Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. Merming Niðuriæging tyrkneskra verka- manna í V-Þýskalandi afhjúpuð NIÐURLÆGINGIN Hötundur Gunter Wallrafl. Þýðandi: Gunnar Kristjánsson. Útgefandi: Tákn sf. 220 bls. Iðnríki hafa oft á tíðum þörf fyrir mun meira vinnuafl en til er í landinu. Meðal annars vegna þess- að um leið og lífekjörin batna fækk- ar þeim sem fást til þess að vinna erfiðustu, óþrifalegustu og verst launuðu störfin. Lausn á slíkum vinnuaflsskorti hefur gjaman verið í því fólgin að flytja útlent vinnuafl inn í landið. Vestræn iðnríki hafa mörg hver náð í slíkt fólk í suðlægari og fátækari löndum svo sem Tyrklandi og Júgó- slavíu. Bók þýska blaðamannsins Gunter Wallraff íjallar um þau kjör sem innfluttu vinnuafli er boðið upp á í vestrænu iðnríki - nánar til tek- ið tyrkneskum verkamönnum í Vestur-Þýskalandi. Neðanjarðarhagkerfi Svo sem frægt er orðið fór Wallr- aff óheíðbundna leið til þess að kynnast þeirri meðferð sem tyrkne- skir verkamenn mega þola í Vestur- Þýskalandi. Hann dulbjó sig sem einn þeirra og þoldi með þeim súrt og sætt á ýmsum vinnustöðum. Frá- sögn hans er þannig byggð á eigin reynslu, sem hann lýsir ítarlega, spjalli við vinnufélaga og samtölum við yfirmenn, auk þess sem hann vitnar stundum í ritaðar heimildir. Langveigamesti kafli bókarinnar segir frá ýmsum þeim sóðalegu og hættulegu störfum sem Waflraff, undir nafhinu Ali Sinirlioglu, vann fyrir vinnuaflsmiðlara eða verktaka sem hann nefhir Adler. Slíkir verktakar starfa að mestu fyrir utan lög og rétt. Þeir taka að sér ýmis erfið verkefni fyrir iðnfyrir- tæki eða byggingarverktaka og láta síðan Tyrki vinna verkið fyrir brot af tímakaupi þýskra verkamanna. Mismuninum stingur verktakinn í eigin vasa. Dæmi eru í bókinni um að þegar stóriðjuver borgi slíkum verktaka 35-80 mörk á tímann fyrir manninn (tímakaupið er misjafnlega hátt eftir tegund vinnu, áhættu, óhreinindum o.s.frv.) fái tyrknesku verkamennimir, sem vinna verkið, aðeins 5-10 mörk á tímann í sinn hlut. Verktakinn lætur Tyrkina auk þess vinna verkið án nokkurs tillits til lagaákvæða um öryggi á vinnu- stað eða vamir gegn heilsuspillandi eiturefhum. Þeir em einfaldlega réttlausir. Wallraff kynntist þannig af eigin raun neðanjarðarhagkerfi í sinni ljótustu mynd er hann dulbjó sig sem tyrkneski verkamaðurinn Ali. „Hver andardráttur er kvöl“ Eitt dæmigert verkefni, sem Ali og Tyrkimir þurftu að inna af hendi, var að hreinsa þykkt ryklag úr koks- kvöm iðjuvers. Það gefur góða hugmynd um vinnuaðstæðumar: „Við förum marga stigapalla niður á við, ljósið verður alltaf daufara, dimman og rykið eykst. Við höldum, að rykið sé nú þegar svo mikið, að maður haldi þetta varla út, en þá fyrst tekur steininn úr. Við fáum þrýstiloftsblásara í hendur og með honum á að hreinsa fingurþykkt ryklagið, sem sest hefur á vélar og rifur. Það skiptir engum togum, að þvílíkt rykský myndast, að maður Bókmenntir Elías Snæland Jónsson sér ekki lengur handaskil. Maður andar ekki lengur að sér'ryki heldur borðar það, kyngir þvi. Það er eins og það ætli að kæfa mann. Hver andardráttur er kvöl. Maður reynir að halda niðri í sér andanum, en það er engin undankomuleið, vegna þess að maður verður að vinna verkið. Verkstjórinn stendur á stigapallin- um, eins og varðmaður yfir föngum í nauðungarvinnu - þar nær hann dálitlu fersku lofti. Hann segir: „Áfram! Þá ljúkið þið þessu á tveim, þrem tímum og megið fá ykkur ferskt loft.