Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 5
22 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Menningartengsl íslands og Ráöstjórnarríkjanna: Soveski sendiherrann í opiiuii umræðu Nýskipaður sendiherra Sovét- ríkjanna á Islandi, Igor N. Krasa- vin, verður sérstakur gestur MÍR, Menningartengsla Islands og Ráð- stjórnarríkjanna, í opnu húsi félagsins að Vatnsstíg 10 á laugar- dag og hefst það klukkan 15.00. Ræðir sendiherrann þá um við- horfin í Sovétríkjunum eftir nýaf- staðinn fund miðstjórnar Kommúnistaflokksins og þróun sovéskra félags- og efnahagsmála í náinni framtíð. Mál sendiherrans verður túlkað á íslensku og hann mun svara fyrirspurnum sem fram kunna að koma. Að venju verða kaffiveitingar á boðstólum í opnu húsi MÍR og sagt verður frá félagsstarfínu framund- an, meðal annars fvrirhuguðum hópferðum til Sovétríkjanna á ár- inu. Aðgangur að Vatnssíg 10 er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Á sunnudag, 15. febrúar kl. 16.00, verður kvikmyndin 26 dagar í lífi Dostoévskís sýnd í bíósal MÍR. Aðgangur að henni er einnig ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Útskriftartónleikar í Háskólabíói Sinfóníuhljómsveitm og Tónlistarskólinn Fjórir nemendur sem Ijúka hluta einleikaraprófs. Frá vinstri: Emil Frið- finnsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Bryndis Björgvinsdóttir og Björn Davið Kristjánsson. Útskriftartónleikar verða haldnir í Háskólabíói á morgun, laugardag, kl. 14.30 með Sinfóníuhljómsveit íslands og Tónlistarskólanum í Reykjvík. Fjórir nemendur skólans Ijúka hluta einleikaraprófs. Emil Frið- finnsson leikur Hornkonsert nr. 3 K.447 í Es-dúr eftir W.A. Mozart, Björn Davíð Kristjánsson leikur Flautukonsert eftir J. Ibert. Brynd- ís Björgvinsdóttir leikur Sellókon- sert nr. 1 í a-moll op. 33 eftir C. Saint- Saéns og Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur píanókonsert í G-dúr eftir Moris Ravel. Stjórn- andi á tónleikunum er Mark Reedman. Miðar eru seldir við innganginn. Verð kr. 300. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg: Olíumálverkasýning Kristins Harðarsonar í Galleríi Svart á hvítu við Óðin- storg verður á morgun opnuð sýning á olíumálverkum Kristins Harðarsonar. Kristinn er fæddur 1955 og stund- aði nám við MHÍ 1973 til 1977. Frá 1977 til 1978 var hann við nám í De stichting de Virje Academie voor Beeldende kunsten í Haag í Hollandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Af helstu samsýningum hans má nefna Basel Art Fair 1982, XII Bi- ennale de Paris 1982 i Musée d’art Moderne í París, Museum Fodor Amsterdam 1983, Franklin Furn- ance New York 1984, Listasafn íslands 1984 og Malmö Konsthall, Malmö, 1984. Þá eru verk eftir Kristin á Kex (konst fran Island och Norge) sem er samsýning ungra myndlistar- manna sem var opnuð í Stokkhólmi í lok janúar sl. Þetta er farandsýn- ing sem sett verður upp á öllum Norðurlöndunum. Kristinn hefur einnig gefið út ljóðabókina Eilífir sólargeislar 1986 og unnið fyrir leikhús. A sýningunni í Svart á hvítu sýn- ir Kristinn olíumálverk frá árunum 1984 til ’86. Stendur hún til 6. mars og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14.00 til 18.00. Nýlistasafhið, Vatnsstíg 3b: Margvísleg heildarmyndverk París á árunum 1977-80 og síðar frá 1983-86, einnig hefur hann dvalið í Aust- urlöndum fjær og í Mexíkó. í tilefni sýningarinnar mun listamaðurinn gefa út 100 síðna bók er nefnist „Dagbókar- krot 1984-86“ en það eru teikningar frá þessum árum og mun verða til sölu á staðnum. Þetta er 6. einkasýning Halldórs á ís- landi en hann hefur sýnt víða um heim undanfarin ár. Sýningin mun standa fram til 22. febrúar og er opin virka daga frá kl. 16.00 til 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 20.00. Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður opnar í kvöld klukkan 20 einkasýningu í sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg 3b. Á sýningunni eru 22 myndverk sem unn- in eru á síðastliðnum tveimur árum. Flest verkin eru í mörgum hlutum er mynda heildarmynd. Þau eru gerð í margvísleg efni, svo sem máluð á léreft og á pappír, skorin út í tré, málaðir obj- ektar og vírskúlptúrar svo eitthvað sé nefnt. Öll þessi myndverk eru hluti af fjölbreyttu táknmáli Halldórs sem hann hefur þróað með sér um nokkurt skeið. Halldór stundaði myndlistarnám í Flest verk Halldórs Ásgeirssonar eru i mörgum hlutum er mynda síðar heildar- mynd. Messur Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Graf- arvogshverfi laugardag kl. 11 árdeg- is. