Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986.
7
Atvinnumál
„Enginn lifir á
26.500 krónum“
„Ríkisstjómin mun ekki
standa við sinn hlut“
- segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
„Það ánægjulega við þessa samn-
inga er að í þeim er dregið úr áhrifum
bónusfyrirkomulagsins og að þar var
lögð áhersla á að hækka lægstu laun-
in sérstaklega. Kvennalistinn hefur
lagt ríka áherslu á þetta atriði og flutt
frumvarp á Alþingi um lögbindingu
lágmarkslaima. Það lifir hins vegar
enginn á 26.500 krónum á mánuði og
ljóst er að þessi lágmarkslaun eru allt
of lág. Áfram verður fólki því boðið
upp á laun fyrir fulla vinnu sem ekki
er hægt að framfleyta sér af,“ sagði
Sigríður Dúna Kristmvmdsdóttir,
þingkona Kvennalistans, þegar DV
leitaði álits hennar á nýgerðum kjara-
samningum.
- Hvað finnst þér um hlut ríkis-
stjómarinnar í þessum samningum?
„Ríkisstjómin á ekki að taka við
stefrrn frá aðilum vinnumarkaðarins í
skattamálum né húsnæðismálum eins
og hún gerði í febrúarsamningunum
heldur á hún sjálf og Alþingi að móta
þá stefnu. Ég get heldur ekki séð að
þessi samningur geti orðið fyrirmynd
sem ríkið geti notað i samningum við
opinbera starfsmenn vegna þess að
margar starfsstéttir, sem hafa verið að
segja upp undanfarið vegna lélegra
launa, em með laun fyrir ofan 26.500
krónur," sagði Sigríður Dúna að lok-
um. -SJ
I—•inammæ ......... ^
Ljósritunarvél Vinnuveitendasambandsins gerði samningamönnum í Garðastrætinu grikk þegar tjósrita átti kjara-
samning ASÍ og VSÍ á laugardag. Þá festist bréfsnifsi í henni en eftir nokkurt bras tókst viðstöddum að ná miðanum
þannig að vélin fengi þjónað hlutverki sínu. DV-mynd Brynjar Gauti
„Meginniðurstaða samninganna er
í rétta átt og em þeir i rökréttu fram-
haldi af febrúarsamningunum sem
vom umdeildir og nú geta menn ekki
neitað því að þeir hafi skilað ár-
angri,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðuflokksins, þegar
hann var spurður um álit hans á samn-
ingum ASI og VSÍ.
„Það em tvær spumingar sem þarf
að svara varðandi samningana og sú
fyrri snýr að svokallaðri ríkisstjóm
en það er ljóst að það er mun meiri
halli á fjárlögum en kemrn- fram í fjár-
lagafrumvarpi stjómarinnar. Þetta er
prófsteinn á það hvort ríkisstjómin
muni nú spretta upp eigin fjárlögum
og taka á þeim vanda sem við blasir.
Ég slæ því föstu að ríkisstjómin muni
ekki standa við sinn hlut. '171 þess
þarf hún að gerbreyta fjárlagafrum-
varpi og lánsfjárlögum í aðhaldsátt
nú innan tveggja vikna. Síðari spum-
ingin er hvort innan launþegahreyf-
ingarinnar sé fyrir hendi sú félagslega
samstaða að aðrir hópar sitji nú um
kyrrt með það að sækiast eftir hækkun
sem færi upp allan launastigann,"
sagði Jón Baldvin að lokum.
-SJ
„JOLATILBOÐ
FJOUSKYLDUNNAR
FRA PANASONIC
biluðu minnst og entust best allra
tækja. Þessar staðreyndir segja meira
en hástemmt auglýsingaskrum.
Jólatilboð á NV-G7 frá I
37.850,-
m
WJAPIS
BRAUTARHOLT 1 SiMI 27153
Nú, þegar fjölskyldan slær saman í
eina veglega jólagjöf, ermikið atriði að
vanda valið. Á tímum gylliboða er
nauðsynlegt að staldra við og hugsa
sig vel um, því nóg er framboðið og
ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin.
Við viljum þess vegna benda ykkur á
Panasonic sem vænlegan kost,
sérstaklega þegar það er haft í huga,
að Panasonic myndbandstækin fara
sigurför um heiminn og eru í dag
lang-mest keyptu tækin. Einnig má
minna á, að sem stærsti myndbands-
tækjaframleiðandi heims, eyða þeir
margfalt meiri peningum í rannsóknir
og tilraunir en nokkur annar framleið-
andi. Það þarf því engum að koma á
óvart að samkvæmt umfangsmestu
gæðakönnun sem framkvæmd hefur
verið hjá neytendasamtökum i sjö
V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú,
að myndbandstækin frá Panasonic