Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Page 9
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 9 Svikin loforð Það er gamall og góður íslenskur siður að fresta til morguns því sem hægt er að gera í dag. Og segir ekki máltækið: Koma tímar, koma ráð. Og þá ekki síður: Frestur er á illu bestur. í ljósi þessa kann frestunin að vera skynsamleg. Oft er sú afsökun notuð fyrir frest- inum að unnt sé vinna betur að honum loknum. Fyrir þessum formála eru tvær ástæður. Önnur er sú að nýtt ár er hafið sem verður vonandi öllum betra en síðasta og væntanlega hafa allir gert áramótaheit og sjálfsagt flestir byijaðir að svíkja þau nú þeg- ar. Hin ástæðan er sú að ég ætla ekki að halda áfram umfiöllun um mállýskur sem ég hóf í tveimur síð- ustu greinum. Þetta er sem sagt pistill hinna sviknu loforða. Þorláksmessa Daginn fyrir jól er haldin Þorláks- messa. Hér á árum áður var hún haldin til heiðurs Þorláki biskupi hinum helga í Skálholti. Nú er dag- urinn aðallega tilefiii skötuáts og þess að rölta í bæinn með vasapela og kaupa fyrir síðustu aurana sem gleymdist að eyða tímanlega. Þorlákur þessi var annar tveggja dýrlinga kaþólsku kirkjunnar á Is- landi. Reyndar var helgi hans ekki svo mjög rómuð nema hér á landi sem best kemur í ljós af þeirri stað- reynd að páfinn í Róm sá ekki ástæðu til að viðurkenna hann dýrl- íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson ing fyrr en fyrir um það bil 12 árum. Og þá löngu gleymdur af Mörland- anum. Mörlandi er annars uppnefiii sem útlendingar bjuggu til um íslendinga og einkum Norðmenn notuðu. Elsta dæmi sem ég veit um þetta uppnefni er úr Laurentiusar sögu og tengist Þorláki helga. Laurentius Kálfsson var biskup á Hólum snemma á 14du öld. Um hann er til ítarleg ævisaga. Laurentius dvaldi í Noregi og var haldinn sem biskupsefni. Erkibiskup sendi hann til íslands og með honum Bjöm nokkum bróður. Þeir komu í Skál- holt daginn fyrir Þorláksmessu og Laurentius fer að mæra helgi Þor- láks. Bjöm brást hinn versti við og Og um pylsur er það að segja að nýjasta nýtt er að biðja um eina með öllu nema aids. fór hraklegum orðum um hinn helga mann og vildi banna að lofsyngja hann enda værihann hvergi þekktur út fyrir fjörur Islands. Laurentius varði orðspor Þorláks og varaði Bjöm við enda væri Þor- lákur góður við þá sem væm sér hliðhollir en hefnigjam við aðra. Bjöm bróðir sinnti áminningum Laurentiusar engu og lét matgera kjöt daginn eftir. Og um kvöldið lá hann veikur með sting í hjartanu, um það bil að deyja. Laurentius kom þá og var ekki hissa. Þorlákur var þama að verki enda hafði Bjöm egnt hann til reiði með orðum sínum daginn áður. Og hann bætti við annarri sögn af Þor- láki: Eigi er þat undarligt, sagði Laur- entius, þó at þér beri þetta til, því þú talaðir mjök óvitrliga í morgin, misgrundandi heilagleik þessa ágæta vinar, ins heilaga Þorláks byskups, er skín mörgum ágætum jartegnum, ok svo sem menn vita er hann miskunsamr við þá, sem til hans kalla, svo er hann ok mjök hefnisamr þeim, sem í móti honum brjóta. At því gaist einum dára í Englandi, at hann þóttist gera til háðúngar ok spotts við inn heilaga Þorlák byskup, takandi eitt mör- bjúga, framberandi fyrir líkneski Þorláks byskups, þesum orðum tal- andi: „Viltu, mörlandi? Þú ert utan af íslandi." Fekk sá dári svo skjóta hefnd, at sú höndin, sem upp hélt mörbjúganu, varð honum stirð sem tré. Varð hann þar at standa, sem hann var kominn, með uppréttri hendi, þar til sem góðir menn báðu fyrir honum ok hann iðraðist síns glæps, varð hann lauss. Við þessi orð iðraðist Bjöm og fór lofsamlegum orðum um Þorlák bisk- up og stingurinn hvarf úr hjartanu og gerði