Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 8. NÖVEMBER 1986. 53 Ríkisstjórinn á fjáröflunardegi slökkviliðsmanna. ræða við menn eins og Francois Mitterrand Frakklandsforseta er hann heimsótti Bandaríkin og það er ekki langt síðan að Cuomo sagði einum samstarfsmanni sínum að hann þekkti Buffalo vel en vissi lítið um Beirút. Hvað annað segja menn um Cuomo? William Stern sá eitt sinn um fjár- mál New Yorkríkis undir stjórn Cuomo. Stern er þægrimaður og átelr ur ríkisstjórann fyrir að vilja hlut þess opinbera í þjóðlífinu of mikinn eða eins og hann segir: „(Herra Cu- omo) er mikill eyðsluseggur sem vill að opinberir aðilar taki þátt í öllu.“ Þannig hljómar því hluti þeirrar gagnrýni sem frá hægrimönnum kemur. Frá vinstrimönnum kemur einnig gagnrýni. Þannig segir Walter Hang sem stýrir Áhugahópi New York- borgar um almenna velferð að Cuomo sé meiri í orði en á borði. „Hann er alltaf að tala um alls kon- ar áætlanir en fylgir þeim ekki eftir.“ Nokkur orð frá Cuomo sjálfum „Það er ekki auðvelt fyrir mig að trúa því að það sé ekki til maður sem er hæfari og hefur meiri líkur á því að sigra,“ sagði Cuomo nýlega í blaðaviðtali er hann var beðinn að segja eitthvað um hvort hann hygð- ist leita eftir útnefningu sem forseta- efni. „Ég hef engar áætlanir gert um það. Hvers vegna ætti ég þó að segja að það komi ekki til greina. Ég kynni að verða fyrir eldingu eins og Sál. Held ég þá að það verði einhver breyting? Nei, en auðvitað getur hún orðið.“ Það er því ljóst að það hefur ekki orðið mikil breyting á opinberri af- stöðu Cuomo frá því hann lét sér þau ummæli um munn fara sem getið er fremst í þessari frásögn. Menn velta því hins vegar í síauknum mæli fyrir sér hvernig honum myndi vegna í forsetakosningum. Hvað segja skoðanakannan- ir? Skoðanakannanir benda til þess að Cuomo hafi talsvert fylgi. Þannig er hann næst á eftir Gary Hart. Niður- stöður könnunar í júlí síðastliðnum sýndu að Hart hafði fylgi 30% kjó- senda en Cuomo 14%. Margt gæti hins vegar breyst á tveimur eða sex árum. Forsetaframbjóðandi þarf aft- ur á móti að gæta sín vel er hann ræðir við fréttamenn og almenning og hann má ekki tala af sér eins og Cuomo gerði í ummælum sínum um Mafíuna. Þá má hann heldur ekki sýna of mikla viðkvæmni því öllum er í fersku minni hvaða áhrif það hafði er Edmund S. Muskie felldi tár í sjóinn í New Hampshireríki 1972. Loks má ekki gleyma því að vinsæld- ir i New Yorkríki þurfa ekki endilega að tákna vinsældir i Suðurríkjunum. Það sem kann þó að ráða því hvort hugsaniegir draumar Marios Cuomo um Hvíta húsið rætast er hvort hon- um tekst að sannfæra flokksbræður sína og kjósendur um að hann sé ný tegund af demókrata með nútíma- hugmyndir en ekki bara gamaldags demókrati sem hefur þjálfað sig í þeirri ræðulist sem nú ber svo mikið á í bandarískum stjórnmálum. Þýð.: ÁSG. Mario Cuomo á skrifstofunni. ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI LAUSAR STÖÐUR Þurfum á góðu fólki að halda til starfa við ræstingar. Vinnutími frá 7.30-15.30 eða 8-12. Unnið tvær helgar, þriðja helgin frí. Upplýsingar í síma 19600/259 alla virka daga frá kl. 10-14. Reykjavík 8.11. 1986. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Ljósmóður, 100% staða frá 1. desember 1986. 2. Röntgentækni, 50% staða frá 1. desember 1986. 3. Sjúkraþjálfa, 50%-100% staða, nú þegar eða frá 1. janúar 1987. 4. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar frá áramót- um i heilar stöður og hlutastörf. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 95-5270. Útboð - stálhurðir Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði á stálhurðum og léttum hurðum með stálkörmum fyrir verslanir og stigaganga í verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtaldar hurðir: - Stálhurðir, 100 stk. - Léttar hurðir, 40 stk. Hurðir skulu afgreiddar á tímabilinu 15. janúar 1987 til 1. maí 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 11. nóvember 1986 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjar- götu 4, Reykjavík, fyrir kl. 11.30 föstudaginn 28. nóvember 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík. Útboð - kælikerfi Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði og uppsetningu á kælikerfi fyrir matvöruverslun Hagkaups í verslanamið- stöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast m.a. í eftirtalda verkþætti: - Kælipressur er anna allt að 250 kW. - Eimsvala er anna allt að 370 kW. - Allar tengingar og lagnir. - Raflagnir og stýrikerfi. - Uppsetningu og tengingu kæliborða. Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 4. nóvember 1986 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjar- götu 4, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 9. desember 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.