Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 21 RÚV sunnudag kl. 13.30: Mynd af listamanni Sigrún Biömsdóttir tók saman þátt um Oskar Gíslason kvik- myndagerðarmann og ljósmyndara í þáttaröðinni Mynd af listamanni. En Óskar er, eins og ýmsum er kunnugt, meðal atkvæðamestu brautryðjenda í íslenskri kvik- myndagerð, að minnsta kosti fram að „Vorinu“ í íslenskri kvik- myndagerð sem hófst með stofnun Kvikmyndasjóðs 1978. En á þeim tíma sem Óskar og aðrir íslenskir starfsbræður hans í listinni unnu sem ötullegast að kvikmyndagerð voru engir styrkir eða aðstoð af opinberri hálfu til kvikmyndagerð- ar. Má sem dæmi taka mynd Óskars af lýðveldishátíðinni 1944, sem er merk heimildarmynd, og maður skyldi ætla að það væri í þágu hins opinbera að taka, en svo var ekki, Óskar bar hitann og þungann af kostnaði. í þættinum á sunnudaginn verð- ur rætt við Óskar sjálfan, sam- starfsmenn hans frá ýmsum mismunandi tímabilum í starfsferli hans, þá Ævar R. Kvaran leikara og leikstjóra og Helga Sveinbjörns- son, ljósmyndara og fyrrverandi samstarfsmann úr sjónvarpinu. Ennfremur flytur Erlendur Sveins- son kvikmyndagerðarmaður erindi um Óskar og stöðu hans í íslenskri kvikmyndasögu. Flutt verður tón- list eftir Jórunni Viðar tónskáld, sem hún samdi nýkomin frá námi við fyrstu leiknu kvikmyndina sem hann gerði, „Síðasti bærinn í daln- um“. Tónlistarflutningurinn er allur af upphaflegri hljóðritun, 1949. Rætt verður við Oskar Gíslason sjálfan og marga af samstarfsmönnum hans. Fjallað verður á sunndag um hinn eftirsótta og dýra málm, gullið, i sjónvarpinu. Sjónvaip sunnud kl. 17.10: Góð- málm- uriim gull Heimildarmynd um þann eftirsótta og dýra málm, gullið, verður á dag- skrá sjónvarpsins á sunnudag. Fjallað verður um hlutverk hans í viðskiptum og iðnaði fyrr og síðar. Meðal annars verður litið yfir sögu gullsins, af hverju það náði slíkum vinsældum sem raun ber vitni. Einnig verður fjallað um notagildi þess í daglegu lífi manna. Nokkur afbrigði gulls eru til og má þar nefna rauðagull, hvítagull og fleiri. Fjallað verður um af hvaða rótum þau eru sprottin. En oft sannast málshátturinn: Ekki er allt gull sem glóir. Sjónvarp laugd. kl. 21.50: Ástir og ananas Blue Hawaii eða öðru nafni Ástir og ananas með rokkkóngi allra tíma, Elvis Presley, í aðalhlutverki er fyrri mynd sjónvarpsins á laug- ardagskvöldið, hvaða samband sem svo er þar á milli. Myndin er bandarísk frá árinu 1961 og segir frá hermanni (Elvis Presley) sem snýr heim til foreldra sinna á Hawaii eftir að hafa gegnt her- skyldu. Faðir hans vill láta piltinn fara að hugsa ráð sitt og taka við fjölskyldufyrirtæki sínu en hann er alls kostar óráðinn um framtíð- ina og vill njóta frelsisins meðan hann hugsar ráð sitt. Með öðrum orðum njóta ásta og ananas. í mynd þessari syngur Elvis nokkur gullkorna sinna sem eiga við hina rómatísku Hawaii. Leikarar auk Presleys eru Joan Blakman, Nancy Walters, Roland Winters og Angela Lansbury. Leik- stjóri er Norman Taurog. Elvis Presley leikur hermanninn sem vill njóta frelsisins I Blue Hawail. Bylgjan sendir beint út frá Akureyri á laugardagskvöldió, en þar í bæ verður sannkallaó Akureyrarfestival meö Ingimar Eydal og hljómsveit hans í broddi fylkingar. Bylgjan laugardag kl. 14.00: Akureyri síðdegis og langt fram á nótt Bylgjan ætlar nú að breyta held- ur betur til og senda á laugardegin- um út