Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Stjóminál Jón Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur sigraði í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík en í því var aðeins kosið um flórða sæti framboðslistans. Næstur Láru komst Björgvin Guð- mundsson viðskiptafræðingur en þriðji og síðastur í röðinni varð Jón Bragi Bjamason prófessor. Atkvæði féllu þannig að Lára hlaut 342 atkvæði, eða fylgi 40,8% þátttakenda, Björgvin fékk 257 at- kvæði og 30,7% og Jón Bragi hlaut 231 atkvæði og 27,6% fyigi. Alls kusu í prófkjörinu 838 manns en það er um það bil helmingur þeirra sem rétt höfðu til þátttöku í prófkjörinu, en það höfðu allir flokksbundnir alþýðuflokksmenn. Fjögur efstu sæti á framboðslista Alþýðuflokksins við næstu alþingis- Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: kosningar munu eftirtaldir skipa: I er Jóhanna Sigurðardóttir, í þriðja og í fjórða sæti er síðan Lára V. fyrsta sæti er Jón Sigurðsson, í öðru sæti er Jón Baldvin Hannibalsson Júlíusdóttir. -ój Kátir kratar að loknu prófkjöri þar sem Lára V. Júlíusdóttir hafði sigur i baráttunni um fjórða sæti framboðslista Alþýðuflokksins. Á myndinni eru, frá vinstri, Jón Bragi Bjarnason, Jóhanna Sigurðardóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Jón Sigurðsson. DV-mynd GVA Lára sigraði Braga og Björgvin Jón Baldvin Hannibalsson: Listénn vel skipaður „Framboðslistinn er vel skipaðui með Láru V. Júlíusdóttur í fjórða sæti. Þetta er ung og vel menntuð kona,“ sagði Jón Baldvin Haimibalsson, formaður Alþýðuflokksins, í samtali við DV þegar hann var inntur álits á niðurstöðu prófkjörs flokksins nú um helgina þar sem Lára V. Júlíusdóttir hreppti fjórða sætið á listanum. „Lára er komin til starfa úr röðum Kvennaframboðsins og hún hefur í mörg ár starfað að málefnum kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar. Við væntum mikils af hennar störfum," sagði Jón Baldvin. „Að öðru leyti var tiltölulega mjótt á mununum á milli þeirra Jóns Braga Bjamasonar og Björgvins Guðmunds- sonar en þeir hljóta báðir að koma til álita í næstu sætin á listanum. Við munum gefa okkur góðan tíma til að ljúka við samsetningu listans og mun- um þar huga að því að jöfhuður verði á milli kynja,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. -°J Lára V. Júlíusdóttir: Renndi blint í sjóinn með þetta „Ég er í raun hissa, ég vissi ekkert við hverju ég gæti búist og renndi því alveg blint í sjóinn með þetta,“ sagði Lára V. Júlíus- dóttir lögfræðingur í samtali við DV þegar hún var spurð álits á úrslitum prófkjörs Al- þýðuflokksins í Reykjavík þar sem hún bar sigur úr býtum í baráttunni um fjórða sæti framboðslistans. Spumingu um það hverju hún vildi þakka sigurinn sagði Lára að konur í verkalýðs- hreyfingunni ásamt fleirum hefðu stutt sig dyggilega en Lára hefúr starfað talsvert í verkalýðshreyfingunni og tekið þátt í jafh- réttísbaráttu kvenna. „Ég tók áhættu þegar ég gaf kost á mér í fjórða sætið og síðan hefur fylgt þessu mikil taugaspenna, en þetta tókst,“ sagði Lára. „Jóhanna Sigurðardóttir hvatti mig ein- dregið til að fara út i þessa baráttu og það bættist við breið fylking í minn stuðnings- mannahóp. En það sem mér er nú efst í huga er þakklæti í garð stuðningsmanna minna sem studdu mig dyggilega í prófkjörinu og tóku þátt í þessari baráttu með mér,“ sagði Lára V. Jújíusdóttir. -ój Jón Bragí Bjamason: Við höfum reynt en tapað „Ég óska flokknum til hamingju - ekki bara með úrslitin heldur prófkjörið sjálft, hvemig það fór fram og hvemig að því var staðið," sagði Jón Bragi Bjamason prófessor í samtali við DV í gærkveldi