Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 11 Á mínum unglingsárum var haldið upp á áramótin með þeim gamla góða sið að fólk heimsótti hvert ann- að. Þá eins og nú var skotið upp blysum og flugeldum, skálað fyrir gamla árinu og hið nýja boðið vel- komið. Þessi gleðskapur var sérstak- ur að því leyti að kynslóðabilið var ekki til og fólk var upptekið af því að skemmta sér sjálft. Allir fengu að vera með og taka þátt í fagnaðin- um, ungir sem gamlir. Þegar líða tók að miðnætti fengu menn sér í staupinu og farin var blysför að brennunni í hverfinu. Þannig var eldhafið í hápunkti þegar nýja árið gekk í garð og allir kysst- ust sem þekktust og líka þeir sem ekki þekktust. Svo var sungið við raust um álfa og árið sem var liðið í aldanna skaut og fullorðnir fengu sér aftur í staupinu. Unglingamir hurfu á bak við húshom og fengu sér í staupinu líka. Þegar nágrannar og vinir og fasta- gestir við brennumar höfðu fengið nægju sína af kossunum og kveðjun- um og brennan var farin að hiynja og hrökkva upp af eins og gamla árið héldu menn aftur til síns heima þar sem áfram var sungið og skálað. Einhver settist við píanóið eða tók upp harmóníkuna og svo var dansað og duflað fram á morgun. Þjóðin var sem sagt fullfær um að skemmta sér sjálf og enginn hafði hugmynd um að hægt væri að skemmta sér öðruvísi. Áramótaskaupið En svo gerðist það einn góðan veðurdag fyrir rúmlega tuttugu árum að sjónvarpið hélt innreið sína og á svipstundu hrundi gamlárs- kvöldið til gmnna. Nú urðu fjöl- skyldurnar að éta samkvæmt stoppúri, allir urðu að sitja þegjandi undir ávarpi forsætisráðherra og bömin máttu ekki lengur vera að því að hlusta á fullorðna fólkið með- an Billy Smart tróð upp með sirkus- inn sinn í sjónvarpinu. Nú þurfti að kveikja i brennunum fyrir allar ald- ir, ef það þótti þá taka því að kveikja í þeim. Það hafði nefnilega nýr tímaþjófur stolið senunni, hið eina og sanna áramótaskaup. Upp frá þeim tíma hefur fyrri hluti gamlárskvöldsins farið í að rifja upp áramótaskaupið frá því í fyrra, sem yfírleitt hefur verið misheppnað að mati þjóðar- innar. Seinni hlutinn hefst síðan með Fínasta fyllirfið því að horfa á næsta skaup og ræða síðan um það sem eftir er kvöldsins hvað skaupið í ár sé mikið verra heldur en skaupið í fyrra. Ef einhver slettireka þvælist inn í kunningjahús er henni strax vísað til sætis og sussað á samræður. Heimilisfólkið safhast saman fyrir framan tækið og tekur ekki einu sinni eftir því hverjir em með því i stofunni. Fullorðna fólkið fær sér i mesta lagi sjúss og spyr: Hvenær byrjar skaupið? Og svo er beðið, gengið hljóðlega um húsið og stöku maður hefur orð á því að forsætis- ráðherra hafi litið þreytulega út í sjónvarpinu. Enginn hefur hins veg- ar skoðun á því hvað hann segir vegna þess að fólk horfir ekki á sjón- varp til að hlusta. