Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Page 4
c 48 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986. Bj ór til æviloka J eftir Ásgeir Hvítaskáld Vopnum búið víkingaskip lá við stjóra í höfninni í Leirvík á Hjalt- landseyjum. Við drukkum akkeris- skál fyrir hádegi föstudaginn 1. ágúst. Ég þakkaði fyrir að vera lif- andi. Fyrsta daginn á Shetlandseyjum var rigning og rok. Við náðum loft- skeytasambandi við eigenda skút- tunnar, Gustav Poulsen, sem var í fjallaferð á Islandi, en hann hafði siglt til íslands með annarri áhöfn. Var ákveðið að halda ærlega veislu í Stavanger þegar allir hittust. Leir- vík er lítill bær með pöbbum og göngugötu. Húsin eru hlaðin úr grjóti. Allt leit út eins og maður væri kominn til Englands, enda skosk nýlenda. í höfninni voru ensk- ar, sænskar, norskar og franskar aðkomuskútur. Ég skoðaði mig um á göngugöt- unni. Stúlkurnar voru feitar og horfðu í augun á manni. Fallegar eyjar, engin tré en grösugar hæðir. Fólkið lifði á búskap, fiskveiðum, "líu og lopapeysuframleiðslu. Um kvöldið fórum við á pöbb, að sjálfsögðu, komum inn þar sem fullt var af fólki og reykjarsvæla. Tveir hressir strákar á T-bolum dældu bjór í stórar glerkönnur. Þarna sátu karl- ar og spiluðu damm. Ungt fólk sat sér við borð. Sá andlit fiskimanna og bóndasona: karlmennirnir stór- geiðir í framan en stúlkurnar sætar og mér fannst sem ég hefði séð sum- ar á íslandi. Við vorum með sjóriðu og héldum okkur í barborðið. Eldri maður með vatnsgreitt hár og viskí- staup kom til okkar. „Hæ, ég heiti Chuk,“ sagði hann og blikkaði öðru auga. „Arne heiti ég og þetta er áhöfnin mín,“ sagði skipstjórinn mannalega og þeir tókust í hendur. „Nú, eruð þið seilorar á segl- skútu?“ Um leið gaf hann barþjóninum bendingu. Upp á borðið komu 4 risa- stórar bjórkönnur og froðan lak út um allt. Bjórinn var kaldur og æðis- lega bragðgóður, við fengum hvít skegg. Síðan sögðum við Chuk alla söguna og setningarnar gengu um krána. En þegar klukkan var rúmlega 10 og könnurnar rétt hálfar tók þjónn- inn að kalla og góla: „Ætlið þið að drekka meiri bjór í kvöld,“ sagði Chuk. „Jú, að sjálfsögðu,“ svöruðum við Reidar. Tvær nýjar könnur komu upp á borðið. En það sem við vissum ekki var að það þurfti að klára fyrir hálf- ellefu. Því þá var lokað og allir urðu að fara út. Við Reidar lentum því í kapphlaupi við tímann; vildum ekki móðga Chuk. Reidar hafði töluvert forskot, vanur bjór í Noregi. Loks tókst mér að klára fyrra glasið. Ég leit á stóru klukkuna á veggnum; 5 mínútur voru eftir. Maginn var stút- fullur. Ég ropaði og byijaði á næstu könnu, ætlaði að taka stóran teyg, en meira komst ekki niður. Chuk hló. Þó við værum lángt fram yfir tímann og allir famir út gátum við ekki klárað. Mér fannst það mjög sárt. Næsta dag, laugardag, var brjálað óveður og öllum bátum bannað að fara út. Einn fiskibátur hafði farist við Irland. Og skútumar slitu sig lausar í höfninni. En samt hafði norskur spíttbátur komið inn um nóttina, sögðu það væri brennivínss- myglari, því Shetland er tollfrítt svæði. Fyrripart sunnudags var sama veð- urútlit. Og þá var ég farinn að þekkja fólk á götu. En eftir hádegi var veð- urspáin betri. Hafnarvörðurinn sagði að það væri allt í lagi að fara en varaði okkur við undiröldu þar sem sjórinn væri ekki genginn niður. Við vorum eina skútan sem lagði á hann. Framstigið ætlaði kannski seinni hluta dags. Lokaspretturinn var eftir, 206 mílur, 2 sólarhringa sigling. Spáð var norðanátt, því yrði hliðarvindur eða lens. Við sigldum út rétt eftir hádegi á sunnudeginum. Þegar við vorum komin fram hjá þessum ljótu verk- smiðjuskipum virti ég fyrir mér þessar fallegu eyjar, sá grösugar hæðir, litla sveitabæi og klettótta strönd. Og ég fékk góða tilfinningu einhvers staðar. Við keyrðum á vél með stórsegl uppi og það var logn. Stefnan var tekin á Stavanger. En þegar við mættum opnu hafi kom þessi svæf- andi veltingur og allir sofnuðu nema vakthafandi. Það var logn allan daginn og dumbungsveður. Um nóttina sat ég á vakt og barðist við svefninn. Fram undan sáust 3 uppljómuð hótel hvert með stórum, rauðum loga efst. Ég vissi ekki hver djöfullinn þetta var. Voru þetta brennandi skip, gat nokk- urt skip haft svo stórt hús? Loggið snerist skrykkjótt. Stundum stopp- aði það eins og hákarl hefði bitið á koparskrúfuna, sem hékk í snærinu, og snerist niðri í sjónum eins og spúnn. Vélin malaði og malaði, það skrölti í öllu, seglið blakti. Mér fannst vaktin endalaus. í eirðarleysinu fór ég að semja í huganum þar sem ég lá á bekknum eða hékk utan í stýrinu. Og viti menn, ég samdi tvær smásögur í hvelli, gekk frá hverju smáatriði, átti bara eftir að skrifa þær á papp- ír. Svo byrjaði ég á nýju sjónvarps- leikriti - samdi verkið út í ystu æsar. Það gerðist á Shetlandseyjum. Hug- urinn virkaði eins og tölva; gat þotið fram og aftur og aðlagað upphafið að endinum. Þarna uppgötvaði ég nýja og fljótvirkari aðferð við að semja sögur. En því miður gleymdi ég sjónvarpsleikritinu; smásögurnar komust á pappír. Reidar kom upp á dekk í leit að Gutterdrömmen í heimahöfn. Skáldiö komst til Noregs en hvaða sverð dugar gegn bjórbanninu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.