þegar úrslit í prófkjöri Alþýðuflokksins lágu fyrir. „Það vom engin bræðravíg, úlfúð eða illindi í þessu prófkjöri eins og vill verða sjá sumum stjómmálaflokkum, þetta prófkjör fór vel fram,“ sagði Jón Bragi. „Okkur í Félagi frjálslyndra jafhaðarmanna em það að vísu nokkur vonbrigði hvemig flokkurinn tók á móti okkur - þannig að ég lenti í neðsta næti í prófkjörinu. Við höfum reynt en tapað. Ég óska Lám til hamingju með sigurinn og óska henni góðs gengis í komandi stjómmálabar- áttu,“ sagði Jón Bragi. - Em líkur á einhverjum eftirköstum af hálfu Félags frjálslyndra jafnaðarmanna vegna þessara úrslita? „Auðvitað em menn sárir og úrslitin mikil vonbrigði en ekki fyrir hönd okkar, fijálslyndra jafnaðarmanna, heldur fyrir hönd Alþýðuflokks- ins sjálfe. En okkar vinna heldur áfram og það er mikið starf óunnið í stjómmálum við að berj- ast fyrir bættu pólitísku siðferði og valddreifingu og við munum halda áfram að reyna að breyta þjóðfélaginu úr forræðiskerfi í lýðræðiskerfi. Við hættum ekki, nú förum við að byggja upp,“ sagði Jón Bragi Bjamason. -ój Gott að úrslitin voru skýr - segir Jón Sigurðsson „Ég tel að Alþýðuflokkurinn í Reykjavík hafi verið lánsamur að hafa haft þtjá svona góða frambjóðendur í íjórða sæti framboðs- listans," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofhunar, í samtali við DV þegar hann var spurður að því hvemig honum litist á úrslit prófkjörsins um fjórða sæti listans. Svo sem kunnugt er skipar Jón fyrsta sætið á listanum en hann varð sjálfkjörinn í það sæti. „Mér finnst það gott að úrslitin skuli hafa verið jafriskýr og raun ber vitni og að Lára V. Júlíusdóttir fékk svona greinilega flest atkvæði. Ég vona að uppstillingamefnd flokksins takist vel upp við að raða á listann á grundvelli þessara úrslita og reyni að ná þeirri breidd og jafnvægi í framboðið sem ég er viss um að muni tryggja Alþýðuflokknum og jafhaðarstefhunni mikið fylgi f kosningun- um á næsta ári,“ sagði Jón Sigurðsson. -ój Jóni Braga boðið fimmta sætið? Nokkurrar óánægju gætir meðal félagsmanna fijálsra jafnaðarmanna með niðurstöðu prófkjörs Alþýðuflokksins, þar sem Lára V. Júlíusdóttir hlautfjórða sæti listans en fulltrúi frjálsra jafnað- armanna, sem eru fyrrverandi félagsmenn í Bandalagi jafnaðarmanna, Jón Bragi Bjamason prófessor, náði ekki kosningu. Sagði einn stuðningsmaður Jóns Braga og fyrr- verandi stuðningsmaður BJ í samtali við DV að niðurstaða prófkjörsins væri fyrst og fremst sigur Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins, sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV studdi Lám ásamt öðrum helstu forystumönnum Alþýðuflokksins. í framhaldi af prófkjörinu verður endanlega gengið frá niður- röðun frambjóðenda á listann og benda líkur til, samkvæmt heimildum blaðsins, að Jóni Braga verði boðið fimmta sætið ef það mætti verða til þess að friða bandalagsmenn. Einn stuðnings- maður Jóns Braga sagði í samtali við DV að það væri nauðsynlegt fyrir Alþýðuflokkinn að hafa bandalagsmann í fimmta sætinu ef nokkur von ætti að vera til þess að liðsmenn í Félagi fijálsra jafhaðarmanna styddu Alþýðuflokkinn í komandi alþingiskosningum. -ój I dag mælir Dagfaxi Heilmikið írafár hefúr verið gert út af vopnasölu Bandaríkjamanna til írans. Ekki bætti úr skák þegar upplýst var að peningunum, sem Khomeni borgaði fyrir vopnin, hafði verið varið til styrkar contraskæru- liðunum í Nicaragua. Gengur maður undir manns hönd í Washington og víðar til að skammast og hneykslast yfir þessu leynimakki öllu og höfuð- in fjúka. Menn eru jafnvel famir að líkja þessu máli við Watergate og einhveijum hefur áreiðanlega