Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. 15 „Eru nokkrir næturklúbbar hér?“ „í fréttayfirlitinu birtist Páll Magnusson á skerminum þar sem hann mynd- uglega drap á það er helst væri fréttnæmt um heimsbyggðina, hvort sem það voru nú vandræði Bandaríkjamanna í íran eða staða samningamála. En meðal þessara helstu frétta i yfirlitinu var þjóðinni tilkynnt að Guðm. G. Þórarinsson vildi verða ráðherra. Ég varð satt að segja alveg klumsa." Margir þekkja söguna um biskup- inn sem ferðaðist fró Evrópu til New York. Vinir gamla mannsins vöruðu hann mjög við fréttamönnum. Það sem menn segðu við þá væri ævin- lega afflutt og ranghermt og því væri mikillar aðgæslu þörf. Um leið og biskupinn steig út úr flugvélinni þyrptust fréttamenn að og einn þeirra rak hljóðnemann nær því upp í biskupinn og sagði: „Farið þér í næturklúbb hér í borginni?“ Gamli maðurinn hugsaði sig andar- tak um í leit að svari, sem ekki yrði snúið út úr, og svaraði síðan: „Eru nokkrir næturklúbbar hér?“ Daginn eftir var það forsíðufyrir- sögn margra dagblaða að fyrsta spuming biskupsins, þegar hann kom til borgarinnar, hefði verið „Eru nokkrir næturklúbbar hér?“ Og menn geta rétt ímyndað sér hvemig gamla biskupnum varð við. Fréttin var auðvitað rétt en allir sem þekkja tildrög sjá hversu fráleit hún er. En sagan endurtekur sig. Guðm. G. Þórarinsson vill verða ráðherra! Á mánudaginn sat ég á samninga- fimdum um kísilmálmvinnslu með Rio Tinto Zink. Mér vom borin þau boð að mín væri beðið í símanum. Ég hélt auðvitað að eitthvað áríð- andi væri á ferðinni. í símanum var fréttamaður frá Stöð 2 sem vildi fá viðtal við mig um prófkjörið. Ég baðst undan og bar við annríki. Þar kom þó að ég féllst á að tala við Stöð 2 í matarhléinu. Áður en viðtalið hófst skýrði ég fréttamanninum, Ómari Valdimars- syni, frá því að ég hefði þá áhuga á að koma á framfæri einu atriði varð- andi skoðanir mínar á prófkjörum almennt. Ómar tók því vel. Nú, viðtalið var síðan tekið og í lok þess, þegar ég hélt raunar að KjaUaiiim Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur viðtalinu væri nánast lokið, spurði Ómar hvort ég vildi verða ráðherra. Ég svaraði á þá leið að það vildi ég ef þess væri kostur. Enda vilja sjálf- sagt flestir stjómmálamenn fá aðstöðu til að koma málum fram. Ég verð síðan að játa að mér varð æði hverft við er ég sá fréttimar á Stöð 2 um kvöldið. f fréttayfirliti birtist Páll Magnús- son á skerminum þar sem hann mynduglega drap á það er helst væri fréttnæmt um heimsbyggðina, hvort sem það voru nú vandræði Bandaríkjamanna í íran eða staða samningamála. En meðal þessara helstu frétta í yfirlitinu var þjóðinni tilkynnt að Guðm. G. Þórarinsson vildi verða ráðherra. Ég varð satt að segja gjörsamlega klumsa. Þegar að sjálfu viðtalinu kom var búið að klippa burtu allt sem ég hafði óskað að koma á framfæri en aðalmál viðtalsins var orðið að þessi metnaðargjami framagosi vildi verða ráðherra. Að laga sannleikann í hendi sér f reiði minni hringdi ég í Stöð 2 og lýsti því við Ómar þennan að þetta teldi ég skítlega frétta- mennsku. Ef ekki væri birt viðtalið eins og það var í raun mundi ég skrifa grein og gera grein fyrir mín- um sjónarmiðum í þessu máli. Ómar kvaðst mundu líta á fréttina aftur og hafa samband við mig í hádeginu daginn eftir, hvað hann auðvitað ekki gerði. Því rita ég þessa grein. Prófkjör kalla fram ýmsa erfið- leika. Þar er att saman mönnum sem síðan eiga að vinna saman. Frétta- menn eiga sinn þátt í að gera vitleys- una enn meiri og framkalla nánast stundum yfirlýsingar sem verka eins og bensín á bálið. Mér þótti meðhöndlun Stöðvar 2 vitanlega gefa æði ranga mynd af