Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Blaðsíða 20
Gunnar Gunnarsson Gleymdi að spennamagavöðvana lagði fyrir sig. Töframaðurinn kemst oft bærilega frá sjónhverf- ingu sinni og stendur þá uppi sem sigurvegari kvöldsins. En pólitík- usinn getur sjaldnast sannað neitt og í hæstalagi að hann sproksetji andstæðing sinn. En það er sjaldn- ast sem við sjáum þá standa við loforð ellegar fá stefnumáli fram- gengt. Og raunar þurfa menn ekki að vera i pólitík til að eiga í erfið- leikum með að koma fram stefnu eða áhugamáli. Harry Houdini vildi í einlægni yfirvinna dauðann, helst sanna að hann væri bara blekking. Hann óttaðist það allra mest að deyja á undan móður sinni. Og leið yfir hann þegar hann frétti lát hennar. Þá var hann í Kaupmannahöfn og varð að fresta sýningu í fyrsta og eina skiptið. Bess kona hans reyndi lengi að ná sambandi við hann eft- ir dauðann. Þau höfðu komið sér saman um að hann hefði tíu ár til að gefa sig fram. Og heyrðist ekk- ert frá honum væri það að minnsta kosti sönnun þess að ekki væri unnt að hafa samband við betri heiminn. Síðasti miðilsfundurinn helgaður Harry Houdini fór fram á þaki skýjakljúfs þann 31. október 1936. Á þaki The Knickerbocker Hotel í Hollywood sátu þá 300 manns, þar á meðal Bess Houdini, og biðu merkis frá meistaranum. En ekkert gerðist þótt haldnar væru innblásnar ræður og skorað á andaheiminn og Houdini að gefa sig fram. Loks sneru menn sér til Bess og spurðu hvort tilraunum væri lokið. - Já, sagði hún. Houdini lét ekki í sér heyra. Mín hinsta von hefur slokknað. Nú er ég sannfærð um að andar geta ekki haft samband við lifendur. Nú er þetta búið. Góða nótt, Harry. . . Svo slökkti hún ljós sem hafði logað þar á þakinu - og í sömu andrá skall á þrumuveður með steypiregni. Sumir vilja meina að það hafi verið síðasta kveðja Harry Houdini. MILLI LÍNA Harry Houdini dó fyrir rúmlega sextíu árum. Hann lést sunnudag- inn 31. október árið 1926 og var jarðsettur í bronskistu sem hann sjálfur hafði útbúið og hannað og notað við sínar víðfrægu flóttasýn- ingar. Þeir sem þekktu Houdini litu svo á að þegar hann skrapp úr hérvist- inni hafi hann í raun aðeins verið að losa sig við þau handjárn sem jarðvistin getur verið frjálsum önd- um og að síðan hafi hann flögrað um æðri tilverustig. Houdini var á sínum tíma þekktur sem miðill, seinna gekk hann í lið með yfir- völdunum og afhjúpaði margan svikamiðilinn - og þegar hann var að dauða kominn lofaði hann konu sinni að gera vart við sig til merk- is um að lífværi eftirþetta. En Houdini hefur enn ekki sent frá sér signal. Dauði Houdinis var ótímabær og raunar ekkert annað en ótímabært slys. Hann var í Montreal og hélt þar fyrirlestur um aðferðir um svikamiðla. Þang- að kom að hlusta á hann maður að nafni Samuel Smiley. Fyrirlest- urinn varhaldinn i Prinsessu leikhúsinu og þegar Houdini lagð- ist á sófa til að hvíla sig í búnings- herbergi sínu, sat téður Smiley hjá honum og teiknaði meistarann. 1 herberginu var einnig ungur stúd- ent, J. Gordon Whitehead að nafni. Houdini lá og þagði, Smiley teikn- aði og fíflið Whitehead spurði í þaula, spurði meðal annars hvort það væri rétt að Houdini gæti tek- ið við svo þungu höggi á magann sem verkast vildi. Jú, sagði Houd- ini, ætli ekki það. Mátti Whitehead prófa? Jú, ætli ekki það og varla hafði Houdini sleppt orðinu og snúið sér í áttina til Whitehead þegar þessi skólameistari í boxi kastaði sér á meistarann og barði hann hvað eftir annað í magann. Sprunginn botnlangi Frá þessu segir í merkri bók sem nefnist „Death and the Magician" eftir Raymund Fitzsimons. Houdini stundi við og féll. Svo reis hann á fætur og sagði að honum hefði ekki tekist að spenna magavöðvana, en stúdentinum væri velkomið að reyna sig á nýjan leik. Boxarinn barði aftur og Houdini stóð kyrr, hreyfði hvorki legg, lið né vöðva og skepnan Whitehead hverfur úr frásögunni. En Houdini átti aðeins viku ólifað. Honum leið óskaplega illa í mag- anum. Eigi að síður stóð hann og Ehrich stúderaði sögu galdurs- ins. Einn af hans uppáhaldsmönn- um var franski töframaðurinn Robert-Houdin. Sá var uppi á 18. öld og Ehrich hélt að hann hefði heitað Robert Houdini og hann tók sér nafnið Harry Houdini. Hann ætlaði sér að verða vel til hafður herramað- ur í kjólfötum sem (eins og Robert Houdin var á sinni tíð) fremur spilagaldur og dregur kanínur upp úr pípuhatti sínum. En hann var annað og meira og hafði áhrif víða, m.a. á sviði sálfræði og bókmennta. Og fyrst og fremst varð hann fræg- asti „flóttamaður" sögunnar. Hann fór snemma að kanna handjárn og dýrka og annað slíkt. 