dottið í hug að nú þurfi að sparka Reagan forseta eins og þeir spörkuðu Nixon forðum. Alveg er þetta dæmálaus hræsni. Hvert mannsbam í heiminum veit að Ameríkanar reka umsvifamikla njósna- og undirróðursstarfsemi, hvort sem hún er kölluð CIA eða öryggismálaráð. Hundmð og þús- undir manna hafa ekkert annað fyrir stafrii á vegum Bandaríkjastjómar en að njósna í öðrum ríkjum, skipu- leggja leynilega aðstoð, hygla vinveittum þjóðum og beita afli til að koma einræðisherrum og komm- únistastjómum fiá völdum. Þetta er í rauninni hin ágætasta og þarfasta starfsemi, enda væru Rússamir og einræðisherramir fyrir löngu búnir að ná öllum ráðum í heiminum ef Skynsamleg vopnasala Kaninn stæði ekki á verðinum leynt og ljóst. í Bandaríkjunum er varið milljörðum dollara til þessara mála og fer ekki leynt. I Hvíta húsinu er einn af æðstu mönnum forsetans sérlegur ráðgjafi í málum af þessu tagi. Þetta blasir við öllum og þarf ekki vitnanna við. I íran situr ayatollah Khomeni og stendur i stríði við írak. Khomeni er sennilega afturhaldssamasti harð- stjóri okkar tíma og rekur þar að auki hatursáróður gegn Vesturveld- unum og Bandaríkjunum af svo miklu ofstæki að nasistamir fengju sennilega friðarverðlaun í saman- burðinum. Auðvitað er það lífenauð- syn, bæði fyrir fólkið í Iran og hinn siðmenntaða heim, að þessum manni verði kollvarpað, grafið undan hon- um og upplýst um tvöfeldni hans. Hvað er vænlegra heldur en einmitt að gera hann háðan bandarískum vopnasendingum og snúa upp á háls- inn á honum með því að mergsjúga hann peningalega. Og til að gera smán hans sem mesta var það auð- vitað þjóðráð að nota peningana frá Khomeni til að aðstoða skæruliðana í Nicaragua við að velta kommmún- istastjóminni þar í landi. Satt að segja hefði engum nema séníum dottið slíkt snjallræði í hug. Það hefúr nú komið í ljós að maður að nafni North ofúrsti, með aðsetur í Hvíta húsinu, hefur skipulagt þetta herbragð. Þessi maður ætti að fá æðstu orðu Bandaríkjastjómar fyrir snilli sína. í stað þess er ráðist að honum og hann rekinn með skömm. Það hefði einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar að Ameríkanar spörkuðu hetj- um sínum út í ystu myrkur fyrir það eitt að vinna þjóð sinni gagn. En nú tíðkast hin breiðu spjótin og gammamir í bandaríska þinginu og á skinheilögu fjölmiðlunum ráðast nú gegn Reaganstjóminni og North þessum af hreinasta offorsi og saka hann um landráð. Maður spyr úr fjarlægð: Em heig- ulsháttur og linkind orðin einhver aðalsmerki í bandarískum stjóm- málum? Og af því að Dagfari hefúr alla tíð verið aðdáandi Bandaríkj- anna fyrir forystu þeirra í hópi lýðræðisþjóða rehna á hann tvær grímur þegar hugdjarfir menn em gerðir að fómarlömbum lítilla karla þar í landi sem þykjast ekkert vita um alvöru lífeins. Þessir menn láta eins og þeir viti ekkert um undirróð- urinn og starfeemi CIA og þá baráttu sem háð er á bak við tjöldin. Halda þeir kannske að kommamir og ein- ræðisherramir láti undan þegar þeim er klappað á kollinn og allir em góðir við þá? Vita þeir ekki að það þarf að snúa upp á hendumar á þeim, beita þá lævísum brögðum og grafa miskunnarlaust undan þeim ef lýðræðið á að halda velli? Hvaða vælutónn er þetta eiginlega? Hræsnin er að ganga út í öfgar. Hlutunum er snúið við og það er kominn tími t'l að einhver málsmet- andi aðili taki upp hanskann fynr North ofursta og klappi honum lof í lófa. Auðvitað hefur Reagan forseti vitað gjörla um þessar ráðagerðir og hann átti að standa með sínum manni og hækka hann í tign í stað- rnn fyrir að hlaupast undan eins og hýena. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.