Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 25 6. flokkur: 4 'mna \ KR-ingar meistarar - sigraðu ÍR í „bráðabana", 2-1 Knattspyma unglinga „Bjami Öskarsson, eigandi mat- sölustaðarins vinsæla, American Style, hefur í hyggju að gera samning við KDR, Knattspymudómarafélag Reykjavíkur," tjáði Guðmundur Sig-“* urðsson dómari (mynd) unglingasíðu DV á dögunum, en hann er ritari KDR. Guðmundur kvað þetta vera tímamótasamning því hingað til hefði KDR engar tekjur haft. Þetta em gleðifréttir og ætti að stuðla að eflingu KDR en mikið er ógert í dómaramálum og þá sérstak- lega er varðar jmgri flokka. -HH Úrslitaleikurinn í Reykjavíkur- móti 6. flokks sl. sunnudag milli ÍR og KR var með alskemmtilegustu leikjum sem sést hafa á fjölum Laugardalshallar. Spennan í al- gleymingi og hvergi gefið eftir. Eftir venjulegan leiktíma var stað- an jöfn, 1-1, og i framlengingu, 2x2 mín., var staðan enn óbreytt. Varð því að gera út um leikinn með bráðabana. Mikillar taugaspennu gætti f upp- hafi leiksins en drengimir vom fljótir að yfirvinna hana og með yfirveguðum leik ásamt mikilli baráttu tókst báðum liðum að skapa sér góð færi en þau nýttust ekki. Vamarleikurinn var líka í besta lagi og oft bjargað á meistara- legan hátt. Jafhræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, þó fengu KR-ingar tvö gullvæg tækifæri til að ná forystu en mistókst. ÍR-ingar áttu einnig sín færi en f netið vildi boltinn ekki, þrátt fyr- ir góð tilþrif. Þegar flautað var til hálfleiks hafði hvomgu liðinu tekist að skora mark. Leikmenn hófu seinni hálfleik af „Eg hef það einhvern veginn á tilfinn- ingunni að þetta hafi verið síðasti leikurinn sem ég dæmi i innanhúss- fótbolta!!!" „Áfram nú, strákar, og skora nú mark“ hljómaði m.a. frá stuðmönnum 6. fl. ÍR og var hópurinn auðvitað að miklu leyti skipaður foreldrum drengjanna. Athygli vakti jákvæð hvatning þeirra til strákanna. Viövera þeirra var þeim og ÍR til mlkils sóma. DV-mynd HH I Umsjón: j Halldór Halldórsson | I____________ „American Style” gerir samning viðKDR Ólafur Sigurjónsson, fyrirliði 6. fl. IR, skoraði mörg mörk fyrir lið sitt á Reykjavíkurmótinu og sum þeirra voru af allra bestu gerð. Ólafur átti og frábæran leik gegn KR í úrslita- leiknum. DV-mynd HH sama krafti og einkennt hafði þann fyrri og brátt fór að draga til tíðinda. A upphafsmínútum fengu ÍR-ingar gullvægt tækifæri til að ná forystu þegar dæmd var vitaspyrna á KR, en brenndu af. Rétt á eftir ná KR-ingar forystu með þrumumarki Ágústs Jó- hannssonar, við mikinn fögnuð KR-inga. ÍR-strákamir tvíefldust við markið og stuttu síðar ná þeir að jafna þegar fyrirliði þeirra, Ólafur Sigur- jónsson, skoraði með óverjandi skoti. Mikið kapp færðist i leikmenn og hvergi var slakað á. KR-ingar voru öllu aðgangsharðari undir lokin en ÍR-strákamir vörðust vel. