Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 24
 24 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. Spumingin Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Elisabet Valdadóttir nemi: Það er náttúrlega jólastemmningin í heild sem gerir jólin ánægjuleg. Svo ekki sé nú minnst á þær dýrindiskræsing- ar sem manni gefst kostur að bragða á. Það er nú líka alltaf spennandi í að fá allar gjafimar en mér finnst f alltaf best að fá bók í jólagjöf og | geta lesið hana í rólegheitunum yfir j jólin. Elín Bragadóttir nuddari: Eðlilega undirbúningurinn fyrir jólahátíðina ! og allt er fylgir því að gera jólin sem ánægjulegust. Mér finnst einnig stemmningin öll er fylgir ávallt jól- unum virkilega skemmtileg. Svo má . ekki gleyma jólasteikinni eða næðinu til að lesa góða bók með konfektkassa sér við hönd. Auðun Gestsson blaðasab: Já, það er alltaf gott að vera í fríi um jólin og slappa af, borða góðan mat, fá gjafir og lesa góðar bækur. Sigurður Almarsson sjómaður: Ja, það er að sjálfsögðu minningin um Krist, trúin og kærleikurinn. Mér finnst allt of mikið umstang og vesen 'í kringum jólin núna og skil ekkert Jí þessu kaupmennskuæði er virðist ígrípa alla. Mér finnst að jólin eigi jað vera einfaldari í sniðum eins og *þau voru héma áður fyrr. Knútur Óskarsson nemi: Það er nátt- ! úrlega algjört æði að fá frí i skólan- um og ljúka þessum prófum af, fyrr kemst maður ekki í hátíðarskap. Það er alltaf sérstök og skemmtileg stemmning er fylgir jólunum og öll- um undirbúningi fyrir þau. Einnig er alltaf gaman að fá einhverja góða bók í jólagjöf svo maður geti lesið hana í jólafríinu. Lilja Magnúsdóttir húsmóðir: Það er nú alltaf skemmtileg og notaleg stemmning í kringum jólin og ég er rétt að byija að undirbúa þau. Mað- ur er í fríi úr vinnunni og öll fjöl- skyldan er saman komin til að halda jólin hátíðleg. Lesendur DV Foiysta ísraels hvyðjuverkamenn Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Það hefur mikið verið rætt um skemmdarverkin sem unnin voru á eignum Hvals h/f fyrir nokkru. Eðli- lega eru menn bálreiðir og finnst öllum þetta alveg fráleit leið til þess að beijast fyrir annars góðum mál- stað. Vissulega er það góður mál- staður að vilja fara með mikilli gát við hvalveiðar og helst þyrfti að stöðva þær alveg, að minnsta kosti um tíma. Stöðugt eru fleiri að gera sér þetta ljóst en hvort þeir verða nógu margir og það nógu fljótt til þess að hafa afgerandi áhrif í þessu máli mun sagan væntanlega leiða í ljós. Eins og vera ber voru ráðamenn mikið í sviðsljósi vegna þessa máls, með forsætisráðherrann í broddi fylkingar. í sjónvarpsviðtali sagði hann meðal annars að þessar að- gerðir Watsonmanna væru ekkert annað en „hryðjuverk". Ekki fer hjá þvi að maður hugleiði ýmislegt í sambandi við svona ummæli. Þessi herramaður hefur gert víðreist sein- ustu árin og meðal þjóða er hann hefur sótt heim eru ísraelsmenn. Þar dvaldi hann í góðu yfirlæti og gum- aði mjög af, einnig hefur hann ítrekað stuðning við ísrael á al- þjóðavettvangi. Trúlega hefur ís- lenski forsætisráðherrann oft lyft glasi og skálað við helstu forystu- menn þarlendra. Alræmda hryðju- verkamenn, eins og til dæmis Shamir Sharon og Peres, svo ég nefhi aðeins nokkra af þeim mönnum sem mesta sök eiga á óendanlegum hörmungum Palestínumanna. Það er ekki langt síðan maður heyrði í útvarpsfréttun- „Þjóðir heimsins yppta öxlum og líta framhjá þeim hörmungum sem Israelsmenn valda palestinskum flóttamönn- um.