Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Síða 2
Fréttir LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. Eýðnisjúklingur í stríði við nágranna sína í fjölbýlishúsi í Breiðholti: „Ég er hræddari við lífið en dauðann" Úrfiski ibakarí Stúlkan keypti íbúð sína í Breið- holti í mars í íyrra. Nú er hún að hugsa um að leigja hana og koma sér í nýtt umhverfi. Hvar það verður veit hún ekki sjálf. Konur eins og hún eru ekki aufúsugestir í mannabyggðum. Að undanfomu hefur hún verið at- vinnulaus en hugsar sér til hreyfings: „Ég vann í fiski en nú er ég búin að fá virrnu í bakaríi. Ég byija á mánu- daginn." „Það var í júlí í fyrra. Ég var í með- ferð á Vogi þegar ég fékk að vita að ég væri haldin evðni. Þetta var ógur- legt sjokk. ég fékk hellur fyrir evrun, það suðaði í hausnum á mér en ég revndi að stilla mig. Þetta var erfitt." Þannig fómst orð 27 ára gamalli stúlku sem DV ræddi við á heimili hennar í tveggja herbergja i búð á .iarðhæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Stúlkan er haldin eyðni og hefur veríð undir eftirliti yfirvalda að undanförnu vegna gmns um gáleysislegt kynlíf. Hún hefur verið svipt umráðarétti yfir fiöguiTa ára gamalli dóttur sinni og segist ekki geta litið glaðan dag fái hún ekki dóttur sína aftur. Hræðslan við eyðni sé minni. eða eins og hún orðar það sjálf: „Ég er hræddari við lífið en dauðann eins og málum er komið." „Smokkurinn gulltryggur“ Það er ekki að sjá að stúlkan sé sýkt af eyðni. Hún er fullkomlegá eðli- leg í útliti, brosmild og tjáir sig skýrt Er DV heimsótti hana í Breiðholtinu í gær sat hún i stofu ásamt sambýlis- manni sínum. 25 ára gömlum utan- bæjarmanni. í stofunni var leðursófa- sett. sófaborð. plötuspilari og heljarstórt hjónarúm með áklæði í hlébarðalitum. Á náttborði lágu nýj- ustu jólabækumar. Aðspurður kvaðst sambýlismaðurinn ekki óttast eyðni. Reyndar hefði hann ekki farið í mót- efnamælingu en „... smokkurinn er gulltryggur," eins og hann orðaði það sjálfur. Stríð við nágranna Ungi eyðnisjúklingurinn hefur ekki einvörðungu staðið í stríði við j’firvöld út af umráðarétti vfir dóttur sinni og slúðursögum alls konar. Hún stendur einnig í stríði við aðra íbúa í fjölbýlis- húsinu í Breiðholti þar sem hún býr. íbúamir vilja hana burt úr húsinu hvað sem það kostar og íhuga jafnvel málarekstur. „Ég skil ekki hvað vakir fvrir yfir- völdum. Þessi stúlka er með stöðug samkvæmi þama niðri og inn til henn- ar streyma karlmenn svo tugum skiptir," sagði einn íbúinn í samtali við DV. „Þetta er myndarleg stúlka og guð má vita hvort hún segir nokkr- um frá því að hún er með eyðni. Það til þú fékkst að vita að svo væri? „Ég var með þremur mönnum og ég gaf yfirvöldum upp nöfii þeirra. Þeir hafa nú verið mótefnamældir og mér er sagt að eyðniveiran hafi ekki fund- ist í blóði þeirra. Mér finnst stundum eins og yfirvöld séu að notfæra sér sjúkdóm minn til að ná af mér bam- inu. Það eina sem ég þrái er að fá dóttur mína aftur og lifa eðlilegu lífi. Ég er ekki á grafarbakkanum og tel mig geta lifað lengi ef ég lifi heilbrigðu lífi.“ Slúðursögurnar Stúlkan segist vera hætt að reykja og aðeins dreypa á hvítvíni til að halda geðheilsunni. Álagið sem hún hafi verið undir að undanfömu sé ómann- eskjulegt: Vitneskjan um sjúkdóminn, dótturmissir og stríð við nágranna. „Svo em það slúðursögumar. Þær em kapítuli út af fyrir sig og mér kæmi ekki á óvart að þær væm búnar til af kerlingunum hér í blokkinni. Ein sagan er þannig að ég sofi hjá karl- mönnum hvar sem er og skrifi svo með rauðum varalit á baðherbergisspegl- ana áður en ég yfirgef þá: „Velkominn í AIDS-hópinn“. Þetta er ósatt þó ekki væri nema vegna þess að ég nota bleikan varalit en ekki rauðan. Svo vom ekki ófáar sögumar sem gengu um lauslæti mitt á meðan ég var í meðferðinni á Vogi. Ég neita því ekki að tveir karlmenn reyndu stíft við mig á meðan ég var í meðferðinni, meira að segja í kapellunni á meðan á guðs- þjónustu stóð. En ég lét ekki undan enda vissi ég þá að ég var smituð af eyðni.