Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. Neytendur Þama eru allir sjö hlutar grunndeigsins með þvi sem í tilbrigöin fara aukalega. Talið frá vinstri sultukökur, gaffalkökur, skeifukökur, kókossnittur, koniakshringir, ömmukökur og karamellukökur. Jólasmákökumar: Með spamað og hag- kvæmni að leiðarljósi Þegar talað er um jólabakstur er oftast átt við smákökubakstur, en auðvitað er sitthvað fleira bakað fyrir jólin. Það er gott að eiga tertu- botna, ávaxtakökur rúllutertur og sírópstertur í kistuhandraðanum. Allar þessar kökur er hægt að baka löngu fyrir jól og geyma. Það heíúr meira að segja stundum komið fyrir þar sem við þekkjum til að búið var að baka einhver ósköp og frysta en aldrei tækifæri yfir sjálfa jóladagana til að gæða sér á krásunum vegna annarra kræsinga sem á boðstólum voru. Smákökubakstur er yfirleitt frekar ódýr nema hvað í hann fara oft möndlur, hnetur, súkkulaði og marsipan, en oftast í litlum mæli, þannig að hráefniskostnaður er til- tölulega lítill. Gott er að hafa hagkvæmni og spamaðarhugsjón að leiðarljósi við baksturinn. Hér er mjög ódýr upp- skrift og hægt að búa til sjö mismunandi tegundir úr sama deig- inu með smávegis breytingum. Þetta eiga að geta orðið tæplega 200 kök- ur, alltaf skemmtilegra að hafa smákökumar frekar litlar. Okkur reiknast svo til að hráefhiskostnað- urinn sé rétt um 200 kr. þannig að hver kaka kostar ekki nema 1 krónu stykkið. Þetta er því tilvalin for- skrift að jólabakstri fyrir þá sem hafa lítinn tima og þröngan fjárhag. Grunndeig 650 g hveiti 200 g sykur 500 g smjörl. 1 egg Smjörlíkið er hnoðað saman við hveiti og sykur og bleytt í með egg- inu. Skiptið deiginu í sjö jafria hluta. Hver hluti er síðan meðhöndlaður á sérstakan hátt. Allar eru kökumar bakaðar á sama hátt við 175 200“C hita í 7-10 mín. Sultukökur Takið nokkuð af deiginu frá og •fletjið hitt út. Stingið út kringlóttar kökur, ca 5 cm í þvermál. Sprautið hluta af deiginu í hring ofan á og látið smávegis af góðri sultu í hring- inn. Þetta verða um 25 stk. Gaffalkökur Saxið 'A til 1 dl af rúsínum og ca 25 g af suðusúkkulaði fínt. Hnoðið saman við deigið. Búið til kúlur úr deiginu og þrýstið ofan á þær með gafifli. Þetta verða um 25 stk. Skeifukökur Bætið 1 '/2-2 msk. af sírópi út í deigið ásamt 1 tsk. kardemommur og 2 tsk. kanel. Búið til mjóar pylsur og skerið í 7-8 cm langa bita. Beyg- ið í skeifú. Þrýstið á enda skeifunnar með gaffli. Þetta verða ca 30 stk. Koníakshrlngir Látið 1-2 matsk. af koníaki út í deigið og búið til mjóar lengjur. Snúið þær saman tvær og tvær og skerið í 10 cm langa bita og búið til úr þeim hringi. Bakið eins og að ofan segir. Þetta verða um 25 stk. Ömmukökur Stráið örlitlu rúgmjöli á bökunar- borðið og fletjið deigið út á því. Snúið því nokkrum sinnum á meðan það er flatt út. Stingið út kringlóttar kökur sem eru um 5 cm í þvermál. Pikkið þær með gaffli og stingið út lítið gat úti í einni hliðinni. Hægt er að hengja þessar kökur upp á rauðan silkiborða ef vill. Úr þessu verða um 30 stk. Karamellukökur Brúnið ca 2 