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30. Guðsþjónusta i safnaðarheimilinu kl. 14. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Þriðjudagur 17. febr. kl. 20.30: Aðalfundur safnaðarfélags Ásprestakall í safnaðarheimili Ás- kirkju. Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Sr. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. Breiðholtsprestakall Barnasamkoma í Breiðholtsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Elín Anna Antonsdóttir og Guðrún Ebba Ólafs- dóttir. Guðþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýðs- félagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudags- eftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkj- unni kl. 10.30. Egill og Ólafía. Messa kl. 11. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Fermd verðurSara Gustafsson frá New York. Sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Landakotsspítali Guðsþjónusta kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Sr. Sigurjón Guðjónsson messar kl. 14. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnudag- ur: Barnaguðsþjónusta - kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur i æskulýðsfélaginu mánu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: „Að versla með sitt pund“. Organisti og söngstjóri Pavel Smid. Á föstunni verða bænastundir í kirkjunni þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtu- daga og föstudaga kl. 18.00. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Messa með altarisgöngu kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Miðvikudag: For- eldrafundur fermingarbarna kl. 20.30. Fimmtudagur: Almenn sam- koma UFMH kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Barnasamkoma og messa kl. 11. Dómprófastur, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, vísiterar kirkju og söfnuð. Dómprófastur prédikar. Sóknarprestar þjóna fyrir altari. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Jón Bjar- man. Háteigskirkja Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kársnesprestakal) Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Biblíulestur miðvikudag 18. febr. kl. 20.00 í safn- aðarheimilinu Borgum. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkj a Kirkja Guðbrands biskups. Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjet- ur Maack. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkj a Laugardagur 14. febr.: Guðsþjónusta í Hátúni lOb 9. hæð kl. 11. Sunnudag- ur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sóknarprestur í Skál- holti, prédikar. Einsöng syngur Jóhanna Möller. Eftir guðsþjón- ustuna verður hin árlega kaffisala Kvenfélags Laugarnessóknar í safn- aðarheimilinu. Mánudagur: Æsku- lýðsstarf kl. 18. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Altaris- ganga.' Sóknarprestur. Neskirkja Laugardagur: Félagsstarf aldraðra kl. 15. Kvöldvökukórinn skemmtir með upplestri og söng. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkju- bílinn. Messa kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánudag- ur: Æskulýðsstarf kl. 19.30. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðviku- dagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Biblíulestur kl. 18.30. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Seljaskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Þriðjudagur: Æskulýðsfélagsfundur í Tindaseli 3 kl. 20.00. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Eirný og Solveig Lára tala við börnin og stjórna söng. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Organisti Sighvatur Jónas- son. Opið hús fyrir unglingana mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoman fellur niður vegna útvarpsmessu kl. 11. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfs- son. Kirkja Óháða safnaðarins Nýmessa kl. 17. Efni nýmessunnar verður bænin og gestir dagsins verða frá ungu samfélagi fólks sem nefnist Norðurljósin. Þ.