“ Þrír tímar; á þeim tíma dregur maður andann þrjú þúsund sinnum, það merkir, að maður fyllir lungun af koksryki, maður verður ringlað- ur. Þegar ég minnist á rykgrímu, útskýrir Mehmet fyrir mér: „Við fáum engar af því að þá gengur verk- ið ekki eins hratt, sjeffinn segir, hafa ekki peninga." Jafhvel verkamenn, sem hafa unnið við þetta lengi, sýna hræðslumerki." (Bls. 81-82). Wallraff rekur fjölmörg önnur hroðaleg dæmi, meðal annars um vinnu í hættulegu eiturlofti þar sem enginn vemdarútbúnaður er til staðar. Þegar mælar sýna að gasið sé hættulega mikið er þeim, Tyrkj- unum, bara sagt að mælitækið sé ónýtt. „Gamlir“ á unga aldri Tyrknesku verkamennfrnir eru í vítahring lágra launa og langs vinnutíma. Með þeim býr sífellt ótt- inn við að fá enga atvinnu eða að vera vísað úr landi. Þeir vinna á launum sem em langt undir um- sömdum töxtum verkalýðsfélaga vegna þess að annars fengju þeir hreinlega ekki vinnu. Oft þurfa ungir menn að vinna 300-350 tíma á mánuði, erfiðisvinnu. Enda verða þeir „gamlir" þegar á unga aldri. Wallraff nefhir dæmi af einum vinnufélaga sínum sem hann kallar F: „Til eru vinnufélagar, sem vinna mánuðum saman án þess að eiga einn einasta fridag. Þeir eru haldnir eins og vinnudýr. Þeir eiga ekkert einkalíf....F. er ungur verkamaður, sem vinnur næstum því hvem laug- ardag og sunnudag, tvær vaktir í röð. Hann lætur allt yfir sig ganga, kvartar aldrei. Hann skríður inn í skítugustu holumar án þess að segja orð, skrapar burt vot, illþefjandi og heit fitulögin, „kvefið" í vélunum, og verður sjálfur af þeim sökum all- ur útataður í slepjulegri fitunni. Hann er alltaf utan við sig, tekinn í andliti, hann talar sjaldnast í sam- hengi. Hann er elstur tólf systkina, fjögur em farin að heiman. Hann býr ásamt sjö systkinum sínum hjá foreldrum sínum í 100 fermetra íbúð. Hann er alltaf svangur; þegar ein- hver borðar ekki nestið sitt þá er F. kominn til hjálpar. Hann borgar allt mánaðarkaupið sitt nema svona 100 mörk heim til þess að fjölskyldan nái endum saman...Hann segir mér að lengst hafi hann unnið í 40 tíma með fimm til sex tíma hvíld. Fyrir nokkrum vikum vann hann 24 tíma án hvíldar." (Bls. 88-89). Fyrirlitning og fjandskapur Tyrknesku verkamennimir í V- Þýskalandi mæta oft á tíðum fáu öðru en fyrirlitningu af hálfu þýskra CUNNARS SON :ÐNING ÞEIRRA Spakmælabókin Fræg og fleyg orð í gamni og alvöru. TorfíJónsson safnaði, setti saman og þýddi. „Góð bók er eins og aldingarður sem maður er með í vasanum," segja Arabar. Þessi bók er ómissandi öllum þeim sem þurfa að nota fleygorð með stuttum fyrirvara í ræðu og riti því hér er að finna margt það snjallasta sem sagt hefur verið og ritað. Bók til fróðleiks og skemmtunar. Draumar og ráðning þeirra eftir Qeir Ounnarsson íslensk bók byggð á reynsiu kynslóðanna Þetta er bók sem veitir svör við ótal spurningum. Frá fyrstu tíð hefur fólk til sjávar og sveita gert sér Ijóst að draumar eru táknrænir og geta jafnvel á stundum verið dýpri og sannari en sjálf vökuskynjunin. Þeir eru vitranir, fyrirboðar og spásagnir um óorðna atburði. Þessi bók hjálpar þér við að ráða í táknmál draumanna. Horfnir heimar Leyndardómar sögunnar i nýju Ijósi eftir Ólaf tlalldórsson Höfundur býður upp á spennandi könnunar- ferð um baksali sögunnar og fjallar um það sem hefðbundin sagnfræði veigrar sér við. Bókin skiptist í allmarga þætti og fjaliar um fjölmörg svið, allt frá uppruna íslendinga til áhrifa framliðinna á fornleifafundi. Magnað lesefni þar sem margt kemur á óvart. Indíánar í Mið-Ameríku tllbáðu guðinn Quetzalcoatl sem var hvítur og skeggjað- ur. Var þetta Björn Breiðvíkingakappi? BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðwnúla 11, sími 84866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.