Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 17 Sigurður A. Magnússon rithöfundur: Ottast að okrararnir verði settir á heiðurslaun „Það leggst ekkert ógurlega vel í mig. Ég er mjög hræddur um það að það reki að því að allir okrarar í þjóð- félaginu verði settir á heiðurslaun listamanna og að við dettum út listamennirnir sjálfir," sagði Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur þegar hann var spurður að því hvernig nýja árið legðist í hann. „Það er að vísu einhver hreyfing á þessum málum núna. Mér skilst að nefnd listamannalauna sé búin að segja af sé vegna fjárskorts og sé hætt störfum. Það gæti leitt til þess að listamannalaun yrðu ekki lengur veitt með þeim ógeðfellda hætti sem verið hefur, það er að segja af póli- tískri nefnd sem skammtar sínum gæðingum. Það yrði mjög af hinu góða ef það yrði lagt af. Síðan er spennandi að fylgjast með hvort formanni út- varpsráðs og útvarpsráði tekst að setja útvarpsstjóra af. Það virðist eins og þau hafi hreinlega tekið af Markúsi Erni völdin og það verður fróðlegt að fylgjast með því' á árinu hvort honum tekst að ná þeim til sín aftur. Útvarps- stjóri gegnir mikilvægu menningarhlutverki og mér finnst það mjög ískyggilegt þróun ef pólitískt útvarpsráð ætlar að hrifsa til sín óll ráð í jafnmikilvægri menningarstofnun og útvarpið er. Maður bíður milli vonar ótta eftir því hvað verður úr þessari nýju samkeppni í sjónvarps- og útvarpsmálum. Ég veit að Jón Óttar hefur fullan hug á því að gera Stöð tvö að raunverulegu menningarafli í þjóðfélaginu, sem mér finnst reyndar vera það eina sem réttlætir tilveru hennar. Og ef það verður getur það náttúrlega stórbætt ríkissjón- varpið, eins og tilkoma stöðvarinnar hefur reyndar þegar gert. Samkeppnin gæti örvað þær báðar til dáða. Hins veg- ar er ég svo lítill fjármálamaður að ég á mjög erfitt með að skilja hvernig hægt er að reka tvær stóðvar í svona örlitlu þjóðfélagi. Þeir gáfust upp á þessu í Danmórku og eru þeir þó mörgum sinnum fleiri en við." Bjartsýnn á framtíð bókarinnar „Það héldu margir að fjólmiðlabyltingin og allar þessar nýju stöðvar yrðu náðarsprauta okkar rithöfundanna en það skrýtna er að þetta hefur virkað þveröfugt. Ef eitthvað er hafa þessar nýju stöðvar ýtt undir bókalestur. Það hefur reyndar alltaf verið mín kenning að ef ríkissjónvarpið hefði haft vit á því að reka menningarstefnu og ýta undir til dæmis bókasölu á haustin hefði það geta hjálpað verulega Það yrði mjög af hinu góða ef það yrði aflagt að úthluta listamannalaunum pólitískt, segir Sigurður A. Magnússon. til við að auka innlenda menningarframleiðslu. Það er greinlegt að umfjöllun beggja stöðvanna nú undan- farið um bækur, sem skiptu einhverju máli, ýtti verulega undir sölu, en sumar mjög góðar bækur fengu mjög góða sölu. Maður var hræddari við myndaböndin en mér skilst líka að fólk sé orðið þreytt á þeim og mikil brögð séu að því að fólk snúi aftur til bókarinnar. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á framtíð bókarinnar." - Hvað með önnur svið menningar? „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að innlend listsköp- un hér væri einhver hin merkilegast sem til væri í heiminum og miðað við höfðatölu algjörlega einstæð. Ég er á því að menningarlíf hér sé með hreint ótrúlegum blóma. hvort heldur við erum að tala um myndlist, tónlist eða bókmennt- ir. Ég er ekki frá því að á næsta ári eða árum þá muni stjórnvöld og jafnvel fjármálamenn fara að gera sér grein fyrir því að menningarsköpun geti orðið útflutningsvara. Myndlist gæti til dæmis orðið stórútflutningur ef rétt væri að staðið og bókmenntir og aðrar listgreinar gætu orðið sterkur þátttur í að greiða fyrir söhi annar útflutning- svara. Það vita nánast allir aðrir en Islendingar að þegar er verið að kynna land og vörur, þá hefur fólk miklu meiri áhuga á þjóðinni og því sem hún er að gera, heldur en dauðum hlutum eins og fjöllum, fossum, hverum og öðru slíku. Það hefur ótrúlega lítið verið gert í því að kynna sálina í þessu landi, það er að segja þjóðina sjálfa og