á m. Helgi S. Guð- mundsson og sr. Kristinn Á. Frið- finnsson sem sjá um erindi dagsins og Þorvaldur Halldórsson sem syng- ur einsöng. Leikmenn frá samfélag- inu lesa ritningarlestra og leiða bænir. Kirkjuskólinn (barnastarí) er starfrætkur í Kirkjubæ á meðan messan stendur yfir. Foreldrar eru því hvattir til að taka börnin með. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Mál- fríðar Jóhannsdóttur fóstru og Ragnars Karlssonar æskulýðsfull- trúa. Munið skólabílinn. Sóknar- prestur. Tilkynningar Flóamarkaður Lionessu- klúbbs Reykjavíkur hionessuklúhbur Reykjavíkur heldur sinn árlega flóamarkað laugardaginn 14. febrú- ar kl. 14 í Lionsheimilinu Sigtúni 9, Reykjavík. Allur ágóði rennur til líknar- mála. Leildist Þjóðleikhúsið Rympa á ruslahaugnum, barnaleikrit með söngvum eftir Herdísi Egilsdóttur. Sýningar á stóra sviðinu á laugardag og sunnudag kl. 15. Hallæristenór, gamanleikurinn eftir Ken Ludwig í þýðingu Flosa Ólafssonar og leikstjórn Benedikts Árnasonar, verður sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og á fimmtudagskvöld kl. 20. Aurasálin eftir Moliere í leikstjórn Sveins FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 27 Einarssonar verður sýnd á laugardags- kvöld og þriðjudagskvöld. Uppreisn á Isafirði eftir Ragnar Arnalds í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur verð- ur sýnt á sunnudagskvöld kl. 20. I smásjá, leikr it Þórunnar Sigurðardótt- ur, verður sýnt á Litla sviðinu, Lindargötu 7. á laugardagskvöld kl. 20.30. íslenska Óperan sýnir hina vinsælu Aidu eftir Verdi í kvöld kl. 20 og á sunnudagskvöld á sama tíma. Sú breyting verður nú á hlutverkaskipan að Eiður Gunnarsson tekur við hlutverki Konungs af Hjálmari Kjartanssyni. I öðr- um aðalhlutverkum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir. Garðar Cortes, Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson, Katrín Sigurðardóttir og Hákon Oddgeirsson. Leikhúsið i kirkjunni Kaj Munk. Sýning á sunnudag kl. 16 og mánudag kl. 20.30. Kammersveitin Ensemble 4 - með tónleika í Norræna húsinu Á morgun, 14 febr., kl. 16 heldur danska kammersveitin Ensemble 4 tónleika í Norræna húsinu.' I kammersveitinni eru: Inke Kessel- er, píanó, Atli Sigfússon, fiðla, Finn Winslov, fiðla og lágfiðla, og Palle Christensen sem leikur á selló. Þau stofnuðu kammersveitina 1983 en öll hafa þau spilað með kammer- sveitum og sinfóníuhljómsveitum um árabil, m.a. í sinfóníuhljómsveit S-Jótlands. Verkefnaskrá Ensemble 4 er fjöl- breytt. Þar má finna barokktónlist og nútímatónlist, kvartetta, tríó, tvíleiks- og einleiksverk og sónöt- ur. Á tónleikunum i Norræna húsinu leika þau píanókvartett eftir Her- mann D. Koppel, saminn 1986, píanókvartett í g-moll eftir W.A. Mozart og píanókvartett eftir Jo- hannes Brahms. Til fróðleiks má geta þess að Atli Sigfússon en sonarsonur Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Tónleikar í Norræna húsinu: Samleikur á selló, fiðlu og píanó Nemendaleikhúsið Helgina 12.-14. febrúar sýnir Nemenda- leikhúsið í Lindarbæ gamanleikinn vinsæla, Þrettándakvöld eða H vað sem þið viljið eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Sýningar verða föstudag, laugardag, mánudag og fimmtu- dag kl. 20.30. Hægt er að panta miða allan sólarhringinn í síma 21971. Leikfélag Reykjavíkur Dagur Vonar, sýning í kvöld og sunnu- dagskvöld kl. 20. Þar sem Djöflaeyjan rís, sýning í Leik- skemmu L.R. v/Meistarvelli í kvöld og sunnudagskvöld kl. 20. Land míns föður. Sýnt í Iðnó á laugar- dagskvöld kl. 20.30. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferðir 13.-15. febr. 1. Tindafjöll í tunglskini. Gist í Tinda- fjallaseli. Gengið á Tindafjallajökul. 2. Þorraferð í Þórsmörk. Gist í Útivistar- skálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Tunglskinsferð. Góð færð. Uppl. og farm. á skrifstofunni. Grófmni 1. símar 14606 og 23732. Tunglskinsganga og fjörubál á föstu- dagskvöld kl. 20. Brottför frá BSl. bensín- sölu. Sjáumst. Sunnudagur 15. febr. kl. 13: Hraunssandur-Hrólfsvík. Stór- straumsfjöruferð og létt ganga austan Grindavíkur. Margt forvitnilegt að skoða. Að við Bláa lónið á heimleið. Verð 600 kr.. frítt f. börn með fullorðnum. Brottför frá BSl. bensinsölu. Ferðafélag íslands 1. kl. 13 Skarðsmýrarfjall (597 m). Ekið að Kolviðarhóli og gengið upp Hellisskarð og þaðan á Skarðsmýrarfjall. Verð kr. 500. 