Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kleppsvegi 152, þingl. eigandi Holtavegur 43 hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Stein- grimur Þormóðsson hdl., Ari ísberg hdl., Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjayík. ________________________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hofteigi 26., 1. hæð m.m, þingl. eigendur Sæmundur Guð- vinsson og Sigrún Skarphéðinsd., fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka Islands, Svala Thorlacius hrl., Tryggingastofnun ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Ólafur Gústafsson hrl. ________________________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Laugarnesvegi 77, þingl. eigandi Guðlaugur Aðalsteinsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Jón G. Briem hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. ________________________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Eyjagötu 1 B, þingl. eigendur Benedikt Sigurðsson og Ingi- björg Þorkelsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 10.30. Uppboðsbeiöendur eru: Pétur Guðmundarson hdl„ Guðmundur Jónsson hdl. og Fiskveiðasjóður Islands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. ¦ Nauðungaruppboð á fasteigninni Grjótagötu 9, þingl. eigendur Halla Arnardóttir og Egill Baldurs- son, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 11.15. Uppboðs- beiðendur eru: Guðjón Armann Jónsson hdl„ Ásgeir Thoroddsen hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Skúli J. Pálmason hrl„ Svala Thorlacius hrl., Sigurður Sigurjónsson hdl„ Baldvin Jónsson hrl„ Jón Magnússon hdl„ Sveinn Skúlason hdl. og Björn Ólafur Hallgrímsson hdl. ________________________________Borgarfogetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Hagamel 20, 1. hæð og kj„ þingl. éigandi Ágúst Hinriksson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands. _________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Flyðrugranda 14, 4. hæð D, talinn eigandi Hörður Pálsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Guðmundur Pétursson hdl. ________________________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Laugalæk 18, þingl. eigandi Sveinn Þ. Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan i Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Langholtsvegi 149, kjallara, þingl. eigandi Elsa F. Arnórsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 15.45. Uppboðsbeiðend- ur eru Jón Þóroddsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Kleppsvegi 26, 4.t.v„ þingl. eigendur Birgir Helgason og Sig- rún Guðmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 21. okt. 1986 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Róbert Árni Hreiðarsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Laugavegi 33 A, þingl. eigandi Victor hf„ fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 22. okt. 1986 kl. 13.30. Uppboðsbeið- andi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Laugavegi 81, 3. hæð, tal. eigandi Brynjar Þormóðsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 22. okt. 1986 kl. 14.15. Uppboðbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka ís- lands. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Laugavegi 33B, þingl. eigandi Victor hf„ fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 22. okt. kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Laugavegi 96, þingl. eigandi Byggingatækni sf„ fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 22. okt. 1986 kl. 14.45. Uppþoðs- þeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Borgarfógetaemþættið í Reykjavík. Ungliðar berjast á Haustmóti TR Á Skákþingi íslands í Grundarfirði mátti merkja þessa nýju sveiflu í ís- lensku skáklífi: Eldri og reyndari meistarar eru að mestu hættir að sækja skákmót, nema sem áhorfend- ur, og yngri merin raða sér í efstu sætin. Þetta kemur enn betur í ljós ef litið er á þátttakendalistann