Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1987. 13 frá því hann var smástrákur, haft óskaplega mikin áhuga á veðri. Veð- ur er kannski ekki algengasta áhugamál smástráka og Hafþór var spurður hvaðan sá áhugi væri sprott- inn? „Ég veit það ekki. Þetta eru kannski áhrif frá systur hennar mömmu sem bjó uppi í Biskupstung- um og ég var oft hjá. Hún hlustaði alltaf á veðrið og kallaði það að hlusta á skeytin. Einhvern veginn hreifst maður með og fór að hlusta sjálfur og það síaðist inn í mann áhugi á þessu og þá sérstaklega á snjó. Bróðir minn segir að ég hafi ábyggilega verið snjómaðurinn óg- urlegi í fyrra lífi. Og enn þann dag í dag fylgist ég mikið með verðurfréttum. Það lærð- ist smám saman á mínu heimili að hafa þögn þegar veðurfregnir voru fluttar, sérstaklega þegar kom að skeytinu frá Hveravöllum. Fyrir tveimur árum fótbrotnaði ég og var frá vinnu í nokkra mánuði og þá dundaði ég mér við það kvölds og morgna þegar veðurskeytin komu að skrifa niður veðurlýsingu á Hvera- völlum. Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna í ósköpunum ég hafi ekki sótt um sem veðurathugunar- maður á Hveravöllum fyrst ég hafi svona mikinn áhuga á þessu svæði. Eg veit það ekki. Sennilega er ástæð- an sú að ég óttast að eyðileggja ljómann sem er yfir þessum stað í mínum huga ef ég fer að vera þarna á hverjum degi." Ökuskírteinið þakið stimplum Hafþór er húsgagnasmíðameistari og menntaður kennari og kennir núna í gruhnskólanum á ísafirði. En hverni skyldi standa á því að hann fór ekki í nám í veðurfræði? „Það er nú það. Eins og ég sagði þá dreymdi mig um að verða veður- fræðingur þegar ég var lítill, en það var ekki það eina. Mig langaði líka til þess að verða skósmiður og sóla skóna hjá foreldrum mínum, ekki þar fyrir að þau gengju á svo lélegum skóm, heldur var þetta bara eitt af því sem greip mig. Og eins og ég sagði þá voru rútubíl- stjórar mínar hetjur og mig langaði alltaf til að ná mér í meiraprófið ef mér skyldi detta i hug að skella mér i rútuakstur. Sá draumur rættist í fyrrasumar. Ég tók rútupróf og mót- orhjólapróf og allt þetta, er sem sagt búinn að þekja ökuskírteinið mitt með stimplum. Það vekur oft mikla undrun þegar menn reka augun í skírteinið. Einu sinni sleppti lögregl- an mér, þegar ég var tekinn fyrir að fara yfir á rauðu, og ég er sannfærð- ur um að það var vegna þess að ég hef alla þessa stimpla í skírteininu. Þeir sögðu sem svo að úr því ég hefði öll þessi próf þá ætti ég að kunna þetta. Rútudraumurinn rættist og ég hef svo sem framkvæmt flest það sem mér hefur dottið í hug. Það er aldrei að vita nema þetta með veðurfræð- inginn rætist líka." Vonar að heiðin sé lokuð Hafþór segist vera algjör fjallafrík og það er hverju orði sannara. Þegar hann lagði af stað frá Isafirði áleiðis suður, til þess að fara jólaferðina upp á Hveravelli, var mánudagur valinn sem ferðadagur. Hvers vegna mánu- dagur? Jú, þriðjudaga og fimmtu- daga er Steingrímsfjarðarheiði mokuð og Hafþóri fannst það lítið spennandi að keyra þessa sex hundr- uð kílómetra leið til Reykjavíkur og eiga hvergi von á neinum erfiðleik- um. Þess vegna fór hann yfir heiðina lokaða. r Hafþór var spurður hvaða fjalla- leiðangur væri honum minnisstæð- astur? „Það kom einu sinni fyrir mig þar sem ég var að keyra á fullri ferð að bílinn datt ofan í hver, hrundi niður að framan. Mér brá náttúrlega æðis- lega og þegar ég opnaði hurðina og ætlaði að stíga út þá horfði ég niður í þriggja metra dýpi. Það var svaka- legt. En mér tókst að skríða út um hliðarglugga og eftir langa mæðu hafðist að moka bílinn upp úr þessu. En minnisstæðasta ferðin er þó sennilega þegar ég fór einbíla, ásamt bróðursyni mínum, Þór Ægissyni, yfir Langjökul árið 1984 en frá þeirri ferð var sagt í DV á sínum tíma. Mér var sagt að það hefði aldrei fyrr ver- ið ekið yfir heilan jökul hér á landi en þetta var meiriháttar ferð. Stund- um þurftum við að yfirgefa bílinn og binda okkur saman í líflínu til þess að finna leið í gegnum sprungubelti. Þeta var virkilega spennandi. Einu sinni fór ég líka einbíla, einsamall til Hveravalla yfir vetrar- tímann. Mig langaði til að sjá hvort ég gæti leyst það dæmi einn. Ég festi auðvitað bílinn og lenti í ýmsu en þetta var virkilega skemmtileg ferð. Ég lærði heilmikið á þessu um sjálfan mig og eigin viðbrögð en að vísu hef ég ekki gert þetta nema einu sinni." Jólaferðin til Hveravalla var ábyggi- lega ekki síðasta ferð Hafþórs. Hann segist halda þessu áfram eins lengi og hann mögulega getur. 1 nágrenni ísafjarðar gefast reyndar ekki mörg tækifæri til að spreyta sig á jeppan- um en um leið og vorar gerir Hafþór i ráð fyrir að skreppa inn á hálendið. IÞann fjórða janúar leggur hann af stað til ísafjarðar en þangað til biður hann og vonar að snjói ærlega svo hann hafi eitthvað að takast á við á Steingrímsfiarðarheiðinni. -VAJ Fjölskyldan að Hveravöllum varð að vonum himinlifandi þegar jólavarningurinn var borinn í hús. Hér sita þau Sigurður Marísson og Kristín Auður Jónsdóttir, sem sjá um veðurathugunina, og hundurinn Bangsi og kötturinn Gústi sem halda þeim félagsskap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.