Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Fréttir IBM-skakmotið: Loks gladdi Tal alla sína gömlu aðdáendur - fómaði á báða bóga og gersigraði Kortsnoj í skákinni gegn Jóhanni Hjartarsyni á dögunum kom smáljósagangur hjá gamla fléttusnillingum Mikhail Tal, en í gærkveldi var hann svo með flug- eldasýningu og gersigraði Viktor Kortsnoj. Stundum er sagt að ekki megi sýna Tal litla fingur, þá sé hönd- in gripin. Það gerðist einmitt í gærkveldi. Kortsnoj lék ónákvæmum peðsleik og það var eins og við mann- inn mælt, flugeldasýningin hófst hjá Áttunda umferð IBM-skákmótsins hefst kl. 14 á morgun, laugardag. Þá tefla saman: Helgi Ólafsson-Ljubojevich Kortsnoj-Agdestein Tal. Hann fómaði mönnum á báða bóga og rústaði stöðuna hjá Kortsnoj. Samt sem áður gafst Kortsnoj ekki upp Þótt Tal hefði drottningu og tvö samstæð frípeð gegn hrók og riddara, og skákin fór í bið, en auðvitað til einskis. Margar skemmtilegar athugasemdir fuku hjá mönnum sem voru að fylgj- ast með skákinni á sjónvarpsskermi. „Þama er hann lifandi kominn, þetta Jón L. Árnason-Tal Margeir Pétursson-Polugajevski Short-Jóhann Hjartarson Timman-Portisch er Tal.“ „Svona leyfist mönnum ekki að leika gegn Tal,“ sagði annar um peðsleik Kortsnojs. „Rétt er það, hann er refsivöndur skáklistarinnar,“ bætti sá þriðji við. Og gamlir Tal aðdáendur gengu. um brosandi út að eyrum og sögðu: „Hvað sögðum við ekki. Nei, þið skulið ekki afskrifa gamla mann- inn.“ Skák þeirra Tal og Kortsnoj yfir- skyggði allar aðrar skákir í gærkveldi enda vom menn almennt friðsamir og sömdu allir um jafhtefli, meira að segja Short gegn Portisch, nema hvað Mar- geir Pétursson hristi loks af sér slenið og sigraði Jóhann Hjartarson. Skák þeirra fór að vísu í bið, en þá var séð að hveiju stefridi þar sem Margeir var með tvö peð yfir og bæði á fríum sjó. í dag er frídagur á mótinu og ef til vill þess vegna vom menn svona fríðs- amir í gærkveldi. Lokahrinan hefst svo með 8. umferð kl. 14 á laugardag. -S.dór Þessir Nokkuð fjölmennt var á 7. umferð IBM-skákmótsins í gærkveldi. Með- al þeirra sem mættu vom: Guð- mundur J. Guðmundsson alþingis- maður, Karl Benediktsson, framkvæmdastjóri og handknatt- leiksþjálfari, Ámi Njálsson kennari, Ólafttr Hannesson prentari, Ólafur Ormsson skákmaður, Þórður Þórð- arson dyravörður, Ömólfur Thors- son bókmenntafræðingur, Sigurjón Gíslason, skákmaður úr Hafriarfirði, Helgi Sæmundsson skáld, Hilmar Viggósson, útibússtjóri Hellissandi, Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, Ólafur Helgason bankastjóri, Egill Valgeirsson rakari, Páll í Pólaris, Magnús Sigmjónsson, Sæmundur Pálsson lögregluþjónn, Karl Þor- steins skákmaður, Ingvar Ásmunds- son, skólastjóri og skákmaður, Hilmar Bjömsson, kennari og hand- knattleiksþjálfari, Guðmundur Einarsson verkfræðingur, Leifur Jó- steinsson bankamaður og skákmað- ur, Láms Jóhannesson skákmaður, Benedikt Jónasson skákmaður, Rík- harð Björgvinsson framkvæmda- stjóri, Baldur Pálmason útvarps- maður, Ragnar Bjömsson tónlistarmaður, Hermann Gunnars- son, útvarps- og knattspymumaður, Ásgeir Friðjónsson lögfræðingur, mættu Mile knattspymuþjálfari, Margeir Daníelsson bankamaður, Guðni Þórðarson