Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Síða 3
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 3 Fréttir „Hugsa ekki um hag allrar þjóðarinnar“ „Ég hef ekki aðra skoðun á þessum hækkunum á rafinagni og einkum þó heita vatninu frá Hitaveitu Reykja- víkur en að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Þetta er spuming um heildarþjóðarhag og ég lit svo á að þeir sem ákváðu að hafa þetta svona hugsi ekki um hag allrar þjóðarinn- ar,“ sagði Stéingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Hann sendi Landsvirkjun og borgar- yfirvöldum bréf þann 22. desember og bað um að hækkunum á rafinagni og heitu vatni yrði haldið innan þess ramma sem miðað var við í síðustu kjarasamningum ASl og VSÍ. Hann bað- Landsvirkjun að hækka ekki heildsöluverð raforku um meira en 4%. Stjóm Landsvirkjunar ákvað að hækka samt um þau 7,5% sem hún ákvað 16. desember. Ákveðið hefur verið að orkuverð Hitaveitu Reykja- víkur hækki um 15%. „Ég kynnti mér sjálfur áætlanir Landsvirkjunar og álit Þjóðhagsstofn- unar. Eftir það er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun gæti búið við nokkm minni hækkun en ákveðin hefur verið. Hún hefur yfirleitt verið með sín lán til 20 ára en afskrifar virkjanir hins vegar á 40 árum. Þama er því spum- ing um að lengja lán og borga þau hægar niður. En stjóm Landsvirkjun- ar hefur fulla heimild til þess að taka sinar ákvarðanir eftir að lögum um hana var breytt fyrir þrem árum. Ég efast núna um að það hafi verið rétt breyting,“ sagði forsætisráðherra. Enda þótt Landsvirkjun hækki um 7,5% hækkar smásöluverð á rafinagni ekki umfram markmið kjarasamning- anna. Rafinagnsveita Reykjavíkur hækkar um 5% og Rafrnagnsveitur ríkisins um 7%. „Þessar hækkanir á smásöluverðinu lágu íyrir þegar íjall- að var um bréf forsætisráðherra. Lækkun á heildsöluverði hjá okkur hefði einungis breytt því að okkar skuldir hefðu hækkað meira en skuld- ir rafveitnanna minna. Með þessari 7,5% hækkun okkar á heildsöluverð- inu reiknum við samt með 225 milljóna króna tapi 1987 og 140 milljóna króna greiðsluhalla," sagði Halldór Jónat- ansson, framkvæmdastjóri Lands- virkjunar. „En þetta segir ekki allt. Áætlanir okkar miða við það sama og kjara- samningamir, 7-8% verðbólgu á árinu og fast gengi. Aðeins frá 8. til 30. des- ember seig meðalgengi krónunnar það mikið að í raun hefðum við þurft að hækka um 8,4% eftir það. Við erum svo háðir gengisskráningu að bara 1% sig á meðalgengi krónunnar kostar okkur 200 milljónir króna,“ sagði Halldór. „Við teygðum okkur til hins ýtr- asta,“ sagði Páll Gíslason, formaður stjómar Veitustofnana borgarinnar, um 15% hækkun Hitaveitunnar. Við erum með miklar framkvæmdir í gangi og okkar kostnaður fylgir því mest byggingarvísitölunni. Við lækkuðum okkur fjórum sinnum frá fyrstu áætl- unum, úr 35% í 25%, síðan í 17-18% og loks í 15%. Það má auðvitað lækka gjaldskrána meira og taka meiri lán í staðinn en þá kemur það af enn meiri þunga í bakið á notendum siðar,“ sagði Páll. -HERB Heimilisuppbót hækkar um 50% Frá 1. desember hækkuðu trygg- Upphæðir einstakra tegunda bóta laun, 1 b., 2.773. Mæðralaun, 2 b., ingabætur frá Tryggingastofnun em nú þessar á mánuði: 7.267. Mæðralaun, 3 b., 12.888 Fæó- ríkisins almennt um 12%. Heimilis- Elli- og örorkulífeyrir 7.227. Tekju- ingarorlof 32.313. Vasapeningar, 19. uppbót hækkaði þó miklu meira, eða trygging 10.589. Heimilisuppbót gr., 4.454. Vasapeningar, 51. gr„ mn 50%. 4.226. Bamalífeyrir 4.425. Mæðra- 3.744. -HERB KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP * Hefst á mánudag i báðum verslunum okkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.