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leik- tíma og varð því að framlengja í 2x2 mín. og enn var staðan óbreytt, 1-1. Vítaspymukeppni (bráðabana) þurfti þvi til að útkljá leikinn. KR-ingar tóku fyrstu spymuna sem Vilhjálmur skor- aði úr af miklu öryggi. Spyrna ÍR- drengsins fór hárfínt framhjá og þar með vom KR-ingar orðnir Reykjavik- urmeistarar. ÍR-ingar komu mjög á óvart með frammistöðu sinni i 6. fl. Hér mættust tvö góð lið og eiginlega synd að annað þeirra skyldi þurfa að tapa. Bestir ÍR-inga vom Ólafur Sigur- jónsson, Eiður S. Amórsson (sonur Arnórs Guðjohnsen), Brynjar Óðins- son, Ólafur Jósepsson og Ólafur Þ. Gunnarsson. Annars er ÍR-liðið skipað’ jöfnum og góðum strákum. KR-liðið er einnig skipað mjög góð- um strákum en mest áberandi í þessum leik vom þeir Andri Sigþórsson, sem einnig lék með 5. fl. og er því tvöfald- ur meistari, Ágúst Jóhannsson, Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Haraldur Þorvarðarson. Maður leiksins: Ólafur Sigurjóns- son, ÍR. -HH Sagt eftir leikinn: Andri Sigþórsson, fyrirliði 6. fl. KR: „Þetta var mjög erfiður leikur því ÍR-ingar em með þrælgott lið en við áttum skilið að vinna.“ Ólafur Sigurjónsson, fyrirliði 6. fl. ÍR: „Það er hrikalegt að tapa leiknum svona. Annars erum við ánægðir með frammistöðu okkar í mótinu." | 6. flokki 1986. Aftari röð frá | ■ vinstri: Jón Már Olason liðs- . | stjóri, Einar Sigurðsson þjálfari, | IBirgir Guðmundsson, Vilhjálmur ■ Vilhjálmsson, Ágúst Jóhannsson ■ I og Sigursteinn Gislason þjálfari. I * Fremri röð frá vinstri: Ragnar ■ I Þórisson, Haraldur Þorvaröar- I son, Andri Sigþórsson fyrirliði, J | Sigurður Friöriksson og Sverrir | ^ór Viðarsson. DV-mynd HHj Riðlakeppni 6. fl. A-riðill: » ÍR-Fram 6-0 Fylkir-Leiknir 0-3 Fram-Leiknir 1-2 ÍR-Fylkir 5-0 Fylkir-Fram 0-5 Leiknir-ÍR 1-6 ÍR 3 3 0 0 17- 1 6 Leiknir 3 2 0 1 6- 7 4 Fram 3 1 0 2 6- 8 2 Fylkir 3 0 0 3 0-13 0 B-riðill: KR-Valur 5- 1 Þróttur-V íkingur 3- 4 Valur-Víkingur 4- 2 KR-Þróttur 4- 1 Þróttur-Valur 2- 0 Víkingur-KR 0-10. KR Þróttur Valur Víkingur Öruggur sigur Fram í 3. flokki Framarar sigmðu með miklum myndir. Keppni í 2. fl. karla er ólok- Fylkir 3 0 0 3 10-20 0 yfirburðum í 3. flokki á Reykjavíkur- ið þegar þetta er skrifað. mótinu. Þeir léku til úrslita við -HH B-rlöill: Leikni og sigruðu, 6-0. Lið Fram er A-riðill: Leiknir-V íkingur 4-3 skipað mjög hæfum strákum sem Fram-Fylkir 7-4 Valur-Þróttur 5-3 eiga áreiðanlega eftir að láta mikið ÍR-KR 10-4 Víkingur-Þróttur fí4 að sér kveða á næsta keppnistíma- Fylkir-KR 3-6 Leiknir-Valur 3-2 bili. Frammistaða Leiknis vakti Fram-ÍR 11-3 Valur-Víkingur 3-5 mikla athygli, og mikill uppgangur ÍR-Fylkir 7-3 Þróttur-Leiknir 2-8 virðist vera í yngri flokkum þess fé- KR-Fram 0-6 lags. Frammistaða Vals, KR og Leiknir 3 3 0 0 15- 7 6 Víkings olli aftur á móti miklum Fram 3 3 0 0 24- 7 6 Víkingur 3 2 0 1 14-11 4 vonbrigðum. Vegna þrengsla verður ÍR 3 2 0 1 20-18 4 Valur 3 10 2 10-11 2 síðar fjallað nánar um 3. fl. og birtar KR 3 10 2 10-19 2 Þróttur 3 0 0 3 9-19 0 Valsstúlkurnar unnu í 2. flokki Valsstúlkumar sigmðu í 2. flokki á Reykjavikurmótinu í innan- hússknattspymu á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem 2. fl. kvenna er meðal þátttakenda í þessu móti. Valsstúlkumar sigmðu með nokkr- um yfirburðum, en úrslit leikja urðu sem hér segir: Fram-Fylkir 7-0 KR-Valur 4-7 Fylkir-Valur 1-6 Fram-KR 2-4 KR-Fylkir Valur-Fram 7-1 4-4 Vegna þrengsla verður meiri um- fiöllun og myndir að bíða fram yfir helgi. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.