Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 8. DESRMBER 1986. Atvinnumál Kjarasamningar Lægstu laun 26.500 krónur - samningurinn gildir í ertt ár Gunnar J. Friðriksson, formaður VSI, og Asmundur Stefánsson, forseti ASl', rita nöfn sín undir kjarasamninginn sem samtökin gengu frá á laugardag. DV-myndir Brynjar Gauti „Slærra slókk en dæmi eni til um“ - segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. e-9 Ab.Bb, Sparireiknirtgar Lb.Sp 3ja mán. uppsögn a-io.5 Ab 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12mán. uppsögn 11-15.75 Sp Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. »-13 Ab Sp. Í6mán. ogm. 9-13 Ab Ávisanareikningar 9-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.9-4 Úb Innlán með sérkjörum 8,9-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 9-6.5 Sb Sterlingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7,5-9,5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víx!ar(forv.) 15,29-16. Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25 kge/19,5 Almenn skuldabréf(2) 16-17 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Aó2.5árum 9-6,75 Lb Til lengri tíma 6-6,75 Bb.Lb.Ub Útlán tilframleiðslu Isl. krónur 19-16,5 Vb.Sp SDR 8-8,25 Allir Bandarikjadalir 7,5-7.75 nema Ib Allir Sterlingspund 12,75-13 nema Bb.lb Allir Vestur-þýsk mörk 6.5 mma Ib Allir Húsnæðislán 3.5 nema Ib Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitaia 1517 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að iokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuidabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = V erslunarbankinn, Sp=Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. „Það er alltaf ýmislegt sem maður hefði kosið að hafa öðruvísi. En stærsta atriðið finnst mér vera mikil hækkun lægstu launanna. Kaupmátt- ur þeirra launa mun hækka um 30% milli ára og kemur sú hækkun fram strax nú í desember. Þannig mun nást hærri kaupmáttur en var 1980 og er þetta stærra stökk en dæmi eru til um. Þá höfum við lagt í rúst það ónýta taxtakerfi sem hér hefur verið við lýði og lagt drög að nýju. Loks má nefna mikil umskipti sem verða í bónuskerf- inu þar sem fastur hluti launa vex mikið,“ sagði Ásmundur Stefansson, forseti ASÍ, í samtali við DV í gær. Hann sagði að það væri meginatriði að ríkisstjómin stæði við orð sín hvað varðaði þær kröfur sem verkalýðs- hreyfingin hetöi gert til hennar, t.d. um að halda gengi föstu og veita að- hald í efiiahagsmálum. „Ef sú hlið stenst má búast við að verðbólgan verði um 8 prósent á næsta ári og þá höldum við árangrinum frá því í febrú- arsamningunum," sagði Ásmundur. „Aðaláherslan hjá okkur var að ná fram kauphækkun og að kaupmáttur- inn mundi haldast. Til þess að ná því höfum við orðið að taka fram fyrir hendumar á ríkisstjóminni sem ekki var einfær um að takast á við þetta verkefni,“ sagði hann. - En óttast þú ekki að ríkisstjómar- skipti gætu breytt einhveiju hvað efiidir ríkisstjómarinnar varðar? „Okkar reynsla er að ríkisstjómum sé aldrei fullkomlega treystandi. En það sem heldur aftur af þeim er 'al- menningsálitið og held ég að það sé eina aðhaldið sem dugar." En hvað um stjómarskipti? „Ég óttast A-flokkana ekki svo mik- ið í því sambandi,“ sagði Ásmundur að lokum. -SJ forseti ASÍ, takast hér f hendur að lokinni undirskrift kjarasamningsins og Gunnar J. Friöriksson, formaður VSÍ, þakkar Guðríði Elíasdóttur, varafor- seta ASÍ, samstarfið. Alþýðusamband íslands, Vinnuveit> endasamband fslands og Vinnumála- samband samvinnufélaganna undir- rituðu á laugardag nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. desemb- er sl. til ársloka 1987. Samkvæmt samningnum verða lægstu