Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Stórnieistaramótið í Bmssel: Yfirburðir heimsmeistarans og endasprettur áskorandans - Kasparw í sérflokki - Kortsnoj í 2. sæti Eins og skýrt hefur verið frá í DV varð Gam' Kasparov langefetur á öflugu sex manna stórmeistara- móti í Brussel í Belgíu um jólin. Kasparov tapaði aðeins einni skák á mótinu, fyrir Nigel Short, en ann- ars voru yfirburðir hans ótvíræðir. Og á stundum minnti taflmennska hans á goðsögnina Bobby Fischer. Andstæðingar hans lágu a.m.k. sum- ir hverjir svo kylliflatir að minnti á mótherja Fischers á siðustu taflárum hans. Þá var haft á orði að Fischer hefði slík áhrif við skákborðið að jaðraði við dáleiðslu og aðrar skýr- ingar þóttu ekki tiltækar á hrikaleg- um fingurbrjótum menntuðustu skákmanna. Kasparov hefur oft verið líkt við Fischer hvað skákstíl varðar og æ líkist hann honum meir í hegðan við skákborðið. A nokkrum árum hefur Kasparov gjörbreyst - kannski ein- vígin við Karpov hafi tekið svo á sálina og heimsmeistaratitillinn haft þau áhrif að ekki verður annað merkt af tilburðum hans en að hann telji sig algjöran >,firburðamann. Á ólympíumótinu í Dubai hagaði hann sér eins og skepna við skák- borðið og framkoma hans hlýtur að hafa orkað truflandi á mótherjann jafnvel þótt. þeir flestir hefðu verið svo niðursokknir í stöðu sína að ytri aðstæður hefðu ekki náð athygli. Þannig hafði Helgi Ólafsson á orði eftir skák sína við hann að honum hefði ekki fundist neitt athugavert við ffamkomu hans við borðið. En þeir sem á horfðu voru á öðru máli. Kasparov iðaði í sætinu í tímahrak- inu, lyfti höndum og gerði léttar fingraæfingar. Glotti og sleikti út um er hann sá möguleika á fóm sem gerði svo út um taflið. Og uppskipti ffamkvæmdi hann hreinlega meist- aralega: Drap mann með hægri hendi, kastaði honum fumlaust þvert vfir borðið, þar sem útrétt vinstri höndin beið hans og fjarlægði út af borðinu, og siðan studdi hann á skákklukkuna með hægri hendi sem nú var laus. Vissulega snilldarlegir taktrr sem hljóta þó að hafa kostað mikla æfingu. Hins vegar hegðaði Kasparov sér óaðfmnanlega er hann tefldi við Karpov í London. Kannski var hann svona feginn að vera laus úr þeirri prísund að honum fannst við hæfi að sletta ærlega úr klaufun- írm. Skipuleggjendur mótsins í Belgíu höfðu á orði að Kasparov hefði verið erfiður í umgengni, með alls kyns kröfúr sem erfitt var að fullnægja, t.a.m. að skáksalurinn hefði verið of lítill og umferðir hæfust of snemma dags. Fischer kvartaði einn- ig en kröfur hans voru þó heldur viðameiri og fleiri atriði sem hann fann að og lét hann ekkert afekipta- laust, eins og ffægt er orðið. Auðvit- að var Fischer talinn skrýtinn af þorra fólks en hinu má ekki gleyma að þessar kröfur hans hafa gert skákmönnum ómetanlegt gagn. Því er góðs viti að Kasparov skuli kvarta, svo fremi það sé innan hæfi- legra marka. Oft er það svo að einungis besti skákmaðurinn hefúr efni á því að kvarta og að mínum Skák Jón L. Árnason dómi er það beinlínis skylda hans! Kasparov fékk 7 /i v. af 10 mögu- legum í Brussel, Kortsnoj varð i 2. sæti með 5'A v., í 3.