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig í tvo áratugi og sennilega hefúr alist upp í landinu heil kynslóð af fólki sem man ekki eftir öðruvísi gamlárs- kvöldi heldur en undir því álagi að ljúka við flugeldana og nýárskveðj- umar áður en skaupið hefst - og kann ekki lengur að hlæja nema að bröndurum á annarra manna kostn- að. Fíntfólk í stuði Þessi þróun hefur leitt til þess að þjóðin hefur ekki vitað sitt rjúkandi ráð eftir að dagskránni lýkur. Eng- inn getur skemmt sér hjálparlaust og sennilega hafa þeir hjá sjónvarp- inu fengið samviskubit út af þessu tómarúmi sem það hefur skilið eftir i lífi landsmanna. Það gerðist nefni- lega í fyrra að þeir slógu upp balli í sjónvarpssal strax eftir miðnættið - fengu Stuðmenn til að leika og stjömur til að mæta og sýndu þjóð- inni hvemig á að skemmta sér. Þar með gat þjóðin haldið áfram að sitja fyrir framan sjónvarpið langt fram eftir nóttu og fylgst með því í beinni úsendingu hvemig fyrirfólkið skemmtir sér í þágu annarra. Þama vom þeir mættir forráðamenn sjón- varpsins, ráðherrarnir og fegurðar- drottningamar, svo upptalningin sé í réttri röð. Nokkra listamenn sá ég og pólitíkusa og landskunna skemmtikrafta og skyndilega rann það upp fyrir mér að það væri há- punkturinn í tilverunni að komast á þetta ball. Verst var að ég þekkti ekki þessa áhrifamiklu forráðamenn nema rétt í sjón og var alls ekki skyldur þeim. Mér þótti nefhilega einsýnt að til að komast í innsta Ellert B. Schram hringinn og dansa í beinni útsend- ingu væri það lágmarkskrafa að þekkja mann sem þekkti mann og vera að minnsta kosti mægður þeim til þessarar upphefðar. Aldrei vissi ég hvemig þessi sjón- varpsdansleikur endaði vegna þess að ég var truflaður af gleðimönnum af gamla skólanum sem höfðu ekki skilning á þessari nýbreytni og óðu í þeirri villu að þeir ættu að hafa ofan af fyrir sér sjálfir. Eitthvað var talað um að dansi- ballið hefði verið dýrt og Stuðmenn hefðu grætt vel á kvöldinu en þær raddir vom kveðnar niður eftir að skemmtikraftamir upplýstu að þeir hefðu verið að gera þjóðinni per- sónulegan greiða með þvi að mæta og Krummi sjálfur varð að hálf- gerðri þjóðhetju eftir að hann söng fyrir alþjóð á fimmta glasi, af ein- skærri hollustu gagnvart hinum sem heima sátu og áttu þess ekki kost að vera skyldir honum. Stærsta danshúsið Allt árið hef ég verið að hugsa um þetta merkilega fi-amtak hjá sjón- varpinu, aðallega þó vegna þess að ég átti mér þann draum að verða boðinn sjálfur. Imyndið ykkur þau forréttindi að fá að mæta fyrir fram- an alþjóð og leyfa henni að fylgjast með sér í dillandi dansi innan um allt hitt fræga fólkið og láta þá sem heima sitja hrópa upp í stofunni: Nei, þama er hann Ellert. Við hvem skyldi hann vera að dansa? Og svo fengi ég mér í glasið og stúderaði upptökuvélamar til að geta dansað inn í flóðljósið, alveg svona óvart og áreynslulaust, eins og ég væri alvanur og sjálfsagður gestur í þess- um forréttindahópi. Þegar leið á árið spurðust út þær fréttir að sjónvarpið mundi halda uppteknum hætti og efha enn til áramótadansleiks. Nú dugði ekkert minna en stærsta danshús þjóðar- innar og skemmtikraftar í fremstu röð, bæði hérlendir og erlendir og sumir þar að auki látnir i þokkabót. Sagt var að Ríkisútvarpið mundi bjóða nokkur hundrnð útvöldum gestum en pupullinn mætti koma seinna, þegar á liði. og borga sig inn. Sjálfsagt fyrir slikk. enda verður Rikisútvarpið að mæta vaxandi sam- keppni með því að riða til falls með elegans. Ég var meira að segja nýbú- inn að fá bréf frá Markúsi Emi þar sem hann hvatti alla alþingismenn til að standa vörð um fjárhag Ríkis- útvarpsins svo ekki þvrfti að draga úr menningunni og dreifikerfinu. Mér var og er fullkomlega ljóst að menningargildi áramótadansleiks- ins er ómetanlegt eftir að þjóðin lagði þann sið niður að skemmta sjálfri sér og fékk sjónvarpið til að gera það fyrir sig í staðinn. Ég sem þingmaður og áhugamaður um menninguna í Ríkisútvarpinu hlvti að verða meðal þeirra fyrstu sem fengi boðsmiða í beinu útsendinguna þar sem ég gæti séð það svart á hvítu hvemig menningin plummar sig í Broadway á kostnað ríkisins. Ég beið harla vongóður en svo teygðist á biðinni. Ég hafði spurnir af því að boðsmiðar hefðu verið ke.