Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Rúrik Haraldsson í hlutverki ástsæla skáldsins, Gríms Thomsen, Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús Leikhús - Leikhús Þjóðleikhúsið Uppreisn á IsafLrði Nýlega hófust sýningar aftur á leikriti Ragnars Amalds, Uppreisn á ísafirði, í leikstjórn Brynju Bene- dikstdóttur. Veikindi leikara ollu því að fresta varð sýningum en nú mæta hinir fimmtíu leikarar verks- ins allir aftur til leiks að undan- skildum Helga Skúlasyni sem þótti túlka skáldið Grím Thomsen af snilld. Helgi hefur nú dvalist í mánaðartíma í 30 stiga frostgaddi á Samaslóðum í Norður-Noregi þar sem hann leikur aðalhlutverk í norskri kvikmynd. í hans stað túlk- ar Rúrik Haraldsson ástsæla skáldið Grím Thomsen og mun leika hann þar til sýningum lýkur. Eins og flestum er kunnugt fj all- ar þetta vinsæla leikrit Ragnars um Skúlamálin frægu er gerðurst fyrir rúmum 100 árum en við sögu koma líka skáldaðar persónur. Ró- bert Amfinnsson leikur Magnús Stephensen landshöfðingja, Rand- ver Þorláksson fer með hlutverk Lámsar H. Bjamasonar mála- færslumanns á unga aldri, en þeir tveir eru aðgangsharðastir í að- förinni gegn Skúla Thoroddsen, sýslumanni ísfirðinga, sem Kjartan Bjargmundsson leikur. Theódóru, konu hans, leikur Lilja Þórisdóttir og skálduðu persónuna Díönu leik- ur Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. I öðrum hlutverkum eru: Baldvin Halldórsson (Nelleman dómsmála- ráðherra), Erlingur Gíslason (Þorvaldur læknir), Arnar Jónsson (séra Sigurður), Björn Karlsson (Matthías Ölafsson), Ámi Tryggvason (hótelhaldarinn) og Eyvindur Erlendsson (Sigurður skurður). Nær allir fastráðnir karl- leikarar Þjóðleikhússins taka þátt í sýningunni auk annarra leikara. Sigurjón Jóhannsson hannaði leikmynd og búninga, Páll Ragn- arsson lýsingu og Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina. Næsta sýning verður á sunnu- dagskvöld. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Bíóhöllin Flugan (The Fly) hefur fengið ágætisdóma og aðsókn vestanhafs að undanförnu. Hér er um að ræða efni sem í fvrstu getur ekki talist merkilegt. Myndin er sem sagt um mann sem breytist i flugu. Flugan er endurgerð kvikmvndar síðan 1958 er bar sama heiti. þá var um ódýra og frekar ómerkilega mynd að ræða. Nú hefur aftur á móti miklu verið kostað til og David Cronenberg. einn athyglisverðasti leikstjóri hryllingsmvnda þessa stundina. fenginn til að leikstýra. Þvkir honum hafa tekist vel að skapa óhugnað sem fylgir áhorf- andanum lengur en tekur að sýna mvndina. Aðdáendur spennu- og hryllingsmynda verða örugglega ekki fvrir vonbrigðum með þetta nýjasta afrek David Cronenbergs. Bíóhúsið Þrátt fyrir að hafa verið njósnari númer eitt í kvikmyndum i ein tutt- ugu og fjögur ár er ekkert lát á vinsældum þess eina og sanna Jam- es Bond. Nú er nýr leikari, Timothy Dalton, tekinn við hlutverkinu. Roger Moore hefur sagt skilið við það en myndirnar með honum hverfa samt ekki og nú sýnir Bíó- húsið eina þeirra, Njósnarann sem elskaði mig (The Spy Who Loved Me). Aðdáendur kappans vita ná- kvæmlega við hverju má búast. Þess má geta að mótleikkona Mo- ore hér er frú Ringo Starr. Barbara Bach. Stjörnubíó Öfgar (Extremities) fjallar um konu sem tilraun er gerð til að nauðga. Þar sem ekkert vitni er verður ljóst að nauðgaranum mun sleppt. náist hann. Þegar hann reynir aftur tekur konan málið í sínar hendur. Farah Fawcett sýnir eftirminnilegan leik í hlutverki konunnar. einnig er athyglisverður leikur James Russo í hlutverki of- beldismannsins. Regnboginn Að venju býður Regnboginn upp á fjölbreytilegt úrval kvikmynda. Augað er frönsk kvikmynd sem er sýnd sem mánudagskvikmynd. Þetta er spennumynd með Isabelle Adjani í aðalhlutverki. Hart á móti hörðu (Fire With Fire) er um óvenjulega elskendur. Hann er í fangelsi, hún í nunnuskóla. Þá má nefna Nafn rósarinnar (The Name Of the Rose). Athyglisverða kvik- mvnd um sakamál í klaustri á miðöldum og Otello, sem Franco Zeffirelli gerði eftir óperu Verdis, Camorra. Háskólabíó: Skyttumar Á morgun, laugardag, verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd, Skytturnar. Leikstjóri er Friðrik Þór Friðriksson sem á að baki nokkrar myndir. Þeirra best er tví- mælalaust Rokk í Reykjavík, sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Þá má nefna myndina Kúreka norðursins og Hringinn. Skytturnar fjallar um tvo sjó- menn sem eru að koma af vertíð. Myndin hefst á því að þessir tveir menn, sem