Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986.
11
Hvað er þér minnisstæðast á árinu 1986?
Hólmfríður Karisdóttir,
fv. ungfru heimur.
Miss World
Ég held að það sé enginn vafi á því
að titillinn „Miss World“ sé mér
minnisstæðastur þó það hafi verið í
nóvember 1985. Það er erfitt að pikka
á eitthvað eitt sérstakt en ég held að
allt sem fylgdi í kringum keppnina sé
mér minnisverðast. Ég er alltaf ægi-
lega bjartsýn og gildir það líka um
horfumar á næsta ári. Ég hlakka til
að starfa á bamaheimilinu á komandi
ári enda er mjög ánægjulegt að vera
innan um bömin.
Jón L. Ámason, fulitrúi
óiympíuskáksveitarinnar:
Skákmótin
Hvað mig snertir var það skákmótið
í sumar er var haldið í Finnlandi og
Búlgaríu þegar ég varð stórmeistari í
skák. Svo ekki sé minnst á ólympíu-
mótið í Dubai og allt sem því var
samfara, burtséð frá góðum árangri
fannst mér alveg sérlega athyglisvert
að kynnast nýjum heimi arabanna.
Mér líst vel á horfumar á næsta ári,
árið 1986 hefur verið gott skákár og
ég vona bara að næsta verði ennþá
betra. Það hefst a.m.k. á stóm verk-
efni sem er IBM-skákmótið sem verður
það sterkasta sem hér hefur verður
haldið.
Þorgils Óttar Mathiesen,
fyririiði handboltaliðsins:
Árangur
handbolta-
liðsins
Hvað mig varðar þá er það árangur
íslenska handboltaliðsins í Sviss í
mars síðastliðnum en þar lentum við
í 6. sæti er tryggir okkur rétt til að
taka þátt í ólympíuleikunum í Seoul
í Kóreu árið 1988. Leiðtogafundurinn
verður mér einnig sérlega minnisverð-
ur fyrir þetta ár. Ég er mjög bjartsýnn
á næsta ár enda í mjög góðu andlegu
jafiivægi. Það er mikið um að vera
framundan í handboltanum en á næsta
ári verða tvö mót, Baltic-mótið í jan-
úar og Flugleiðamótið í febrúar svo
það er nóg um að vera.
Jón Páll Sigmarsscn,
sterkasti maður í heimi:
Leiðtoga-
fúndurinn
Fyrst og fremst, stórviðburðurinn er
leiðtogafúndurinn sem var haldinn hér
í Reykjavik. Einnig er ég mjög ánægð-
ur með minn árangur á þessu ári er
ég vann keppnina Sterkasti maður
heims. Ég vonast bara til að næsta ár
verði eins gott og ég ætla að standa
mig vel enda er ég í góðu andlegu og
líkamlegu ástandi. Ég er mjög bjart-
sýnn á nýja árið svo bjartsýnn að ég
þarf að nota sólgleraugu.
Kjartan Lámsson,
formaður Ferðamálaráðs:
Góðærið
Ætli það sé ekki góðærið sem ráða-
mennimir eru alltaf aö tala um, ég
hef ekki tekið eftir því og ætla bara
að vona að ráðamennimir sjái sér
fært að gera það sýnilegt. Ég lít á
komandi ár björtum augum því ef þá
á að vera svona mikið góðæri í landinu
þá get ég ekki annað en verið bjart-
sýnn.
Einar Kárason
rithöfiundur:
Missir fram-
herjans
Ja, reyndar var ég nú að vona að
ég yrði spurður að þessu fyrr því árið
1976 hefði óg svarað að mér hefði þótt
minnisverðast er 400 kristileg ung-
menni fengu matareitrun af því að
borða einhvern kjúkling og sátu á
kamrinu þá nótt. Mér finnst horfúmar
á næsta ári slæmar því Framarar em
búnir að missa sinn frábæra framherja
Guðmund Torfason en hann var seldur
til Beveren. Ekki batnaði ástandið
þegar það átti að fara að selja Guð-
mund Steinsson, hinn snjalla marka-
skorara (skoraði 10 mörk), til
Austurrikis. En sem betur fer verður
ekki úr því og þá em horfur strax betri.
Þorsteinn Pálsson:
Thor farinn
að seljast
„Ég býst við því að það verði með
eftirtektarverðari tíðindum þessa árs
að Thor Vilhjálmsson er nú allt í einu
farinn að seljast. Það heyrir alltaf til
tíðinda þegar rithöfundur nær því stigi
að verða „commercial". Ég vona að
það viti á gott,“ sagði Þorsteinn Páls-
son fjármálaráðherra.
„Af hinu pólitíska sviði hygg ég að
þessa árs verði fyrst og fremst minnst
fyrir það að það náðust í tvígang
kjarasamningar sem innsigla þjóðar-
sátt og sameiginlegt átak þjóðarinnar
við að ráða niðurlögum verðbólgu og
styrkja stöðu þeirra sem lakast em
settir i þjóðfélaginu. Þetta rís upp úr.
Það er tilhlökkun í mér fyrir næsta
ár. Það verða kosningar og ég er auð-
vitað farinn að hlakka til þeirra átaka
og er fullviss um að kosningamar
muni sína niðurstöðu, sem er okkur
viðunandi og þar með viðunandi fyrir
þjóðina. Þannig að ég er bjartsýnn."
