Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 3. 'JANUAR 1987. Viðskipti Brunabótafélag íslands 70 ára: „Félagið stendur í stórræðum“ - segir Ingi R. Helgason forstjóri Lagafrumvarpið gerir ráð fyrir að þeir sem hafa verslunarleyfi og teljast hæfir að dómi viðskiptaráðherra geti fengið leyfi til að halda uppboð, hvar sem er á landinu, á málverkum, myndum, listmunum, bókum og frímerkjum. Rýmka reglur um listmunauppboð rennur til listamanna - tíu prósent gjald Viðskiptaráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um listmunauppboð. 1 athugasemdum við frumvarpið segir að meginmarkmiðið með því sé að gera reglur um listmunauppboð hjáls- legri en verið hefur. „Samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir takmörkuðum fjölda leyfishafa sem aðeins geti haldið uppboð í ákveðnum kaupstað hver fyrir sig,“ segir í athugasemdum en 1. grein frumvarpsins hljóðar svo: „Viðskiptaráðherra skal heimilt að veita þeim sem verslunarleyfi hafa og til þess teljast hæfir að hans dómi leyfi til að selja sjálfir á frjálsu uppboði, hvar sem er á landinu, málverk, mynd- ir, listmuni, bækur og frímerki. Uppboðsleyfi er einnig heimilt að veita félögum eða öðrum lögaðilum sem verslunarleyfi hafa og til þess telj- ast hæfir. Leyfin eru ekki tímabundin en þau má afturkalla ef leyfishafar þykja ekki lengur uppfylla hæfnisskilyrði. Eldri leyfi skulu halda gildi sínu og teljast ótímabundin eftir gildistöku laga þess- ara. Leyfisgjald, er renni í ríkissjóð, skal vera helmingur af gjaldi fyrir smásölu- leyfi." Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir heimild til að veita viðurkenndum líknarfélögum og aðilum sem styðja kirkjulega starfsemi, menntir, vísindi og menningu leyfi til að halda einstaka uppboð í fjáröflunarskyni. Söluskattur verður áfram af and- virði seldra bóka og frímerkja en nýmæli er að í stað 25% söluskatts af málverkum, myndum og listmunum kemur 10% gjald er renni til lista- mannanna eða erfingja þeirra. Sé höfundarréttur fallinn niður rennur féð í starfslaunasjóð myndlistar- manna. -KMU Sameining bankanna: Geir hluthafi í einkabönkunum í viðræðum um sameiningu Útvegs- banka, Iðnaðarbanka og Verslunar- banka hefur Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri forystu af hálfu bankastjómar þess banka. Hann er hins vegar hluthafi í báðum einka- bönkunum og auk þess hluthafi í nokkrum fyrirtækjum sem aftur eríi hluthafar í sömu einkabönkum. Það er ekki stórt sem Geir á beint í þessum bönkum. Hann fletti upp skttframtalinu sínu fyrir DV og þá kom í ljós að eign hans í Iðnaðarbank- anum var um áramótin 85-86 11.631 króna. Hlutafé bankans var þá tæpar 138 milljónir króna en er nú komið upp í 339 milljónir. I Verslunarbank- anum átti Geir um sömu áramót 29.998 krónur. Hlutafé bankans var þá 180 milljónir króna en er nú 228 milljónir. „Er einhver að spyrja um þetta? Ég er svo aldeilis hissa,“ sagði Geir þegar DV aflaði upplýsinga um hlutafjáreign hans. „Þetta er nú svo lítið brot af hlutafé í þessum bönkum og einnig lítið brot af eignum mínum að jafnvel þótt ég væri sérhagsmunamaður, sem ég alls ekki er, kæmist ég lítið áleiðis til áhrifa þama og græddi ósköp lítið persónulega þótt einhver gróði kæmi til. Og mér hefúr aldrei komið það til hugar að hér gæti verið um að ræða gróða fyrirtækja sem ég kann að eiga einhvem hlut í.