Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 23 * Hin hlidin • Guöjón Guömundsson, liösstjóri íslenska landsliðsins í handknattleik, segir að uppáhaldsstjórnmálamaður sinn sé Jón Baldvin Hannibalsson. „Þá myndi ég leggja mig og hugsa málið' - segir Guðjón Guðmundsson, liðsstjóri íslands í handbolta Guðjón , „Gauba" Guð- mundsson, liðsstjóra ís- lenska landsliðsins í handknattleik, þekkja allir sem á annað borð fylgjast með handknattleik. Það var árið 1968 sem Guðjón hóf að iðka handknattleik með Víkingi og lék hann með öllum yngri flokkum félagsins. Árið 1975 varð hann liðsstjóri meistara- flokks félagsins og þegar Bogdan hóf að þjálfa meistaraflokk félagsins varð Guðjón liðsstjóri hjá honum og segja má að hann hafi verið það síðan. Eftir að Bogdan hætti með Víking og tók við landslið- inu „flutti" Guðjón sig með honum og hefur verið í liðsstj órastarfinu með Bogdan öll þau ár sem hann hefur verið landsliðs- þjálfari. Segja má að handknattleikurinn sé líf og yndi Guðjóns. Hann starfar nú á skrifstofu Handknattleikssambands íslands og mun væntan- lega starfa þar fram að ólympíuleikunum í Seoul árið 1988, næsta stórverk- efni landsliðsins. Guðjón er í Hinni hliðinni að þessu sinni og svör hans fara hér á eftir: Fullt nafh: Guðjón Guðmundsson. Aldur: 32 ár. Maki: Karen Christiansen. Starf: Starfsmaður Handknattleiks- sambands íslands. Laun: Lítil. Bifreið: Mazda 323 árgerð 1982. Helsti kostur: Eftirgefanlegur. Helsti veikleiki: Staðfastur. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti? Ég myndi leggja mig og hugsa málið. Myndi þig langa til að verða ósýni- legur í einn dag? Já, og ef svo færi myndi ég verða áttundi maður í leik með íslenska landsliðinu. Umsjón: Stefán Kristjánsson Mestu vonbrigði í lífinu: Tapið á móti Suður-Kóreu á HM í Sviss. Mesta gleði í lífinu: Stórsigur lands- liðsins gegn Dönum á HM í Sviss. Uppáhaldsmatur: Nautalundir. Uppáhaldsdrykkur: Koníak. Uppáhaldslag: Borgarblús með Gunnari Þórðarsyni. Uppáhaldssöngvari: Steye Wonder. Uppáhaldshljómsveit: Beach Boys. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsíþróttamaður: Einar Þor- varðarson, landsliðsmarkvörður í handknattleik. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ög- mundur Jónasson. Uppáhaldsblað: Mqrgunblaðið. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið, Uppáhaldsrithöfundur: Halldór Laxness. Ef þú yrðir bóndi á morgun. með hvaða skepnur vildir þú helst búa? Hesta. Við hvaða skepnur ert þú mest hræddur? Mannskepnuna. Hefur þú í huga að kjósa sama flokk í komandi alþingiskosningum og þú kaust síðast? Já. ég reikna fastlega með því. Hlynntur eða andvígur núverandi ríkisstjórn? Hlynntur. Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta i borgarstjórn Reykjavik- ur? Hlynntur. Hvaða verk ert þú ánægðastur með af verkum þínum á síðasta ári: Ár- angur landsliðsins. Eitthvað sérstakt sem þú stefhir að á nýbyrjuðu ári? Einfaldlega að gera betur en á því síðasta. Ef þú yrðir að syngja lag að við- stöddu miklu fiölmenni á Arnarhóli. hvaða lag myndir þú velja þér? Öxar við ána. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Já, það geri ég. Vaskar þú upp fýrir eiginkonuna? Já, það kemur fyrir. Besta bók sem þú hefur lesið: Bókin um Einar Olgeirsson. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð: Konan mín. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta: Donald Southerland. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég eyddi mínu sumarleyfi í handknatt- leik og fór til Moskvu. Hvor finnst þér myndarlegri Nancy Reagan eða Raisa Gorbatsjova? Sú rússneska. -SK. RITARI Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utan- ríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. Utanríkisráðuneytið. Utboð Byggingarnefnd flugstöðvará Keflavíkurflugvelli býð- ur út skilti og merkingar innanhúss í nýrri flugstöð. Verkinu skal vera lokið 31. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræóistof- unni, Fellsmúla 26, Reykjavík, frá og með mánudegin- um 5. jan. gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu berast Al- mennu verkfræðistofunni eigi síðar en 23. jan. 1987. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 30. jan. 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. URVALS NOTAÐIR Árg. Km Verð Opel Corsa LX 1986 9.000 300.000 Opel Corsa, 5 d. 1986 5.000 310.000 Isuzu pickup, yfirb., d. 1984 27.000 750.000 CH.BIazerdO, sjálfsk. 1983 80.000 800.000 Isuzu Trooper bensín 1983 30.000 620.000 BuickSkylarkltd. 1981 85.000 365.000 MMCGalant2000 1979 100.000 170.000 Mazda 929 hardtop 1981 112.000 250.000 AMC Eagle 1981 33.000 n i 350.000 Oldsm.Cutlassd. 1982 158.000 550.000 Ch. Capri Classic d. 1982 720.000 MMCGalant2000GLS 1982 79.000 250.000 AudilOOLS 1982 98.000 370.000 Saab99GLI 1981 38.000 310.000 Saab99GLI 1981 87.000 260.000 Opel Kadett GL, 5d. 1985 24.000 380.000 Opel Ascona fastback 1984 13.000 400.000 Subaru 1800 4x4 1984 72.000 430.000 Datsun Bluebird 1981 60.000 265.000 Mercedes Benz 280 S 1973 250.000 Lada station 1978 50.000 Ch. MalibuSedan 1979 75.000 220.000 Isuzu Trooper bensin 1982 84.000 520.000 MMCTredia 1983 72.000 330.000 Isuzu van dísil 1983 60.000 380.000 Isuzu Trooper bensin 1984 24.000 750.000 Citroen Axel 1986 10.000 230.000 Volvo244DL 1980 89.000 270.000 Opið laugardaga 13-17. Sími 39810 (bein lína). BILVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.