ekki vart við sig framar. Þetta er ákaflega mórölsk og fögur saga og kennir okkur að vanvirða ekki helga menn og éta ekki bjúgu á Þorláksmessu. Og líklega heldur ekki pylsur. Og um pylsur er það að segja að nýjasta nýtt er að biðja um eina með öllu nema aids. Að svo mæltu óska ég öllum góðs og gæfuríks komandi árs og þakka sumum sem ég þekki fyrir samfylgd- ina á liðnu ári. Nöfn til vandræða Þjóðlegir Danir eru nú í óðaönn að grafa upp hetjuleg nöfn frá víkingatí- manum til að gefa bömum sínum. Það hefur lengi verið landlægt í Danmörku að allir virðast heita sömu nöfnunum. Síðustu fjórar aldimar hafa yfirvöld reynt að auka fjölbreytnina í nafhgift- unum en árangurinn hefur látið á sér standa. Samkvæmt þjóðskránni hafa Danir úr um 85 þúsund eftimöfnum að velja. Við nánari athugun kemur þó í ljós að tveir þriðju dönsku þjóðarinnar bera 50 algengustu eftimöfhin og þau enda öll á „sen“. Jensen er algengasta nafnið. í Dan- mörku em 389.000 Jensenar. Nilsenar em 350.000 og Hansenar 298.000. Þar á eftir koma 160.000 Christensenar. Ekki er vitað til að í öðm landi Evr- ópu séu algengustu nöfriin svona algeng. Hvaða Hansen? „Þetta var allt í lagi meðan fólk bjó dreift um landið og samgangur þess minni en nú er,“ útskýrir Eva Meldga- ed, þjóðfræðingur við háskólann í Kaupmannahöfn. „Flutningar til borganna leiddu þó til þess að árið 1828 vom gefin út lög sem veittu meira frelsi í nafngiftum og var tilgangurinn að fá fram meiri fjölbreytni. Það fór þó á annan veg því almenn- ingur hunsaði lögin og fátítt var að ættamöfnum væri breytt. Enn hafa því gömlu nöfnin lifað af allar laga- setningar. í bæjunum olli það verulegum erfið- leikum fyrir t.d. lögregluna að á sama staðnum bjuggu fjölmargir menn að nafni Hans Nilsen eða Nils Hansen. Þvi var mikil áhersla lögð á að búa til ný nöfn.“ Árið 1904 vom sett ný lög þar sem fólki var leyft að skipta um nafn og greiða fyrir óverulega fjámpphæð. Samkvæmt nýjustu lögunum um naih- giftir er dönskum konum heimilt að halda ættamafni fjölskvldu sinnar við giftingu og óskilgetin böm mega velja milli ættamafna föður og móður. Ekki Lenin Opinberlega em á skrá 5000 skfrnar- nöfh sem yfirvöld mæla með. Árlega berast einnig um 250 umsóknir um ný nöfn. Af þeim hljóta að jafnaði um 200 samþykki. Langflest em nýju nöfnin erlend. Þar birtast tyrknesk og austur- lensk nöfri sem rekja má til innflytj- enda þaðan. Ýmsir Danir hrífast einnig af nýjum nöfnum á ferðalögum erlendis. Þá er greinilegt að vinsælir sjónvarpsþættir hafa áhrif á nafngiftir. Leyfi hefur fengist fyrir nöfnunum Hassan, Moses og Ali en hins vegar hefur nöfnunum Hussein og Mo- hammed verið hafiiað án þess að skýring hafi verið gefin á því. Einn Dani fékk leyfi til að taka upp nafii J.R. Ewing með því skilyrði að hann skrifaði það Juving á danska vísu. Hins vegar hefur sögulegum nöfhum á borð við Lenin og Churchill verið hafnað. „Þessi skfrnamöfii fylgja tískunni," segir George Soenderárd, prófessor i við háskólann í Óðinsvéum. „Eftir seinni heimsstyijöldina var mikið í tisku að gefa bömum nöfn eins og Tommy, Kenneth, Brian og Dennis." Algengustu skímamöfnin í Dan- mörku er Peter og Marie. Fyrir nokkrum árum bar sérstaklega mikið á að bömum væm gefin nöfnin Micha- el, Maartin, Julie og Camilla. Á þessu ári virðist hins vegar sem þjóðleg nöfn séu að ryðja sér til rúms. Nú þykir fínt að nefna stráka Erik, Torsten og Knut. Stelpumar fá í sam- ræmi við þessa tísku nöfrún Sigrid, Gunver, Gunhild, Ingeborg og Solveig. Reuter/GK Skilafrestur til 8. janúar. Sendið inn alla TAKIÐ ÞÁTT 10 seðlana - í einu umslagi - GLÆSILEGIR VINNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.