Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. Frjálst,óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Boðskapur landsfeðra Formenn gömlu flokkanna hafa ritað sinn áramóta- boðskap í flokksblöð sín. Margt ber þar keim kosning- anna, sem framundan eru. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ber sam- starfsmenn sína þungum sökum í nokkrum tilvikum. Hann segir, að frjálshyggjumenn hafi fengið því til leið- ar komið, að ekki hafi verið ákveðnir hámarksvextir 1984. Afleiðingarnar séu komnar fram. Hæstiréttur hafi dæmt, að þar með hafi okur orðið löglegt. Steingrímur segir eijmig, að frjálshyggjumenn hafi komið í veg fyrir framleiðslustjórnun í kjúklinga- og eggjaframleiðslu og spáir gjaldþrotum í þeim greinum. Vel er, ef frjáls- hyggjumenn geta varið hagsmuni neytenda á þessum sviðum, en vitað, að Framsókn reynir að tryggja einok- un. Þá segir forsætisráðherra, að kjarasamningarnir í febrúar síðastliðnum hafi tvímælalaust verið hið merk- asta, sem gerzt hafi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Verð- bólga sé nú orðin minni en hún hafi verið í fimmtán ár. Meðalkaupmáttur sé meiri en hann hafi nokkru sinni verið fyrr. Við þau orð skyldu menn hafa í huga, að aðilar vinnumarkaðarins tóku í kjarasamningunum valdið af ríkisstjóminni. Þeim ber því það þakklæti, sem veitt verður þess vegna. Steingrímur segist geta hugsað sér hækkun eignar- skatta. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í áramótagrein sinni, að minnkun verðbólgu nægi til að sýna árangur stjómarsamstarfsins. Hann telur þó, að stjórnin hafi gengizt fyrir grundvallarbreyting- um. Stjórnin hafi gengið betur fram í því en gert hafi verið í aldarfjórðung að fella úr gildi reglugerðir og lög, sem mæla fyrir um miðstýringu og ríkiseinokun. Slíkar breytingar hafi til dæmis orðið á fjármagnsmark- aðinum. Þá telur Þorsteinn, að ríkisstjórnin hafi dregið úr skattheimtu, sem nemi 2700 milljónum króna, miðað við þau skattalög, sem í gildi hafi verið, þegar fyrrver- andi ríkisstjórn hvarf frá. Vissulega er sitthvað rétt í því, sem hann segir um aukið frjálsræði. En mjög víða ríkir enn hin gamla stefna hafta og ríkiseinokunar, sem er neytendum og skattgreiðendum andstæð. Ríkisstjórn- in hefur svikizt um að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, fjallar í áramótahugleiðingu um hugmyndafræði sósíaldemókrata en ekki málefni dagsins hér á landi. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, leggur hins vegar í áramótagrein fram hugmyndir um, hvernig landsstjórnin muni breytast að hans mati, komist Al- þýðubandalagið í ríkisstjórn eftir kosningarnar. Svavar vill nú fá fyrir sinn flokk forsætis- eða utanríkisráðu- neytið. Hann telur, að miðflokkarnir muni hallast til hægri eða vinstri, eftir því hvernig Alþýðubandalagið kemur út úr kosningunum. Svavar boðar hærri laun og aukna samneyzlu á veg- um ríkis og sveitarfélaga, vinni Alþýðubandalagið í kosningunum. Svavar neitar ekki, að þetta þýði meiri skatta. Hann nefnir meðal annars, að leggja beri að nýju skatt á ferðamannagjaldeyri og hækka tekjuskatt fyrirtækja. En skattar Svavars hlytu að verða miklu meiri. Hættulegt er, hvað áhugi á hækkun eignarskatta virðist mikill hjá vinstri og miðflokkunum. Haukur Helgason Heilbrigð sál í hreínum búki Svokallaðar vetraríþróttir eru bara fyrir fólk með ótakmarkaðan tíma og fjórhjóla farartæki. Auk þess er ekki einu sinni hægt að reiða sig á snjó og frosthörkur hérna úti við heimskautsbauginn. Maður hef- ur fyrir því að íklæðast nýju vatter- uðu skíðafötunum sínum í regnbogalitunum, leggur nýsmurð austurrísk skíði og dreyrrauða franska skíðaskó sér á öxl og stígur síðan ofan í slabb eða krapablá rétt fyrir utan dyrnar. Hinar einu og sönnu vetraríþróttir íslendinga eru stundaðar innanhúss: myndbandametingur, skoðanaskipti, tölvuleikir, fyrir utan hefðbundna spurningaleiki á borð við Trivial Pursuit, eða Fánýtt fjas eins og leik- urinn nefnist í Gylfaginningu. Ég ætla hér að kynna vetraríþrótt sem ég hef verið að dunda við að þróa í baðherberginu heima hjá mér á undanförnum árum. Nafnið er ekki alveg á hreinu, en sápukast eða sápuhnit gæti vel komið til greina. Hugmyndin er sáraeinföld, eins og raunar allar merkustu hugmyndir mannkynssögunnar. Leggja sig í stórhættu Þannig háttaði til í baðherberginu hjá mér að