2. kl. 13 Innstidalur - austur fvrir Skarðsmýrarfjall/skíðaganga. Ekið austur fyrir Hveradali og gengið á skíðum milli hrauns og hlíða í Innstadal. Verð 500 kr. Brottfor frá Umferðarmiðstöðinni. austanmegin. Farmiðar við bíl. Munið helgarferðina í Borgarfjörð 20. 22. febrú- ar. Gist á Varmalandi. Nina G. Flyer selióleikari, Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Catherine Williams píanóleikari verða með tónleika í Norræna hús- inu á sunnudag kl. 17.00. Á efnis- skrá tónleikanna eru Sónatína fyrir fiðlu og selló, Allegro, And- ante, Allegro eftir A. Honegger, Sónata op. 40 fyrir selló og píanó Allegro ma non troppo, Allegro, Largo, Allegro eftir D. Shos- takovich. Þar verður gert hlé en að því loknu verða leikin þrjú smá- lög fyrir selló og píanó, Minuet, Gavotte, Allegro og að síðustu verður Trío op. 70 nr. 1 í D-dúr, Allegro vivace e bon broi, Largo assai ed espressivo, Presto eftir Ludwig Van Beethoven. Allar þessar konur hafa farið víða með tónlist sína, Nína var 1. sellóleik- ari sinfóníuhljómsveitarinnar í Jerúsalem á árunum 1978 til 1984 en síðan þá hefur hún verið búsett í San Fransisco þar sem hún star- far aðallega við kammertónlist ýmiss konar. Catherine Williams hefur fengist við tónlistariðkun af ýmsu tagi í Hong Kong. Haustið 1985 fluttist hún til íslands og star- far við Söngskólann og íslensku óperuna sem óperuþjálfari. Og síð- ast en ekki síst Guðný Guðmunds- dóttir sem þarf vart að kynna. Hún hefur sem kunnugt er gegnt emb- ætti konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitar íslands frá 1975. Aðrir tónleikar verða haldnir á mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30 í Gerðubergi í Breiðholti. Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum. fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Gallerí Borg, Pósthússtræti Sigrún Harðardóttir sýnir málverk og pastelmyndir í Gallerí Borg. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 en frá kl. 14 18 laugardaga og sunnudaga. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A Þar stendur vfir sýning á nýjum verkum eftir þá sem að galleríinu standa en það eru þau Jónína Guðnadóttir. Magnús Tómasson. Ófeigur Björnsson. Ragnheiður •Jónsdóttir. Steinunn Þórarinsdóttir. Þor- björg Höskuldsdóttirog Örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 en frá kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Gallerí Grjót hefur nú starfað í 3 ' ár og hefur eingöngu verk eftir félagana sem vinna í mjög mismunandi efni. Gallerí Hallgerður, Bókhlöðustíg 2 Anna Þóra Karlsdóttir sýnir myndverk og skúlptúr úr ull. Anna Þóra stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. einnig við Konstfackskolan í Stokkhólmi og hefur á umliðnum árum tekið þátt í ýmsum samsýningum. Sýningin er opin frá kl. 14-18 daglega til 15. febrúar. Galleri Svart á hvítu við Óðinstorg Á morgun opnar Kristinn Harðarson sýn- ingu á olíumálverkum. Sýningin stendur til 6. mars og er opin alla daga nenia mánu- daga kl. 14-18. Einnig er í Gallerí Svart á hvítu mikið úrval verka eftir ýmsa lista- menn í umboðssölu gallerísins. Nina G. Flyer sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Cather- ine Williams píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu á sunnudag og á mánudag i Gerðubergi. Óvenjulágt verð í Fatalandi og nú eru nýju vörurnar komnar. Nýjasta tíska. Dömupils, hringskorin...........................kr. 890 Dömublússur, vorlitirnir........................kr. 990 Vendipeysur, vorlitirnir................kr. 990-1.290 Barna-jogginggallar, mynda, vorlitirnir..kr. 790-S90 Barna-H-bolir, mynda, vorlitirnir...............kr. 790 Barnapeysur, þykkar, munstraðar..........kr. 490-890 Háskólabolir, í mörgum góðum litum..............kr. 565 Dömubuxur, jarðlitir.......................kr. 1.780 vor- litirnir. Að sjálfsögðu eru útsöluvörurnar ennþá í fullum gangi. Úlpur, 1.190-1.990. Barnaúlpur, 1.490-1.690. Stígvél, 290-390. Opið: Virka daga kl. 10-18 Föstudaga kl. 10-19 Laugardaga kl. 10-16 i ,*x --- Smiðjuvegi 2, Kópavogi, á horni Skemmuvegar. Póstsendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.