“ um sagt frá fjórtándu loftárás ísraela á Palestínuflóttamannabúðimar í Líbanon á þessu ári. En þar búa flestir flóttamennimir, eins og öllum er kunnugt, og við svo hörmulegar aðstæður að skepnum í okkar landi yrði aldrei boðið upp á slíkt. ísraels- menn hafa i foiystu blóðhunda eins og Shamir, sem er með líf tugþús- unda Palestínumanna á samvis- kunni, einnig líf fjölmargra breska her- og lögreglumanna frá þeim tíma er Bretar fóm með stjómun þessara landsvæða. Enda var t.d. títt nefndur Shamir þá þegar eftirlýstur sem mjög hættulegu hiyðjuverkamaður. Þjóðir heimsins yppta öxlum og líta undan, hvað kemur þeim þetta við? íslenski forsætisráðherrann, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, unir sér vel í þessari líka sorglegu mynd, en hann má vart tárum halda vegna skemmdarverkanna í Hvalstöðinni, sem þrátt fyrir allt em ekki yfir- þyrmandi, en alla þessa hluti má endumýja eða bæta sem betur fer. Hrafn er ekki sá eini Hildur Hermóðsdóttir beðin afsökunar Símanum lokað vegna mistaka Hildur Hermóósdóttir skrifar: í miðbæ. Manni getur nú sámað þiö emð andlit stofnunarinnar og I grandaleysi lyfti ég símtóli minu eða þannig og því spurði ég í granda þegar viðskipUvinur. wm hefur að kvöldi þess 25. nóvember síðast- leysi hvað væn gert i svona málum. greitt alla sína reikninga fyrir löngu. liðinn og hugðist hringja áríðandi hvort væri ekki að minnsta kosti leitar leiðréttingará lokunaraðgenV simtal. Var ég reyndar búin að bíða beðist afeökunar. Eldri kona, aem um sem hafa verið framkvæmdar allan seinni hluU dagsins eftir sim þama virtist ráða ríkjum, svaraði vegna misUka af hálfu stofnunar tolum beeði erlendis frá og uUn af með nokkru þjósti: „Nú, er ekki innar þá er kurteisi lágmarkskrafa. landi en án árangurs. En viti menn. stúlkan að afgreiða þig?“ Ég svaraði enginn sónn. Ekki vissi ég annað en því til að hún værí búin að því en Eg veit að fleiri hafa svipaða sögu allir símreikningar væru löngu ég hefði ckki enn verið svo mikið að segja mér, því get ég ekki orða greiddir. Búið var að loka afgreiðslu sem beðm velvirðingar á óþægind- bundist Hvemig er það annars þeg- Póstó og síma og varð ég að biða unum. „Við getum ekkert gert að ar lokað er sima. er ekki kannað næsU dags Ul að kanna málið. Fór þcssu. þetU eru bara mistök," voru nákvamlega hvar á loka og hvar ég að morgni 26. nóvember á inn- viðbrögðin sem ég fékk auk mikillar ekki? Athugið það. kæru sUrfcmenn, heimtuna og fékk þar góða af- vandlætingar þeirTar eldri. Það átti þelU er dálitið hörð aðgerð sem greiðslu ungrar stúlku sem upplýsti sko i eitt skipti fyrir öll að kenna framkvæmd er án viðvórunar. Að mig loks um það að bara vegna mis- mér að halda kjafti. lokum. Póstur og sími. vænti ég þess taka hefði símanum bara verið að Cá greitt sem svarar lokunargjaldi lokað. Ég var búin að lenda í miklum AuðviUð veit ég ofur vel að þið þvi sem mér hæri að greiða ef lokað óþægindum vegna þessa og eyða lokuðuðekki simanum. stúlkur min- hefði verið vegna vanskila. Mér tima og bensíni til að komast niður ar En þið ættuð að hafa í huga að þætti huggulegt að fá fjárhæöina Mjöfl bagalegt þegar simanum er lokaA og lágmark að simnoUndl sé beðinn atsökunar þegar þaö er gert vegna mtstaka af simans hálfu. senda með fallegu jólakorti og hlý- legri kveðju. Svar deUdarstjóra Innheimtu Sím- stöðvarinnar í Reykjavík við bréfi Hildar Hermóðsdóttur í DV miðviku- daginn 3. des. 1986. Þann 25. nóvember síðastliðinn varð Hildur Hermóðsdóttir fyrir þeim óþægindum að vegna mannlegra mis- taka var síma hennar lokað í stað annars númers. Samkvæmt upplýsing- um