frá Akureyri. I fyrstu frá kl. 14.00 til 17.00 og aftur frá klukkan 22.00 til 02.00 eftir miðnætti. Með í þeirri för eru Helgi Rúnar Óskars- son sem ætlar að spila Bylgjuvin- sældalistann. Jón Axel mun segja nokkra góða brandara og hlæja með. Að síðustu að deginum til mun Hallgrímur Thorsteinsson vera með þátt sinn sem nú nefnist Akureyri síðdegis. Þar mun Hall- grímur rekja garnirnar úr nokkr- um Akureyringum og öðrum í nágrenninu. Um kvöldið hins veg- ar færa þeir sig yfir í Sjallann í beina útsendingu og rifja upp gamla Akureyrarstemmningu eins og þegar hún var upp á sitt besta. Meðal gesta í Sjallanum verða að sjálfsögðu Ingimar Evdal ásamt hljómsveit sinni. Hjónakornin Finnur og Helena munu líta inn og rifja upp gamlar minningar. Einnig mun Bjarki Tryggvason mæta til leiks ásamt Þorvaldi Halldórssyni og Páli Jóhannssyni tenór. Raddbandið skemmtir og Bubbi Morthens ætlar að kasta kveðju sinni á Akureyringa. Sann- ast sagna verður eitt stórt Akur- eyrarfestival í Sjallanum á laugardagskvöldið sem við Reyk- vikingar fáum nú að njóta í beinni útsendingu. Jóhanna Hafliðadóttir flytur leikdóm um barnaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdisi Egilsdóttur, sem frumsýnt var um siðustu helgi. RÚV laugardag kl. 14.00: íslenskar aíþreyingarbókmermtir í Sinnu. sem er á dagskrá rás.ar eitt klukkan tvö á laugardögum. er fjallað um listir og ntenningar- mál. í þættinum á morgun. laugar- dag. kl. 14.00 verður rætt við rithöfundana Snjólaugu Bragad- óttur og Birgittu H. Halldórsdótt- ur. Þuríður Jóhannsdóttir mun síðan ræða um verk þessara höf- unda svo og bækur Ingibjargar Sigúrðardóttur. Síðast á dagskrá Stöðvar 2 á laugardag er bandaríska kvik- myndin Auglýsingastofan (Ag- ency) frá 1984. Hún segir frá mikilsverðu auglýsingafyrirtæki sem er skyndilega selt utanaðkom- andi aðila. Eftir að þessi skipti eiga sér stað verða umtalsverðar breyt- ingar á fyrirtækinu, á örskömmum Jóhanna Hafliðadóttir flytur leikdóm um barnaleikrítið Ryntpa á ruslahaugnum eftir Herdisi Eg- ilsdóttur. sem frumsýnt var um síðustu helgi. Ragnheiður Gvða Jónsdóttir ræðir við Gerði Steindórsdóttur um Norræna þýðingarsjóðinn. Einnig verður fjallað um mvndlist í þætt- inum. Umsjónarmaður þáttarins er Þorgeir Ólafsson. tíma og með leynd. Þrir starfsmenn komast á snoðir um að ekki er allt með felldu varðandi rekstur hins nýja aðila. Leikararnir eru ekki af verri end- anum en þeir eru: Robert Mitchum. Lee Majors, Valerine Perrine, Saul Rubinek og Alexandra Stewart. Leikstjóri er George Kaczender. Stöð 2 sunnudag kl. 21.10: Dagbók Önnu Frank Dagbók Önnu Frank er löngu orðin heimsfræg saga og sígilt bók- menntaverk. Þar segir frá ungri gvðingastúlku á þeim tima er Þjóð- verjar gerðu innrás í Holland í seinni heimsstyrjöldinni. Fjöl- skvldan þurfti að fara í felur vegna uppruna síns. sem ekki þarf að fara mörgum orðum unt. og levndist hún uppi á háalofti í tvö ár uns hún fannst og var send i fangabúðir. Dagbók Önnu Frank er sann- söguleg og endurspeglar hörmung- ar stríðsins -og ofsóknirnar á hendur gyðingum. Leikendur eru Maximilian Schell. Joan Plowright og Melissa Gilbert (Húsið á slét- tunni). Melissa Gilbert, betur þekkt úr Húsinu á sléttunni, leikur eitt aðal- hlutverkið i dagbók Önnu Frank. Stöð 2 laugardag kl. 23.50: Leynd auglýsingastofuxmar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.