Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 52
52 MÁNUDAGUE 8. DESEMBER 1986. IAUSARS1ÖÐURHJÁ REYKJAVIKURBORG Fólk með uppeldismenntun, þó ekki skilyrði, óskast til starfa á skóladagheimili Breiðagerðisskóla. Bæði heils- og hálfsdagsvinna kemur til greina. Einn- ig vantar fólk til starfa í forföllum. Upplýsingar í síma 84558 frá klukkan 8-17 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. / Hi * óskast í eftirtalin tæki o.fl. sem verða til sýnis næstu daga í áhaldahúsi Hafnamálastofnunar í Fossvogi og víðar. Beltabor, Atlas Copco Roc 601, 3 stk. steypuhrærivélar (eins til tveggja poka), 5 stk. loftpressur, 250-350 cuft., fleygar og skotholuborar. Til sýnis á vinnusvæði Hafnamálastofnunar í Sand- gerði: Grindarbómukrani, MANITOWOC, 60 tonna. Til sýnis í Kringlunni, Reykjavík: 2. stk. íbúðarskálar, TELESCOPE, 50 m2. Allar nánari upplýsingar veitir Gústaf Jónsson, for- stöðumaður áhaldahúss Hafnamálastofnunar, Foss- vogi. Tilboðseyðublöð liggja þar frammi svo og á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 11. des. nk. kl. 11.00 f.h. í skrifstofu vorri, Borgartúni 7, að viðstödd- um bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna þeim tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUIt RiKISINS BORGARTÚNt 7 StMI 26644 POSTHOLF 1441 TELEX2006 2001 skáktölvan er glæsileg jólagjöf! Með stórmeistara i stofunni! 2001 skáktölvan er einstök í sinni röð, sannkaliaður stór- meistari skáktölvanna. • Hún býr yfir 12 styrkleikastigum. • Hún er eldfljót að hugsa. • Hún er 100%sjálfskynjandi (enginn þTýsting- ur á reiti þegar leikið er). Hún er skýr og skemmtilegur heimilisvinur sem öll fjölskyld- an á eftir að hafa gaman af. • Verðkr. 16.935,- ' • Útsölustaðir í Reykjavík: Rafbúð Sambands- ins, Bókabúð Braga, Skákhúsið og Hjá Magna. • Söluaðilar úti á landi óskast. Marco hf., Langholtsvegi 111. Símar 687970/71. Menning A slóðum trölla og galdramanna Guðrún Guðvaröardóttir. Kögur og Hom og Heljarvik. Útgáfufélag Þjóðviljans 1986. Guðrún Guðvarðardóttir er höf- undur bókar þeirrar, sem hér verða gerð lítilsháttar skil. Hún er einn mesti gönguhrólfur hérlendis. í formála bókarinnar kemst Kjartan Ólafsson, fyrrv. ritstjóri og alþm., svo að orði, að sér sé til efs, að nokkur sá finnist, sem víðar hafi farið gang- andi um vogskorinn Vestfjarða- kjálkann. Bókin hefur að geyma ferðaminn- ingar frá skipulögðum ferðum hennar um Vestfirði, sem hófust 1960. Fyrsta ferðin, sem greint er frá, er gönguferð frá Þingeyri við Dýrafjörð fyrir Sléttanes og til Hrafnseyrar. Þetta er eina svæðið, sem lýst er og ég þekki eitthvað til af eigin raun. Því treysti ég mér til að segja, að hér er um að ræða fróðlega leiðarlýs- ingu og í senn vel skrifaða og skemmtilega. Inn í hana er ofið frá- sögnum af fólki, lífs og liðnu, lífs- háttum og atvinnuháttum og svo þjóðsögum. Þarna koma við sögu bæði Guðmundur Hagalín og Gísli Súrsson að ógleymdri Gunnhildi Sumarliðadóttur, sem „gerðist einn merkasti og langlífasti kvendraugur, sem uppi hefur verið hér á landi", að því er Guðrún segir. Göngur um friölönd í þessum ferðum, sem hér segir frá og voru farnar um 1970, voru oftast með henni tvær vinkonur hennar, en stundum voru fleiri á ferð. Þetta hafa verið menningarleg ferðalög á allan máta og frásögnin af þeim ferðamönnum fyrirmynd, hvað snertir viðhorf til landsins og nátt- úru þess. Guðrún segir í bókinni frá ferð um norðanverðar Strandir, frá Bjarnar- firði syðri í Ófeigsfjörð. Þar eru líflegar frásagnir af skemmtilegu og gestrisnu fólki, sem bjó á þessum slóðum um 1970, og er margháttuð- um fróðleik þarna haldið til haga, bæði frá fyrri öldum og síðari ára- tugum. Ég held að vísu að sú staðhæfing sem þarna er sett fram sé ekki rétt, að nafnið Reykjarfjörð- ur á verzlunarstaðnum á þessu svæði hafi ekki þekkzt fyrr en 1820. Hafi þá verið tekið upp í stað þess