staddir eru í Reykjavík, eru að tala um hvað muni taka við hjá þeim. Það sem eftir er myndar- innar segir svo frá ævintýrum þeirra í borginni. Þar rekur hver atburðurinn annan. Myndin gerist á tveimur sólarhringum. Þessa tvo sjómenn leika áhuga- leikararnir Þórarinn Óskar Þórar- insson og Eggert Guðmundsson. Aðrir leikarar eru Eggert Þorleifs- son, Helgi Björnsson, Karl Guðmundsson, Brét Héðinsdóttir og fleiri. Svo er bara að sjá hvort Friðrik og hans fólk hefur haft ár- angur sem erfiði. Kvikmyndahús Tónabíó Eyðimerkurblóm (Desert Bloom) er nýjasta mynd Jon Voigh, þess fjölhæfa leikara. Gerist hún á þeim tíma þegar Bandaríkjamenn sprengdu sína fyrstu kjarnorku- sprengju og fjallar um stúlku sem strýkur að heiman nóttina sem hún var sprengd. Austurbæjarbíó Austurbæjarbíó sýnir spennu- myndina í hefndarhug þar sem Ninja kappinn Michael Dudikof fer með aðalhlutverkið. Þá má geta þess að nú eru síðustu forvöð að sjá íslensku gamanmyndina Stellu í orlofi. Laugarásbíó Fyrir nokkrum árum var gerð hryllingsmyndin A Nightmare In Elm Street. Þótti takast vel við þessa ódýru mynd þar sem aðal- hryllingurinn var fólginn í óskýrri persónu sem sótti á skólafólk og drap á hryllilegan hátt. Laugarás- bíó sýnir framhald myndarinnar og nefnist hún Martröð á Elm Stræti II, Hefnd Freddys. Einnig er sýnd Löggusaga (Police Story), þar sem Jackie Chan er í aðalhlutverki. Hann er aðallega þekktur fyrir að vera snjall í japanskri sjálfsvarnar- íþrótt. -HK Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Sýningar Gallerí Langbrók, Textíl, Bókhlöðustíg 2 Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður, tauþrykk, myndverk, fatnaður og ýmiss konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 1418 og laugardaga kl. 11-14. Kjarvalsstaðir , við Miklatún Þar stendur yfir yfirlitssýningin „íslensk abstrakt list“ Opið er daglega kl. 14-22. Norræna húsið, Hringbraut Þar stendur yfir sýning á grafíkverkum eftir hinn þekkta bandaríska listamann Andy Warhol í anddyri hússins. Sýningin > nefnist „Andlitsmyndir af Ingrid Berg- man“. Sýningin er opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19. Sýningin stendur til 15. febrúar. í sýningarsölum í kjallara stendur ylir sýningin „Dönsku villingarnir". 13 danskir listamenn sýna 58 verk, málverk og skúlptúra, sem eru unnin á árunum 1982-86. Opið daglega kl. 14 19 til 23. febrúar. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Dagana 14.-22. febrúar nk. sýnir Listasafn ASI, Grensásvegi 16, ýmis listaverk sem safninu hafa borist á síðustu árum. Opið virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla islands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all- an listferil Valtýs, allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944 46 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíu- myndir, mósaík og gvassmyndir. 1 tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 13.30-18 en kl. 13.30-22 um helgar. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4. Opið á sunnudögum kl. 14-16. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b í kvöld kl. 20 opnar Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður einkasýningu í Nýlista- safninu. Á sýningunni eru 22 myndverk sem unnin eru á sl. tveimur árum. Flest verkin eru í mörgum hlutum er mynda síðar heildarmynd. Þau eru gerð í marg- vísleg efni, svo sem máluð á léreft og á pappír, skorin út í tré, einnig málaðir obj- ektar og vírskúlptúrar svo eitthvað sé nefnt. Öll þessi myndverk eru hluti af fjöl- breyttu táknmáli Halldórs sem hann hefur þróað með sér um nokkurt skeið. Sýningin mun standa fram til 22. febrúar og er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Þjóðminjasafnið I Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönn- um, íslenskum og erlendum. Vaxmynda- safnið var fyrst opnað í húsakynnum Þjóðminjasafns 14. júlí 1951 og var þar til sýnis í 20 ár en síðan hafa myndirnar ve- rið í geymslu. Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú verið ákveðið að sýna vaxmynda- safnið um tíma. Vaxmyndirnar eru til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóð- minjasafnsins, þ.e. þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Aðgangseyrir er kr. 50 en ókeyp- is fyrir börn og ellilífeyrisþega. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14 18. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Slunkaríki, ísafirði Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.