Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. Fréttir Bolli Héðinsson. Bolli Héðinsson efnahagsráðgjafi - næstu fjóra mánuðina Næstu fjóra mánuði, eða þar til rík- isstjórnin lýkur ferli sínum, mun Bolli Héðinsson hagfræðingur gegna starfi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Því starfi hefur Þórður Friðjónsson gegnt í tíð tveggja síðustu ríkis- stjórna. Hann hefur nú tekið við forstjórn Þjóðhagsstofnunar. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði DV að hann hefði leitað manns sem væri á lausu og gæti tekið þetta starf að sér um svo skamman tíma. Hann sagði að Bolli væri á förum til framhaldsnáms er- lendis síðar á árinu og því hentaði þetta honum. Hann hefur starfað fyrir Farmanna- og fiskimannasambandið að undanförnu. Fyrir skoðanakönnun Framsóknar- flokksins í Reykjavík gaf Bolli kost á sér í byrjun en dró framboð sitt til baka, af persónulegum ástæðum. -HERB Nýja fískverðið: Togara- sjómenn á Norðurlandi verða útundan Fiskverðshækkun sú sem ákveðin var á gamlársdag er mjög breytileg efrir stærðarflokkum í þorski og verð- ur það til þess að togarasjómenn á Norðurlandi fá aðeins um 1% hækkun á sama tíma og sjómenn á netabátum fá allt að 13,3% á sínum afla. Meðal þyngd á þeim þorski sem togararnir á Norðurlandi lönduðu á síðasta ári var 2,2 kg en verðhækkun á 2ja kg þorski var aðeins 1% en á stórþorski 13,3%. Það eru netabátar á vetrarvertíð sem veiða stærsta þorskinn. Að sögn talsmanna togarasjómanna á Norðurlandi mun þetta kalla á enn harðari kröfur þeirra um að fiskurinn verði fluttur út í gámum. Togarar frá Siglufirði, Húsavík og Akureyri hafa til þessa landað öllum sínum afla til fiskvinnslunar í heimahöfnum. Þó gæti hækkun skiptaprósentu bjargað hér einhverju en það er höfuðkrafa Sjómannasambandsins. Útyvegsmenn hafa alfarið hafnað þeirri kröfu og um það stendur nú slagurinn í sjómanna- deilunni. Hætt er við að fiskverðsákvörðunin, sem svo ákaft var beðið eftir sem lausn í sjómannadeilunni, muni ekki leysa málið hvað togarasjómenn á Norður- landi varðar. -S.dór Visrtoluleigan hækkar um 7,5% Frá áramótum hækkaði leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem bund- in er í húsaleigusamningum við útreikninga Hagstofunnar, um 7,5%. Leigan helst síðan óbreytt fyrstu þrjá mánuði ársins. -HERB Ahafnimar neituðu að mæta til skips Á gamiársdag stóð til að Siglufjarð- artogarnir Sigluvík og Stálvík færu til veiða en áhafhir þeirra tóku af skarið og neituðu að mæta til skips þar sem um augljóst verkfallsbrot væri að ræða. Sjómennirnir sögðust tilbúnir til að taka afleiðmgunum en útgerðar- fyrirtækið, Þormóður Rammi, féllst á þessa ákvörðun þeirra og eftirmál verða engin, að sögn Hafþórs Rós- mundssonar, formanns Vöku. Upphaf málsins var að eftir að akveðið hafði verið að senda skipin á veiðar fyrir verkfall, biðu sjómennirnir þess að sjómannasamtökin syðra stöðvuðu það að skipin færu út. Þegar svo ljóst var að þau gátu það ekki sögðust sjómennirnir ekki standa í vegi fyrir því að farið væri á veiðar og siglt með aflann. Þetta tilkynntu þeir útgerðarfélaginu sem þegar pant- aði löndunardag í Færeyjum en neitaði jafnframt að ákveða löndunar- daginn. Þá þóttust sjómennirnir sjá að hér væri um verkfallsbrot að ræða og ætl- unin væri að landa aflanum heima á Siglufirði og tóku sig saman um að neita að mæta til skÍDS. Þá munu yfirmenn togaranna hafa fengið aðvörun frá sínu stéttarfélagi og hótun um brottrekstur úr félaginu ef þeir gerðust verkfallsbrjótar. Niður- staða málsins er því sú að báðir togararnir liggja bundnir á Siglufirði meðan sjómannaverkfallið stendur. -S.dór . f' STOÐVUN KAUPSKIPA- FL0TANS Vegna yfirvofandi verkfalls undirmanna á kaupskipum vekur EIMSKIP athygli viðskiptavina sinna á eftirfarandi: # Boðað verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hjá undirmönnum á kaupskipum hefst á miðnætti aðfarar- nótt þriðjudagsins 6. janúar 1987 hafi samningar þá ekki tekist. # Á undanförnum mánuðum hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar til þess að ná samningum við forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur og afstýra vinnustöðvun.Þærtilraunir hafa ekki borið árangur. Komi til verkfalls munu íslensk kaupskip stöðvast eitt af öðru í janúar. # EIMSKIP bendir viðskiptavinum sínum á að vera viðbúnir verkfalli, og gera ráðstafanir til að vörur komi með þeim skipum félagsins sem lesta í erlendum höfnum á næstunni. # Af hálfu EIMSKIPS verður áfram lagt kapp á að sanngjarnir samningar náist sem allra fyrst við viðsemj- endur fyrirtækisins. Vonast er til þess að óþægindi af væntanlegri vinnustöðvun verði sem minnst og að flutningsþjónusta EIMSKIPS komist sem fyrst í eðlilegt horf. EIMSKIP *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.