á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem nú er hálfnað. I efsta flokki eru keppendur á bilinu 14-24 ára, enginn eldri. Þar tefla 12 stigahæstu skák- mennirnir og síðan koll af kolh. I D-flokki er teflt eftir Monrad-kerfi. Keppendur á Haustmótinu eru 145 og þar af tefla 53 í sérstökum ungl- ingaflokki sem varast ber að rugla saman við efsta flokk. Unglingastarf í Taflfélagi Reykja- víkur hefur verið mjög öflugt undanfarin ár undir dyggri forystu Ólafs H. Ólafssonar. En kannski hefur áherslan verið of mikil á þann þátt skákstarfsins því að bersýnilegt er að öðrum hefur verið miður sinnt. Það er a.m.k. synd að ungu mennirn- ir skuli ekki fá tækifæri til þess að tefla við sér eldri og reyndari menn þótt þeir hinir sömu kunni e.t.v. ekki jafnmikið í byrjunarfræðum. Það er eins og þeir sem eldri eru og flæktir í brauðstrit hversdagslifsins kæri sig ekki um að eyða kvöldinu í að láta börn máta sig. Þeir vilja miklu frem- ur tefla í lokuðum klúbbum í góðra vina hópi þar sem taflmennskan hef- ur yfir sér öllu léttari blæ. En það er hart barist á Haust- mótinu. Að loknum 5 umferðum stefndi í það að Björgvin Jónsson hefði fullt hús vinninga. Hann hafði 4 v. og mun betri biðskák gegn Snorra Bergssyni sem tefla átti á fimmtudagskvöld. Annars var Hannes Hlífar Stefánsson, sem vakti svo mikla athygli á íslandsmótinu í Grundarfirði, efstur með 4'A v. en hann hefur teflt einni skák meira en Björgvin. Næstur þeim kemur Jó- hannes Ágústsson með 3 'A v. (af 5) og Tómas Björnsson hefur 3 v. í B-flokki er Ögmundur Kristins- son efstur með SVá v. af 5 og Héðinn Steingrímsson, sem aðeins er 11 ára gamall, kemur næstur með 3 v. Héð- inn tapaði sinni fyrstu skák í mótinu á miðvikudag gegn Jóhanni Þóri Jónssyni, útgefanda og Skákrit- stjóra, eftir mikinn darraðardans.. Eiríkur Björnsson gæti náð foryst- unni. Hann hefur 2'/2 v. og tvær biðskákir, aðra sýnilega unna en hina lakari. Ragnar Valsson og Þór Örn Jóns- son, fyrrum unglingameistari ís- lands, eru efstir og jafnir í C-flokki, með 4 v. af 5 mögulegum. I D-flokki er Eggert Isólfsson efstur með fullt hús, 5 v., og Arnór Gauti Helgason hefur 4'A v. Það er einkenni ungra skákmeistara Skák Jón L. Amason að þeir vilja sökkva sér niður í fræð- in og hafa unun af því að þræða langar „teóríur" sem fæstir andstæð- inga þeirra kunna. Þannig fá þeir oft auðvelda sigra sem hvetja þá til enn frekari yfirlegu yfir byrjanabók- um. Á þessu stigi tefla þeir gjarnan byrjunarleikina gagnrýnilaust, án þess að hafa eitthvað nýtt til mál- anna að leggja. En hvað gerist er tveir fræðafákar mætast? Stundum verður úr keppni um það hvor kann meira úr bókun- um. Ef afbrigðið er tvíeggjað og „þrælstúderað" getur verið erfitt að vfkja frá þekktum leiðum án þess að bíða afhroð. Lítum á skák úr A-flokki milli efstu manna. Skákin er næstum öll til í bókum og samkvæmt rannsóknum Sovétmannsins Fridmans er niður- staðan jafnteflisleg staða eftir 31 leik. Hannes reynir að breyta leikja- röðinni - en tapar. Hvítt: Hannes Hlifar Stefánsson Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvörn l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 RfB 5.Rc3 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 Rc6 8.Dd2 0-0 9.Bc4 Bd7 10.h4 Drekaafbrigði Sikileyjarvarnar- innar er eftirlætisvopn Björgvins en Hannes Hlífar er engu að siður órag- ur við að velja beittustu leiðina. Á íslandsmótinu í Grundarfirði tefldi Björgvin franskt gegn Hannesi en tapaði meistaralega. Nú hefur hann legið yfir gamalli leið í Drekanum, sem hefur að mestu horfið í skugg- ann vegna hróksleiksins vinsæla, 10.-Hc8 o,s.frv. 10.-Da511.0-0-0 Hfc812.Bb3 Re513.h5 Leikið beint af augum en mér seg- ir svo hugur um að 13.Kbl sé talinn besti og öruggasti leikur hvíts. 13.-Rxh514.Bh6Rd3+! Finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen uppgötvaði þennan leik í skák gegn Gheorghiu fyrir tuttugu árum og síðan hafa unnendur af- brigðisins legið yfir stöðunni. Sumir telja 14.