Alþýðublaðið - 29.06.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.06.1921, Blaðsíða 2
a ín álítar víst að hún sé í þjón- ustu stórgróðahringanna eins og enska stjórnin virðist álíta að hún sé fulltrúaráð ensku kolanámu- eigandanna og annara spekúlanta og ísienzka stjórnin, að hún sé I þjónustu íslandsbanka. Víst er um það að stjórnin £ Bandarfkjunum iét ófriðarlöggjöf- ina standa til þess að geta notað hana sem svipu á verkalýðinn. Samkvæmt henni var hægt að banna verkföll og aðra mótstöðu gegn auðvaldskúguninni. Óánægja verkamannanna fór ákaflega vaxandi. Þeir gerðu verk- fall f kolanámunum og hótuðu þvf sama við járnbrautirnar. í báðum tilfellum beitti stjórnin valdi og verkamennirnir iengu enga verulega bót ráðna á kjör- um sínum. Eitir þetta tóku ein- stök félög aftur við rekstri járn- brautanna ög beittu verkafólkið óheyrilegu gerræði — ráku fjölda manna úr vinnu, lengdu vinnu- tfmann og lækkuðu iaunin. Verst hafa þó verkamennirnir farið út úr viðureign sinni við stálhringinn. Stjórn hans neitaði öllum rétti verkalýðsfélaganna til þess að hlutast til um vinnusamn- inga railli atvinaurekenda og verka- manna, og varð þetta til þess að verkamenn sem voru f þjónustu hringsins, lögðu niður vinnu. En þeir höfðu ekki bolmagn til þess að halda verkfallinu áfram til lengdar og neyddust til að láta undan. Þetta gaf ýmsum atvinnurek- endafélögum vonir um það, að nú mætti takast að gjöreyði- leggja verkaiýðssamtökin og hafa margar tilraunir verið gerðar til þess. Sumir atvinnurekendur hafa neytt verkamenn, sem gengið hafa f þjónustu þeirra, til þess að skriía undir skuldblndingu um að ganga ekki f nein verkatnanna- félög. Slfka nauðungarsamninga hefir hæstiréttur Bandaríkjanna fallist á, og jafnvel dæmt atvinnu- rekendum skaðabætur hafi verka- menn ekki haldið þá. Nýlega hefir fallið dómur f hæstarétti Bandarfkjanna út af deitumáli verkamanna og atvinnu- rekesda og er harni svó eftir- tektarverður að rétt er að skýra frá honum. t Bandaríkjunum eru fjögur félög, sem láta búa til prcntvélar, Eitt af þcim ncitaði ALfÞÝÐOBLAÐÍÐ að semja við verkamansafélag á sama grundvetli og hin höfðu gert. Verkamannafélagið sneri sér þá tii vélamanna vfðsvegar um landið með beiðni um að neita að vinna með vélum frá þessu félagi. Málið kom fyrir hæstarétt og hann dæmdi — með 7 atkv. gegn 6 — framferði verkamannafélags ins ólöglegt — með öðrum orð um, verkamönnunum er bannað að taka höndum saman gegn of beldi auðvaldsinsl — Þessi dómur gekk í r&un og veru f berhögg við lög frá 1915 um rétt verkamanna í Bandarfkj- unum til þess að bindast samtök- um, en auðvaldið og þess þjónar hafa að engu lög og rétt — nota það, þegar á þarf að halda, fótum troða það annars. — En það er ekki eingöngu að dómstólarnir banni verkamönnum samtök sín f milli, verkföll og sameiginlega baráttu fyrir þolan- legum launum. Það hefir lfka þráfaldlega komið fyrir, að mönnum er bannað að tala máli alþýðunnar. Alþýðuvinir, sem ferðast um til að hvetja verka mennina til samvinnu og mótstöðu gegn auðvaldskúguninni, eru mls kunnarlaust fangelsaðir, bækur eru gerðar upptækar og yfirleitt alt gert af hálfu ríkjandi stéttanna til þess að gera enda á það litia frelsi, sem menn háfa notið þar efnabagslega og andlega. Til þess notar það bæði stjórnvöldin og stjói narskrána. Dómstólarnir nota ákvæði stjórnarskrárinnar um heim ild íyrir þá til að ónýta lög. Þessu ákvæði beita þeir til þess að ónýta þau lög, sem sett hafa verið tii þess að tryggja réttindi alþýð- unnar. Það sannar sig áþreifanlega, sem Marx sagði forðum: „að á vorum dögum eru rikisstjórnirnar ekkert annað en nefndir manna til þess að annast sameiginlega hagsmuni auðvaldsins" og að „meðferð auðmannanna á lögum og venjum hlýtur að leiða til þess, að verkatnenn sannfærist um það, að auðvaldið hafi gert hvorttveggja að skálkaskjóli og engu öðru.* Búsáhaldasýningin verður op- in alla þessa viku. €rleui simskeyti. Khöfn, 28. júní. írlandsmálin. Sfmað er frá London, að Lloyd George hafi boðið de Valera og fleiri foringjum Sinn Feina til London til þess að semja við Íorsætisífáðherra Nóréur írlands, Jazs Craig, og ensku stjórnina um mögulegleikann fyrir því, að hætta upphiaupunum. Boðið vek- ur almenua ánægju á Englandi og írlandi. Persar segja npp samningnm við Breta. Símað er frá París, að pers- neski Shainn hafi tilkynt énska þinginu, að sagt hafi verið upp samningum við England, en nýr samningur gerður við Sovjet Rúss- land og Afganistan. Grikkir á flótta. Sfmað er frá Konstantinópei, að Grikkir hafi beðið ósigur við Adabazar og rcki Tyrkir flóttann. Brezk hersk'p taka bandamenn, sem á flótta eru, á skipsfjöl. Kolaverkfallið. Sfmað er frá London, að náma- eigendur og kolanemar hafi gert bráðabyrgðasamning og á vinnan samkvæmt honum að hefjast mánu- daginn 4. júlf. Þó hafi foringjar kolanemanna þvf að eins lofað að mæla fram með sættum, að stjórn in endurtaki tilboðið um 10 mil- jóna sterlingspunda styrkinn til að draga úr launalækkuninni. Jarðarför Guðleifs Hjörleifs- sonar fór fram í gær að við- stöddu fjölmenni. Bar stjóra Sjó- mannafélagsins og fyrverandi for- menn kistuna inn í kirkjuna en fulltrúaráð verkalýðsfélaganna út. Þ, Gröndal hafði orkt eftirmæli, Norsku flmleikamennirnir sýndu fimleika sína á heimleiðinai á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði og hafa sent ræðismanni Norð- manna hér s'keyti, þar sem þeir þakka hjartanlega fyrir vifltökurn ar hér á lattdi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.