Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. 11 Menning Myndir í myndum - sýning Ágústs Petersen í Listasafni ASÍ Það er næstum ómögulegt að verða þreyttur á verkum Ágústs Petersen. Þegar rýnt er í fábrotnar myndir hans koma aðrar myndir í ljós undir yfir- borði þeirra og sé þessari grandskoðun haldið til streitu má eflaust finna fleiri lög mynda, eða myndarleg lög, í mál- verkum Ágústs. Undir bládröfnóttum fleti djarfar íyrir grænni slikju sem eitt sinn var hús sem síðan var flutt á annan stað á fletinum. Við jaðar sama húss sést í rauðyrjóttan flekk, kannski eilítið grásprengdan. Voru þetta rauðfætl- ingar, eða hara mýrarrauði? Hver veit? Aðspurður brosir listamaðurinn bara í kampinn og varðveitir ævintýrið með sjálfúm sér. Áhorfendur hans þurfa því að vera nokkurs konar fomleifafræðingar, haukfránir, gagnfróðir og verkséðir, tilbúnir að draga upp mynd af horfiium heimi út frá þeim sjónminjum sem málarinn setur niðirr í myndir sínar. Ekki svo að Ágúst máli rústir og fomminjar. Hann málar takmarka- lausa veröld, veröld sem fer undan í flæmingi þegar við ætlum að ganga að henni vísri. Hallir eða kot Húsin hans og bátamir em eins og í sögu, geta tekið á sig aðra mynd, orðið hallir eða kot, kænur eða lang- skip. Samt telur málarinn sig vera að mála það sem hann þekkir, eða þekkti forðum, ýkjulaust. Sérkennilegastar em myndir Ágústs samt þegar hann málar það sem við teljum okkur gjörþekkja, ásjónur okk- ar sem annarra. Þá er stundum eins og hann sé að mála loftanda eða svipi, en þó er alltaf eitthvað í þessum myndum sem kallar á okkur. Þetta „eitthvað" getur verið æðabert klumbunef, bros í augnakrók- um, munnherkjur, há kollvik en, eins og glott Cheshire-kattarins í Lísu í Undralandi, nægir það til að kalla fram mynd af manni og persónuleika hans. Græskulaus Þessi hæfileiki Ágústs til að finna persónuleg kennimerki á hverri þeirri manneskju sem hann málar er líka hæfileiki háðfúglsins sem kann að finna höggstað á grannanum. En aðferð Ágústs er fullkomlega græskulaus. Hann málar fólk sem hef- ur síbreytilegar ásjónur, eins og landslagið, til þess að komast nær inn- hverfú þess. Tilefni þessa spjalls er vitaskuld sú yndislega sýning á sextíu og fjórum ■Islensk bókamenrung ex verðrric&ti' Refska, sönn lygisaga er fyrsta skáldsaga höfundar Kristjáns J. Gunnarssonar fyrrv. fræðslustjóra í Reykjavík. Refska er skrifuð í gráglettnum ýkjusagnastíl og uppfull af sjónhverfingum þar sem staðreyndin málverkum Ágústs sem hangið hefur uppi í Listasafni ASl að undanfömu. Allar einkasýningar Ágústs em um leið yfirlitssýningar þar eð listamaður- inn vinnur málverk sín á löngu tímabili, tekur upp gömul viðfangsefúi og útsetur þau upp á nýtt, eða málar nokkurs konar framhaldsmyndir, við- bætur við gömul mótíf. Þessi sýning Ágústs var engin und- antekning. í tilefni af_ þessari sýningu hefur Listasafn ASÍ gefið út skyggnuhefti með tólf verkum listamannsins og skýringum eftir Hrafnhildi Schram. Því miður hefur fjölföldun myndanna ekki tekist sem skyldi, litbrigði hafa upplitast. -ai verður fáránleiki og fáránleikinn staðreynd. Refska gerist í orðu kveðnu í árdögum íslands- byggðar og minnir víða á íslendingasögur um brag og túlkun. Kennir því margra grasa í þessari sönnu lygisögu sem vafalaust mun þykja tíðindum sæta. Einsætt er að Refsku verður skipað í flokk með sérkennilegustu og metnaðarfyllstu skáldsögum í íslenskum nútímabókmenntum. Refska bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska sagan um refskuna í íslenskri samtíð. HveráerásannleikuriiWalbaklýiðlsogusagmrnaráumTgvðiunawastarlíflhennari eiginmennina?lHversiv.egna\var.ðihúnlkvntákn?jHvertivarásambandInennarAvið lihT? (Oftlmh íiKflTiRT? hunTennpalalvorum ímlte fttnnri P^Ð0lm@SOuD ara rannsoknar- starfi, koma fram ýmsar nýjar og áður óbirtar upp- lýsingar sem veita svör við mörgum brennandi spumingum af þessu íagi. V'' jsj. i 494." ** TIMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.