-Bxh6 sterkari en leikur Westerinens leiðir óneitanlega til meiri sviptinga. 15.KM! Rxb2! 16.Kxb2 Bxh6 17.Dxh6 Hxc3 18.g4 Rffi 19.e5! Hxb3+! Fyrir þann sem sér þetta afbrigði nú í fyrsta sinn gætu síðustu leikir virst gjörsamlega óskiljanlegir. En þeir eru árangur tuttugu ára rann- sókna. Slæmt var t.d. 19.-dxe5? vegna 20.g5! Rh5 21.Hxh5 gxh5 22.g6 Hxb3+ 0>vingað því að 22.-hxg6 23.Dxg6+ leiðir til máts) og nú leik- ur hvítur 23.Rxb3! og vinnur. Þess vegna drepur svartur biskupinn strax. 20.axb3 dxe5 21.Re2 Be6! Best samkvæmt rannsóknum Bo- leslavskys! 22.Rg3 Hc8 23.Re4 Hc6!? abcdefgh 24.Hd6? Það þarf ekki meira til í slíkum stöðum. Þessi sérkennilegi hróks- leikur er þekktur eftir leikina 24.g5 Rh5. Hugmyndin er að ginna hrók- inn frá c-línunni (riddarinn varð að valda c3-reitinn) því að eftir 25.Hd6 Hxd6?? 26.Hxh5! gxh5 27.RÍ6 + exf6 28.exf6 er svartur óverjandi mát. Afbrigði Fridmans er 25.-Bxb3! (nú Fantar á ferð Þættinum hefir borist bréf frá „Veiðisveitinni" og fer það hér á eftir: „Veiðisveitin, Gunnar Guðmunds- son, Jón Hjaltason, Ragnar Halldórs- son, Þórarinn Sigþórsson og Þráinn Finnbogason, var við veiðar og spil á dögunum. Hér er eitt spil frá ferðinni, sem sýnir fanta á ferð í vörninni. Vestur spilaði út tíguldrottningu í þremur gröndum suðurs. 65 Á1098 Á2 Á10843 Á43 G108 74 KD52 DG1093 764 G72 965 KD972 G63 K85 KD Ekki sýnist spilið þurfa að þvælast fyrir sagnhafa en með klækjum og bellibrögðum lét vörnin sér nægja að eftirláta sagnhafa 5 slagi. í fyrsta slag kom tígultvistur, tígulsjö og tígul- kóngur. Ekki leist sagnhafa á að gefa fyrsta tígul 6g þurfa síðan að spila frá borði í öðrum slag og tígulsjöið frá austri var til þess að hræra í talning- unni. Laufakóngurinn tók næst laufsjö og laufsex af vörninni og laufdrottningin fékk tvistinn og fimmið. Sagnhafa var þar með boðið að trúa að laufin lægju 4-2. Næst komu hjartaþristur, fjarki, átta og kóngur. Síðan fylgdi tígulfjarkinn í kjölfarið, tekinn með ásnum. Sagn- hafi er nú bærilega settur með spaðaás rétt eða friðsamlega tígullegu. Því kom næst spaðafimm, átta, kóngur og ás, en honum fylgdu þrír tígulslagir. Síðan kom spaðafiarki, sex, tía og drottning. Auðvitað er spilið nú þegar orðið einn niður, en ekki ástæða til þess að hafa þá fleiri á hættunni en þörf er á. Úr blindum hafði sagnhafi kastað laufum og einu hjarta. í blind- um voru því hjartaás, tía og laufás þegar hjartagosinn hraut úr hendi sagnhafa. Gosi þessi lagðist þægur undir hjartadrottningu og spaðagos- inn, er á eftir fylgdi, setti vægan hroll að blindum. Sagnhafi gat ekki vitað hvor átti hjartafimmið og hvor laufa- gosann. Sjálfum sér samkvæmur að laufin lægju 4-2, með lengdinni hjá þeim sem styttri var í tígli, kastaði hann hjartaás og gaf síðasta slaginn á hjartafimm." Því er við að bæta að náttúrlega á sagnhafi að gefa fyrsta tígulinn og sækja siðan spaðaásinn. Eftir það get- ur hann ekki tapað spilinu ef fimmlitur í tígli er með spaðaás. Eins og spilið liggur vinnst það hvaða möguleika sem sagnhafi tekur eftir það. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 7. október hófst baró- meter með þátttöku 34 para sem er mjög góð mæting í upphafi vetrar- starfs. Hæstu skor fengu eftirtalin pör: stig 1. Baldur Árnason - Sveirin Sigurgeirss. 77 2. Steingrímur Jónasson - Þorfinnur Karlss. 64 3-4. Birgir Þorvaldsson - Högni Torfason 63 3-4. Erlendur Björgvinsson - Guðmundur Kr. Sigurðss. 63 5. Bragi Björnsson - Þórður Sigfússon 54 6. Elísabet Jónsdóttir - Leifur Jóhannesson 51 7. Hildur Helgadóttir - Karólína Sveinsdóttir 37 8. Rósa Þorsteinsdóttir - Véný Viðarsdóttir 30 Keppninni verður fram haldið næsta þriðjudagskvöld. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson. **M fc-rJB i ' 3 ¦*"^ ^ ^éÉ ¦ fw fly' s ¦JllF i s** Veiðisveitin, talið frá vinslri: Jón Hjaltason, Gunnar Guðmundsson, Ragnar Halldórsson, Þráinn Finnboga- son og Þórarinn Sigþórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.