Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. Erlend bóksjá THE MYTH OF BLACK PROGRESS. Höfundur: Alphonso Pinkney. Útgelandi: Carnbridge University Press, 1986. Á sjöunda áratugnum var sett umfangsmikil löggjöf í Bandaríkj- unum til þess að koma á jafhrétti milli manna af ólíkum kynþáttum. Með þessum lögum, og aðgerðum ríkisvaldsins í kjölfarið. átti að tryggja blökkumönnum vestra sömu réttindi og hvítum borgur- um. Margir hafa talið að þar með hefði náðst verulegur árangur. En er það svo í reynd? í þessari bók færir Alphonso Pinkney, bandarískur prófessor, sterk rök fyrir því að enn sé um að ræða gifurlegt bil milli réttinda og lífskjara hvítra manna og svartra í Bandaríkjunum. Og jafn- framt að staða blökkumanna sé að því leytinu til lakari nú en á sjötta áratugnum, að málefni þeirra eru ekki lengur í brenni- depli stjórnmálanna samtímis sem samtök blökkumanna, sem knúðu á um umbætur, eru máttlítil og forystulaus. Pinkney færir sterk rök fyrir fullyrðingum sínum. Hann telur langmikilvægast að vinna að au- knu efnahagslegu jafnrétti, en er svartsýnn á þróun í þá veru á næstunni vegna ríkjandi viðhorfa í bandarískum stjórnmálum. A L A N PATON TOWA RDS THfi MOUNTAIN TOWARDS THE MOUNTAIN Höfundur: Alan Paton. Útgefandí: Penguin Books, 1986. Þeir eru líklega margir sem kynntust fyrst suðurafrískum bók- menntum við lestur áhrifamikillar skáldsögu eftir Alan Paton, Cry, the Beloved Country (Grát, ást- kæra fósturland), en sú saga kom út í heimalandi höfundarins árið 1948. Þetta var örlagaríkt ár þar í landi: til valdatöku hvítra þjóðern- issinna það ár má rekja aðskilnað- arstefnu suðurafrískra stjórnvalda og allar þær hörmungar sem af henni hafa leitt. I þessari ævisögu rekur Paton fyrstu fjörutíu og fimm ár lífs síns. Hann var af strangtrúðuðu fólki kominn í Pietermaitzburg í Natal. Þegar á æskuárum fékk hann ógeð á þeim leiðum ofbeldis sem margir þar í landi, þar á meðal faðir hans, fóru til að sýna vald sitt. Sú reynsla þróaði með honum trú á mikilvægi þess að hver einstaklingur fengi að njóta frelsis og sjálfsvirðingar.- Paton fékk tækifæri til þess að sýna þessa trú sína í verki þegar hann gerðist skólastjóri við Ki- epkloof-endurhæfingarskólann fyrir unga svarta aíbrotamenn. Hanr gegndi því starfi í þrettán ár. Hér sýnir hann hversu mikil- væg sú reynsla varð honum við samningu skáldsögunnar sem enn heldur nafni hans hátt á lofti. Ahugaverðar og hroll vekjandi ferðasögur GRANTA 20. Ritstjóri: Bill Buford. Útgefandi: Granta Publications og Penguin Books, 1986. Meginefni enska tímaritsins Granta er að þessu sinni frásagnir af ferðum til framandi og gjarnan heillandi staða. Sá magnaði ferðagarpur Redmond O'Hanlon, sem kunnur er af bók sinni um heimsókn til Borneo, rekur hér óhugananlega en jafhframt hrífandi för um Amazon-héruð Venezúela þar sem hann leitar að og fhmur Yanom- ami-indíána, en þeir eru af sumum taldir ofbeldissamasti þjóðflokkur jarðarinnar. Sú frásögn hefur að geyma þann kynngimátt góðra ferða- sagna að kveikja brennandi áhuga lesandans en jafhframt að vekja með honum óhug. Látlaus frásögn ÓHanl- on er hreint út sagt hrollvekjandi á köflum. Ferð hans er merkileg upplif- un, en mikil lifandis ósköp er gott að ÍNTROUBI.EAMÍN þurfa ekki að fara í sporin hans heldur geta setið í þægilegum stól og numið reynslu hans af blaðsíðunum. Þótt O'Hanlon eigi tvfmælalaust forvitnilegustu frásögnina í þessu tölublaði Granta er hér af mörgu öðru áhugaverðu að taka. Þar vil ég sérs- taklega nefna frásögn rithöfundarins