\Tðir út með leigubilum á laugar- dagskvöldið síðasta, sem mér fannst sniðugt hjá Markúsi Emi, í stað þess að senda þá með póstinum sem er áreiðanlega mikið dýrari heldur en leigubílamir. í beinni útsendingu En ekki kom miðinn og svo fór að ég þurfti að sætta mig við þau örlög að sitja enn eitt gamlárskvöldið heima og láta mér nægja reykinn af réttunum. Ég sá það og heyrði í blokkinni og hjá nærliggjandi venslafólki að það dró sig tímanlega í hlé strax og skaupið hófst og þegar ballið byrjaði í Broadway var komin dauðakyrrð í borginni og lögreglan hefur staðfest það síðar að varla hafi nokkur maður verið á ferli þeg- ar dansiballið hófst - sem sannar nauðsyn þeirrar stefriu að sjónvarpið gefi almenningi kost á því að horfa á aðra skemmta sér í stað þess að skemmta sér sjálfur. Og þetta var nú meiriháttar og makalaus skemmtun. Þama var Sig- urður ljóðskáld á bamum og Stein- unn tímaþjófur, nýbúin að dansa í fyrra dansinn sem hún dansar í ár. Þama var Páll Magnússon sem sagði okkur frá því hvað honum þætti vænt um Ingva Hrafri og Ingvi Hrafn sem sagði okkur frá þvi hvað honum þætti vænt um Pál. Báðir sögðu þeir okkur hvað þeim þætti ofealega vænt um Eddu og svo gátu þau öll beðið að heilsa krökkunum sínum sem sátu heima fyrir framan sjónvarpið og vinkuðu á móti. Þetta var sannkölluð fjölskyldustemmng enda er það nú aldeilis munur fvTÍr blessuð bömin að hafa foreldrana í beinni útsendingu á frívaktinni. Við gátum líka fylgst vandlega með þvi hver var með hveijum og eiginlega vantaði ekkert i þessa út- sendingu nema upplýsingar um hvað menn vom búnir að drekka marga áður en þeir komust í sviðsljósið. Sumir gætu jafrivel haldið að Ólafur Ragnar hefði verið að drepast úr leiðindum en málið er einfaldlega það að Ólafur drekkur ekki og er því ekki i sams konar stuði og allir hinir sem detta í það í beinni útsend- ingu. Spuming er hvort yfirleitt eigi að bjóða mönnum sem ekki drekka. Því miður fór það svo fyrir mér að ég gat ekki haldið mér vakandi ballið á enda, svo ég veit ekki með vissu hver fylgdi hverjum heim eða hver varð fyllstur áður en yfir lauk. Þannig missti ég af leikslokunum fyrir nú utan það að ég var ennþá hálfúll yfir þeirri smekkleysu að bjóða mér ekki í Broadway til að vinka bömunum mínum í útsend- ingunni. En ég veit að það er vandi fyrir forráðamennina að velja boðs- listann og svo em þeir svo ættstórir að það er ekki pláss fyrir marga eft- ir að fjölskyldan hefur fengið sitt. En kannske kemur að mér á næsta ári. Hver veit? Allavega er ég stað- ráðinn í því að standa vörð um fjárhag Ríkisúvarpsins til að það geti sinnt þeirri menningarskyldu sinni að efna til áramótadansleiks fyrir þá sem leggja það á sig að fara á fyllirí fyrir hina sem heima sitja. Þjóðin hlýtur öll að styðja þá við- leitni. Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.