil. Allt Valsliðið spilaði vel að þessu sinni, en ekki er hægt að dæma um raunverulegan styrk þessa, mótstaðan var svo til engin. Fylkisstrákarnir gerðu sitt besta og margt gott leynist í liði þeirra þrátt fyrir þennan slæma skell. Mörkin: Valur, Magnús Haraldss., Valur Ö. Arnarss. og Svavar Jóhann- esson 4 hver. Halldór Halldórsson og Einar Ö. Birgiss. 3 hvor, aðrir færri. Hlynur Þór Sveinbjörnsson skoraði bæði mörk Fylkis. Þróttur-Fylkir A 10-9 Þessi leikur var æsispennandi frá upphafi til enda. Aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum og þau skiptust á að leiða leikinn. Fyrirfram bjuggust víst flestir við léttum sigri hinna stóru og stæðilegu Fylkisstráka en Þróttarar voru á annarri skoðun. Góður vamarleikur þeirra setti leik- menn Fylkis út af laginu og í sóknar- leiknum spiluðu Þróttarar mjög skynsamlega og biðu eftir góðum fær- um. Þróttarar uppskáru eins og þeir sáðu, þeir stóðu uppi í leikslok sem verðskuldaðir sigurvegarar. Vera má að Fylkismenn hafi vanmetið and- stæðinga sína í þessum leik, a.m.k. tókst þeim aldrei að sýna svipaðan leik og gegn B-liði Víkings í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins. Ragnar Blöndal skoraði 4 mörk fyrir Þrótt og Páll Þórólfsson gerði 3. Fyrir Fylki skoraði Kristinn Tómas- son 3 og þeir Þórhallur Jóhannesson og Dagur Eggertsson gerðu 2 mörk hvor. Úrslit Úrslit leikja á Reykjavíkurmótinu í handknattleik sunnudaginn 12. októb- er. 4. flokkur karla Valur-Fylkir, B 22-2 Þróttur-Fylkir, A 10-9 3. flokkur karla KR-Ármann B 27-6 Armann A-Fram 25-14 Valur-Fylkir, Fylkir gaf. 2. flokkur karla Vikingur-ÍR 23-23 Fylkir-Þróttur 21-16 SH^HÉk^ ~*^^H Umsjón: Ragnar : Hermanns- i-Hyl^ —J ] son Næst verður spilað sunnudaginn 19. október á Reykjavíkurmótinu. Spilað verður í Laugardalshöllinni og hefjast fyrstu leikirnir kl. 13. Fræðsluhomið Tognanir eru líklega algen- gustu íþróttameiðslin. Við tognun verður rof í vöðvavef og/eða lið- böndum. Samfara þessu verður blæðing inn á hið skaddaða svæði og það bólgnar upp. Hversu alvar- leg tógnun er fer eftir því hversu mikið rof verður. Oftast er um minniháttar meiðsli að ræða en stundum eru tognarár það slæmar, að langan tíma tekur að fá sig góðanafþeim. Mjög mikilvægt er að meðhöndla tognanir rétt. Sérstaklega skiptir miklu máli að íarið sé rétt að með- an meiðslin eru fersk, þ.e. fyrstu 48 stundirnar eftir að þau eiga sér stað. Sú meðferð sem þá er veitt á að miða að því að draga úr blæð- ingu inn á hið skaddaða svæði og hindra þannig bólgu. Meðhöndiun á ferskum tognun- ¦ um er skipti í þrjá þætti: I 1. Kæling, staðbundin kæling. Venjulegast er notaður kæli- I poki en einnig er hægt að brúka ísmola sem vafðir eru inn í blautan klút. Kælt er í 110-12 mínútur í senn á 2-3 klst. fresti í 2 sólarhringa eftir að Itognun verður. Þess ber að geta að sumir sérfræð- L________—— I ' ingar telja rangt að byrja að kæla fyrr en 5-6 tímum eftir að tognun- in verður. 2. Þrýstingur; Mjög mikilvægur hluti af meðhöndlun „ferskra" tognana. Kæling og þrýstingur eru oft gefin saman, og er þá teygjubindi einfaldlega vafið yfir ísbaksturinn eða kælipok-' arm, utan um hið skaðaða svæði, Mikilvægt er að hafa þrýsting á meiðslunum að staðaldri í a.m.k. nokkra daga. Ef vel er vafið veitir teygjubindi stuðning og hindrar bólgu. 3. Einnig er gott að „lyfta" hinu skaðaða svæði ofar, á ég við að ef td. er um ökklatognun að ræða er gott að hvflast með hátt undir fætinura þannig að blóðið streymi frá skaðaða svæðinu. Að lokum skal mönnum bent á að nota aldrei hita á „fersk" meiðsli. Hiti eykur blóðöæði til skaddaða svæðisins og veldur þannig auk- inni bólgu. Einnig verður það ekki ofbrýnt fyrir íþróttamönnum að nota skynsemina og byrja ekki of snemma af æfa að nýju eftir meiðsli. _____.._____J F.v. Oskar Bjarni Oskarsson og Magnús Már Haraldsson 2&a \W$Ö; M260. Tvískiptur, alsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 16.650,- stgr. 120 FM. 120 lítra frystiskápur. Verð aðeins kr. 12.990,- stgr. 280 DL. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 14.495,- stgr. DL 150. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr. Umboðsmenn um land allt. Kælitæki, Njarðvík Árvirkinn, Selfossi Mosfell, Hellu Kaupfélag Vestmannaeyinga Vestmannaeyjum Kask, Höfn, Homafirði Rafvirkinn, Eskifirði Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupf. Þingeyinga, Húsavík KEA, Akureyri Valberg, Ólafsfirði Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Kaupf. Húnvetn., Blönduósi Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Póllinn hf„ isafirði Kaupf. Stykkishólms, Stykkishólmi Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi Húsprýði, Borgamesi Skagaradíó, Akranesi JL-húsið, Hringbraut, Rvk. 9.985,-stgr. Það býður enginn betur. Skipholti 7, símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.