^f. sæti urðu Nunn og Húbner með 5 v., Short varð í 5. sæti með 4 v. og Portisch varð neðstur með 3 v. Sem sagt tveggja vinninga forskot Kasparovs í ekki lengra móti en þetta. Og hann jafnaði metin við Short í seinni skák þeirra félaga. Sumar skákimar vann hann áreynslulaust. Nunn lá t.d. kylliflatur í aðeins 18 leikjum (sjá DV 22. des) og Húbner fékk hræði- lega útreið. Skák þeirra var tefld í þriðju síðustu umferð og hún fær mann ósjálfrátt til þess að leiða hug- ann að meistara Fishcer og örlögum andstæðinga hans. Hvitt: Garrí Kasparov Svart: Robert Húbner Slavnesk-vöm. I.d4 d5 2. c4 c6 3.Rc3 RfB 4.e3 e6 5.RÍ3 Rbd7 6.Bd3 Bb4 7.a3 Bd6 Svolítið einkennilegt, því að svart- ur fer oftar strax með biskupinn á þennan reit, án viðkomu á b4. Hug- myndin kemur í ljós síðar en skákin teflist nú eftir alfaraleiðum, nema hvað hvítur hefúr leikið a-peði sínu fram. 8.e4 dxe4 9.Rxe4 Rxe4 10.Bxe4 e5 11.0-0 0-0 Reyndir skákmenn koma strax auga á að svartur tapar nú peði eft- ir framhaldið 12.dxe5 Rxe5 13.Rxe5 Bxe5 14.Bxh7 + Kxh7 15.Dh5 + Kg8 16.Dxe5. Þessi leið er einmitt gefin upp í byrjanabókum (þ.e. ef svartur leikur biskupnum sínum strax á d6 í 6. leik) og hvítur er sagður eiga betra. En nú er mikilvægur munur á. Eftir 16.-Dd3! nær hvítur ekki að valda c-peðið með b2-b3, því að nú hefúr það ekki stuðning frá a-peð- inu, eins og annars væri. Ef c4-c5 fengi svartur reit á d5 fyrir biskupinn sinn og vinningur fyrir hvítan yrði afar torsóttur. Heimsmeistarinn læt- ur ekki glepjast af svo vesælu peði en byggir heldur upp sterka stöðu. 12.Bc2! He8 13.Hel exd4 14.Hxe8+ Dxe8 15.Dxd4 Be7 16.Bg5! Bxg5 17. Rxg5 RfB? 18.Hdl! Húbner hefur ömgglega ekki gert sér grein fyrir því hvað staðan er slæm fyrr en eftir þennan snjalla leik. Annars hefði hann reynt að leika 17.-RÍ8 og kannski hefði hann heldur ekki skipt upp á d4 í 13. leik. 18. -Be6 Nú er ljóst að eftir að hvítur lepp- ar biskupinn nær hann að eyðileggja svörtu peðastöðuna og hefur þá aug- ljósa yfirburði. Svona leik leikur enginn með glöðu geði en staðreynd- in er sú að svartur var afar illa beygður. Aðrir biskupsleikir em ekki mögulegir; 18.-Bd7, eða 18.-Bg4 stranda á drápi á h7 og 18.-h6 svar- ar hvítur með 19.Re4! Rxe4 20.Dxe4 Dxe4 21.Hd8+! Kh7 22.Bxe4+ og svartur losar sig aldrei úr klemm- unni. 19. Hel Dd8 20.Rxe6 fxe6 21.De3 Kh8 22.h3! Eins og Fischer sé að tefla! Peðið hleypur ekki burt, enda fengi svartur viss gagnfæri eftir 22.Dxe6 Dd4. Lausnir a jolaskakþrautum Vonandi vöfðust jólaskákþrautimar ekki of mikið fyrir lesendum þótt þær •m sumar væm ekki eins sakleysislegar og þær litu út fyrir að vera. Þeir sem gáfúst upp og vilja