“ Harmi lostin móðir með eyðni skoðar mync’ir af dóttur öðruvísi get ég ekki lifað. DV-myndir GVA. sinni í Breiðholtinu í gær: - Eg verð að fá dóttur mína aftur, er rosalegt að þurfa að horfa upp á þetta." ítalskt smit Stúlkan komst á síður dagblaðanna firir skömmu er hún flúði úr landi til Spánar eftir að yfirvöld settu hana og líferni hennar undir smásjá. Það var ekki fyrsta ferð hennar til Spánar því bamsfaðir hennar er Spánverji en eyðnismitið fékk hún hins vegar frá ítala fyrir tveim árum: „Ég var lengi með þessum manni og ég hef ekki hugmynd um hvemig hann smitaðist. Ég tel hins vegar að smitið megi rekja til þriggja fóstureyðinga sem ég fór í eftir að hafa orðið bams- hafandi af hans völdum." Fer varlega - Nú hefur því verið haldið fram að þú stundir gáleysislegt kynlíf og ná- grannar þínir hér í blokkinni bera þér ekki vel söguna? „Ég hef ekki brotið neitt af mér hér í blokkinni en skulda að vísu 2000 krónur í hússjóð. Hvað varðar allar sögumar um kynlíf mitt þá em þær uppspuni ffá rótum. Ég hef ekki verið með neinum karlmanni, fyrir utan sambýlismann minn, eftir að ég fékk vitneskjuna um að ég væri smituð. Við förum ákaflega varlega í kynlífinu og kærastinn minn gerir þetta að sjálf- sögðu á eigin ábyrgð. En að ég sé að tæla til mín menn og smita þá - það er af og frá.“ Þrír elskhugar - En hvað varstu með mörgum mönnum frá því þú smitaðist og þar Ein situr hún á rúminu. Sambýlismaðurinn hræðist ekki smit, segir smokkinn gulltryggan. Myndbandamarkaðurinn: Þeir eigendur myndbandaleiga sem lentu í því að missa töluverðan fjölda af spólum í aðgerðum lög- reglunnar fyrir jólin eru mjög reiðir rétthöfúm og hafa fúndað um mótaðgerðir gegn þeim. Þessar mótaðgerðir verða harðar, meðal þess sem rætt hefur verið og ákveðið að ffamkvæma er algjört viðskiptabann á alla meðlimi Sam- taka rétthafa myndbanda til 10. janúar á næsta ári. Eigandi einnar myndbandaleig- unnar í Reykjavík sagði í samtali við DV að aðgerðimar fyrir jól þýddu einfaldlega...„blóðugt stríð á myndbandamarkaðinum ffam á mitt næsta ár“. Samkvæmt heimildum DV hefúr einnig verið rætt á fundum þeim sem eigendur myndbandaleiga hafa haldið um og eftir jólin að eftir 10. janúar verði ákveðnfr rétt- hafar teknir út úr einn eða tveir í einu og settir í viðskiptabann, rneðal þein-a fyrstu sem lenda í því eru Bergvík, Háskólabíó, Skífan og Tefli en þetta mun ekki ná til þeirra rétthafa sem eru ekki innan samtakanna nema að óvemlegu leyti. Eins og kunnugt er af fréttum gerði lögreglan upptæk ein 12.000 mvndbönd í þeim aðgerðum sem fóm frara fyrir jólin. DV er kunn- ugt um að á einni leigu hafi verið teknar rúmar 960 spólur sem er tjón upp á um 2 milljónir króna fyrir eigandann. -FRI Samband flskvinnslufólks: „Loks er ég sannfærður um nauðsyn slíks sambands“ - segir Pétur Sigurðsson „Ég hef ekki verið því sam- þykkur að stofna sérstakt samband fiskvinnslufólks þegar þær hug- myndir hafa komið upp. En eftir þá kjarasamninga, sem gerðir vom í deseraber, hefúr mér snúist hugur og ég er sannfærður um nauðsyn þess að stofna slíkt samband" sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við DV í gær. Eins og skýrt var frá í DV fyrir áramót er hreyfing í gangi varð- andi stofnun sérsambands fisk- vinnslufólks í landinu. Þau verkalýðsfélög, sem hafa nær ein- göngu fiskvinnslufólk innan sinna vébanda, em að þreifa fyrir sér í málinu. Þeir munu vera fleiri sem vilja stofiia sérstakt samband held- ur en hinir sem vilja stofna deild fiskvinnslufólks innan Verka- mannasambándsins. Guðmundur Maggi, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, er einn afþeim sem frek- ar vilja stofiia deild innan VMSÍ. Hann sagði í samtali við DV í gær að hann teldi nauðsyn á að stofna fleiri sérdeildir innan Verka- mannasambandsins og nefndi sem dæmi byggingaverkamenn auk fiskvinnslufólks. Taldi hann heppi- legra að fara þá leið heldur en kljúfa V erkamannasambandið með því að stofha sérsamband fisk- vinnslufólksins í landinu. -S.dór -ETR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.