Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Síða 4
46 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. Á horni Hvcrfisgötu og Vitastígs stendur stórt bárujárnsklætt hús sem lengi hefur verið þekkt undir nafn- inu Bjarnaborg. Þetta er hrörlegt hús enda komið til ára sinna. Það var byggt af miklum skörungsskap árið 1902 og hefur margt mátt þola urn dagana. Á síðasta ári var húsið boðið til sölu til niðurrifs eða endurbyggingar að vild kaupanda því húsið er ekki friðað. Byggingafélagðið Dögun keypti húsið og hefur ákveðið að endurbvggja það í sem næst upp- runalegri mynd. Nú er búið að rífa það af innviðum hússins sem rífa þarf og á næstu dögum hefst endurbygging þess af fullum krafti. „Ég geri ráð fyrir að fyrstu matargestirnir geti sest þarna að snæðingi fyrir jólin," segir Hjört- ur Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Dögunar. Staður fyrir verslanir og veit- ingahús í húsinu er sem sé ætlunin að hafa veitingastaði og verslanir á jarð- hæðinni. Á efri hæðunum er gert ráð fyrir vinnustofum og tveim íbúðum. Þetta hús er eiginlega stærra að inn- an en utan. Samtals er gólfflöturinn nærri 1200 fermetrar á þremur hæð- um og í kjallara. „Ég tel mig ekki vera húsfriðunar- mann,“ segir Hjörtur sem þó hefur áður keypt gömul hús og byggt þau upp. „Þetta eru fyrst og fremst við- skipti af minni hálfu. Það eru mikil verðmæti í þessum húsum og það er óþarfi að farga þeim.“ Þegar búið var að rífa klæðning- una og skilrúmin innan úr húsinu kom í ljós að burðarverk þess var ófúið og stendur óhreyft áfram. Elstu hlutar hússins eru þó frá því um 1840. Endar hússins voru byggðir úr viðum húsa sem Frakkar byggðu í mið- bænum. Það hefur greinilega verið vel viðað til þeirra húsa í öndverðu því enn standa þeir stöðugir í burðar- verki hússins. Eins og nú er umhorfs innandyra í Bjarnaborg, þegar burðargrindin stendur ein eftir, minnir húsið mest á leikmyndina í Nafni rósarinnar og lofthræddir menn ættu að spara sér að sitja á efsta hanabjálka og horfa niður í kjallarann. Vitatorgið bíður Þegar fyrstu drögin voru gerð að endurbyggingu hússins var ætlunin að endurskipuleggja Vitatorgið í leiðinni og byggja ný hús umhverfis það. Undir torginu átti að vera bíla- geymsla. Teikningar hafa verið gerðar að hinu nýja torgi og bíða þær nú þess að fé verði lagt til verksins úr borgarsjóði. Teikningarnar að hinu endur- byggða húsi og torginu eru unnar af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt í samvinnu við Reykjavíkurborg. Fyrst um sinn verður látið við það sitja að breyta legu Vitastígsins lítil- lega þannig að pláss myndast fyrir verönd fyrir framan Bjarnaborg. Stigarnir, sem voru á framhlið húss- ins, hverfa hins vegar endanlega. Núna er járnklæðningin á húsinu rauð - eða var það öllu heldur. Þeg- ar endurbyggingunni er lokið á húsið hins vegar að hafa endurheimt blágráa litinn sem það hafði eftir að Bjarni snikkari Jónsson lauk verki sínu í byrjun aldarinnar. Bjarnabórg var meistarastykki Bjarna snikkara og við hann hefur húsið alla tíð verið kennt. Bjarni var afkastamikill húsasmiður og er talið að hann hafi byggt næstum 140 hús sem flest stóðu í Reykjavík. Bjarna- borg er að sjálfsögðu frægast þeirra húsa sem Bjarni byggði og þótti ný- byggt svo merkilegt að það var haft til sýnis fyrir ferðamenn á tyllidög- um. Frumlegt hús Bjarni var Mosfellingur að upp- runa. Hann fæddist í fátækt um miðja 19. öldina og dó í fátækt árið 1915. Hann var þó um miðbik ævinn- ar mikilsvirtur athafnamaður og skartaði dannebrogsorðunni frá kónginum í Kaupmannahöfn. Hann var timburkaupmaður meðfram smíðunum og virðulegur' fátækra- fulltrúi bæjarins. Bjarnaborg var nýbyggt með stærstu húsum í bænum. Það þótti einnig merkilegt fyrir þá sök að inn- andyra var fyrirkomulag með öðrum hætti en þá gerðist í húsum. Þetta var fyrsta fjölbýlishúsið í bænum. Hugmynd Bjarna var að íbúarnir gætu nýtt húsrýmið sameiginlega að hluta. Þá lagði hann sig í framkróka um að nýta allt plássið til fullnustu. Stigarnir voru snarbrattir líkt og í skipum og fór lítið fyrir þeim, her- bergin lítil og mörg. Þetta var áður en arkitektar fengu þá hugmynd að nýting húsanna ætti að ganga fyrir við hönnun þeirra. Bjarni hafði því á litlu öðru en eigin hyggjuviti að byggja þegar hann teiknaði húsið í þessum anda og sýndist sitt hverjum. Kamrarnir verða ekki endur- byggðir Þótt Bjarnaborg væri á margan hátt nýtískulegt hús þá bar það einn- ig merki um gamlar venjur í hús- byggingum. Á þessum árum var enn ekki komið í tísku að hafa salerni inni í húsunum. Því reisti Bjarni kamra við norðurenda hússins. Þeir Húsið er orðið mjög hrörlegt að sjá en innviðirnir halda þó enn styrk sínum. HUO At> VITATOBÖI Að endurbyggingunni lokinni ætti Bjarnaborg að lita svona út. feseaeagii i^ss mmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.