gera aðra tilraun ættu að breiða blað yfir lausnarleikina sem koma nú á eftir. Gott ráð er að stilla stöðunum upp á borði og rekja sig áfram. Þá ætti gátan fyrr en síðar að upplýsast því að alls staðar er vinn- ingsleiðin tiltölulega einföld - svona a.m.k. eftir á að hyggja! Allar þrautimar, að undanskildinni þeirri síðustu, em eftir sígildan skák- dæmahöfúnd og tafllokameistara, Karl Artur Leonid Kubbel, sem fæd- dist árið 1891 í St. Petersburg. Eftir Kubbel liggja fjölmörg skákdæmi og tafllok, mörg bráðsnjöll. Fyrir tveimur árum kom safn hans út á bók í Sovét- ríkjunum, sem hefur að geyma hátt í sjö hundmð stöðumyndir. Þaðan em tafllokin okkar fimm tekin. Síðasta þrautin er aftur af öðm sauðahúsi. Fyrrum heimsmeistari, Vassily Smyslov, samdi hana sérstak- lega fyrir ólympíumótið í Dubai. Smyslov hefúr búið til allnokkur skák- dæmi og enn fleiri liggja eftir hann úr praktísku tafli. Mikill endataflsjöf- ur, Smyslov, sem nýtti sér skákþrautir og taflloksdæmi til þess að skerpa endataflskunnáttuna. En hér koma lausnimar: 1. Leonid Kubbel 1927 Hvítur leikur og heldur jöfriu. Svarta peðið er að verða að drottn- ingu og hvítur á ekki önnur ráð en að skáka. 1. Hb8+ Kd7+ * Ljóst er að svarti kóngurinn má ekki fara yfir á e-línuna, vegna 2. Hc8 og stöðvar peðið og 1. -Kc7 strandar á 2. Hb4 og síðan skákar hvítur á c4 með hróknum og nær uppskiptum. Leikimir em þvingaðir á báða bóga. 2. Hb7+ Kd6 3. Hb6+ Kd5 4. Hb5 + Kd4 5. Hb4+ Kxd3 6. Hb3+ Kd4. Ekki 6. -Kd2 vegna 7. Hb2 og ekki 6. -Kc4 vegna 7.Hc8. En kemst ekki svarti kóngurinn í var á c8? 7. Hb4 + Kd5 8. Hb5+ Kd6 9. Kb6+ Kd7 10. Hb7 + Kc8 Og nú rúsínan í pylsuend- anum... 11. Hb5! cll = D 12. Hc5 + Dxc5 patt og jafntefli. 2. Leonid Kubbel 1977 Hvítur leikur og vinnur. Nú er það riddarinn sem glímir við frelsingjann og hann verður að koma til aðstoðar því að ef 1. b7? a3 vekja báðir upp drottningu og staðan er jafntefli. 1. Rf8+! Kc6 Kóngurinn á ekki aðra reiti. Fari hann til d6, eða á 8. reitaröðina kemur 2. b7 a3 3. Ka7 a2 4. b8=D og vekur upp með skák. Og ef 1. -Ke7, kemur 2. Rg6+ Kf6 3. Rf4 a3 4. Rd5+ og nær að stöðva peðið. 2. b7 a3 3. Re6 Kd5 Ef 3. -a2, þá 4. Rd4+ Kd5 5. Rc2 og vinnur. 4. Rd4! Vinningsleikurinn. 4. -Kxd4 5. Kc7 a2 6. b8=D al = D 7. Dh8+ Og svarta drottningin fellur. 3. Leonid Kubbel, fyrst birt 1984 abcdefgh Hvítur leikur og heldur jöfnu. Enn er riddari á h7 í baráttu við svartan frelsingja á a-línunni. Nú verður skemmtilegt þema til bjargar. 1. fö gxfB 2. Rxfíi a3 3. Rd5! a2 4. Kc7! bxa6 5. Rb6+ Kb8 6. Rc8+ Ka8 7. Rb6+ og þráskák. Eða 4. -b6 5. Kc8 al = D 6. Rc7 + Ka7 7. Rxb5+ Kxa6 8. Rc7+ og jafri- tefli með þráskák. 4. Leonid Kubbel 1927 Hvítur leikur og vinnur. 