sturtuklefi stóð í allnokk- urri fjarlægð frá vaskinum og í þessum klefa var ekki að finna sápu- disk. Galdurinn var þvi sá að grípa með sér sápustykki af vaskinum og stökkva með það inn í klefann. Að sómasamlegri sápun lokinni var um tvennt að ræða, láta sápuna leika lausum hala inni i klefanum, og leggja þannig sjálfan sig í stórhættu, eða þá að koma henni frá sér eftir notkun. Ekki þótti sniðugt að geyma sápu- stykkið á gólfinu fyrir framan klefann, bæði af öryggis- og fagur- fræðilegum ástæðum. Fátt er eins ógeðslegt ásýndar og viðkomu eins og rakt sápustykki alþakið þriggja daga skeggi og öðru því sem til fell- ur í baðherbergjum. Því var ekki nema um eitt að ræða, að skutla sápunni yfir í vaskinn. Þetta gerði ég í nokkur skipti og fórust mér köstin ekki alltaf jafn- hönduglega. Sápustykkið átti það til að hrökkva af vaskinum og fljúga í fögrum boga út í horn, ofan í rusla- fötuna, jafnvel ofan í inniskóna mína. Með réttum hnykk Þá var það sem ég fór að vanda mig, spekúlera í réttum hnykk á úln- Aðalsteinn Ingólfsson ITALFÆRI lið í kastinu, kasthorninu, lögun vasksins og öðrum þáttum sem þjálf- aðir íþróttamenn stúdera út í æsar. Sömuleiðis gerði ég tilraunir með margar gerðir af sápu, ferköntuð sápustykki frá Palmolive, straum- línulagaðar sápur frá Lux, kring- lótta sápu frá Kína, Heavenly Lather hét hún. Sápurnar frá Lux gera án efa mest- ar kröfur til kastarans og eru þarafleiðandi mest spennandi í notk- un. Ferkantaðar sápur eru áreiðan- legar, en fremur leiðinlegar til lengdar. Kínverska sápan festist við lófann á mér og fór hvergi, hvernig sem ég reyndi að hrista hana af mér. Næsta skrefið var að athuga raka- hlutföllin. Ekkert þýddi að slengja glerhálli sápu í skraufþurran vask. Það dró úr eðlilegri hringrás hennar í vaskinum. Of sleipur vaskur gat hins vegar haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar, rétt eins og rakur og gljúpur fótboltavöllur setur allt úr skorðum fyrir fótboltamenn. Mér reyndist best að slengja sápu í vask strax eftir að tennur höfðu verið burstaðar. Þá sátu fíngerðar vatnsperlur eftir á yfirborði vasksins og sáu um að fleyta sápunni um hann. Úðun með blómaúðara, rétt fyrir fyrsta sápukast, hefur sömu áhrif. Ýmislegt fleira varð ég að taka til athugunar, gerð vasks, kjörfjarlægð (optimum distance) sturtuklefa frá vaski og svo auðvitað leikreglurnar. Aukagrein á íþróttamótum Mér datt í hug hvort hægt væri að innleiða sápukast sem nokkurs konar aukagrein á íþróttamótum. Hana gætu menn stundað í búnings- klefum, að lokinni keppni í öðrum greinum, og unnið sér þannig inn punkta sem taldir yrðu saman í lok hvers árs. Ég mundi þá mæla með því að sturtuklefar yrðu staðsettir að minnsta kosti fimm metra frá vaski. Sjálfur hef ég æft á Ifö vaska frá Finnlandi en alþjóðaólympíunefnd- in, eða einhver nefnd af þeim kalíber, mundi vitanlega þurfa að leggja blessun sína yfir keppnisvaskinn. Sérhver keppnisaðili verður síðan að bíða í sturtuklefa sínum og mynd- ast við að þvo sér en um leið og merki er gefið verður hann að svipta frá tjaldinu og slengja sápunni í átt að vaskinum. Markmiðið er ekki aðeins að hitta vaskinn heldur að slengja sápu- stykkinu þannig að það renni upp þann enda vasksins sem fjær er, rak- leiðis upp á stallinn sem ætlaður er fyrir sápur. Slíkt kast mundi þá gefa flest stig meðan „venjulegt" kast í vaskinn gæfi færri stig. Og þeir sem ekki hitta eða glopra sápustykkinu út fyrir vaskbarminn eru vitaskuld úr leik, fara í vaskinn eins og sagt er. Blönduð tvíliðakeppni Ég efa ekki að svona keppni mundi bæta stemmninguna í búningsklef- unum og kæta alla viðkomandi. Þeir kollegar mínir í íbróttunum, Stefán Kristjánsson og Sigurður Jónsson, voru einnig sammála um að sápu- kast mundi lífga mjög upp á íþrótta- fréttamennsku í heiminum. Stefán sá strax fyrir sér blandaða tvíliðakeppni í sápukasti en taldi þó að hanna þyrfti stærri sturtuklefa fyrir slíka képpni. Nú hef ég beðið Frjálsíþróttasam- bahdið að gera úttekt á sápukasti sem keppnisíþrótt. Ég er einnig að reyna að fá Joao Havelange, for- mann alþjóðlega knattspyrnusam- bandsins, til að innleiða sápukast í búningsherbergi meðan á næstu heimsmeistarakeppni stendur, svona til reynslu. Ég þykist vita að hann sé í góðum samböndum við sápu- framleiðendur. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.