Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. 29 •Amór Guðjohnsen hefur verið óstöðvandi með Anderlecht að undanförnu. r i i i ■ i Hudgson til ísafjarðar? Miklar líkur benda til þess að Skotinn Billy Hudgson muni þjálfa 2. deildar lið Ísaíjarðar í knatt- spyrnu næstkómandi keppnistima- bil. Billy Hudgson er alls ekki óþekktur hér á landi. Hann þjálf- aði FH og síðan KS í þrjú ár og kom Siglfirðingum reyndar upp í 2. deild. I sumar þjálfaði hann 1. deildar lið i Kenýa en hefúr nú mjög mikinn áhuga á að koma hingað til lands og þjálfa. -RR "I I I I i J Amór markahæstur hjá Anderlecht - átti stórieik og skoraði gegn CS Brugge Amór Guðjohnsen átti enn einn stórleikinn með Anderlecht um helg- ina. Hann skoraði annað mark Anderlecht og lagði hitt upp en um helgina vann liðið Cercle Brugge, 2-0, á heimavelli. Amór er nú markahæsti maður liðs síns og það þó hann spili á miðjunni hjá liðinu. Hann heíúr skorað 8 mörk i deildinni og nokkur mörk í Evrópukeppninni og bikar- keppninni auk marksins gegn Rússum - já, Amór er svo sannarlega í formi þessa dagana. Um næstu helgi mætir Anderlecht Guðmundi Torfasyni og félögum hjá Beveren en liðið sigraði FC Liege, 1-0, og er nú í íjórða sæti. Club Bmgge sigraði Standard, 1-0, og er í öðm sæti í deildinni ásamt Loker- en með 21 stig. Fresta varð leik Waterchei í annarri deild vegna þoku en þegar leikurinn var flautaður af var staðan 1-0 fyrir Waterchei. -SMJ Shilton í fangelsið Ste&n Amaissan, DV, Engiandi; Landsliðsmarkvörðurinn Peter Shilton varð að gista fangageymslur lögreglunnar í síðustu viku. Konan hans hringdi þá á lögregluna af því að hann hafði verið að berja hana. Lögreglan mætti á staðinn og sá þann kost vænstan að setja kappann inn en hann var mjög drukkinn þegar þetta átti sér stað. Shilton hefur, að sögn kunnugra, hallað sér æ meira að flös- kunni að undanfomu og er hann orðinn frægur á börunum í Southamp- ton. Hann þykir dagfarsprúður maður en verður hins vegar mjög árásargjam þegar hann hefur fengið sér neðan í því. Ástæður þessarar drykkju Shilt- ons að undanfömu em taldar þær að hann eigi erfitt með að sætta sig við að aldurinn sé að færast yfir hann. Hann er nú orðinn 38 ára og á ekki langt eftir í knattspymunni. -SMJ Hörkuleikur á Old Trafford Hraði, spenna og mörk! - þegar Man. Utd. og Tottenham gerðu jafntefli, 3-3 Slefin Amaissan, DV, Enqtanrii: Leikur Manchester United og Tottenham í gær var í einu orði sagt frábær. Hraði, sperma og mörk vom einkenni leiksins og jafhtefli líklega réttlát úrslit þegar upp var staðið. Það var álit flestra í Englandi að þetta hefði verið einn besti leikur vetrarins. Leikurinn byrjaði vel því þegar á fyrstu mínútu átti Clive Allen skot í stöng. Tottenham byrjaði betur og því kom það eins og þruma úr heiðskím lofti þegar Whiteside skoraði á 11. minútu. Davenport kom United í 2-0 á 35. mínútu. í seinni hálfleik fór Ardiles út af og Danny Thomas kom inn á fyrir hann. Við það breyttist leikur Tottenham og á 57. mínútu skoraði Mabbutt glæsi- legt skallamark eftir homspymu. Tveim mínútum síðar þrumaði Kevin Moran boltanum í eigið mark í ör- væntingarfullri tilraun til að bjarga á línu. 17. mínútum fyrir leikslok skor- aði Clive Allen sitt 22 mark á tímabil- inu og hljóp þá mikil örvænting í leik United. Þrem mínútum fyrir leikslok er Bryan Robson skellt í vítateig Tott- enham og Davenport skoraði úr vítinu en litlu mátti þó muna að Clemence tækist að verja. -SMJ Peter Davinport tryggði man. Utd. jafntefli. Zurbriggen dæmdur úr keppni „Ég gerði mér grein fyrir því of seint að ég hafði misst af hliði. Ég var ekki alveg ömggur um það á meðan ég renndi mér niður en þeg- ar ég kom í gegnum markið gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði klúðrað þessari keppni," sagði svissneski skíðakappinn Pirmin Zurbriggen eftir keppni í risastórs- vigi á laugardaginn. Hann var dæmdur úr keppni eftir á þegar kom í ljós að hann hafði sleppt einu hliði en hann hafði náð lang- bcstum tíma í brautinni. Það hefði verið kórónan á stórkostlegri helgi hjá Zurbriggen ef hann hefði sigr- að í risastórsviginu því á föstudag- inn sigraði hann í bruni. V-Þjóðveijanum Markus Wasmei- er var dæmdur sigur í risastórsvig- inu en hann sigraði einmitt í stigakeppninni í því í fyrra. Þrátt fyrir þetta er Zurbriggen efstur í stigakeppni heimsbikar- keppninnar með 75 stig. Wasmeier stökk úr fimmta sæti í annað og er með 62 stig. Heimsmeistarinn Marc Girardelíi er í áttunda sæti en nú eru líkumar á því að hann verji titil sinn orðnar litlar því allt útlit er fyrir að hann þurfi að fara í uppskurð út af meiðslum sínum. -SMJ Bayer Uerdingen i landsliðsþjálfarann Köppel Horst Köppel, aðstoðarmaður Franz Beckenbauer hjá v-þýska landsliðinu, hefur nú verið ráðinn sem þjálfari hjá Bayer Uerdingen. Samningur Köppel, sem tekur gildi á næsta ári, gildir til tveggja ára. Ekki er enn ljóst hver verður eftirmaður Köppels hjá lands- liðinu. -SMJ Framarar auðveld bráð Njarðvikingar unnu auðveldan sig- ur gegn Fram sem enn hafa ekki hlotið stig til þessa i úrvalsdeildinni í körfu- knattleik með 103 stigum gegn 85 en leikur liðanna fór fram í Iþróttahúsi Hagaskólans í gær. Leikurinn var í öruggum höndum Njarðvíkinga allan leikinn en athygli vekur hátt stigaskor í leiknum en lítið hefúr verið skorað í leikjum deildar- innar til þessa í vetur. -JKS Fleiri á leiki í V-Þýskalandi Afli Hflmarsscn, DV, V-Þýskalandi: Nú þegar tímabilið er hálfriað í V-Þýskalandi hafa 3.415.000 áhorfend- ur mætt á leiki í deildinni og er það 4.000 áhorfendum fleiri á hvem leik en í fyrra. Flestir áhorfendur hafa mætt hjá Bayem Múnchen, 41.150 að meðaltali. 476 mörk hafa verið skomð til þessa þar af sjö sjálfsmörk. 10 leik- menn hafa fengið rauða spjaldið. 51 vitaspyma hefur verið dæmd en ekki hefúr verið skorað úr 9 þeirra. -SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.