laun ófaglærðs fólks 26.500 krónur á mánuði en þeir sem lokið hafa samningsbundnum námskeiðum fa 1.300 króna námskeiðsálag þannig að laun þeirra verða að lágmarki 27.800 krónur á mánuði. Upphafslaun byrjenda eru hins vegar 92% af lág- markslaunum, það er um 24.500 krónur, og greiðast þau fyrstu þrjá mánuði í viðkomandi starfsgrein. Laun iðnaðarmanna eftir fjögurra ára nám verða 35.000 krónur á mánuði. Almenn launahækkun í desember er um 4,59%. Samkvæmt samningum munu laun hækka um 2% 1 mars, 1,5% 1. júní og 1,5% 1. október á næsta ári. Þann- ig verða lægstu laun ófaglærðra 28.000 í október 1987 og laun faglærðra 36.800 krónur á mánuði. Bónusinn, sem nú er við lýði, verður samkvæmt nýja samningnum færður inn í fastakaupið sem nemur hækkun lægstu launa. Nýtt launakerfi verður tekið upp á samningstímanum en ef samningar um það takast ekki fyrir 1. september er aðilum heimilt að segja samningnum upp með tveggja vikna fyrirvara. Samningsaðilar fengu jákvæð svör frá ríkisstjóminni á föstudag við kröf- um sínum um að veita aðhald í stjóm efnahagsmála þar sem þess var meðal annars krafist að gengi yrði áfram fast. Samningurinn miðast við að verðbólga á næsta ári verði 7-8 %. „Býsna erfidir samningar“ - segir Gunnar i. Friðriksson, fbmiaður VSI „Ég vona að þetta hafi tekist en þetta voru býsna erfiðir samningar. Við urðum að finna leið til þess að tryggja þeim lægst launuðu kaup- hækkun á þann veg að atvinnuveg- imir, sem búa við fast gengi, gætu staðið undir hækkuninni, þannig að okkur var búinn þröngur stakkur,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, í samtali við DV í gær. Gunnar sagðist trúa þvi og treysta að menn mundu sýna hógværð og vonast til að fólk mundi hjálpast að við að halda verðbólgunni niðri. „Við höfum unnið að þvi að halda verð- bólgunni niðri og vona ég að það takist. Nú er líka stefiit að því að byggja upp skynsamlegra taxtakerfi en hefur verið í gangi undanfarin ár. Það er ljóst að það hefur verið tals- vert launaskrið undanfarið og töxtum hefur ekki verið fylgt,“ sagði hann. Gunnar sagðist í heildina vera sáttur við niðurstöður samninganna sem að hans mati gætu kannski leitt til þess að sú ríkisstjóm sem tæki við í vor gæti einbeitt sér að jákvæðum aðgerð- um en þyrfti ekki að koma að ástandi efnahagsmála í rúst. -SJ Samkomulagíð handsalað. Gunnar og Asmundur takast í hendur að lokinni törninni. „Farið út á ystu nöfísammngimum" - segir Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra „Ég er ákaflega ánægður með að samningar náðust og var ekki sam- mála þeim sem vildu fresta þeim fram yfir áramót. Ég er sérstaklega á- nægður með hækkun lægstu launa og sammála því að nota batann, sem er nú í þjóðarbúskapnum, í þessum til- gangi. Ég geri mér grein fyrir því að það er farið út á ystu nöf í þessum samningum og það er ýmislegt sem þarf að treysta á til þess að samning- amir muni skila sér til fulls. í fyrsta lagi er það að hækkanimar fari ekki upp úr öllu og nú reynir á það hvort menn meina það í raun að þeir vilji hækka lægstu launin. í öðru lagi er stefiit að mikilli kaupmáttaraukningu sem felur það meðal annars i sér að innflutningur má ekki fara upp úr öllu valdi og spamaður mun haldast," sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra þegar við leituðum álits hans í gær a nýgerðum kjarasamning- um. Steingrímur sagði að ekki væri ástæða til annars en að ætla að frum- varp um breytingar á skattalögum yrði lagt fram fljótlega eftir áramót. „Við viljum staðgreiðslukerfi skatta en það er ljóst að áður en það kemur til framkvæmda þarf að stokka upp skattamálin," sagði Steingrímur. -SJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.