“ -HERB Karl Þorsteins skákmaður er einn þeirra sem notið hafa góðs af þeirri ákvörð- un félagsins að veita einstaklingum heiðurslaun sem eru eitt stöðugildi hjá félaginu. Stefán Reykjalín, formaður stjórnar, veitir Karli launin en um þau segir m.a. í reglum: „Megintilgangur þessa stöðugildis er sá að gefa einstakl- ingum kost á að sinna sérstökum verkefnum sem til hags og heilla horfa fyrir islenskt samfélag...“ spannar árin 1955 til 1985 þar sem fé- lagið jók stöðugt við starfsemi sína þannig að nú hefur það samninga sem taka til um 90% af öllu brunabóta- mati utan Reykjavíkur. Sveinn Björnsson fyrsti for- stjórinn Sveinn Bjömsson, siðar forseti ís- lands, varð fyrsti forstjóri Brunabóta- félags íslands en það var stofnað 1917 til að vinna bug á þvi ófremdarástandi í tryggingamálum sem fólk á lands- byggðinni bjó við á þeim tíma. Þá gat það ekki tryggt hús sín gegn bmna nema í einstaka tilfellum og þá fyrir ofljár. í Reykjavík vom húseigendur með hús sín tryggð hjá dönskum félög- um. Dönsku félögin unnu mjög gegn stofríun Brunabótafélagsins og barátt- an fyrir lagasetningu um það stóð í ein 30 ár á Alþingi. Með lögunum, er þau náðu í gegn, var lögleidd skylda allra húseigenda utan Reykjavíkur að vátryggja hús sín gegn bmna og vom það merk nýmæli á sinni tíð. Frá því að félagið var stofríað fyrir 70 árum hefur það stöðugt aukið við starfsemi sína og sagði Ingi R. Helga- son forstjóri að......markaðssókn félagins undanfarin ár hefur vakið athygli en félagið hefur mjög beitt sér fyrir nýjungum í vátryggingaþjónustu og er í fararbroddi íslenskra vátrygg- ingafélaga í þeim efríum." -FRI „Skipta má sögu félagsins í þrjú tímabil. Hið þriðja er nýhafið og stend- ur félagið í stórræðum, svo sem pakkatryggingum, fjármögnunarleigu og skuldavátryggingu,“ sagði Ingi R. Helgason, forstjóri Bmnabótafélags fslands, í samtali við DV en félagið er 70 ára um þessar mundir, átti af- mæli þann 1. janúar sl. „Bmnabótafélagið hefur fært út kvíamar með hveiju árinu og árið 1985 náði það öðm sæti hvað iðgjalda- magn áhrærir. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagsgmnni og er í fyrsta sæti vátrvggingafélaganna. ef litið er á höfuðstólinn eða eignir umfram skuldir.“ 1 máli Inga kom fram að tvö hin fyrri tímabil í sögu félagsins séu frá stofríun þess 1917 og fram til 1955 er lögum um það var breytt í þá veru að felldur var niður einkaréttur þess til að vátryggja gegn bmna öll hús utan Reykjavíkur. Jafríframt þessu var fé- laginu leyft að reka alhfiða vátrygg- ingastarfsemi. Siðara tímabifið Á 50 ára afmæli félagsins kom Per Hanson, forstjóri Storebrand í Noregi, í heimsókn og færði félaginu forláta klukku sem nú er að verða 200 ára gömul. Það er þáverandi formaður stjómar félagsins, Jón heitinn Sólnes, sem veitir gjöfinni viðtöku. Innritun stendur yfir í Reykjavík, Ármúla 17a, sími 38830, og Hafnarfirði, Linnetsstíg 3, sími 52996, kl. 10-12 og 14-19. Kennsla hefst 7. janúar. wýf WMám BARNADANSAR GÖMLU DANSAR STANDARDDANSAR LATINDANSAR ATHUGIÐ! TAKMARKAÐUR FJÖLDI NEMENDA í HVERN TÍMA. (26 NEMENDUR)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.