1894 kom hann fram sem „konung- ur handjárnanna" og reif sig jafnframt lausan úr sinni fyrstu spennitreyju. Árið 1896 hitti hann sæta stelpu, dökkhærða og ka- þólska, á Coney Island í New York og hét sú Wilhelmína Rahmer, kölluð Be.;s og var söngkona og dansari í grúppu sem nefndist „The Floral Sisters“. Hálfum mánuði seinna voru þau gift. Bess varð aðstoðarmaður hans og þau höfðu dágóðar tekjur með því að koma fram sem miðlar (svika-miðlar, að sjálfsögðu). Þau ferðuðust stað úr stað, lúslásu á hverjum stað allar dánartilkynn- ingar og fóru í kirkjugarðinn og stúderuðu legsteina. Þannig gátu þau hvarvetna fært mönnum boð frá þeim dauðu, skreyttu sýning- una með raddtilbrigðum, stunum og mási og létu fljúgandi blásara- bönd engla fljúga um sali; töfra- maðurinn Houdini fór létt með að kalla fram heilu hersveitirnar úr dauðraríkinu. í auglýsingaskyni lét hann læsa s'ig inni í fangelsum þorpa og bæja og braust síðan auðveldlega út. Svo lét hann lögreglustjóra hvers ein- asta staðar skrifa uppá skjal þar sem sagði að herra Harry Houdini hefði brotist út úr hans virðulega fangelsi og svo notaði parið þetta í auglýsingum sínum. En þótt vel gengi í svikamiðla- bransanum kom frægðin seint og eiginlega ekki. Þess vegna ákváðu þau Bess og Harry að fara til Eng- lands og freista gæfunnar þar. Það loddi löngum við Bandaríkjamenn (og gerir kannski enn) að þykja það helst fínt sem frá Evrópu kom eða hafði orðið vinsælt þar. Þetta bragð Houdini-parsins gekk upp. Harry lét Scotland Yard uppá afmæli sitt þann 6. apríl og gaf enga skýringu á hvers vegna. Fjölskylda hans flutti til Banda- ríkja N-Ameríku. Þegarþangað kom fékk Enrich vinnu í háls- bindagerð. Þar kynntist hann ungum manni sem hafði brennandi áhuga á spilagöldrum. Ungu menn- irnir lærðu nú margan spilagaldur læsa sig inni, braust út og varð frægur. Svo fóru þau um alla Evr- ópu og til Ástralíu, reyndar oftar en einu sinni - og frægðarsagan af afrekum þessa manns sem gat látið fleygja sér járnuðum á hönd- um og fótum innan í steyptri tunnu niður á hafsbotn og kom lifandi upp barst strax til Bandaríkjanna. Fjárhagsleg lukka Houdinis var tryggð. Á ystu nöf sex daga vikunnar Harry Houdini hafði einstaklega gaman af því að skora dauðann á hólm. Sex daga vikunnar árið um kring lét hann næstum drekkja sér uppi á sviði frammi fyrir áhorfend- um. Og í frístundum lærði hann að fljúga - sem var svo sannarlega hættuspil á hans tíð. Sagt er að hann hafi orðið fyrstur til þess allra manna að fljúga í Ástralíu. Það á að hafa gerst þann 18. mars 1910. Harry átti þá sína eigin flugvél, smárellu úr dúk og tré og að flugi loknu lét hann pakka vélinni sam- an og flaug aldrei aftur. Nú þegar hann hafði sýnt að hann gæti flog- ið var það engin áskorun lengur. Þannig var um fleiri hluti í lífi hans. Hérá íslandi er engin hefð fyrir því að fólk horfi á galdramenn og sjónhverf- ingameistara ellegar slíka hand- járnabrjóta sem Harry Houdini. Kannski er það þess vegna sem við höfum svo mikinn áhuga á pólitík. Loddarar stjórnmálanna koma i staðinn fyrir umferðartrúða og prakkara sem margir hverjir verð- skulda listamannsnafnbót. Mér finnst vert að gefa þessu gaum nú þegar kjördagur er í sigti, kosn- ingabaráttan hafin. Pólitíkusar þurfa nú að leggja sig fram með orðsins list við að töfra háttvirta kjósendur - og er trúlega öllu erfið- ari kúnst en sú sem Harry Houdini keikur gegnum alla sýningu kvöldsins í Prinsessu leikhúsi, þar á meðal sýndi hann mönnum „kín- versku vatnspyndinguna“ þar sem hann var festur með keðjum með höfuðið niðri í vatnstanki og gert að losa sig á eigin spýtur á meðan vatn streymir í tankinn og loftið hverfur. Frá Montrealhélthann til Detroit. Þar skoðaði læknir hann og sagði honum að hann væri með sprunginn botnlynga. Fullsetinn salur beið hins fræga meistara - og Houdini hélt frá lækninum á vit aðdáenda sinna og sýndi þótt hann væri með 40 stiga hita. Eftir sýninguna var hann færður á sjúkrahús. Þar var hann skorinn upp nokkrum sinnum - en lést eftir sjö daga legu. Eiginlega hét hann ekki Harry Houdini heldur Ehrich Weiss, fæddist 24. mars 1874 í Búdapest. En hann hélt jafnan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.