1. a6! e3 2. a7 e2 3. a8=D el = D 4. Dd5+ Kb4 5. Dd3! + Þessi litli leikur vinnur skákina. Svartur er í leikþröng og hvergi fær hann skákað með drottningu sinni. Einu leikimir til þess að verjast máti em 5. -Dcl, en þá kemur 6. Da3+ Kc4 7. b3 og vinnur drottninguna, eða 5. -Dal en þá yrði framhaldið 6. Dc3+ Ka4 7. b3 + og aftur fellur drottningin. 5. Leonid Kubbel, fyrst birt 1984 Hvítur leikur og heldur jöfriu. Bráðskemmtileg tafllok. Ekki getur hvítur stöðvað c-peðið. Ef 1. Hgl? þá drepur svartur á d6 og vekur síðan upp drottningu. Og ef 1. d7 cl = D 2. d8 = D, þá 2. -Dc5+ 3. Ka4 Db4 mát. Ein tilraun er eftir: 1. dxe7! cl = D 2. e8=D Ef nú 2. -Dc5 + þá ber hvítur drottn- inguna fyrir á b5 og sleppur. En svartur á aðra leið... 2. -Dxd2+ 3. Kb5 Db4+ 4. Kc6 Da4+ Drottningin er fallin en hvítur gefet ekki upp. 5. Kxc7 Dxe8 6. Ha6+ Kxa6. - Patt og jafntefli. 6. Vassily Smyslov 1986 abcdefgh Hvitur leikur og vinnur. 1. g8=R + ! Mikilvægt, því að hefði hvítur vakið upp drottningu, ætti svartur millileikinn 1. -66+! og heldur jöfnu. 1. -Bxg8, 2. Kf6 Kh7 3. g5 d3 4. Bf4! Kh8 5. Be5 Kh7 Eða 5. -d2 6. g6 dl = D 7. Kg5+ og mátar. 6. Bc3 d2 7. Bxd2 Kh8 8. Bc3 Kh7 9. Bb2 Kh8 10. g6 fxg6 11. Kxg6. Og svartur er mát. Símon og Guðmundur efstir á Akranesi ’86 Það verður nú algengara en áður að bridgemót, sem höfða til bestu spilara landsins, séu haldin utan höfúðborgarsvæðisins. Eitt slíkt var haldið síðustu helgi ársins á Akranesi að frumkvæði Guðmundar Sveinssonar bridge- meistara. Akranes ’86, en svo nefndist mótið, var dyggilega stutt af öllum stærstu fyrirtækjum Skag- ans sem gerði það að verkum að mjög vegleg verðlaun voru í boði. Tuttugu og fjögur pör tóku þátt í mótinu og þar af flest bestu pör landsins. Fyrstu verðlaun, kr. 50.000, hlutu Guðmundur Páll Amarson og Símon Símonarson, önnur verðlaun, kr. 24.000, hlutu Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson, þriðju verð- laun, kr. 16.000, hlutu Valgarð Blöndal og Rúnar Magnússon, fjórðu verðlaun, kr. 8.500, hlutu Sigf- ús Þórðarson og Gunnar Kristjáns- son og fimmtu verðlaun, kr. 5.000, Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson. Þórarinn og Þorlákur hlutu einnig kr. 10.000 fyrir bestu skorina á sunnudeginum. Hér er spil frá mótinu, sem gaf sig- urvegurunum mjög góða skor. Austur gefur/a-v á hættu. KG Á10963 3 98754 Á65 74 G8 K72 ÁG65 KD10872 ÁK103 D109832 G2 D54 94 D6 Ef einhverjir skyldu halda að Jón Baldursson og Sigurður Sverr- isson hefðu ekki verið meðal keppenda þá sat Sigurður í sæti austurs og átti fyrsta orðið: Austur Suður Vestur Norður 2Lx) 3S! 3G 4S pass pass dobl x) Fjöldjöflaopnun með fimm merkingar. Vömin var eins og best var á kosið. Jón tók laufaás, síðan tígulás, spaðaás og meiri spaða. Guðmundur spilaði nú laufi, Jón drap á kóng og spilaði hjarta. Þar með var vömin komin með sex slagi, en fimm hundruð vom samt lítið upp í geim á hættunni, sem auðvelt er að komast í yið eðlileg- ar aðstæður. Gleðilegt ár og þökk fyrir þau gömlu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.