hennar list- ræna framlag. Það þarf að auka og verði sá póllinn tekinn í hæðina þá held ég að að listræn sköpun á íslandi myndi örva áhuga útlendinga á landinu og jafnvel örva sölu góðra afurða héðan. Það eru lagðar þrjú hundruð þúsund krónur á ári í það að greiða fyrir þýðingu úr íslensku á erlend mál. en á sama tíma fara fleiri milljónir í ráðherrabíla. Ef okkur bæri gæfa til að laga þessi hlutföll örlítið og leggðum meira í kynning- una og minna í ráðherrabílana þá gæti orðið hér blómlegur útflutningur á listum." Vantarfjármagn „Breytingarnar sem voru gerðar á lögum um kvikmynda- sjóð á síðasta ári voru af hinu góða og kynnu að örva kvikmyndagerðarmenn. En þetta framlag er bara svo hlægi- lega lítið ennþá, að þó að framlagið hafi verið hækkað og ákveðið að skipta fénu niður á færri aðila en áður. þá er það svo gífurlega kostnaðarsamt fyrirtæki að búa til kvik- myndir að það er kannski ekki hægt að búast við neinni sérstakri grósku. en víst var þetta skref í rétta átt. Ég er ekki í neinum vafa um það að hér eru fyrir hendi bæði menn og efni til að búa til góðar kvikmyndir. Við höfum allt sem til þarf nema fjármagnið. Breytingarnar á lögunum um kvikmyndasjóð eru kannski fyrsta skrefið í þá átt að við gerum okkar bestu mönnum kleyft að búa til alvöru kvikkmyndir. en ég sé ekki fram á að það skref verði stigið til_ fulls á næsta ári. I það heila tekið er ég nokkuð bjartsýnn fyrir hönd ís- lenskrar menningar. Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður. þó að ég sé líka gagnrýninn. Ég er alveg sannfærð- ur um að við eigum bjarta framtíð. bæði okkar menningin og þetta land. ef við fáum betri stjórnendur. " sagði Sigurð- ur A. Magnússon rithöfundur. -VAJ Tímabil stöðugleika í efnahagsmálum liðið - segir Þráinn Eggertsson hagfræðingur „Ég sé þess ýmis merki að verðbólgan taki á rás á ár- inu 1987 og tímabil stöðugleika í verðlagsmálum og gengis- málum sé liðið," sagði Þráinn Eggertsson aðspurður um horfur í efnahagsmálum 1987. „Árangur undanfarinna missera má rekja til nýrrar pen- ingastefnu og vaxtastefnu ríkisstjórnarinnar og vona ég að næsta ríkistjórn haldi fast við þá stefnu. En hjöðnun verðbólgu á síðasta ári stafar einnig af hag- stæðum kjörum í utanríkisverslun þjóðarinnar og aðgerðum á vinnumarkaði sem einkum hafa falist í því að skerða kjör opinberra starfsmanna, miðað við aðrar stéttir. Merki þess að framundan sé ár verðbólgu og gengisfell- inga eru mörg. Frumorsökin er mikil eftirspurn sem togar upp kaup og annan kostnað. Tölur um peningamál gefa til kynna þunga eftirspurn sem má rekja einkum til aukningar á verðmæti útflutnings og halla ríkissjóðs. Á almennum vinnumarkaði hefur þennslan leitt til yfirborgana og hinna lipru samninga nýverið. Þá var samið um þrjátíu prósent hækkun á lægstu launum, en sú hækkun mun berast upp eftir launastiganum vegna þess að framboð og eftirspurn 4 >'*. ..;!íVi'J?^S jjmmt^j^Mmmœ&zæmm Ég sé þess ýmis merki aö veróbólgan taki á rás á árinu 1987 og timabil stöðugleika í verðlagsmálum og gengis- málum sé liðið, segir Þráinn Eggertsson hagfræðingur. ákveða hlutfall launa á almennum vinnumarkaði. Það er til dæmis ógerlegt að fá launþega með fimmtán ára starfs- reynslu til að vinna fyrir sömu laun og greidd eru nýgræð- ingi. Syört skýrsla um mitt ár? Ég yrði ekki undrandi þó Þjóðhagsstofnun sendi frá sér svarta skýrslu þegar komið verður fram á mitt ár og bjart- sýni skammdegisins breyttist í vonleysi vorbirtunnar. Undir lok ársins reikna ég með að verðbólgan stefni í fjörutíu prósent og jafnvel hærra. Hagkerfi fslendinga er óstöðugt, háð aflabrögðum og kjörum í utanríkisverslun. Kerfið læt- ur illa að stjórn og ríkisstjórnir ráða litlu ef sveiflurnar eru stórar. Hægur efnahagsbati er viðráðanlegur en mikil aflaaukn- ing og hagstæð viðskiptakjör geta haft sömu áhrif og snöggtfr afturkippur eða aflabrestur. Hvort tveggja getur sett efnahagslífið úr jafnvægi og hrundið af stað verð- bólgu," sagði Þráinn Eggertsson hagfræðingur. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.