að nota gamla nafiiið Kúvíkur, sem hafi þótt minna á fjósalykt! í ferða- bók Eggerts og Bjarna frá því á seinni hluta 18. aldar er aldrei notað annað heiti á verzlunarstaðnum en Reykjarfjörður og sjálfsagt er það miklu eldra. Meginefni bókarinnar er um það svæði, sem nú er nefnt friðland á Hornströndum, en það tekur yfir hinar eiginlegu Hornstrandir, Aðal- vík og Jökulfirði. Þetta svæði var friðlýst árið 1975 samkvæmt nátt- úruverndarlögum, en núgildandi reglur um það eru frá 1985. Á þessu svæði þykir grimmdar- stórleikur landskaparins einna mestur hér á landi, og hefur orðið ýmsum frásagnarefni og þá ekki síð- ur hin harða lífsbarátta, sem háð hefur verið þar við náttúruöflin, sem eru þar óblíðari en víðast annars staðar. Árið 1973 er Guðrún á ferð um Grunnavíkurhrepp ásamt fleiri gönguhrólfum. Komið er að eyði- jörð, Kvíum, þar er snjóskafl í túninu 20. júlí og í bæjargilinu er snjór nið- ur undir sjó. Fomlegir í háttum Á fyrri tíð áttu ýmsir leið í fugla- bjargið mikla, Hornbjarg og reka- viðurinn var eftirsóttur. I Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns skömmu eftir 1700 segir frá. þvi, að umferðin um Skorarheiði sé talin til ókosta í Furufirði, og þar sé „óbærilegur troðningur og kostn- aður af gestakvæmd þeirra, er úr Jökulfjörðum koma þangað með hesta eftir viði sumar og vetur og verða þar að dvelja, meðan trén eru að byggð lagðist niður þar vestra, a.m.k. í Sléttuhreppi, en á seinni árum hafa ferðamenn sótt í vaxandi mæh í þetta merkilega svæði, og hefur það því vaknað til lífsins að Guðrún Guðvarðardóttir. Bókmenntir Páll Líndat lögð á hestana". Hvað sem þessu líður virðist ljóst, að þama hafi víðast verið mikil ein- angrun og skelfileg fátækt. En til uppbótar í fábreytni hins daglega lífs var þarna í sveitum eitt- hvað af tröllum, huldufólki og afturgöngum auk þess sem þama voru liðtækir galdramenn. Annars voru menn þarna taldir fornlegir í háttum og hefur Þorvaldur Thor- oddsen sérstaklega orð á því í ferðabók sinni, en hann var þarna á ferð fyrir réttum 100 árum. Heimilis- líf hefur sums staðar verið með nokkuð sérstæðum hætti. Guðrún greinir frá Stíg bónda, sem bjó á Horni um svipað leyti, dugmiklum merkismanni. Hann bjó lengi opin- berlega með tveim konum, eigin- konu sinni og ungri vinnukonu. Svo kom, að kristileg yfirvöld töldu sér skylt að uppræta ósómann og koma vinnukonunni burt. Ekki segir frá viðbrögðum Stígs bónda, en eigin- konan snerist öndverð gegn þessum slettirekuskap, kvað enga mann- eskju Homsheimilinu þarfari en vinnukonuna. Bendir Guðrún á, að húsfreyja hafi ekki aðeins verið væn kona, heldur og vel viti borin. Alltaf logn og sólskin Það var fyrir um það bil 40 árum, nýju, þótt með öðrum hætti sé en áður var. Gróðri hefur farið mjög fram. Guðrún segir frá því, að þegar leiðin lá um Stakkadal, skammt frá Hesteyri árið 1971, hafi túnið verið svo kafið í gróðri að illgengt hafi verið og líkast því að vaða nýfallinn snjó. Þessi bók greinir ekki frá svaðil- förum eða lífehættulegum uppákom- um, enda hér um að ræða ferðalanga sem kunna fótum sínum forráð. Hjá slíkum gerist slíkt heldur sjaldan. Þótt það komi fram í texta, að veðr- ið hafi oft verið rysjótt, er það samt svo, að þegar maður leggur bókina frá sér að lestrarlokum, finnst manni, að alltaf hafi verið logn og sólskin á þessum gönguferðum. Fyrir þá, sem leggja i ferðir um sögusviðið, er hér um að ræða tölu- vert nytsamlegt og um leið skemmti- legt veganesti. En bókin er líka ágæt lesning þeim, sem kjósa, eins og Jón- as Hallgrímsson komst að orði: „að sitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast." í bókinni kemur fram það, sem flestir þekkja, hvílík hressing það er göngumóðu fólki að komast í heitt kaffi. Þar er nefnilega sagt næstum 30 sinnum frá kaffidrykkju. r«ri»l ¦;.*'( tuOhlrCl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.