Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 6
w>. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. Utlönd Nýárið byrjar með róstum í S-Afríku Nýárið byrjaði hrottalega í S-Afríku þegar þrír blökkumenn voru brenndir til bana í Soweto á nýársdag en ellefu meiddust og einn var drepinn í róstum sem urðu í örtröð á orlofsstöðum þar sem blökkumenn gengu berserksgang. Hið opinbera greinir frá því að blökkumaður og blökkukona hafi brunnið til bana þegar 20 manns gerðu að þeim aðsúg í Emdeni-hverfinu í Soweto. Brennumenn eru í þessum fréttum kallaðir svartir róttæklingar. Önnur kona var brennd til bana í hvítra-hverfi í Soweto af 90 blökku- mönnum sem veist höfðu að henni. Lögreglan fann enn einn blökkumann með brunasár en það var í Kwanobu- hle. - Þetta minnir á „hálsbandamorð- in" eins og þau eru kölluð sem nokkur brögð hafa verið að síðustu þrjú árin. Hjólbarði, fylltur bensíni, er settur um háls fórnardýrinu og síðan kveikt í. Algengustu fórnardýr þessa hrotta- lega hálsbands hafa verið blökkumenn sem róttæklingar gruna um að vera undirþægir hinum hvítu yfirvöldum. Hópar blökkumanna gengu ber- serksgang á baðströndum við Ind- landshafið á nýársdag. Hafði þó lögreglan töluverðan viðbúnað á þess- um stöðum í Natal-strandhéraðinu eftir óeirðirnar um jólin þar sem sex meiddust alvarlega. Þá gerðu blökku- menn aðsúg á nýársdag á Durban- baðströnd, hröktu sundverði og lokuðu sig inni í búningsklefum. Bar lögregluna að þegar skríllinn hafði ráðist að matsölustað í nágrenninu en þá mætti henni grjóthríð sem hún svaraði með haglaskotum (fuglahögl- um) 0£ særðust níu af höglunum. Umsjón: Guðmundur G. Pétursson 1987 hófst með óeirðum í S-Afríku. Skemmdarverk á 100 NATO-skriðdrekum Spellvirki voru unnin á nær hundrað bandarískum skriðdrekum, sem hafðir voru í vörslu í herbúðum NATO í Luxemburg. Ekki er vitað hvenær skemmdar- verkin hafa verið unnin en það gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vikur síðan því að skriðdrekarnir hafa ekk- ert verið hreyfðir í nokkrar vikur. Hafði verið fiktað við rafeindabúnað skriðdrekanna en þessi búnaður teng- ist stjórnun þeirra og eins miðunar- búnaði fallbyssanna. í Sanem-herkampnum í suðvestur- hluta Luxemburg eru tvö hundruð manns, aðallega héraðsmenn ráðnir þar til starfa. Skriðdrekarnir eru bandarísk-smíð- aðir af gerðinni M-60, sem er einn aðalskriðdreki Bandaríkjahers, vegur 56 smálestir og ber fjögurra manna áhöfn. - í Sanem-kampnum eru nokk- ur hundruð skriðdrekar, sem sjaldan yfirgefa kampinn nema fyrir meiri- háttar heræfingar. Strangur vörður er um kampinn sem er rammlega girtur. Grunur hefur vaknað um að skemmdarverkin hafi verið unnin inn- an frá af einhverjum kampverja. Við kennum þér alla almenna dansa, bæði samkvæmisdansa og gömlu dansána. Barnadansar ryrir yngstu kynslóðina. Byrjenda- og framhaldsflokkar Innritun fer fram dagana 2.-5janúar kL 13-19 í símum 40020 og 46776. Kennsluönnin er 20 vikur, kennsla hefst 5. janúar og önninni lýkur með lokaballi. Til að tryggja góða kennslu er fjöldi nemenda í hverj- um hópi takmarkaður. f|d _ Betri kennsIa . betri árangm.t Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, Kópavogi. Símar 40020 og 46776. m •--¦i0mmmm^M H|g . ¦¦'¦¦'¦¦ "-''-^^HÍÍÍHte mM^ ^pl Hk.:V á&t, ¦¦-¦**'' ||R JB Bl ** m f 1 ^^^Wf ^^^^^» - ,^%,Þ Peningamarkaður EHon John hefur veriö slætnur i hálsi að undanfömu og gengst undir aögerð i næstu viku til þess að kom- ast að hvað veldur óþægindunum. Elton John íhálsaðgerð Breska rokkstjarnan Elton John gengst undir skurðaðgerð á hálsi í Sydney í næstu viku. John, sem er orðinn fertugur, aflýsti tónleikum í desember vegna slæmsku í hálsi og á tónleikum í Sydney nokkru seinna hné hann niður á sviðinu. Læknar þar ráðlögðu honum að gang- ast undir skurðaðgerð. Ekki er vitað hvað amar að stjörn- unni en vonast er til að það komi í ljós við aðgerðina. Verður Elton John fjóra til fimm daga á einkasjúkrahúsi. Umboðsmaður hans hefur tilkynnt að John ætli að taka sér ársfrí til þess að hvíla röddina. Fundu mosku frálO. öld í Kenýa Fornleifafræðingar hafa fundið rúst- ir þúsund ára gamallar mosku á strönd Kenýa. Eru það elstu leifar íslamskrar menningar í Austur-Afríku. Var það leiðangur frá Oxford há- skóla í Bretlandi sem fann moskuna en hún er talin vera frá árinu 950. Þar sem moskan fannst var lítið samfélag innfæddra verslunarmanna en líklega hafa fáeinir arabískir versl- unarmenn frá suðurhluta Arabíu búið þar líka. í gömlum arabískum ritum er greint frá ferðum verslunarmanna til austur- strandar Afríku á fyrstu og annarri öld eftir Krist. IIUNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb. Lb.Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10.5 Ab 6mán.uppsögn 10-15 Ib 12mán.uppsögn 11-16,25 Sp. Vélstj. 1Bmán. uppsogn 16-15.25 Bb Sparnaður- Lánsréttur Sparað 13-6 mán. 9-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Avfsanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb Gmán.uppsögn 2.5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8.5-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadslur 5-6.5 Sb Sterlingspund 9-1 D.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7.5-9.5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Ú t liin óverðtryggð Almennir vfxlar(forv.) 15,75-16. 25 kge/19.5-21 16-17 Ui Vi8skiptavljilar(forv.)(1) Afmenn skuldabróf(2) Lb Vioskiptaskuldabref(l) «W •Jlil Hlaupareikningarfyfirdr.) 16-18 Ui Útlán verðtryggð Skuldabréf Að2.Sirum 5-Í.75 Lb Til lengri tlma 6-5.75 Bb.Lb Útlántilframleiðslu isl. krónur 15-16.5 Sp SDR 8-8.25 Allir netnalb Bandarikjadalir 7.5-7.78 Allit nema Bb.lb Sterlingspund 12.75-13 Allir nemalb Vestui-þýsk mörk 6.25-6.5 Allit nemalb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1542stig Byggingavisitala 281stig Húsaleiguvisitala Hajkkaoi9%1.okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 229 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kt. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn nuk. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti og Landsbankinn miðar við 21% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fímmtudög- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.