Salman Rushdie af heimsókn til landa- mærasvæðanna i Nicaragua þar sem hermenn sandinista og Contra-skæru- liðar eigast við, og hliðstæða grein eftir Peregrine Hodson sem dvaldi um hríð með skæruliðum í Afganistan. Þá er fengur að grein Martha Gell- horn um heimsókn hennar til Kúbu árið 1985, en það var í fyrsta sinn sem hún kom þangað frá því hún bjó þar með Ernest Hemingway á árunum eft- ir spænsku borgarastyrjöldina. Hún dregur skýrt fram ýmsar þær breyting- arnar sem orðið hafa á Kúbu frá tímum síðari heimsstyrialdarinnar. Ferðasögurnar í Granta eru af þeim gæðafíokki sem við eigum orðið að venjast í þessu afbragðsgóða tímariti. Þroskasaga fjögurra að- dáenda „Rauðu djöflanna" THE RED DEVILS TRILOGY. Höfundur: Debbie Horsfíeld. Útgefandi: Methuen, 1986. Fyrsta leikritið af þremur í þessari bók, The Red Devils, var frymsýnt í Liverpool árið 1983. Það fjallar um fjórar vinkonur á táningsaldri, Alice, Nita, Phil og Beth, nokkra daga árið 1979. Þær eru um flest ólíkar en hafa þó eitt sameiginlegt brennandi áhuga- mál: átrúnað á „Rauðu djöflunum", knattspyrnuliði Manchester United. Gerist enda leikurinn á þeim dögum er Manchester United mætir Arsenal á Wembley í úrslitum bikarkeppninn- ar - og tapar. Vinkonurnar fjórar eru skýrt mark- aðar af hálfu höfundarins. Vonir þeirra, óskir og trú á eigin getu, eru með ólíkum hætti, svo og skaphöfn þeirra. En þær eru enn á mörkum þess að verða fullorðnar og geta því litið á knattspyrnuleik sem flestu öðru mikilvægara í lífinu. Stúlkurnar eru opinskáar í tali og frakkar. Atburðarásin, og samtölin, virðast raunsönn og eru oft bráðfynd- in. í lokin, þegar þær gráta tap United og önnur og alvarlegri viðfangsefni blasa við, vaknar óneitanlega áhugi lesandans á að vita meira um ævi þeirra. Sú var einnig skoðun forráða- manna leikhússins í Liverpool og höfundurinn því fenginn til þess að skrifa framhald. Afraksturinn er leik- ritin True Dare Kiss og Command or Promise. Fyrra verkið segir frá lífi þeirra og basli á árunum 1980-1981, en það síðara nær til áranna 1982-1983. I heild nær þríleikurinn þannig yfir fjögurra ára tímabil. Svo sem þegar er ljóst af fyrsta leik- ritinu reynist þróunarbraut þeirra vinkvennanna harla ólík, enda er um sterkar andstæður að ræða. Þegar þær sameinast í lok þríleiksins á Wembley til að sjá United vinna glæstan sigur hafa þær einnig að baki margar þraut- ir. Lífið hefur fært þeim margvísleg vonbrigði en jafnframt gleði enda hafa þær þrátt fyrir allt komist í gegnum hreinsunareld þessara þroskaára að mestu óskaddaðar. Þótt Debbie Horsfield sé ungur höf- undur (fædd árið 1955 í Manchester), hefur hún þegar samið mörg leikrit. Þessi þríleikur er eftirminnilegur af- lestrar. Þeirri hugsun verður ekki varist að gaman væri að sjá vinkon- umar fjórar á íslensku leiksviði. Metsölubækur - pappírskiljur Bretland 1. Edmondson, Leigh & Lepine: HOW TO BE A COMPLETE BASTARD. (2) 2. GILES CARTOONS 1987. (4) 3. Douglas Adams: THE UTTEBLY, UTTERLY MERRY COMIC RELIEF CHRISTMAS BOOK. (1) Bob Geldof: IS THAT IT? (6) G. Jolliffe & P. Mayle: WICKED WILLIE'S GUIDE TO WOMEN. (3) M. Smith & G. R. Jones: THE LAVISHLY TOOLED SMITH AND JONES COFFEE TABLE BOOK. (5) P. D. James: A TASTE FOR DEATH. (8) Len Deighton: LONDON MATCH. (7) NAUGHTY DOTS. (-). Maureen Lipman: HOW WASIT FOR YOU? (10) (Tölur innan sviga tákna röö viokomandl bók- ar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times.) 4. 6. 8. 9. 10. Bandaríkin: 1. Jean M. Auel: THE MAMMOTH HUNTERS. 2. V. C. Andrews: DARK ANGEL. 3. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. 4. Danielle Steel: SECRETS. 5. Johanna Lindsey: A HEART SO WILD. 6. Irving Wallace: THE SEVENTH SECRET 7. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 8. Louis L'Amour: NIGHT OVER THE SALOMONS. 09. Robert A. Heinlein: THE CAT WHO WALKS THROUGH WALLS. 10. Vonda N. Mclntyre: STAR TREK IV: THE VOYAGE HOME. Rit almenns eólis: 1. Shirley MacLaine: DANCING IN THE LIGHT. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. (Byggt á The New York Tímes Book Review.) Danmörk 1. Fay Weldon: EN HUNDJÆVELS BEKEND ELSER. (1). 2. TOVE DITLEVSEN: BARNDOMMENS GADE. (1). 3. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (3). 4. Alice Walker: FARVEN LILLA. (4). 5. Jean M. Auel: HULEBJÖRNENS KLAN. (7). 6. Régine Deforges: PIGEN MED DEN BIÁ CYKEL. (6). 7. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (-). 8. Rachen og Israel Rachlin: SEKSTEN ARISIBIRIEN. (-). 9. Régine Deforges: I KRIG OG KÆRLIGHED. (8). 1 . Erica Jong: HEKSE. (-). (Tölur innan svlga tákna röo viökomandi bók- ar á listanum vikuna á undan. Byggt á Politi- ken Söndag). Umsjón: Elías Snæland Jónsson Horhir 1987 THE YEAR AHEAD 1987. Höfundar: John Naisbitt og The Naisbitt Group. Útgefandi: Futura Publications, 1986. John Naisbitt (höfundur bókar- innar Megatrends) og samstarfs- menn hans hafa sett á bók spá sína um þróun efnahagsmála og við- skiptalífs í Bandaríkjunum og heiminum almennt. Ekki verður annað sagt en þeir líti björtum augum á nýja árið og spái vaxandi velgengni á flestum sviðum. í bókinni fjalla þeir um stórauk- inn hlut sérleyfisverslana í smá- söluverslun. Spáð er verulegum framförum við gerð sérfræðiforrita sem muni hafa mikil áhrif á vinnu- markaðinn. Lýst er árangursríkum tilraunum til þess að hanna bílvél úr „keramiki", en slík vél myndi gera olíu- og kælikerfi bíla óþörf. Rakinn er vaxandi áhugi stórfyrir- tækja á að fjármagna menningar- starfsemi af margvíslegu tagi. Og er þá fátt eitt talið. í sérstökum köflum í bókinni er fjallað um tvo ólíka staði. Annars vegar Kínverska alþýðulýðveldið og þá miklu möguleika sem þar eru að skapast á auknum viðskiptum. Hins vegar endurreisn atvinnulífs í Massachusetts, þar sem sam- vinna einkaframtaks og hins opinbera hefur lagt grundvöll að stóreflingu framleiðslu og þjón- ustu, ekki síst með tilkomu þúsunda smáfyrirtækja. RIMA DONNA A HÍ5T0RY PRIMA DONNA - A HISTORY. Höfundur: Rupert Christiansen. Útgefandi: Penguin Books, 1986. Orðið prímadonna, sem almennt merkir fremsta söngkona við óperu, hefur gjarnan fengið aðra merkingu í munni almennings. Þar er prímadonna oft notað sem skammar- eða háðsyrði. Og eins og skilmerkilega er rakið í þessari bók er sú algenga merking orðsins æði gömul því prímadonnur hafa ýmist verið dáðar eða smáðar um þriggja alda skeið. Höfundur bókarinnar fjallar um helstu prímadonnur óperusögunn- ar allt frá því á átjándu öld fram til okkar daga, eða frá Katharine Tofts, sem var fyrsta prímadonnan á Englandi, til þeirra söngkvenna sem hann telur mest að vænta af í nánustu framtíð: Rosalind Plow- right, June Anderson og Elise Ross. Hann rekur æviferil þeirra í meginatriðum og lýsir þeim bæði sem persónum og söngkonum. Um leið segir hann sögu óperunnar í stórum dráttum, sérstaklega þó í löndum eins og Italíu, Þýskalandi, Englandi og Bandaríkjunum, og áhrifum söngkvennanna á þróun þessarar listgreinar. Þetta er hin forvitmlegasta frá- sögn,, fræðandi og skemmtileg í senn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.