Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Síða 18
62 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986. Popphljómsveitir frá Norðurlöndunum hafa ekki verið ýkja hátt skrifaðar á heimskort poppsins gegnum tíðina og Abba verið nánast ein um það að benda poppunnendum á það að Norður- löndin hafi uppá slíka tónlist að bjóða. Poppið er auðvitað orðið alþjóðleg söluvara fyrir margt löngu og í seinni tíð hafa hljóm- sveitir og einstaklingar utan enskumælandi þjóðanna - Bretlands og Bandaríkjanna - í auknum mæli slegið í gegn á alþjóðamark- aði, Þjóðverjar, Austurríkismenn, Hollendingar, Svisslendingar - og tvær hljómsveitir frá Norðurlöndunum, norska tríóið A-ha og sænska hljómsveitin Europa. Þrátt fyrir mikla fjölgun poppflytjenda frá löndum Evrópu ann- arra en Breta heldur enskan velli sem „móðurmál” poppsins. Hvað sem mönnum annars finnst um slíkt er sú fullyrðing ein- faldlega sannleikanum samkvæm. og leiðin liggur um Sviss, Frakk- land, Þýskaland, Belgíu, Holland, Danmörku og í lok mánaðarins verða hljómleikar í Svíþjóð, bæði í Stokkhólmi og Gautaborg. í des- ember iiggur leiðin til Stóra-Bret- lands, fyrst spilað fyrir Skota og síðan helstu borgir Bretlands þræddar, lokatónleikar fyrir og eft- ir jól í Lundúnum. Meðal annars verða norsku strákarnir á sviðinu í Hammersmith Odeon í Lundúnum sex kvöld í röð. Fyrsta breiðskífa A-ha, Hunting High And Low, hefur í Evrópu einni selst í 1,5 milljónum eintaka og. viðtökurnar við nýju plötunni, Scoundrel Days, hafa verið mjög góðar. Önnur smáskífa af þeirri plötu er væntanleg meðan á hljóm- leikaferðinni stendur. -Gsal. Sænska hljómsveitin Europe hef- ur á undanfömum vikum skotist uppá topp fjölmargra vinsældalista í álfunni sem hljómsveitin heitir í höfuðið á - og innan skamms verð- ur lagið þeirra, The Final Count- down, gefið út í Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurför þessa lags er eitthvert það óvæntasta sem gerst hefur í poppinu þetta árið, ekki ósvipað og þegar A-ha skaust í ein- um grænum hvelli uppá stjömu- himininn með Take On Me. Velgengnin hefur bæði komið hljómsveitarmeðlimum Europe og umboðsmönnum á óvart og til dæmis breyttist kynningarfundur um hljómsveitina í Þýskalandi á dögunum uppí sigurhátíð því í sömu vikunni hafði The Final Countdown hreppt toppsætið. Þar með hefur lagið náð efsta sæti í Svíþjóð, Hollandi, Sviss og Þýska- landi og komist inná topp-tíu á listunum í Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Noregi og Finnlandi. í Svíþjóð hefur Europe haft á sér ímynd táningahljómsveitar og hermt að vinsældir á heimaslóðum megi fyrst og fremst rekja til þess hversu snoppufríðir strákamir em. Þessu neitar söngvarinn og aðal- lagasmiður Europe, Joey Tempest, og segir að þó þessi ímynd hafi að einhverju leyti hjálpað uppá vel- gengnina sé miklu meira í hljóm- sveitina spunnið einsog sannast muni á hljómleikum og þeir líti á tónlist sína sem melódískt þunga-. rokk. Efasemdir um hæfni hljómsveit- arinnar á sviði munu hafa verið áberandi meðal umboðsmanna í Evrópu en á hljómleikum nýverið í Þýskalandi máttu menn éta slíkar efasemdir oní sig: hljómsveitin stóð sig blátt áfram skínandi vel. Hljómleikaferð er fyrirhuguð um Evrópulönd í byrjun næsta árs en áður verður gefin út önnur smá- skífa með laginu Rock The Night og viðtökurnar við því lagi munu að einhverju leyti skera úr um það hvort Europe er komin til þess að dvelja - eða gleymast. Byrjunin á ferli Europe er hins vegar einstök. Fleiri járn í eldinum Joey Tempest, forsprakki Europe, hefur fleira á sinni könnu en hljómsveitina. Hann er upp- tökustjóri og tónskáld og maður- inn bak við vinsældir sænsku rokkstelpunnar Tone Norum. Þessi sænska stelpa hefur gefið út tvær smáskífur, Can’t You Stay og Strandet sem báðar komust í gullsölu í Svíþjóð og fyrsta breið- skífan er nýkomin út, heitir One Of A Kind. Öll lög plötunnar eru eftir Joey Tempest og upptöku- stjórn í hans höndum. Hermt er að það sé aðeins tímaspursmál hvenær vinsældir hennar berist út til ann- arra landa. -Gsal. og tryggan aðdáendahóp og lög þeirra fara undantekningarlaust inná topp tuttugu í Bretlandi, síð- ast I’ve Been Losing You af nýju plötunni Scoundrel Days. Hljómsveitin hóf hljómleikaferð á laugardaginn var og spilar um þessa helgi í París. Þetta er fyrsta hljómleikaferð A-ha og því eldskírn hennar á sviði, ferðinni lýkur ekki fyrr en um áramót og stendur því í samfellt tvo mánuði. Fyrstu tón- leikarnir voru í Vin á laugardaginn Norska tríóið A-ha er ótvírætt sú hljómsveit frá Norðurlöndunum sem hæst ber í alþjóðapoppinu um þessar mundir. Eftir stóru bomb- una Take On Me voru margir þeirrar skoðunar að A-ha væri skólabókardæmi um hljómsveit sem ætti einn smell og síðan ekki söguna meir. Slíkum hrakspám hefur A-ha gefið langt nef og fjöldi laga tríósins á vinsældalistum er auðvitað gleggsta sönnun þess að A-ha hefur jafnt og þétt styrkt stöðu sína í poppinu. Reyndar hefur hljómsveitin ekki komist í efstu sæti lista frá Take On Me ævintýrinu en norsku strákarnir virðast eiga orðið stóran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.