msk. sykur á pönnu. Látið 6-8 saxaðar möndlur út í. Hell- ið á smurða plötu og kæhð. Myljið svo þetta harða núggat og hnoðið saman við deigið. Búið til 3-4 cm þykka pylsu og skerið í Vi cm þykk- ar sneiðar og bakið eins og að ofan. Úr þessu verða um 30 stk. Búiö til meira af höröu núggati Það er ekki úr vegi að búa til dálít- ið meira af þessu harða núggati fyrst verið er að búa það til á annað borð. Það er gott í fleira en þessa einu smákökutegund. T.d. er gott að láta muhð núggat út í heimagerðan ís og utan á köku sem kölluð er Frank- fúrtarkaka. Hún er þannig að búin er til fín sandkaka í hringformi. Henni er skipt í þrennt og síðan lögð saman með góðu smjörkremi. Smjör- kremi er einnig smurt utan á kökuna og yfir það sáldrað muldu núggati. Þetta er bæði mjög góð kaka og sér- lega falleg á borði. Hér er uppskrift að góðri og fínni sandköku: 250 g smjörl. 250 g sykur 4 egg 250 g hveiti 1 pakki Royal instant vanillubúð- ingur. Smjörl. og sykur er hrært mjög vel og eggjunum síðan út í einu í einu og hrært mjög vel á milli. Síðan er hveitinu og búðingsduftinu hrært varlega saman við. Rússneskir kossar Við erum einnig með nokkrar upp- skriftir að ekta fínum jólakökum sem minna jafnvel á heimagert konf- ekt. Hér er ein sem heitir rússneskir kossar sem er eins konar marengs: 4 eggjahvítur 250 g sykur 100-150 g gróft saxaðir valhnetu- kjamar eða möndlur. Eggjahvítur og sykur er þeytt mjög vel í 10 mín. yfir vatnsbaði. Kælið og bætið hnetunum út í. Látið með teskeið á smurða plötu og bakið við mjög vægan hita, 125-150°C, í 10-15 mín. Kökumar eiga að vera þurrar viðkomu. Þetta verða um 50 stk. Hráefhiskostnaður á köku er um 2,60 kr. Blúndukökur 2 dl sykur Zi dl síróp Vi dl ijómi 1 '/i dl brætt smjör 2 dl haframjöl Vi tsk. lyftiduft vanilla Öllu hrært vel saman. Látið með teskeið á smurða plötu. Gætið þess að hafa gott bil á milli þvi kökumar renna mikið út. Bakist við 200”C hita í 10-15 mín. Látið kökumar aðeins rjúka áður en þær em teknar mjög varlega af plötunni. Ef vill má sveigja þær yfir sleifarskaft. Einnig er hægt að leggja þær saman tvær og tvær með eftirfarandi kremi: 50 g smjör er hrært með 1 msk. kókó og 1 msk. sykri. Þetta verða um 50 stk., hráefnis- kostnaður er rétt um 50 kr. þannig að hver kaka kostar um 1 kr. Piparmyntutoppar 1 dl sykur 200 g smjörl. 1 dl kartöflumjöl 200 g hveiti Skreyting 100 g dökkt súkkulaði 3-4 dropar piparmyntuolía Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo hveiti og kartöflumjöli út í. Búið til litlar kúlur sem látnar em á smurða plötu. Gerið örlitla gróp í toppinn á kökunum. Bakið þær við 175°C hita í ca 10 mín. Látið kökum- ar kólna á plötunni áður en þær em teknar af. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og látið piparmyntuolíudropana í. Látið súkkulaði í grópina á kökunum. Látið bréf á milli í kökukassann. -A.BJ. Rússnesku kossamir eru sykursætir. Blúndukökumar má hafa á tvo vegu, annaðhvort svona íbognar eða lagð- ar saman með súkkulaðikremi tvær og tvær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.