Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Side 5
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 5 Fréttir Bolli Héöinsson Ahafnimar neituðu að mæta til skips Á gamlársdag stóð til að Siglufjarð- artogamir Sigluvík og Stálvík færu til veiða en áhafnir þeirra tóku af skarið og neituðu að mæta til skips þar sem um augljóst verkfallsbrot væri að ræða. Sjómennimir sögðust tilbúnir til að taka afleiðingunum en útgerðar- fyrirtækið, Þormóður Rammi, féllst á þessa ákvörðun þeirra og eftirmál verða engin, að sögn Hafþórs Rós- mundssonar, formanns Vöku. Upphaf málsins var að eftir að ákveðið hafði verið að senda skipin á veiðar fyrir verkfall, biðu sjómennimir þess að sjómannasamtökin syðra stöðvuðu það að skipin færu út. Þegar svo ljóst var að þau gátu það ekki sögðust sjómennimir ekki standa í vegi fyrir því að farið væri á veiðar og siglt með aflann. Þetta tilkynntu þeir útgerðarfélaginu sem þegar pant- aði löndunardag í Færeyjum en neitaði jafnframt að ákveða löndunar- daginn. Þá þóttust sjómennimir sjá að hér væri um verkfallsbrot að ræða og ætl- unin væri að landa aflanum heima á Siglufirði og tóku sig saman um að neita að mæta til skÍDs. Þá munu yfirmenn togaranna hafa fengið aðvömn frá sínu stéttarfélagi og hótun um brottrekstur úr félaginu ef þeir gerðust verkfallsbrjótar. Niður- staða málsins er því sú að báðir togaramir liggja bundnir á Siglufirði meðan sjómannaverkfallið stendur. -S.dór Bolli Héðinsson efhahagsráðgjafi - næstu fjóra mánuðina Næstu fjóra mánuði, eða þar til rík- isstjómin lýkur ferli sínum, mun Bolli Héðinsson hagfræðingur gegna starfi efnahagsráðgjafa ríkisstjómarinnar. Því starfi hefur Þórður Friðjónsson gegnt i tíð tveggja síðustu ríkis- stjórna. Hann hefur nú tekið við forstjóm Þjóðhagsstofnunar. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði DV að hann hefði leitað manns sem væri á lausu og gæti tekið þetta starf að sér um svo skamman tíma. Hann sagði að Bolli væri á förum til framhaldsnáms er- lendis síðar á árinu og því hentaði þetta honum. Hann hefur starfað fyrir Farmanna- og fískimannasambandið að undanfömu. Fyrir skoðanakönnun Framsóknar- flokksins í Reykjavík gaf Bolli kost á sér í byrjun en dró framboð sitt til baka, af persónulegum ástæðum. -HERB Nýja fiskverðið: Togara- sjómenn á Norðurlandi verða útundan Fiskverðshækkun sú sem ákveðin var á gamlársdag er mjög breytileg efcir stærðarflokkum í þorski og verð- ur það til þess að togarasjómenn á Norðurlandi fá aðeins um 1% hækkun á sama tíma og sjómenn á netabátum fá allt að 13,3% á sínum afla. Meðal þyngd á þeim þorski sem togaramir á Norðurlandi lönduðu á síðasta ári var 2,2 kg en verðhækkun á 2ja kg þorski var aðeins 1% en á stórþorski 13,3%. Það em netabátar á vetrarvertíð sem veiða stærsta þorskinn. Að sögn talsmanna togarasjómanna á Norðurlandi mun þetta kalla á enn harðari kröfur þeirra um að fiskurinn verði fluttur út í gámum. Togarar frá Siglufirði, Húsavík og Akureyri hafa til þessa landað öllum sínum afla til fiskvinnslunar í heimahöfnum. Þó gæti hækkun skiptaprósentu bjargað hér einhverju en það er höfuðkrafa Sjómannasambandsins. Útyvegsmenn hafa alfarið hafnað þeirri kröfu og um það stendur nú slagurinn í sjómanna- deilunni. Hætt er við að fiskverðsákvörðunin, sem svo ákaft var beðið eftir sem lausn í sjómannadeilunni, muni ekki leysa málið hvað togarasjómenn á Norður- landi varðar. -S.dór STDÐVUN KAUPSKIPA- FLOTANS Vegna yfirvofandi verkfalls undirmanna á kaupskipum vekur EIMSKIP athygli viðskiptavina sinna á eftirfarandi: # Boðað verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur hjá undirmönnum á kaupskipum hefst á miðnætti aðfarar- nótt þriðjudagsins 6. janúar 1987 hafi samningar þá ekki tekist. # Á undanförnum mánuðum hafa ítrekaðartilraunir verið gerðartil þess að ná samningum við forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkurog afstýra vinnustöðvun.Þærtilraunir hafa ekki borið árangur. Komi til verkfalls munu íslensk kaupskip stöðvast eitt af öðru í janúar. # EIMSKIP bendir viðskiptavinum sínum á að vera viðbúnir verkfalii, og gera ráðstafanir til að vörur komi með þeim skipum félagsins sem lesta í erlendum höfnum á næstunni. # Af hálfu EIMSKIPS verður áfram lagt kapp á að sanngjarnir samningar náist sem allra fyrst við viðsemj- endur fyrirtækisins. Vonast er til þess að óþægindi af væntanlegri vinnustöðvun verði sem minnst og að flutningsþjónusta EIMSKIPS komist sem fyrst í eðlilegt horf. Vísitöluleigan hækkar um 7,5% Frá áramótum hækkaði leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem bund- in er í húsaleigusamningum við útreikninga Hagstofunnar, um 7,5%. Leigan helst síðan óbreytt fyrstu þrjá mánuði ársins. -HERB EIMSKIP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.