málinu. Fyrst er birt viðtal við Har- ald Ólafsson alþingismann þar sem hann eðlilega sár yfir úrslitumun rekur sín sjónarmið. Síðan kemur klippt viðtal við sig- urvegara prófkjörsins þar sem hans aðalóhugamál er að verða ráðherra. f viðtalinu sagði ég eitthvað ó þá leið að ég teldi prófkjör og úrslit þeirra ekkert hafa að gera með hæfni manna til þess að sitja á löggjafar- þinginu. Þessu tvennu mættu menn ekki rugla saman. Hér væri um ólíka eiginleika að ræða. Ef velja ó úr fimm manna hópi einn til þess að kenna rússnesku við háskóla þá lát- um við þá ekki keppa í hundrað metra hlaupi til þess að skera úr um hæfhi. Fjölmiðlar geta mótað ímynd manna. Almenningur fær allt aðra mynd af manninum en sönn er í raunveruleikanum. Þama lagaði Stöð 2 sannleikann í hendi sér. Hvort um er að ræða afglapahátt eða skipulagt tafl skal ég ekki segja. Hitt er ljóst að meðal fréttamanna eru einstaklingar sem alls ekki valda starfi sínu og sérstaklega þarf að gæta sín á. Guðmundur G. Þórarinsson „Fjölmiðlar geta mótað ímynd manna. Almenningur fær allt aðra mynd af mann- inum en sönn er í raunveruleikanum. Þama lagaði Stöð 2 sannleikann í hendi ser. Trúgjarnir trúleysingjar? Franski stærðfræðisnillingurinn Paseal lét einu sinni svo um mælt, að menn yrðu að kunna að hugsa rökvíslega til að geta breytt siðlega. Guðsmennimir, sem komu saman ó Kirkjuþingi fyrir skömmu, eru greinilega ekki sömu skoðunar. Þar samþykktu þeir að vísa til Kirkjur- áðs tillögu „um áskorun á stjóm- málaflokkana að vinna að auknum jöfnuði í launum og öðrum lífekjör- um og aðvörun vegna hávaxta- stefriu". Var Kirkjuráði falið að kynna þetta mál „réttum aðilum“. Þessi tillaga hefði verið illa ígrunduð og órökvísleg, hvaðan sem hún hefði komið. En þegar hún kemur þaðan, er hún beinlínis ósiðleg. Ég skal hér reyna að rökstyðja þessi hörðu orð. „Aðvörun vegna hávaxta- stefnu“ Lítum fyrst á þá „aðvömn vegna hávaxtastefhu“, sem Kirkjuráði er falið að kynna „réttum aðilum“. Mér er ekki ljóst, hverjir þeir aðilar gætu verið. Vextir em nú frjálsir. Það merkir, að þeir, sem veita lán, og hinir, sem taka þau, semja sín á milli um vexti. Enginn neyðir hins vegar neinn til að taka lón. Menn gera það væntanlega, af því að þeir telja sig þurfa á lánum að halda, en þá verða þeir auðvitað að sætta sig við, að aðrir em ekki tilbúnir til að veita þeim slík lán nema á verði, sem þeir telja sér sjálfir hag í. Peningam- ir vaxa ekki ó tijánum, heldur em þeir lagðir inn í banka og síðan lán- aðir út aftur. Ætlar Kirkjuráð að hafa samband við alla þá, sem veita lán eða taka, til þess að kvarta yfir því verði, sem þeir semja um sín á milli á lánsfé? Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaJlaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor Fyrr á árum vom vextir á lánsfé keyrðir með valdboði niður úr því, sem ella hefði samist um á peninga- markaðnum. Með því var fé í raun og vem fært frá sparifjáreigendum, sem flestir vom launamenn, til lán- taka, sem flestir vom eigendur fyrirtækja. Ég get ekki ímyndað mér, að millifærsla fjár frá launa- fólki til eignamanna stuðli að þeim jöfnuði, sem Kirkjuþing krefet! Á meðan stjómvöld fylgdu lógvaxta- stefriu, borgaði sig miklu betur að eyða en spara. Þá var gamla fólkið, sem unnið hafði í sveita síns andlits og lagt fyrir til elliáranna, til dæmis féflett, en skuldakóngum og að- stöðubröskurum í öllum stjómmála- flokkunum hyglað. Þá var verð á lánsfé lægra en um hefði samist á peningamarkaðnum, svo að skammta þurfti þetta fé. Þó höfðu misvitrir stjómmálamenn og banka- stjórar þess vegna óeðlilegt skömmt- unarvald og biðraðir mynduðust fyrir utan bankana á hverjum