framkvæmdastjóri, Bjöm Þorsteinsson skákmaður, Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmað- ur, Gísli Ferdinantsson skósmiður, Þröstur Þórhallsson skákmaður, Hannes Hlífar Stefánsson skákmað- ur, Ólafur Ólafsson skákfrömuður, Tómas Ámason seðlabankastjóri, Haukur Sveinsson póstfúlltrúi, Jón Böðvarsson sagnfræðingur, Björg- vin Jónsson skákmaður, Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, Gylfi Þór- hallsson, skákmaður frá Akureyri, Magnús Pálsson rafiðnaðarfræðing- ur, Bjöm Fr. Björnsson, fyrrum alþingismaður, Gunnar Gunnarsson, bankamaður og skákmeistari, Guð- mundur Arason, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, Elvar Guð- mundsson skákmaður, Karl Þor- steins skákmaður, Bragi Garðarsson prentari, Óskar Magnússon, lög- maður og fyrrum fféttastjóri, Leó Ingólfsson rafeindaffæðingur, Birgir Ólafsson skrifstofumaður, Bjöm Theodórsson, formaður Bridgesam- bandsins, Guðjón Ingi Stefánsson ffamkvæmdastjóri, Láms Johnsen, fyrrum skákmeistari íslands, Hö- skuldur Ólafsson bankastjóri. -S.dór Áttunda unvferð tefld á morgun Loks lafntefli hia Short Skákir 7. umferðar: Mikhail Tal stal senunni i gærkveidi þegar hann fléttaöi og fórnaði eftir ónákvæman peðsleik hjá Kortsnoj. Þessi mynd af þeim fjandvinum er tekin nokkru áður en „fiugeldasýning" galdramannsins frá Riga hófst. DV-mynd KAE Portisch-Short 1/2-1/2 Loks kom að því að Nigel Short gerði jafntefli á IBM mótinu. Hann tefldi hollenska vöm gegn drottn- ingarpeðsbyrjun Portisch og stýrði síðan skákinni yfir í grjótgarðsaf- brigðið. Miðtaflsstaðan var flókin og þmngin möguleikum þar sem Short blés snemma til sóknar á kóngsvæng. Ungverjinn bægði þó hættulegustu sóknartilburðum Shorts ffá en jafhtefli var samið á óteflt tafl í þessari stöðu: Það er hvítur, Portisch, sem á leik en síðasti leikur Shorts var 21.-Rd6- f7. Ekki er gott að leggja mat á stöðuna en líklega verður að ætla að möguleikamir vegi nokkum veg- inn jafht. Með jafntefhnu heldur Short ör- uggri forystu í mótinu. Agdestein-Ljubojevic 1/2—1/2 Það er löngu komið í ljós að Júgó- slavinn Ljubojevic er eitthvað miður sín í þessu móti. Þær sögusagnir hafa verið á kreiki að hann þjáist af tannpínu og geti því ekki beitt sér að fullu. Meistaramir tefldu í gærkvöldi drottningarbragð með Bf4 og jafn- tefli var fljótlega samið eftir aðeins 15 leiki. Timman-Helgi 1/2-1/2 Timman fór sér að engu óðslega í byrjuninni, sem var drottningar- bragð, og hefur væntanlega ekki viljað lenda í sömu súpunni eins og á móti Short. Mörgum áhorfandanum leist mjög vel á sóknarfæri Helga á kóngs- vængnum en eftir að Timman lék fram f peði sínu lokaðist taflið frekar og ekki varð gott að sjá veikleika í annarri stöðunni umffam hinni. Gerðust taflmeistarar þá sáttfúsir mjög og undirrituðu friðarsamning- ana í snarhasti. Hafði hvítur þá rétt lokið við sinn 19. leik. Polugajevski-Jón L. 1/2-1/2 Jón tefldi drottningarindversku vömina einkar ffumlega og var kominn með kóngsriddara sinn út á kant strax í 10. leik. Áttu áhorfendur nú von á því að Jón myndi láta til skarar skríða og væri búinn að jafiia sig eftir áfallið gegn Timman með síðustu tveimur jafiiteflum. Polugajevski átti í