starfefólks Innheimtunnar kom Hildur í afgreiðslu Innheimtunnar daginn eftir og kvartaði undan lokun á síma sínum. Hin unga afgreiðslu- stúlka, sem um getur í bréfi Hildar, sá þegar að númer hennar var hvorki á skuldaskrá né heldur á lokunarlista Innheimtunnar. Önnur reyndari af- greiðslustúlka, sem Hildur minnist einnig á í bréfinu, heyrði samtal þeirra og hringdi strax í viðkomandi aðila innan stofnunarinnar og fékk þar staðfest að röngu númeri hefði verið lokað og lét hún þá opna númer Hild- ar án tafar. Bað afgreiðslustúlkan imga, sem í raun var enn að afgreiða Hildi, hana afeökunar á þeim óþæg- indum sem hún hefði orðið fyrir vegna þessara mistaka en svo virðist sem Hildur hafi ekki veitt því eftirtekt. Hildur kvartar yfir þeirri afgreiðslu sem hún fékk hér. Kemur mér það á óvart en hafi fólk undan afgreiðslu starfefólksins að kvarta kann ég því betur að við mig sé talað heldur en að ég þurfi að lesa um það í blöðunum. í þessu tilfelli hefði ég óskað eftir því að Hildur hefði snúið sér beint til mín með umkvörtun sína og hefði ég þá reynt að útskýra málið betur fyrir henni og að sjálfeögðu beðið hennar afeökunar á þessum leiðu mistökum, sem ég og gerði símleiðis strax eftir lestur greinar hennar. Einnig hefði ég talið eðlileg vinnu- brögð að hálfu DV að hafa samband við undirritaða áður en bréfið var birt og kanna málið frá okkar hlið. Mistök sem þessi eiga að sjálfeögðu ekki að koma fyrir en hver er sá mað- ur sem ekki gerir mistök hversu vel sem hann vill vanda starf sitt. Við starfefólk Innheimtunnar gerum okk- ur fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem störfum okkar fylgir, reynum að vinna þau að kostgæfhi og undirbúum lok- anir á símum vegna skulda eins samviskusamlega og kostur er. Ekki er símanum lokað án viðvör- unar því að á hveijum símreikningi er þess getið að eindagi reiknings er 10. dagur hvers mánaðar og að búast megi við lokun eftir þann tíma hafi reikningurinn ekki verið greiddur. Auk þess eru birtar tilkynningar í Ríkisútvarpinu 9. og 10. dag hvers mánaðar þar sem símnotendur eru minntir á að greiða gjaldfallnar síma- skuldir. Að endingu vil ég fyrir hönd starfe- fólks Innheimtu Símstöðvarinnar í Reykjavík biðja Hildi Hermóðsdóttur afeökunar á þeim óþægindum sem hún varð fyrir og vona að við eigum góð samskipti við hana eftirleiðis, sem og aðra símnotendur. Virðingarfyllst, Kristjana H. Guðmundsdóttir, deildarstjóri Innheimtu Símstöðvarinnar í Reykjavík. Áhugamaður um bókmenntir skrifar: Besta sjónvarpsefhi, sem ég hef séð í langan tíma, var viðtalið sem tekið var við Guðberg Bergsson. Það er allt of fátítt að sannir andans menn fái inni í sjónvarpinu og þetta var mjög hressandi tilbreyting. Ég tel ríka ástæðu til þess að endur- sýna fleira en snilldarverkin hans Hrafns Gunnlaugssonar og mælist til þess að sjónvarpið endursýni hið bráð- asta viðtalið við Guðberg. Það er löngu orðið tímabært að þjóðin kynn- ist þessum stórbrotna rithöfundi og losi sig við þá ljótu fordóma sem löng- um hafa loðað við nafn hans. Fordóm- ar eru einkenni vanþroska sem fullorðið fólk ætti að vera löngu vaxið upp úr. Þá vil ég beina þeirri spumingu til þess bókaútgefanda sem málið kemur við hvort ekki sé kominn tími til að gefa út á ný þá eftirsóttu og ófáanlegu bók Tómas Jónsson - metsölubók og gera hana að alvörumetsölubók? „Ég mælist tll þess að sjónvarpið endursýni hið bráðasta viðtalið viö Guðberg, það er allt of sjaldan sem sannir andans menn fá inni hjá sjón- varpinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.