morgni. Nú skammta vextir hins vegar lánsfé. Á ríkið að reyna að jafna laun með valdboði? Snúum okkur síðan að óskorun Kirkjuþings (til hverra?) um „auk- inn jöfnuð í launum og öðrum lífskjörum“. Öfundsýki hefur hingað til verið talin löstur fremur en kost- ur, enda em allir skynsamir menn og góðgjamir sammála um, að það sé ekkert markmið í sjálfu sér að jafna lífekjör fólks. Markmið okkar hlýtur að vera að bæta hlut þeirra, sem búa við bágust lífekjör (ef þeir eiga enga sök á því sjálfir, en leting- inn á hins vegar ekki skilið að fó góð laun). Spumingin er, hvemig við getum best nálgast þetta mark- mið. Reynsla síðustu tveggja alda hefur veitt ótvírætt svar. Fátækt fólk kemst í bjargálnir, ef og þegar það fær að njóta atorku sinnar. Sjálfe er höndin hollust. Fólk þarf að hafa frelsi til að uppgötva hæfileika sína, þroska þá og selja á frjálsum mark- aði. En frelsi fylgir ábyrgð, og um leið og fólki ber að njóta verka sinna, verður það líka að gjalda mistaka sinna. Ánnars bitna slík mistök á öðrum, og þeir, sem gera þau, læra þá ekki heldur að forðast þau. Ef ríkið reynir að jafna kjör manna með valdboði, þá vinnur það í raun og vem gegn því markmiði að bæta hlut lítilmagnans. Til þess em tvær ástæður. I fyrsta lagi dregur úr verðmæta- sköpuninni í atvinnulífinu, ef fólki er ekki greitt í samræmi við framlag sitt til hennar, og þá kemur minna í hlut lítilmagnans. Ef einn maður skapar meiri verðmæti en annar (til dæmis vegna þess að hann notar tíma sinn skynsamlegar), þá á hann að hafa hærri laun sem því nemur. Annars laðar óvinningsvonin menn ekki að þeim störfum og starfehátt- um, sem auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. í öðm lagi er hætt við því, þegar ríkið skiptir sér af kjörum manna, að það beiti valdi sínu ekki í þágu þeirra, sem fátækastir em, heldur þeim í hag, sem hafa besta aðstöðu til að hafa áhrif á ríkið. Mér hefur ekki sýnst betur en ýmsir vel skipu- lagðir og fámennir hópar uppskeri yfirleitt miklu meira, þar sem ríkið skiptir gæðum með mönnum, heldur en illa skipulagðir og fjölmenmr hópar þeirra, sem minna mega sín. Að trúa öllu Þeir fulltrúar á Kirkjuþingi, sem samþykktu ályktanimar tvær um „hávaxtastefnu" og jöfnim lífekjara, horfa auðvitað fram hjá öllum rök- um og staðreyndum málsins. Og því er við að bæta, að á sama tíma og útgáfufyrirtæki Kirkjunnar (Skál- holtsútgáfan) er orðið gjaldþrota og Hjálparstofnun kirkjunnar hefur glatað trausti landsmanna, telja þessir heiðursmenn sig þess um- komna að ráðleggja þjóðinni um, hvemig hún eigi að haga fjónnálum! Á sama tíma og þeir segja, að þjóð- kfrkjan (sem kostuð er af opinbem fé) eigi að hefja afekipti af stjóm- málum, leggja þeir til, að rétturinn til að velja sér presta sé tekinn af söfhuðum landsins! Hver er skýringin á hinni nýju og furðulegu stefnumörkun? Ég varpa fram tilgátu. Þessir ríkisstarfsmenn þurfa að réttlæta tilveru sína eins og aðrir. En því er ekki að leyna, að kirkjan gegnir ekki eins mikil- vægu hlutverki við sálgæslu og áður. Trúin á náðarmeðul hennar hefur óneitanlega dofriað með þjóðinni. Sumir kirkjunnar menn em því að leita að nýju hlutverki og finna það í óskýrum og mglingslegum stjóm- málahugmyndum af ætt félags- hyggju. Og með breytni sinni virðast þeir því miður staðfesta spádóm breska rithöfundarins Chestertons. Þegar menn hætta að trúa ó Guð, verður afleiðingin ekki, að þeir trúa engu, heldur að þeir trúa öllu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Ég get ekki ímyndað mér, að millifærsla §ár frá launafólki til eignamanna stuðli að þeim jöfhuði, sem Kirkjuþing krefst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.