Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 2
44 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. Burt Reynolds í vandræðum með gæs Burt Reynolds dvelur gjarnan á bú- garði sínum á Flórída. Þar hefur hann mikið umleikis og hefur m.a. komið sér upp vísi að dýragarði. Dýrahaldið hefur þó valdið honum meiri vandræðum en efni stóðu til í upphafí. Einkum er það gæs nokkur sem er erfið viðureignar og hefur hún verið völd að þrotlausum málarekstri síðustu þrjú ár. Gæsin á það til að ráðast á gesti leikarans og bíta þá til óbóta. Það er bandaríski lögfræðingurinn George Vogelsang sem hefur rekið málin á hendur Reynolds. í síðasta Burt Reynolds. mánuði tapaði hann máli sem hann höfðaði fyrir hönd Selmu Binderman. Hún varð fyrir árás illfyglisins árið 1984 og kom stórslösuð frá þeim við- skiptum. Þótt málið sé nú tapað vill Binderman taka það upp aftur. Vogelsang hefur og fengið annan skjólstæðing sem varð fyrir árás gæsarinnar. Það er Imogene Prater, kona sem komin er á efri ár. Hún segir að gæsin hafi ráðist á sig skömmu eftir að Binderman varð fyrir sömu reynslu. Vörn Reynolds fyrir gæsina sína er því hvergi nærri lokið þótt hann hafi unnið áfanga- sigur í fyrsta málinu. CIA foringi rændur William Colby, sem réð fyrir CIA á árunum 1973 til 1976, varð nýverið fyrir fólskulegri árás ræningja nærri heimili sínu í Washington. Fólin brutu gleraugu leyniþjónustumanns- ins fyrrverandi og veittu honum myndarlegt glóðarauga. Tilgangurinn var að hafa af honum fé en sá gamli var svo heppinn að gleyma veskinu sínu heima. Hann varð þó að sjá á eftir forláta úri þeg- ar ræningjarnir drógu upp skamm- byssu - mikið vopn - og hótuðu lífláti. Yamani til Sviss Yamani, fyrrum olímálaráðherra Saudi-Arabíu, hefur sótt um að fá fast aðsetur í skíðabænum Crans- Montana í Sviss. Sheikh Ahmed Zaki Yamani, eins og hann heitir fullu nafni, var um árabil með valdamestu Sheikh Ahmed Zaki Yamani. mönnum í heiminum og hafði veru- leg áhrif á stefnu helstu olíuríkja í verðlagninu á olíu. Hann varð þó að hrökklast frá völdum á síðasta ári eftir að hafa lent upp á kant við stjórnvöld í heimalandinu. Katharine Hepburn mesta stjarnan Katharime Hepburn er mesta stjarn- an úr hrtpi kvenmanna sem nokkru sinni heiur verið uppi. Þetta er nið- urstaða skoðanakönnunar sem bandaríska tímaritið People hefur gert. Hepburn fékk 36 prósent at- kvæða í könnuninni. Af körlum, sem fengu atkvæði í könnuninni, hafði Cary Grant naum- an sigur með 18 prósent atkvæða. Fast á hæla honum kom Clark Gable með 16 prósent atkvæða. Oliver Stone nælir í verðlaun Platoon, kvikmyndin umtalaða um hermennskubrögð Bandaríkja- manna í Víetnam, átti góðu gengi að fagna þegar Goldern Globe verð- laununum var úthlutað í 44. sinn. Oliver Stone fékk viðurkenningu sem besti leikstjórinn og Tom Ber- enger fyrir besta leik í aukahlut- verki. Bob Hoskins hlaut hins vegar við- urkenninguna sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn i Mónu Lísu. Marlee Matlin fékk viðurkenn- inguna sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í mynd- inni Children and a Lesser God. Mynd Woody Allen, Hanna og systur hennar, hlaut viðurkenningu sem besta leikna myndin. Oliver Stone er kominn vel á veg með undirbúning næstu myndar sem hann kallar Wall Street. Tökur á henni eiga að hefjast í apríl. Þetta er saga um græðgi og spillingu. Hún fjallar um ungan framagosa í við- skiptalífinu. Hann á að vera óvandur að meðulunum þrátt fyrir fágun á yfirborðinu. Oliver Stone. er fjfölbreyttasta blaöiö **L ! Manni sýnist ef til vill aö nú séu ar alveg aö nást en svo á stu stundu hleypur allt í bak- ás. Ég væri ekki mennskur ef ég yrði ekki pirraður þá,“ segir Guö- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari meöal annars í Vikuviö- talinu í þessari Viku. Hann segir einnig: ,,Það var mikillífsreynsla aö fara í forsetaframboðiö og þrátt fyrir allt hefði ég ekki undir nein- um kringumstæðum viljaö missa enni.. Guölaugur Þorvaldsson kemur víða við í skemmtilegu viðtali. : T' • „Eg er eins konar borgareinbúi,“ segir Brian Pilkington, nafn Vik- unnar. List Brians þekkja margir en færri þekkja hinn hógværa mann sem er að baki listaverk- anna. Engel Lund fæddist í Reykjavík aldamótaárið. Hún söng um víða veröld en lauk söngferlinum er henni bauðst söngkennarastaða á íslandi. Grein um þessa merki- legu konu, sem er betur þekkt sem Gagga Lund, er í Vikunni. Demantar- eilíf fegurð. Demantar hafa löngum verið hjúpaðir mikilli dulúð í vitund okkar og ekki að ófyrirsynju. Hvers vegna heillar þessi harði steinn? Fróöleg grein umdemantaíVikunni. Vikan áferð um þrjár heillandi og rómantískar þýskar borgir, Trier, Heidelberg ogFreiburg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.