nokkrum erfið- leikum með liðskipan sína og afféð því að hrókfæra á drottningarvæng. Jón kaus hins vegar að færa konung sinn í skjól á kóngsvæng tveimur leikjum seinna og lá nú í loftinu að ýmislegt gæti skeð í skákinni. Sovétmaðurinn leitaði nú eftir uppskiptum með því að vaða með riddara sinn fram á borðið og upp- skar yfirráð yfir opinni d-línunni. Ekki fann hann þó álitlegt framhald og þar sem tími hans var orðinn naumur bauð hann jafntefli. Tók Jón sig þá til og hugsaði í hálftíma um jafhteflisboðið og eftir svo langa hugsun gat hann auðvitað ekki ann- að en þegið boðið og hefur sennilega verið búinn að reikna út hundrað jafhteflisleiðir. Skák Ásgeir Þ. Árnason Tal-Kortsnoj 1-0 Það var ekki fyrr en undir lok set- unnar sem eitthvað fór að gerast í skák þessara fyrrum meðlima í sov- ésku ólympíusveitinni. Kortsnoj hafði beitt opna afbrigðinu af spánska leiknum og fengið þrönga en trausta stöðu. Þegar við komum til leiks hefur hann þó þurft að láta peð af hendi og vill því flækja taflið og ná frumkvæðinu... 33. -g6? Eftir 33.-Rxe4 34. Rxe4 Dxe4 35. Dxc7 Hc6 ásamt Hc2 á svartur góða jafhteflismöguleika, því ekki gengur 36. Rh6+? vegna 36.-Kh7! 37. Dxf7 Bc5+ ásamt 38. Kxh6. 34. Rh6+ Kg7 35. Rfg4!! Mun sterkara en 35. Rxf7 Df6. 35. -hxg4 36. Hxf7+ Kxh6 37. Dxf8+ Kg5 38. h4+! Kxh4 39. Dh6+ Einfaldara var: 39. Hh7 + Kg5 40. Dh6+ Kf6 41. Dh4+ Dg5 (4l.-g5 42. Dh6 mát) 42. Df2+! Ke5 43. Dxc5 + Kf6 44. Hf7 + og vinnur. Textaleikurinn er seinvirkari vinningsleið. 39.-Dh5 40. g3+! Kxg3 40.-Kh3? gengur beint í mát með 41. Dd2! 41. Df4+ Kh4 42. Df2+ g3 43. Hf4+ Kg5 44. Dxg3+ Kh6 45. Hh4 Hxe4 46. Hxh5+ Kxh5 47. Dxc7 Hér fór skákin í bið en fiípeð hvíts gera auðveldlega út um taflið. Jóhann-Margeir 0-1 Þar kom að því að Margeir ynni skák á IBM mótinu. Leitt er þó að það þyrfti að vera á kostnað Jó- hanns. Hins vegar er enginn annars bróðir í leik. Jóhann hafði frumkvæðið lengst af skákinni en Margeir beitti slav- neskri vöm sem snerist síðan út í einhvers konar afbrigði af Grúnfeldsvöm. I miðtaflinu náði Jóhann að koma riddara inn í herbúðir Margeirs á c7 þar sem hann hafði lamandi áhrif á hreyfingarmátt svörtu stöðunnar. Þó gætti Jóhann sín ekki sem skyldi og í stað þess að leika riddaranum upp í homið og þaðan aftur út í spil- ið gerðist hann strandaglópur á óskareitnum og þegar halla tók á lok setunnar var ljóst að Margeir hafði snúið taflinu sér f vil. Jóhann neyddist til þess að gefa peð í framhaldinu til þess að losa riddarann sjónumhrygga úr prí- sundinni og freista þess síðan að ná jafhtefli í hróksendatafli. í tímahraki missti Jóhann síðan endanlega af sénsinum með óná- kvæmni sem kostaði hann annað peð. Þegar skákin fór í bið var ljóst hvert stefhdi þó úrvinnslan vefðist eitthvað fyrir Margeiri og einungis munað einu tempói í lokin að vinn- ingurinn slyppi honum úr greipum. Leiðrétting Þau leiðinlegu mistök urði í stöðu- mynd úr skák Kortsnojs og Pol- ugajevskis í þættinum í gær að hvítur biskup var látinn standa á h4 og svart peð á h6. Rétt staða var með biskupinn á g5 og peðið svarta enn á upphafsreit. Beðist er velvirð- ingar á þessu. áþá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.