-KMU
Jón Baldvin
^ Hannibalsson:
Útför Ölofe
Palme
„Það sem mér er persónulega
minnisstæðast frá liðnu ári er þrennt,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins.
„í fyrsta lagi útför Olofs Palme. Þeir
þrír dagar í Stokkhólmi líða mér ekki
úr minni vegna þess hvemig menn
skynjuðu heitar tilfinningar þessarar
kaldhömmðu þjóðar og hvemig sorg-
arathöfii var snúið upp í sigurhátíð.
Annað: Sjö dagar í Lima á þingi
Alþjóðasambands jafnaðarmanna þar
sem munaði hársbreidd að forystulið
heimshreyfingar jafnaðarmanna úr
öllum heimsálfum yrði þurrkað út í
einni sprengjuárás. Það er stjóm-
málamanni úr okkar heimshluta
ógleymanleg og ómetanleg lífsreynsla
að sjá með eigin augum kreppu og
sálarháska almennings í þriðja heim-
inum.
Það þriðja er hið sögulega flokks-
þing okkar á Hótel Örk í Hveragerði
en þar var þeim ráðum ráðið sem nú
hafa leitt til þess að Alþýðuflokkurinn
er óumdeilanlega næststærsti flokkur
þjóðarinnar og hefúr nú vígstöðu til
að setjast í 1. sæti sem forystuafl þjóð-
arinnar á nýju ári.“ -KMU
Steingrímur
Hermannsson:
Febrúar-
samningar
stærsti at-
burður í tíð
þessarar
ríkisstjórnar
„Ur stjómmálunum er mér minnis-
stæðast samningamir sem gerðir voru
í febrúar og sú samstaða sem náðist
milli aðila vinnumarkaðarins og
stjómvalda í þeim. Ég tel að það hafi
verið stærsti atburður sem gerst hafi
í tíð þessarar ríkisstjómar," sagði
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra.
„í öðm lagi verður leiðtogafundur-
inn lengi minnisstæður.
Persónulega er mér ákaflega minnis-
stætt að mér var veitt sérstök viður-
kenning af þeim skóla þar sem ég
stundaði nám áður fyrr, Califomia
Institude of Technology, og heimsókn-
in þangað var mjög ánægjuleg.
Ég held að horfur á næsta ári séu
góðar. Að vísu, eins og oft, em þetta
hálfgerðir loftfimleikar hjá okkur og
lítið má út af bera. Við spilum ansi
djarft en ég held, ef rétt er haldið á
spilum og skynsamlega, að næsta ár
geti orðið ákaflega mikilvægt til að
koma á öryggi og jafnvægi í efnahags-
og atvinnumálum þessarar þjóðar.“
-KMU
Margrét
Frímannsdóttir:
Morðið á Olof
Palme minnis-
stæðast
„Minnistæðasti atburðurinn frá
þessu ár í mínum huga er morðið á
forsætisráðherra Svíþjóðar, Olaf
Palme. í mínum huga gnæfir sá
óhugnanlegi atburður uppúr.
Nú er að ljúka miklu góðæri og
annað blasir við. Ég vona bara að
okkur Islendingum takist að vinna
rétt úr málunum, þannig að góðærið
nýtist okkur öllum sem best. Einnig
vona ég að komandi ár beri í skauti
sér auknar vonir um að friður haldist
í heiminum".
-S.dór
Herra Pétur
Sigurgeirsson:
Hallgríms-
kirkja
þjóðar-
musteri
„Myndin af þessu ári er máluð ákaf-
lega sterkum litum, bæði ljósum og
skuggum. Ef ég lít á ljósu hliðamar
er mér efst í huga þegar Hallgríms-
kirkja var vígð. Fyrir mig var það
ógleymanlegt embættisverk og ég er
þess viss að þetta musteri verður tákn
íslensku þjóðarinnar í framtíðinni,"
segir herra Pétur Sigurgeirsson bisk-
up.
„Það sem af er þessari aðventu finn
ég trúarlega vakningu sem vissulega
gefúr miklar vonir um nýtt ár. „Morg-
unninn kemur en ennþá er nótt,“
svarar ökumaðurinn í Spádómsbók
Jesaja þegar hann er spurður hvað
nóttinni líði. „Ef þið viljið spyrja, þá
komið aftur og spytjið,“ segir hann
einnig. Þetta er táknrænt svar á þess-
um tímum, sem við lifum nú, um hvað
framtíðin beri í skauti sínu.“
Víglundur
Þorsteinsson:
Kjarasamn-
ingarnir
standa upp
úr í ár
„Að öðru ólöstuðu er það stóra
breytingin í kjarasamningum, bæði í
febrúar og núna í desember, sem stend-
ur upp úr á þessu ári. Þetta er með
stærstu breytingum á jafn skömmum
tíma sem orðið hafa,“ segir Víglundur
Þorsteinsson, formaður Félags ís-
lenskra iðnrekenda.
„Það er engin ástæða til annars en
vera hæfilega bjartsýnn. Ég reikna
ekki með neinum stórfelldum tekju-
sveiflum framundan eins og urðu í ár
og í fyrra. En árið 1987 getur orðið
mjög gott ef við höldum þeirri stöðu
sem við erum í núna.“ -HERB