Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1986, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1986. 61 Sviðsljós Bjartmar Guðlaugsson söng um „kallakók" og „kótilettukarla" við góð- ar undirtektir íslendinganna. r' Islendingar fagna í Osló íslendingar í Osló fluttu fyrsta desember fram um tvo daga og héldu upp á daginn laugardaginn 29. nóvember. Það var íslenska stúdentafélagið í Osló sem sá um hátíðahöldin. Dagurinn hófst með morgunverði í stúdentabænum Kringsjá og um kvöldið var dans- leikur í Dýralæknaskólanum. Klukkan níu á laugardagsmorg- uninn var allmikill íjöldi íslend- inga á ýmsum aldri mættur í morgunmatinn í Kringsjá. Þar var langborð hlaðið íslensku góðgæti. Þar voru flatkökur með hangi- kjöti, kaffi, skyr, og íslenskt brennivín. Þó að Agli Skallagríms- syni hafi ekki reynst brennivínið og skyrið vel á sínum tíma þá var ekki annað að sjá en hvort tveggja færi vel í mannskapinn í Kringsjá. Bjartmar Guðlaugsson söng nokkur lög við góðar undirtektir og Össur Skarphéðinsson hélt ræðu. Morgunmaturinn var sam- koma fyrir unga sem aldna en um kvöldið var dansleikur fyrir full- orðna. Ekki var mjög fjölmennt á ball- inu í Dýralæknaskólanum. Og þeir sem komu mættu seint eins og oft vill verða þegar íslendingar fara á ball. En að sjálfsögðu var góð- mennt og ballið stóð langt ffam eftir nóttu. Heiður Eysteinsdóttir fær sér skyr og rjóma. Skyrið er eitt af þvi sem íslendingar sakna mest. Og þó að hægt sé að velja um fjölmargar norskar mjólkurafurðir þá er ekkert sem getur komið i staðinn fyrir skyrið. Leitin að hinu Ijúfa fjölskyldulífi hafin hjá „sjarmörnum“ Rob Lowe Rob hefur nú jafnað sig eftir að Stephanie yfirgaf hann nú fyrir stuttu. Nýverið sást hann með fallega ljósku upp á arminn fyrir utan eitt veitingahúsa Los Angeles. Sú heppna heitir Tanya Timander og er þekkt tískusýningarstúlka. Kvennagullið Rob Lowe hefur alltaf komist í gegnum lífið eins og fiskur í vatni. Hann hefur lifað hinu ljúfa lífi í sól, kynlífi og strandlífi og látið fallegu bláu augun, vöðvastæltan lfkamann og heillandi útlitið hjálpa sér til að leggja Hollywood að fótum sér. Leikstjórinn Francis Ford Coppola varð fyrstur til að uppgötva hann þegar hann bauð honum hlutverk í myndinni Utangarðs- drengirnir. Eftir það hófst sigurganga hans, hver myndin á fætur annarri kom sem naut vinsælda, Hotel New Hampshier, Saint Elmos Fire o.s.frv. Á árum áður var hann mjög villtur og mikill kvennaflagari en þeir sem til hans þekkja segja að í dag þrái hinn eftirsótti Rob Lowe hið ljúfa fjölskyldulíf. ■íslensk bókamenning er verðmæti- Skuggar feöranna í þýöingu Guðmundar Daníelssonar og Jerzy Wielunski er eftir frægasta skáld Úkraínu, Mykhailo M. Kot- sjúbinski (1864-1913) og mun vera fyrsta rit- verk hans sem þýtt er á íslensku. Sögusvið er bændabyggð í Suðvestur-Úkraínu í Karpat- afjöllunum. Þetta er ástar- og bændal ífssaga. Rannsóknarferðir þær er hér segir frá tókst Stefán Stefánsson skólameistari á hendur 1888-1896 þegar hann ferðaðist víða um héruð og óbyggðir til að kanna grasafræði íslands. Dró hann saman með þeim rann- sóknum föng að hinu merka riti sínu Flóru íslands sem opnaði almenningi innsýn í leyndardóm eins þáttar íslenskrar náttúru. Leyndarmál Laxdælu er önnur bókin í flokkn- um íslensk ritskýring sem dr. Hermann Páls- son prófessor í Edinborg hóf þegar Uppruni Njálu og hugmyndir kom út 1984. Fjallar Hermann í hinni nýju bók sinni um athygl- isverða staði í Laxdælu sem er eitt ágætasta og frægasta listaverk íslendingasagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.